Morgunblaðið - 02.10.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 02.10.1998, Qupperneq 46
-46 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR O. NIKULÁSSON + Pétur Oddberg- ur Nikulásson fæddist í Reykjavík 6. júlí 1921. Hann lést á Landspítalan- um 23. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Nikulás Kr. Jóns- son, f. 10.11. 1895, d. 4.10. 1971, skip- stjóri, og Gróa Pét- ursdóttir, f. 9.8. 1891, d. 23.6. 1973, formaður kvenna- deildar Slysavarna- félags íslands og bæjarfulltrúi. Þau eignuðust þijú börn og eina uppeldisdótt- ur. Þau eru: Jón Ólafur, f. 21.5. 1925, d. 19.5. 1975; Örnólfur, f. 16.4. 1929, d. 13.11. 1986; Þóra Ólafsdóttir, f. 7.7. 1923; og Pét- ur Oddbergur sem hér er minnst. Eiginkona Péturs Oddbergs er Sigríður Guðmundsdóttir, f. 21.5. 1926, húsmóðir. Þau gengu í hjónaband í Reykjavík 27.4. 1946. Foreldrar Sigríðar ~m voru Guðmundur Þórðarson, f. 8.11. 1886, í Reykjavík, d. 6.3. 1960, bókari, og Ingibjörg Fil- ippusdóttir, f. 12.5. 1898, d. 23.8. 1982, húsmóðir frá Gufu- nesi. Böm Sigríðar og Péturs Oddbergs eru: 1) Ingibjörg Ásta, f. 10.6. 1948, maki Þor- steinn Bergsson, f. 19.10. 1956, barn þeirra er Bergur, f. 21.11. 1984. Börn Ingibjargar Ástu frá fyrra hjónabandi era Niku- Iás Pétur Blin, f. 8.6. 1967, og Kristin María Blin, f. 4.12. 1972. 2) Gróa Þóra, f. 20.7. 1951, maki Heimir Sigurðsson, f. 28.8. 1951, börn þeirra eru: Sigríður Nanna, f. 10.2. 1976, Arnþór, f. 4.8. 1977, og Pét- ur Oddbergur, f. 31.12. 1984. 3) Pjet- ur Nikulás, f. 9.2. 1954, maki Elsa Magnúsdóttir, f. 1.1. 1957, barn þeirra er: Sigríður, f. 12.12. 1979. Pétur lauk prófí frá Verslunarskóla íslands 1939 og starfaði í Heild- verslun Kristjáns G. Gíslasonar frá 1941-1962. Það ár stofnaði hann umboðs- og heildverslun- ina PON í Reykjavík sem hann rak frá þeim tíma. Pétur sat í sljórn skrifstofumannadeildar Verslunarmannafélags Reykja- víkur 1946-1949 og var for- maður síðari tvö árin. Hann sat í stjórn Tennis- og badminton- félags Reykjavíkur 1949-1959 og var formaður 1957-1959. Hann var formaður Badminton- sambands Islands 1969-1971, formaður Lionsklúbbsins Bald- urs 1966 og sat í nokkur ár í stjórn Hverfasamtaka Sjálf- stæðismanna í Langholtshverfi. Hann sat í stjórn Félags ís- lenskra stórkaupmanna 1967-1971 og í stjórn Verslun- arráðs íslands í nokkur ár. Pét- ur var varamaður í stjórn Verslunarbanka Islands 1969-1973, varaformaður 1973-1977 og var formaður stjórnar Verslunarbankans 1977-1981. títför Péturs fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Minn elskulegi tengdafaðir Pétur Oddbergur Nikulásson er látinn. Ég kom inn í þessa fjölskyldu fyrir tuttugu árum og var strax tekið eins og einu barna þeirra sóma- hjóna Siggu og Péturs. Það sem prýddi tengdaföður minn mest var hve heiðarlegur og traustur maður hann var og ekki vantaði húmorinn. Hann var einnig hlýr og yndislegur maður, myndarlegur, glæsilega klæddur svo eftir var tekið og var hvers manns hugljúfi. Elsku Sigga, tengdamóðir mín, stendur ein, eftir fimmtíu og tveggja ára hjónaband sem var það fallegasta samband sem ég hef séð hjá hjónum og verð- um við hin að reyna að læra af. Laxveiðin hefur verið þeirra áhugamál og höfum við fengið að njóta þess að fara með þeim í Norð- urá og Laxá í Þingeyjarsýslu. Gleði- stundir sem eru dýrmætar endur- minningar á tímamótum sem þess- Þar sem þeir feðgar ráku orðið PON s/f saman kom það nokkrum sinnum fyrir að við fórum til út- landa, Pétur og Sigga og við hjónin með Siggu litlu með okkur og fékk hún að njóta ömmu og afa sem ACaldrei fengu leið á að spila við hana. Þau kenndu henni vísur og söngva, löbbuðu um stræti og torg í ein- hverjum stórborgum og myndaðist náið og skemmtilegt samband á milli þeirra fyrir utan allar stund- imar sem hún fékk að vera uppi á Laugarásvegi, því heimili þeirra hjóna er eins og umferðarmiðstöð okkar barnanna og barnabamanna. Eigum við öll eftir að sakna afa Pét- urs af því að „he’s a jolly good fell- ow“ og enginn neitar því. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins • P degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það ölium, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) * Elsku amma Sigga, englar Guðs umkringja þig í sorginni og veita þér styrk, því þú ert yndisleg persóna. Hvíldu í friði, minn kæri tengda- faðir. Elsa Magnúsdóttir. Það leitar margt á hugann þegar ég horfi til baka við fráfall tengda- föður míns Péturs O. Nikulássonar stórkaupmanns. Rúmlega 26 ár era liðin síðan ég kynntist Gróu Þóra og fór að venja komur mínar í sunnu- dagssteikina á Laugarásveginum. Ekki var laust við að örlítill kvíði bærðist innanbrjósts við fyrstu heimsóknina þar sem nýstúdentinn úr Hamrahlíð og þátttakandi í um- róti námsmanna þess tíma hitti væntanlegan tengdafoður. Allur kvíði reyndist óþarfur, á móti mér tók viðkunnanlegur og einlægur maður sem frá fyrsta degi reyndist mér vel og studdi í hvívetna það sem við hjónin tókum okkur fyrir hendur á komandi áram. Áhugi Péturs á sjávarútvegi varð iðulega uppspretta skemmtilegra samræðna. Ekki skemmdi fyrir að báðir höfðum við verið munstraðir á bát eitt sumar, hann hafði þó vinn- inginn þar sem hann átti enn sína sjóferðabók. Ekki átti Pétur langt að sækja þennan áhuga þar sem faðir hans, Nikulás Kr. Jónsson, var fengsæll togaraskipstjóri til margra ára. Fjölskyldan hafði tengst Flekku- vík á Vatnsleysuströnd og eftir að Pétur og Sigga höfðu byggt sumar- bústað þar varð staðurinn þein-a annað heimili. I mörg sumur dvöldu þau þar langdvölum og keyrði hann daglega til vinnu í Reykjavík. Þessi staður varð öllum í fjölskyldunni dýrmætur og þangað voru vinir ávallt velkomnir. Þetta var skemmtilegur tími og þama var Pétur á heimavelli. Ótal myndii- koma upp í hugann; breytingar á bústaðnum, aðstaða fyrir bát í vík- inni, sögur af æsku og uppeldi, um- ræða um lífsins gagn og nauðsynj- ar. Ekki fór á milli mála hvaða taug- ar Pétur bar til þessa staðar en þar bar hæst minninguna um tengsl for- eldra hans við Flekkuvíkina og Faxaflóann. Áhuginn fyrir útiveru var mikill, miklum tíma var varið í Flekkuvík eins og áður var nefnt og í ferðalög um allt land með fjölskyldu og vina- fólki. Þetta vora ógleymanlegar stundir sem seint munu líða úr minni. Eftirminnilegar eru skíða- ferðir til ísafjarðar og veiðiferðir í Norðurá þar sem Pétur og Sigga leiðbeindu þeim sem minna kunnu fyrir sér. I starfi sínu var Pétur farsæll, ekki síst vegna þess trausts sem hann naut hjá viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Hann var víða kallaður til forystu og falin ýmis verkefni bæði í gegnum starf sitt og einnig á sviði áhugamála sinna. I hugann kemur heimsókn ungs manns inn á skrifstofu Péturs í Tryggvagötunni með erlendan við- skiptasamning undir hendinni til að leita ráða hjá honum. Gesturinn spurði hvort ráðlegt væri að skrifa undir og taldi Pétur svo vera. Hann bætti því síðan við að sjálfur legði hann ekki áherslu á skriflega samn- inga þegar honum nægði munnleg staðfesting. Orð skulu standa sagði hann, árangur samstarfs byggist á fólki en ekki pappír. Erfitt er að sjá fýrir sér fjöl- skylduboðin, sem hafa verið haldin á stórhátíðum og afmælum í tugi ára, án Péturs. Sigga og Pétur vora höfðingjar heim að sækja og heimil- ið á Laugarásveginum ber húsráð- endum fagurt vitni. Söknuður tengdamóður minnar er mikill en í veikindum Péturs síð- ustu mánuðina sýndi hún styrk sinn og dugnað og samstaða fjölskyld- unnar hefur verið einstök. Minningin um traustan og góðan mann lifir meðal okkar. Að leiðar- lokum er þakkað fyrir góða vináttu og samfylgd, sem var mér dýrmæt. Heimir. Það var á sólríkum sumardegi fyrir rúmum 17 áram sem við Pétur Ó. Nikulásson hittumst fyrst. Ást- mey mín stefndi mér til Flekkuvík- ur hvar hún ætlaði að kynna mig fyrir fjölskyldu sinni á sumaróðali hennar á Vatnsleysuströnd. Hann var nokkuð kvíðinn þeirri alvöra- stund drengurinn er hann steig út úr bílnum og hitti fjölmenni fyrir. Eldri meðlimir hópsins sinntu við- haldi sumarhússins undir stjórn manns með grásprengt hár í bláum samfestingi, en ungviðið lék sér ut- andyra í blíðunni. Suma meðlimi fjölskyldunnar hafði ég hitt áður, en þetta voru fyrstu stundir mínar með Pétri O. Nikulássyni og Sigríði Guðmunds- dóttur sem síðar urðu tengdafor- eldrar mínir. Svipur Sigríðar lýsti festu en nokkurri forvitni er við heilsuðumst, en svipur og handtak Péturs var einhvern veginn þannig að sá kvíði og feimni sem gætti er úr bifreiðinni var stigið, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Með það sama fannst mér eins og ég hefði verið tekinn inn í fjölskylduna án at- hugasemda og spurninga, þótt Ingibjörg, síðar kona mín, hafi sjálfsagt þurft að svara einhverjum slíkum. Það er ekki öllum gefinn sá hæfi- leiki að taka þannig á móti verðandi tengdasyni með einu handtaki, að hann finni sig velkominn í nýrri fjöl- skyldu og sé treyst til samskipta og framgöngu í nýjum hópi. Það geta þeir helst sem eru sjálfir traustir og heiðarlegir í framgöngu og fasi. Þetta voru einmitt einkennandi eig- inleikar tengdafóður míns Péturs. Heiðarleiki hans og það traust sem frá honum stafaði er vandfundið nú til dags og af þeirri ástæðu einni harmur samfélags við fráfall hvers slíks einstaklings. Samskipti mín og Péturs voru alla tíð í takt við veðrið á þeim sól- ríka sumardegi við fyrst hittumst. Það var logn og hlýtt þann dag og það hefur aldi-ei gjólað á þeim bæ í minn garð síðan, þvert á móti hefur velvild og hlýja vakað yfir. Fyrir öll þau viðkynni fyrr og síðar þakka ég þeim Pétri og Sigríði. Persónueinkenni Péturs sannast í farsæld þeirri er hann naut í starfi sínu alla tíð. Hvort heldur hann starfaði hjá Kristjáni G. Gíslasyni um nær tvo áratugi, eða ekki síður eftir að hann stofnaði sitt eigið íyr- irtæki Heildverslun Péturs O. Nikulássonar, mörgum þekkt PON. Eftir hálfrar aldar starfsævi á sviði verslunar og viðskipta munu ekki aðrir finnast vammlausari. Þrátt fyrir allan þann tíma sem rekstur eigin fyrirtækis og annarra hlýtur að hafa tekið, skorti ekkert á að félagsmál af ýmsu tagi ættu hug Péturs. Þótt ég hafi vitað það alla tíð, er það fyrst nú eftir fráfall hans sem ég geri mér grein fyrir þeim fjölda trúnaðarstarfa sem hann gegndi á langri starfsævi á vegum stéttarfélags verslunarmanna sem og síðar innan Verslunarráðs og Fé- lags stórkaupmanna. Störf á vegum Sjálfstæðisflokksins hafa ugglaust verið mikil um árafjöld og jafnframt sinnti hann störfum innan íþrótta- hreyfingarinnar, var m.a. formaður Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Þessi listi er langur, en verður ekki rakinn hér frekar. Það er hins vegar öllum ummælum um hann sammerkt sem ég hef heyrt, að heilsteypt fas hans skilaði þeim störfum heilum í höfn, sem hann tókst á herðar. Pétur kynntist því vel hve mikils virði góð heilsa er. Á annan áratug átti hann í baráttu við sjúkdóm sem varnaði honum oft máls. 'í þeirri baráttu hafði hann sigur, en löng vora þau tímabilin sem hann rak sitt fyrirtæki af makalausum dugn- aði raddlaus. Þar átti hann hauk í horni hvar Sigríður Guðmundsdótt- ir var, sem talaði máli hans á ís- lensku, sem erlendum tungumálum, með Pétur sér við hlið sem lagði henni orð í munn. Undanfarin ár hrjáði hann heilsu- leysi af öðrum toga, sem að lokum varð viljafestu hans yfirsterkara. I þeim veikindum sínum naut hann sem ætíð traustrar umönnunar Sig- ríðar, sem af myndugleik sínum stýrði heimili þeirra alla tíð með þeim hætti sem aðrir leika ekki glatt eftir. Við dánarbeð Péturs kom líka fram að hans fas hafði fest rætur og vaxið með börnunum, Pétri, Gróu og Ingibjörgu sem ásamt Sigríði sátu við hlið hans uns yfir lauk. Má hver vera sæll af því að kveðja þennan heim með svo samstilltan hóp sér við hlið við upp- haf ferðar. Sigríður mín. Ég þakka ykkur Pétri fyrir öll þau ár sem ég naut þeirra forréttinda að ganga um ykk- ar dyr. Megi sá sem öllu ræður styðja þig við fráfall Péturs og hjálpa þér að njóta lífsins þótt skarð sé nú fyrir skildi. Þorsteinn Bergsson. í dag kveðjum við frændsystkinin elskulegan afa okkar, Pétur Odd- berg Nikulásson. Yndislegan vin og afa sem lést eftir erfið veikindi. Afi og amma hafa búið á Laugar- ásvegi 23 síðan við munum eftir okkur og við eigum ótal fallegar minningar þaðan. Afi hafði gaman af að spila og kenndi öllum barna- börnunum sínum að spila Olsen 01- sen, Yahtzi og að leggja kapal. Spilin hófust alltaf á því að afi sagði: „Pant vinna,“ en hann lagði mikla áherslu á að við einbeittum okkur og svindluðum ekki. Amma gaf okkur leyfi til að fara í nammi- skúffuna inni í búri eða færði okk- ur normalbrauð skorið í glugga og kókómalt meðan á spilamennsk- unni stóð. Að spilunum loknum skoraði afi stundum á okkur í krumlu. Þá tók hann í höndina á okkur og spurði hvor væri sterkari. Við kreistum loðna, mjúka krumlu afa eins fast og við gátum og afi bað okkur að segja þegar við myndum byrja. Litlu hendurnar urðu sveittar og hvítar, þar til afi sagði: „Þú vannst." Afi var alla tíð virkur í félags- störfum, meðal arínars í Lions- klúbbnum Baldri. Klúbburinn styrkti oft góð málefni og tókum við barnabörnin þátt í því með að ganga hús úr húsi og selja ljósaperar. Það gekk heldur erfiðlega að koma ótrú- legu magni af ljósaperum út og eig- um við ennþá nokkra pakka afgangs inni í kompu. Afi launaði okkur þó söluferðirnar því á hverju ári bauð hann bömum, barnabörnum og barnabamabörnum sínum á kjúklingajólaball Lions. Afi og amma ferðuðust heims- homa á milli saman. Þau unnu þó einnig landinu sínu og byggðu sum- arbústaðinn Flekkuvík á Vatns- leysuströnd. Þar áttum við ófáar samverastundir innan um álfa og huldufólk. Afi og amma voru mjög samrýnd hjón og hinir bestu vinir. Þau buðu allri fjölskyldunni í helgarferð á Hótel Örk á gullbrúðkaupsafmæli sínu. Það var gott veganesti fyrir okkur að sjá ást þeirra hvors til annars eftir hálfrar aldar hjóna- band. Fjölskyldan hefur alltaf fagn- að jólum og áramótum hjá ömmu og afa á Laugarásveginum. Þar hafa myndast fastar hefðir sem seint verður breytt. Okkur þykir öllum svo vænt um þær stundir sem við höfum átt saman. Afa verður sárt saknað við enda matarborðsins. Við biðjum góðan Guð að gefa ömmu allan þann styrk sem hún þarf á að halda á erfiðum tímum. Nikulás Pétur, Kristín Marfa, Bergur, Sigríður Nanna, Arnþór, Pétur Oddbergur og Sigríður Pje. Vinur okkar, Pétur 0. Nikulás- son, er farinn. Hugurinn hverfur meir en 60 ár aftur í tímann, þegar við vorum bekkjarfélagar í Verslunarskóla Is- lands. Þar var Pétur mjög vinsæll meðal skólasystkina vegna sinnar hógværa og prúðu framkomu, þar sem undir bjuggu hnyttin tilsvör og framtíðarsýn æskunnar. Eftir að hafa aflað sér góðrar þekkingar í verslunarrekstri, þar sem við voram allir samferðamenn, réðst hann fertugur í að stofna sitt eigið heildsölufyrirtæki. Það var í kjölfar langs haftatímabils á Is- landi, en meðbyrinn var stefna við- reisnarstjórnarinnar um aukið at- hafnafrelsi. En meira þurfti til og þrátt fyrir erfiðleika byrjunaráranna varð fyr- irtæki hans öflugt og velmegandi. Þar réð um miklu það traust, sem Pétur hafði aflað sér fyrir áreiðan- leika, auk áræðis og vingjarnleika, sem voru meðal hans sérstöku hæfi- leika. Pétur gegndi mörgum trúnaðar- störfum í þágu íslenskrar verslunar og hafði sóma af. Vinátta okkar stóð órofin frá upp- hafi og við vorum spilafélagar. Margvísleg veikindi þurfti hann að glíma við eins og gengur. Pétur tók þeim með miklu jafnaðargeði og gerði sem minnst úr ef þau bar á- góma. Síðla sl. vetur tilkynnti hann okk- ur að fella þyrfti niður næsta spila- dag, því hann þyrfti á sjúkrahús í nokkra daga. Éftir það höfum við ekki hist til að taka í spil og leysa vanda heimsins eins og spilafélög- um er títt. Þannig er hverfulleiki lífsins. Við eigum eftir minninguna um mjög sérstakan og tryggan vin. Fyrir þetta stöndum við í þakklætisskuld og fyrir vissuna um að Pétur 0. Nikulásson er kominn á fund þess er öllu ræður. Sigríði og stórum hópi afkom- enda þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Bjarni Björnsson, Björn Hallgrímsson, Guðmundur Árnason. Góður og traustur maður er genginn með Pétri Nikulássyni sem er látinn eftir að hafa búið við skerta heilsu um tíma. Ég hygg að flestir er slitu barnsskónum í Vest- urbænum í Reykjavík hafi til hans traustar taugar hvert sem leið þeirra hefir síðar legið. - er nokkuð yndislegra leit auga þitt nokkuð fegra en vorkveld í vesturbænum. Svo kvað borgarskáldið í Fögru veröld er út kom 1933 og er enn í fullu gildi. Vesturbæingur, KR-ingur og sjálfstæðismaður er mannlýsing er margir telja að ekki verði á betri kosið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.