Morgunblaðið - 02.10.1998, Side 48

Morgunblaðið - 02.10.1998, Side 48
^48 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kris(ján Sæ- valdsson fædd- ist í Leifshúsum á Svalbarðsströnd hinn 24. apríl 1913. Hann lést á Akur- eyri 20. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sævaldur Valdi- marsson, f. 19.5. 1885, d. 6.12. 1963, bóndi í Sigluvík á Svalbarðsströnd, og kona hans Elínrós Bernólína Krist- jánsdóttir, f. 21.7. 1886, d. 20.12. 1967. Systkini Kristjáns eru: Bára, f. 7.4. 1915, og Jón Valdimar, f. 28.4. 1923. Kristján kvæntist 25. desember 1949 eflirlifandi eiginkonu sinni, Björgu Steindórsdóttur, f. 21.10. 1912, og bjuggu þau allan sinn búskap á Akureyri, iengst af í Grænumýri 7. Kristján og Björg Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi’ ég jörð Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. ~ Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akurbreiður blessun skaparans. (Bjarni Asgeirsson) Þetta erindi úr sálminum sem sunginn er við útfór elskulegs tengdafóður míns í dag lýsir vel við- horfí hans til lífins. Hugur hans var ætíð tengdur búskap og hefði hann helst viljað verða bóndi, ef aðstæður hefðu leyft það á sínum tíma. Krist- ján flutti ungur í Sigluvík á Sval- •^barðsströnd með foreldrum sínum, þar sem hann ólst upp við bústörf með föður sínum, auk þess sem hann vann utan búsins m.a. við vegavinnu. A unglingsárum sínum starfaði hann mikið með Ung- mennafélaginu á Svalbarðsströnd og var mottó þeirrar hreyfingar ætíð hans leiðarljós, hann var ætíð mikill reglumaður, auk þess sem hann unni öllu sem íslenskt var og sá oft lítinn tilgang í ferðalögum til út- landa. Um 1945 brá faðir Kristjáns búi og tóku þá Bára systir hans og hennar maður við búskap í Sigluvík. Árið 1948 fór Kristján sem vinnu- maður í Skriðu í Hörgárdal, og kynntist þai- eftirlifandi eiginkonu -'■^sinni Björgu, eða Boggu eins hún er eignuðust eina dótt- ur, Huldu, hjúkrun- arfræðing, f. 11.8. 1950. Hulda er gift Gesti Jónssyni og eiga þau þrjá syni: Kristján, f. 17.8. 1974, Jón Asgeir, f. 21.6. 1978, og Árna Bjöm, f. 28.4. 1988. Sljúpsonur Krisljáns var sr. Þórhallur Höskuldsson, sókn- arprestur, f. 16.11. 1942, d. 7.10. 1995. Þórhallur var kvæntur Þóm Stein- unni Gísladóttur og áttu þau þijú böm: Björgu, f. 27.11. 1964, Höskuld Þór, f. 8.5. 1973, og Önnu Kristínu, f. 26.6. 1983, sljúpsonur Þórhalls er Gísli Sig- uijón Jónsson, f. 9.7.1958. títför Kristjáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. oftast nefnd. Bogga var þá ekkja og bjó þar, félagsbúi með tengdafor- eldmm sínum og Finni mági sínum. Á jólum 1949 giftu Kristján og Bogga sig og fluttu, ásamt Þórhalli syni Boggu, til Akureyrar. Þar áttu þau fyrst heimili á Þórunnarstræti 103 en frá 1951 hafa þau búið í Grænumýri 7. Kristján vann í fyrstu almenna verkamannavinnu en síðan á ullar- þvottastöð SIS um langt árabil. Eins og áður sagði hafði Kristján mikið yndi af búskap, og var hann með fjárhús á Akureyri frá því að hann flutti til bæjarins og fram til hausts 1986. Hin nána snerting við náttúmna sem fékkst við snúninga í kringum kindurnar, heyannir á sumrin og kartöfluræktina gáfu honum mikið og ekki dró það úr ánægjunni þegar stjúpsonur hans varð sóknarprestur á Möðravöllum í Hörgárdal og hóf þar búskap. Það veitti honum mikla gleði að taka þátt í búrekstrinum með Þórhalli jafnframt því sem Kristján var áfram með sínar kindur á Akureyri. Frá 1972 er ég kom í fjölskylduna vann ég með þeim í búskapnum og gaf það mér mjög mikið og er ég þakklátur íyrir allar þær góðu stundir. Kristján var alla tíð mjög vinnu- samur og samviskusamur, hann gékk rösklega að hverju verki og svo handfljótur var hann t.d. við að tína ber eða taka upp kartöflur að við yngra fólkið áttum fullt í fangi með að halda í við hann þótt hann væri kominn um níræðisaldur. Mér er minnisstæð mynd sem ég sá einu sinni sem tekin var af hon- um við ullarmat og birtist í erlendri fagbók um textíl, einbeitingin skein úr svipnum og algjör kyrrð var yfir öllum líkamanum en hendurnar virtust mai-gfaldar, slíkur var hrað- inn við matið á ullinni. Heiðarleiki var Kristjáni í blóð borinn og lét hann aldrei neitt standa upp á sig með það sem hon- um bar að gera skil á, og ekki vildi hann skulda nokkrum manni. Hann var alla tíð hreinn og beinn og kom eins fram við alla, jafnt háa sem lága. Margar ánægjustundir áttum við hjónin með tengdaforeldmm mín- um, í ferðalögum víða um land þar sem Kristján naut sín vel við að skoða landið, huga að búskapar- háttum og blanda geði við fólk sem varð á vegi okkar. Einnig eru margar leikhúsferðir mér sérstak- lega minnisstæðar þar sem hann var mjög hrifnæmur maður, gleymdi stað og stund og lifði sig oft inn í leikinn á eftiiTninnilegan hátt. Það varð Kristjáni þung raun er Þórhallur stjúpsonur hans lést fyrir þremur árum og má segja að frá þeim tíma hafi „Elli kerling" haft betur í þeirra glímu. Nú hefur hann fengið þá hvíld sem hann þráði svo heitt og er góðum Guði falinn um alla eilífð. Nú er komið að kveðjustund, ég kveð tengdaföður minn með sökn- uði og þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína og allar þær ánægjustundir sem við höfum átt saman. Megi góður Guð gefa okkur styrk í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Gestur Jónsson. Heiðursmaður er genginn, langi-i starfsævi er lokið. Kristján hefur kvatt. Þegar hinsta kveðjan er komin sækir söknuður og tregi á. Með Kristjáni er genginn góður og mætur maður. Hann var af þeirri kynslóð sem ólst upp við bjartsýnis- og framfarahugsjónir aldamótaáranna. Sú lífsköllun og lífshugsjónir sem hann ungur til- einkaði sér vora óhaggaðar alla ævi. Að rækta þann lífsins reit sem hver fær til umráða var hans leiðar- ljós. Það gerði hann af einstakri trúmennsku, umhyggju og árvekni í öllum störfum sínum, stóð ætíð fast við sitt, var sjálfum sér nógur, skuldaði engum neitt, vildi ávallt vera veitandi en ekki þiggjandi. Hann átti vissulega hlut sinn í þessum hendingum: I dagsverki og þökk hins þreytta manns býr þjóðarinnar heill og ævisaga. Árla að morgni hins fyrsta dags eftir andlát hans komu með þessar hendingar í hugann: Moldin er þeim mjúk og góð sem miskunnsemi hennar þrá. Eg fór út í kartöflugarðinn minn, sem við höfðum átt svo mikið sam- starf um, til þess að taka upp. Eg naut þess að vinna í moldinni, að vinna það starf sem við höfðum átt samfélag um og það sefaði huga minn því eins og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orti: Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm. Náin sameiginleg vegferð okkar hefur orðið löng eða allt frá því að ég giftist stjúpsyni hans, sr. Þór- halli Höskuldssyni sóknarpresti að Möðruvöllum í Hörgárdal og síðar á Akureyri. Á menntaskólaáram okkar á Ákureyri eignaðist ég mitt annað heimili í Grænumýri 7 þar sem tengdaforeldrar mínir, Björg og Kristján, bjuggu með börnum sínum Þórhalli og Huldu. Um- hyggja þeirra umvafði okkur og á námsárum okkar hjóna í Reykjavík voru þau óþreytandi að styðja okk- ur svo sem þau framast máttu. Saltkjötskúturinn, með saltkjötinu sem Kristján saltaði svo lystilega eftir einkauppski-ift, kom á hverju hausti og stóð í horninu við úti- tröppurnar á Ásvallagötu 26 þar sem við bjuggum. Kartöílupokinn var einnig á sínum stað og ýmsir voru þeir guðfræðinemar sem boðnir voru í norðlenskt saltkjöt og kartöflur og var það rómað mjög, bæði af þeim og öðrum vinum okk- ar. Sonur minn, Gísli Sigurjón, dvaldi hjá þeim á þessum áram og síðar einnig á vetram meðan á grunnskólanámi stóð. Hefui' hann notið atlætis þeirra og umhyggju alla tíð. I vitund hans var Kristján sami góði og trausti afinn og hann var öðrum börnum okkar. Frá þessum námsáram í Reykja- vík eru margar góðar minningar tengdar Kristjáni. Mér er einkar minnisstæð ferð sem við fóram norður um páskaleytið á nýjum Trabant sem Kristján hafði keypt og við höfðum tekið að okkur að koma norður. Þessi bíltegund var þá nýkomin til landsins og höfðu menn misjafnt álit á gæðum bílsins og höfðu á orði „að þetta væri nú bara plastbíll"! Á þessum áram var jafnan gert ráð fyrir heilli dagleið milli Akureyrar og Reykjavíkur. Færð var slæm, hálka og háir snjó- ruðningar meðfram vegum. Bfllinn var lítill og léttur en skilaði okkur þó farsællega á áfangastað eftir u.þ.b. tólf tíma akstur. Þetta var fyrsti bfll sinnar tegundar á Akur- eyri og vakti koma okkar svo mikla athygli að hópur fólks hópaðist að okkur til að spyrja spurninga og skoða bflinn. Kristján hló mikið, hrósaði sigri, var hinn ánægðasti. Bfllinn hafði svo sannarlega sannað kosti sína á þessu ferðalagi og átti eftir að reynast honum vel um ára- bil. Kristján var fyrst og fremst maður ræktunarstarfa. Hann var afburða fjárræktarmaður svo orð fór af og mikill kartöflubóndi. I bók Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, segir Bjartur í Sumarhúsum: „Sá sem stendur í skilum er konungur, sá sem dregur fram sínar kindur býr í höll.“ Oft varð mér hugsað til þess hve Kristján hefði notið sín sem bóndi á góðri bújörð. Hann hefði ásamt tengdamóður minni setið þá jörð með reisn, miklum dugnaði og myndarskap. Eftir að við hjónin komum norð- ur og settumst að á Möðruvöllum í Hörgárdal hófum við búskap þar á hinni kostamiklu og landgóðu jörð sem tilheyrði prestsetrinu. Á þeim áram var samfylgd okkar Kristjáns mest, samofin lífi og starfi við bú- skapinn en í uppbyggingu hans var hlutui- Kristjáns ómældur. Eg fann þá best og skildi hve Þórhallur virti mikils og unni stjúpföður sínum og hversu nánir þeir vora. Hann þekkti í raun heldur ekki annan föður þar sem faðir hans hafði látist meðan hann var enn ómálga barn. Saman voru þeir í búskapnum sem einn maður og vora svo sannarlega „konungar í náttúrunnar höll“ eins og Bjartur í Sumarhúsum. Þeir sem hafa lifað bjartar vor- nætur meðan sauðburður stendur yfir, vita hve dýrðlegur tími það er. Náttúran iðaði öll af lífi, jannur var í lambfé, kliður fossins í Staðar- skarði, nýtt líf fæddist á hverjum degi eða nóttu. Skipst var á um vaktir á sólarhringnum og öll störf tóku mið af þessum mikla lífsins tíma. Búskapurinn óx og blómstr- aði undir óbrigðulli forsjá þeirra Þórhalls og Kristjáns. Þeir voi'u báðir hinir „góðu hirðar" sem vöktu yfir hjörð sinni af árvekni, glögg- skyggni, eljusemi og með mikilli gleði. Þetta vora hamingjuár sem við nutum öll fjölskyldan. Eftir að við fluttum til Akureyrar unnu þeir áfram saman við búskap- inn þó að sjálfsögðu væri við aðrar aðstæður. Samstarf þeirra á þess- um vettvangi var báðum andleg og líkamleg nauðsyn og gaf eigin- manni mínum þrótt til annarra starfa hans. t Utför ÞÓRÐAR KRISTJÁNS RUNÓLFSSONAR, Haga í Skorradal, fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ, á morg- un, laugardaginn 3. október kl. 14.00. Dóra Þórðardóttir, Óskar Þórðarson, Svanfríður Örnólfsdóttir, afabörn, langafabörn, langalangafabörn og aðrir aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG KARÓLÍNA SIGFÚSDÓTTIR húsmóðir, Eskifirði, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugar- daginn 3. október kl. 14.00. Herdís Einarsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Benedikt Sveinsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. KRISTJÁN SÆVALDSSON Starf Þórhalls var mikið og mjög annasamt í svo stórri sókn sem Akureyrarprestakall er, auk þess sem hann var æ meir, eftir því sem árin liðu, kvaddur til trúnaðarstarfa innan kirkjunnai'. Starfsdagar vora langir. Ætíð var Kristján reiðubú- inn til liðs og hafði hann umsjón með að hirða féð yfir vetrartímann. Einnig minnist ég þess oft að þegar búið var að slá lóðina stóru við hús- ið okkar að Hamarstíg 24 að Krist- ján var ósjaldan búinn að raka hana, án þess að nokkur vissi af, og leit svo aðeins inn til þess að segja: „Steinunn mín, ég er búinn að raka garðinn." Hann sá um kartöflu- garðinn okkar að mestu og stund- um að öllu leyti. Og það var eins og með garðinn, hann var iðulega bú- inn að taka upp án þess að það þyrfti nokkuð að hafa einhver orð um það. Þannig var hann. Um- hyggju sína sýndi hann ávallt í verkum sínum. Einnig eru mér mjög kærar minningar frá hausti 1984. Sumarið hafði verið mjög gott, ber voru mik- il og sameiginlegur áhugi okkar á berjatínslu hvatti okkur til dáða. Á hverjum degi eftir vinnu í alllangan tíma fóram við út i sveit og tíndum í nokki'a klukkutíma.. Við bentum hvort öðru á „bláar þúfur“ og spauguðum með afköstin. Mér var það metnaðarmál að halda í við Kristján og vera ekki eftirbátur hans en enginn var afkastameiri og handfljótari en hann við berjatínsl- una. Það tókst ekki alltaf en hann kom þá og hjálpaði mér að fylla svo eftirtekjurnar yrðu eins hjá báðum. Þegar heim var komið var síðan sultað og fryst og mig minnir að berjaforðinn hafi verið slíkur að hann entist til fleiri ára! Kristján var hreinskiptinn mað- ur, hreinskilni hans var við bragðið. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Ef honum þótti hafði hann þá einurð til að bera að tjá hug sinn umbúðalaust við við- komandi. Þeir sem þekktu hann virtu hann fyrir það enda var mælt af góðum hug um eitthvað sem mátti betur fara. Síðustu ár Kristjáns urðu honum þungbær og þyngsta raunin var fráfall Þórhalls. Ellin var honum þung, finna líkamlega krafta þverra og það að geta ekki lengur gengið til kinda sinna var honum erfitt. Er ég sat hjá honum í síðasta sinn og við ræddum heilsufar hans sagði hann: „Sjáðu bara hendurnar mínar hve þær hafa rýrnað" og ég horfði á þessar öldnu erfiðis- og vinnulúnu hendur sem höfðu svo sannarlega unnið sitt starf meðan dagur var og skilað sínu með mikl- um sóma meðan kraftar entust. Samferð okkar er lokið hér. I þessum minningarorðum hef ég viljað tjá væntumþykju mína og þakkarhug minn fyrir allt það sem hann var mér og fjölskyldu minni. Það er gott að geta kvatt með þeirri vissu að allt var gert eins vel og nokkur kostur var í þeim aðstæðum sem lífið bjó honum. Moldin mun taka hann í faðm sér og vefja hann örmum nú í litaskrúði þessara fögru haustdaga því að eins og áður segir í ljóði Davíðs skálds frá Fagraskógi að: Moldin er þín. Moldin er trygg við bömin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð. Guð blessi minningu Kristjáns Sævaldssonar. Þóra Steinunn Gísladóttir. Lát mig starfa, lát mig vaka, lifa, meðan dagur er. Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöng, Drottinn, flytja þér, meðan ævin endist mér. (Mai'grét Jónsdóttir.) Nú þegar elskulegur afi minn, Kristján Sævaldsson, er fallinn frá vil ég minnast hans og leitast við að varpa ljósi á þá þætti í fari hans og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.