Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 lífi sem eru mér minnisstæðastir og dýrmætastir. Afi var stjúpfaðir föður míns, sr. Þórhalls Höskuldssonar. Hann gekk honum í foðurstað frá 6 ára aldri og voru þeir alla tíð einstak- lega nánir og samheldnir. Afi ól pabba upp eins og sinn eigin son og á sama hátt reyndist hann okkur börnum pabba einstaklega um- hyggjusamur og góður afi. Afi var einstaklega vandaður maður. Hann var alla tíð sjálfum sér samkvæmur og sjálfum sér nógur í verkum sínum og sóttist ekki sérstaklega eftir félagsskap annarra vegna þess. En hann naut sin ákaflega vel með fólki ef svo bar undir og gat verið hrókur alls fagn- aðar. Hann var ævinlega hreinn og beinn í samskiptum við fólk og fór ekki í manngreinarálit. Þeir sem þekktu hann tóku einurð hans alltaf vel enda var það aldrei meint öðru- vísi. Hann var miklu fremur maður verkanna en orðanna og hafði svo sannarlega skilað vel sínu dags- verki. Hann var mikill ákafamaður og svo mikill að segja má að ein- kunnarorð hans hafi verið að „geyma aldrei til morguns það sem hægt var að gera í gær“! Afi var einstaklega mikill búmað- ur þó enga ætti hann bújörðina. Hann eignaðist snemma fjái-hús á Akureyri og átti þar kindur sem allar voru mórauðar. Hann var þekktur fyrii- „mórurnar" sínar. Það var unun að fylgjast með afa innan um þær. Hann varð alltaf all- ur annar maður og ekki alls fyrir löngu sagði hann mér að engin skepna hefði átt eins sterk ítök í honum og íslenska sauðkindin. Mér er mjög minnisstætt hvernig lifnaði yfir honum á haustin í réttunum þegar hann var að endurheimta ærnar sínar af fjalli. Það var eins og hann væri að hitta nána vini sína aftur eftir langan aðskilnað. Hann gekk á móti þeim, kallaði á þær og talaði við þær á þann hátt sem þær skildu og þær þekktu hann. Ærnar hans voru þekktar fyrir að rekast seint og illa en þegar þær sáu afa eða heyrðu var það vandamál úr sögunni. Hann var líka með ólíkind- um fjárglöggur, þekkti svipinn á þeim og lömbin af svip mæðra þeirra eins og um mannfólk væri að ræða. Pabbi hafði oft á orði hve sér- stakt þetta væri og hvernig hann gat rekið ættir ánna, ekki bara sinna eigin heldur pabba fjár einnig. Afa var sérstaklega kært allt sem íslenskt var, hvort sem um var að ræða náttúru landsins, menn- ingu eða íslenskar afurðir. Þetta átti einnig við um íslensk sönglög og alltaf hafði hann orð á því við mig eftir tónleika þar sem ég hafði komið fram að íslensku lögin hefðu verið lang fallegust. Aldrei fannst honum ég syngja nóg af þeim. Einn var sá þáttur í fari afa sem var mjög skemmtilegur. Hann átti sín eigin máltæki sem hann hafði yfir í tíma og ótíma, algjörlega hugsunarlaust, eins og t.d. þegar fólk segir ,jæja“. Þá kom hjá afa: „Það er nú það, Helga mín“ eða , jæja, sagði hann þegar hann vakn- aði, svo sagði hann ekki meira þann daginn" eða „ágætt, séra Ólafur" (og enginn vissi við hvaða sr. Ólaf var átt og þá síst hann sjálfur). Stundum kom bara „Vivaldi", sem hann sagðist hafa heyrt einhvern- tímann í útvarpinu! Svo sagði hann líka: „Þú segir það, Jón litli, að Guð hafi skapað þig“! Einu sinni komst hann í erfiða aðstöðu vegna þessa máltækis síns, sem þó enga mein- ingu hafði, þegar einhver „Jóninn“ heyrði þetta og tók það til sín. Afi þekkti þann mann ekki neitt! Eitt máltækið var upp á ensku þó ekki væri hann nú enskumælandi bless- aður og enginn veit hvaðan það kom en það var iðulega hans þakk- arkveðja: „Thank you very vídd“! Við barnabörnin höfðum öll sér- staklega gaman af þessu sérkenni afa og vorum öll búin að læra þessi einkamáltæki hans og höfum þau oft yfir okkur til skemmtunar. Annað var mjög sérstakt í fari afa en hann átti það til að búa til sín eigin gælunöfn á fólk. Hann hafði t.d. einkarétt á að kalla mig Biggu og á ég eftir að sakna þess að heyra það ekki oftar frá honum. Ósjaldan heyrði maður hann kalla konur Dísu þegar mikið lá við því stund- um var kappið svo mikið að hann mátti ekkert vera að því að rifja upp skímarnöfn þeirra. En þessu tóku allir vel sem þekktu afa. Ósjaldan heyrði maður hann líka segja þegar hann ávarpaði eigin- konu sína, systur eða dóttur: „Bogga-Bára-Hulda“ í einni runu því hann gaf sér ekki tíma til að hitta á rétt nafn og sagði þau því bara öll til þess að flýta íyrir sér. Þegar ég var heima í sumar fór ég oft, og oft við systurnar báðar, upp í Grænumýri til að spila vist við ömmu og afa. Það var sú dægradvöl sem veitti afa mesta ánægju. Afi var svo til alltaf minn makker og í nær hverju spili leit hann á mig þegar komið var að sögn og sagði: „Ég held ég grandi bara, þú hlýtur að eiga eitthvað, Bigga mín.“ Og yf- irleitt vann hann og þá varð hann glaður. Hann tók nefnilega spila- mennskunni eins og hven-i annarri vinnu, hún var stunduð af sam- viskusemi og dugnaði og hann vildi ekkert hangs. Við þurftum að vera fljót að sortera og segja og svo vildi hann alltaf klára hringinn áður en hætt var. En honum var alltaf mjög umhugað um að við værum ekki að sóa tíma okkar til spilamennskunn- ar, spurði okkur alltaf hvort við mættum örugglega vera að þessu, þyrftum ekki að sinna okkar störf- um í staðinn. Þessar stundir, þar sem hann naut sín svo vel, voru okkur öllum mikils virði og það er gott að eiga þær í minningunni. Eins og afi sagði alltaf grand í spilunum þá var hann líka „grand“ í augum okkar barnabamanna. Hann var okkur sá besti afi sem hugsast getur. Honum var alltaf umhugað um velferð okkar og hvatti okkur og studdi til dáða í öllu því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Hans aðals- merki voru reglusemi, stundvísi, heiðarleiki, samviskusemi og ósér- hlífni og þær dyggðir hafði hann að leiðarljósi þegar hann leiðbeindi okkur. Það veganesti erum við hon- um þakklát fyrir. Afi var atorkusamur og gæddur eldmóði í öllum störfum sínum. Það varð honum því erfitt að verða gam- all og þurfa að beygja sig undir dvín- andi þrek og aðra fylgikvilla ellinnar. Hann hafði alla tíð verið við góða heilsu og haft mikið starfsþrek og það var honum sérstaklega þung- bært þegar þrekið svo brast. Það var honum mikið áfall þegar pabbi lést því þar missti hann sálufélaga sinn í búskapnum og sitt trausta lífsakkeri. Þegar við h'tum til baka sjáum við að afi varð aldrei samur eftir það áfall. Hann missti líka mikið þegar hann missti kindurnar sínar sem voru lífið hans. Vorið eftir að pabbi dó lagði hann niður búskapinn. Hann ætlaði að hætta búskap þeg- ar hann yrði áttræður en þraut- seigja hans var slík að eitt árið tók við af öðru og hann var orðinn 83 ára þegar hann hætti. Það var vissulega þakkarvert að hafa heilsu til að halda búskapnum svona lengi en hann gat það líka vegna þess að hann naut dyggrar hjálpar, og þá sérstaklega tengdasonar síns, sem gerði honum það kleift og einnig eftir að pabba naut ekki lengur við. En nú er þrautum hans lokið og hann er Guði falinn um alla eilífð. Ég þakka góðum Guði fyrir að hafa gefið okkur afa og bið hann að blessa okkur, sem unnum honum, minningarnai- um hann. Megi þær ætíð lifa með okkur. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Komhvíldégveitiþér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, Þvi halla’ að bijósti mér“. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Sjá, heimsins ljós ég er. Lít þú til mín, og dimman dvín og dagur ljómar þér“. Eg leit til Jesú, Ijós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. (Stefán Thorarensen.) Björg Þórhallsdóttir. + Garðar Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 17. ágúst 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. september sl. For- eldrar hans voru Guðmundur Guð- jónsson skipstjóri, f. 21.6. 1891, d. 8.12. 1973, og Élín Haf- liðadóttir, f. 22.3. 1898, d. 28.12. 1949. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Systkini eignaðist Garðar þijú, þau Guðjón, nú lát- inn, Hafliða og Eli'nu. Hinn 9. september 1961 kvæntist Garðar eftirlifandi konu sinni, Jónínu Ásmunds- dóttur, f. 20.3. 1942. Eignuðust þau tvö börn, Elínu, f. 14.3. 1962, sem gift er Má Steinsen og eiga þau tvö börn, Helenu og Vilborgu; og Þor- kel, f. 16.1. 1965, sem kvæntur er Onnu Garðarsdótt- ur. Börn þeirra eru Garðar Þór og Agn- ar Freyr. Starfsvettvangur Garðars var hjá Flugfélagi fslands og síðar Flugleiðum alla hans starfsævi, eða frá 19 ára aldri til æviloka. Starfaði hann þar í tækni- og viðhaldsdeild félagsins. Utför Garðars fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Varð þetta til þess að skálaferð- um fækkaði, en í áratugi hittumst við mánaðarlega á heimilum hver annars og áttum við þar einstak- lega ánægjulegar samverur. A þessum heimilisfundum breyttist markmið okkar í upp- byggilegar stundir og þar sem við hrifumst af kristniboði og fórnfysi kristniboðanna reyndum við að styðja við það starf fjárhagslega. Að þessu áhugamáli okkar gekk Garðar heill og óskiptur. I hugum okkar félaganna var Garðar hægur og traustur maður en umfram allt hjartahlýr og góður drengur. Ennfremm- fundum við það fé- lagarnir hvað við vorum velkomnir á heimili þeirra Jónínu og Garðars^** þegar fundirnir voru haldnir hjá þeim. Nú óskum við þess og biðjum að Guð blessi og styrki Jónínu og fjöl- skyldu þeirra og alla þeirra nán- ustu. Guð blessi minningu Garðars. F.h. félaganna, Aðalsteinn Thorarensen. GARÐAR GUÐMUNDSSON Þótt erfitt sé að skrifa minning- argrein um látinn vin og félaga er þó á hinn bóginn ljúft að rifja upp liðnar samverustundir þar sem aldrei bar skugga á. Garðar Guðmundsson var þannig vinur, ljúfur, hlédrægur, en traust- ur vinur, sem alltaf mátti treysta. Þó að oft liði langur tími milli end- urfunda var alltaf eins og við hefð- um kvaðst í gær er við hittumst aft- ur. Við kynntumst fyrst ungir menn innan veggja KFUM og í Vatnaskógi. Við vorum báðir Vesturbæingar og báðir í KR og áttum því ýmislegt sameiginlegt. Hann æfði fótbolta og skíðamennsku í þeim deildum KR og var vel hæfur í hvoru- tveggja, en eg æfði fimleika o.fl. Er tímar liðu bundust vináttubönd okkar nánar, er við, ásamt fleiri vinum innan KFUM, stofnuðum fé- lag um skíðaskálann „Éljagang“ og hófum að stunda þar skíðamennsku af krafti við frumstæðar aðstæður. Ekki var lyftunum fyiár að fara þá. I þeim félagsskap var Garðar sann- kallaður máttarstólpi, alltaf reiðu- búinn til viðhalds og viðgerða á skálanum og átti manna mest þátt í þvi, að allt gekk snurðulaust þar. Minnisstæð mjög er ferð sú, er eg og Garðai’ fórum saman vítt og breitt um landið á WOlis-jeppa, ár- gerð 1947, er eg átti þá. Skröngluð- umst við um allt og heimsóttum vini og kunningja hingað og þangað um landið. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hafa þótt hann keyrði ekki. Garðar átti til með að taka upp á ýmsu sérkennilegu, og standa við það. Eitt af því var, að hann kærði sig ekki um að taka bílpróf og stóð við það, hvað sem á gekk. Tímar liðu og eg trúlofaði mig þeirri stúlku, sem nú er konan mín. Eg ákvað að bjóða henni í eins konar „trúlofunarferð" til Noregs á fjalla- hótel þar að stunda skíði. En við fórum ekki ein, nei, Garðar Guð- mundsson varð með í ferð, enda góður vinur Höllu líka. Finnst mér það lýsa þeim vinskap og trausti, er við bárum til Garðars, að vilja hafa hann með í slíka „prívat“-ferð. Eg held að hann hafi notið ferðarinnar prýðilega sjálfur, enda óbundinn og ólofaður þá. Eftir að við Halla giftum okkur og stofnuðum eigið bú og eignuð- umst börn varð Garðar þar fljótt heimagangur ásamt vini okkar allra, Grétari Bender. Þeir félagar náðu fljótt sambandi við börn okkar og eiginlega „áttu þau“ í bestu merkingu þeirra orða. Þeir höfðu gott lag á börnum, enda mestu ljúf- menni báðir. Það kom nú að því, að Garðai’ kynntist stúlku þeirri, er brátt varð hans ejginkona. Var það stúlkan Jónína Asmundsdóttir og giftu þau sig 9. september 1961. Var það mesta gæfuspor er Garðar steig á sinni ævi, því sú kona studdi hann og hvatti á allan hátt i gegnum árin og stóð eins og klettur við hlið hans í hans erfiðu veikindum síðustu árin. Það var ekki fyrr en á siðustu starfsánim mínum hjá Flugleiðum að eg kynntist Garðari á vinnustað. Það var eftir að eg hætti að fljúga og „fór á jörðina“, eins og það var kall- að. Unnum við þá undir sama þaki, fyrst á Reykjavíkurflugvelli og síð- an úti á Keflavík. Sá eg þá hve natinn og nákvæm- ur hann var við allt sem hann gerði. Veitti ekki af, því hann annaðist viðhald og viðgerðir á öllum örygg- istækjum flugvélanna, svo sem björgunarbátum, lífbeltum og öðr- um öryuggistækjum sem gn'pa átti til, ef neyðarástand skapaðist. Þar var hann réttur maður á réttum stað, samviskusamur og traustur í hvívetna. Kunnu yfirmenn hans vel að meta þessa eiginleika. En nú er komið að leiðarlokum og eg verð að slá botn í þessi fátæk- legu minningarorð um vin minn Garðar Guðmundsson. Meira hefði eg viljað segja, en þetta verður að duga. Megi hann hvíla í friði hjá Drottni þeim, er hann lærði að trúa á í æsku. Eg og kona mín vottum Jónínu, börnum hennar og barnabörnum samúð okkar með missi góðs eigin- manns, föður og afa. Guð blessi ykkur öll. Baldur Bjarnasen. Kveðja frá félögum. Fyrir 50 árum, eða nánar tiltekið í október 1948, stofnuðu nokkrir ungir menn, sem allir voru félagar í KFUM, félagsskap um lítinn skíða- skála sem þeir höfðu keypt og stað- settur var á Hellisheiði. Skálann nefndu þeir Éljagang. Markmiðið var að eiga afdrep, hæfilega langt frá borginni til að geta stundað útiveru og þá ekki síst að vera á skíðum. Eins og gengur vorum við félag- arnir misfærir i skíðaíþi’óttinni, en þó fundust ágætir skíðamenn meðal okkar. Garðar Guðmundsson, sem við kveðjum með söknuði, var einmitt í þeirra hópi. Síðan liðu árin og ungu mennirn- ir stofnuðu flestir sín heimili og urðu meira uppteknir við að ala upp nýja kynslóð en að stunda íþróttir. r Blótnabúðirv > öarðskom k v/ FossvogsUirkjMgcu'ð , V S(mi: 554 0500 Enn heggur maðurinn með ljáinn ótímabært og nú er það okkar kæri nágranni, Garðar Guðmundsson, sem lést á Borgarspítalanum eftir nokkurra vikna erfiða baráttu við hið illvíga krabbamein. Við höfurof , búið saman í Geitlandinu í yfir 20 ár og langar að senda smákveðju og þakklæti fyrir árin öll. Það er svo margt sem leitar á hugann á svona stundum, en öll minnumst við Garðars sem hægláts og prúðs manns sem ræktaði garð- inn sinn í fyllsta skilningi þess orðs. Sem dæmi um gott samkomulag og sérstök vinatengsl í blokkinni okk- ar, þá höfum við skipst á að hafa þorrablót síðustu 20 árin og var alltaf mikið tilhlökkunarefni allra og mikið lagt til. Það verður skrýtið^* að hugsa til þess að Garðar verði ekki með okkur lengur. Hans verð- ur sárt saknað. Það var svo margt sem hann sá um í blokkinni okkar án þess að nokkur yrði þess var, hann hafði aldrei hátt um það sem hann vann eða gerði. Okkur fannst hann alltaf njóta sín vel í garðinum og alltaf voru þau hjónin, Garðar og Nína, fyrst út í garðinn á vorin til að taka til hendi og hreinsa eftir veturinn. Við munum sérstaklega hvað hann var duglegur við að berj- ast við fíflana í grasinu með hnifinn einan að vopni, en fíflar eru, eins og allii- vita, frekar leiðinlegir í görð- um. Þú hefðir ekki viljað mikla lof-*~~ ræðu, þannig að við munum geyma minninguna um þig, kæri Garðar. Kæra Nína, Élla og Keli. Sorg ykkar er mikil og biðjum við góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erf- iða tíma. Guð blessi ykkur öll. Gyða, Gunnar, Sigríður, Sveinn, Kolbrún, Björn. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ UTFARARÞJONUSTAN EHE Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Súni: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.