Morgunblaðið - 02.10.1998, Side 50
s50 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
LILJA LÁRA
„ SÆMUNDSDÓTTIR
+ Lilja Lára Sæ-
mundsdtíttir
fæddist í Sktígum á
Fellsströnd í Dala-
sýslu 5. júlí 1933.
Hún lést á Landspít-
alanum 22. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sæmundur
Guðmundsson, f.
20.2. 1889, btíndi á
Neðri-Brunná í
Saurbæ í Dalasýslu
og Margrét Jtí-
hannsdóttir, f. 21.8.
1898, ljósmtíðir, d.
27.4. 1981. Lilja Lára var
næstelst fjögurra systkina.
Bræður hennar eru Jtíhann Sæ-
mundsson, f. 1928, Kristján F.
Sæmundsson, f. 1937 og Grétar
S. Sæmundsson, f. 1943.
Hinn 20.11. 1954 giftist Lilja
Lára eftirlifandi eiginmanni
sínum Boga G. Thorarensen
sem fæddur er 12.2. 1933. Böm
Lilju og Boga eru: 1) Kartílina
Margrét Thorarensen, f. 1955,
maður hennar er Gísli Jtíhann
wSigurðsson. Barn þeirra er
Erna Sigríður Gísladtíttir. 2)
Sæunn Gerður Thorarensen, f.
1957, maður hennar er Davíð
Einar Sigmundsson. Börn
þeirra era Sigmundur, Lára
Rut og Davíð Ólafur. 3) Sal-
björg Júlíana Thorarensen, f.
1959, inaður hennar
er Ragnar Sigur-
björn Stefánsson.
Börn þeirra eru
Marín Hallfríður og
Bogi Rúnar. 4)
Steingrímur Guðjtín
Thorarensen, f.
1960, kona hans er
Olga Rán Gylfadtítt-
ir. Böra þeirra eru
Bjarki Hrafn, Klara
Dögg, Aníta Rtís, d.
1986, Aron Trausti,
Sylvía Harpa,
Sindri Marel og
Mtínika Rtís. Barn
Steingríms af fyrra sambandi
er Theodtíra Lind. 5) Steinunn
Guðlaug Thorarensen, f. 1962,
maður hennar er Hjalti Sig-
mundsson. Börn þeirra eru
Katrín, Hafdís og Laufey. 6)
Bogi Svanberg Thorarensen, f.
1963, kona hans er Guðný Ing-
unn Aradtíttir. Börn þeirra era
Rtísa Lilja, Lárus Jtín og Sunna
Sigurveig. 7) Guðmundur Jtí-
hann Thorarensen, f. 1966. 8)
Kristín Hildur Thorarensen, f.
1967, maður hennar er Arnar
Smári Þorvarðarson. Börn
þeirra eru Andri Freyr og Egill
Þorri. 9) Lárus Jtín Thoraren-
sen; f. 1968, d. 1985.
Utför Lilju Láru fer fram frá
Garðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Fyrstu æskuár sín bjó móðir okk-
ar á Bjarnastöðum í Saurbæjar-
hreppi í Dalasýslu. Hún fluttist það-
an tólf ára gömul með foreldrum
sínum að Neðri-Brunná í sömu
■^sveit. Mamma var af þeirri kynslóð
þar sem börnin unnu við hlið for-
eldra sinna að þeim verkum sem til
féllu á heimilinu. Þannig lærði hún
frá unga aidri vinnusemi og að bera
ábyrgð á þeim verkum sem henni
voru falin. Vegna starfs síns þurfti
amma oft að fara frá heimilinu með
litlum fyrirvara. Mamma sagði okk-
ur frá atviki þessu tengdu sem var
henni mjög minnisstætt, en það var
þegar amma vakti hana um hánótt,
þá fjögurra ára gamla, til þess að
biðja hana að vaka yfir yngri bróður
sínum sem þá var bara hvftvoðung-
ur, þar til afi kæmi heim, en hann
hafði verið að vinna um nóttina við
uppskipun. Einnig sagði hún okkur
'~*frá því að þegar hún var á tólfta ári
hefði amma verið nýbyrjuð að taka
slátur þegar hún var skyndilega
kölluð í vitjun, þannig að það kom í
hlut mömmu að ljúka sláturgerðinni
það árið.
Veturinn 1952-53 fór hún í hús-
mæðraskólann á Staðarfelli á Fells-
strönd í Dalasýslu. Um svipað leyti
lágu leiðir foreldra okkar saman, en
þá var pabbi vinnumaður á næsta
bæ við æskuheimili mömmu. Þau
felldu hugi saman, giftu sig árið
1954 og stofnuðu sitt fyrsta heimili í
Reykjavík. Þar eignuðust þau sitt
fyrsta barn. Tveimur árum síðar
fluttu þau aftur vestur og dvöldu
einn vetur á Neðri-Brunná hjá
ömmu og afa. Þar eignuðust þau sitt
annað bam. Foreldrar okkar hófu
síðan búskap á Neðri-Brekku í
Saurbæjarhreppi árið 1957 og
bjuggu þar í þrju ár og eignuðust
þar sitt þriðja barn. Árið 1960 flutt-
ust þau að Heinabergi á Skarðs-
strönd og stunduðu þar búskap.
Börnunum fjölgaði með árunum og
varð foreldrum okkar níu barna
auðið. Arið 1972 brugðu foreldrar
okkar búi og fluttu í Garðabæinn.
Af þessu má sjá að það hefur þurft
mikla elju og vinnusemi til að geta
séð fyrir þessum stóra bamahópi og
að láta enda ná saman. Þá eiginleika
hafði móðir okkar í ríkum mæli, hún
var alla sína tíð einstaklega vinnu-
söm og ósérhlífin. Þarfir annama
gengu ávallt fyrir hennar eigin þörf-
um. Auk þess að sjá um heimilið og
bömin vann hún við þrif í Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ í tutt-
ugu ár. Mamma var einstaklega
verklagin og hagsýn húsmóðir. Hún
var nýtin á alla hluti og var dugleg
við allskyns hannyrðir. Hún var af-
skaplega sterkur persónuleiki, átti
mjög gott með að ræða við fólk og
hafði ákveðnar skoðanir á öllum
hlutum og lá ekld á þeim heldur lét
þær óspart í ljós. Það var oft á tíð-
um mjög gaman að hlusta á hana
rökræða við fólk og oftar en ekki
hafði hún síðasta orðið.
- ÓSKAR GEORG
JÓNSSON
+ Óskar Georg Jtínsson var
fæddur á Skarði, Skaga-
strönd, Dalabyggð, 31. okttíber
1915. Hann lést á Vífilsstaða-
spítala 12. september síðastlið-
inn og ftír útför hans fram frá
Fossvogskirkju 22. september.
Mig langar að minnast hans
Úskars hér með nokkrum línum. Nú
*er Óskar búinn að stíga sín síðustu
skref á jörðu hér og kominn til æðri
máttar, og þar verður hlúð vel að
honum. Þeim megin eru engin veik-
indi, þar mun honum líða vel með
sínu fólki sem er komið til æðri
máttar eins og hann.
Eg veit með vissu að Olgeir afi og
Jóhanna amma hafa tekið honum
Ineð opnum örmum svo maður veit
að Óskar er í öruggum höndum
þarna uppi.
Þegar ég kom í heimsókn út á
Arnarnes þá brá Óskari oft fyrir
þar og ég tók oft þátt í samræðum
við hann. Alltaf var hann glaður í
bragði og alltaf var hann spaugsam-
ur, þótt hann væri með súrefniskút-
inn út um allt hús með sér, þá var
hann alltaf léttur í bragði og
skemmtilegur. Það er alltaf sárt að
missa ástvini sína og Óskar mun
alltaf eiga stað í hjarta mínu.
Eg þakka fyrir þær stundir sem
við áttum saman þó að þær væru
ekki margar. Góður Guð gefi bróður
hans, Guðlaugi, styrk við þennan
missi og öllum ástvinum hans sendi
ég samúðarkveðjur.
Jtíhanna Selma Sigurðardtíttir.
Fráfall móður okkar kom okkur
öllum að óvörum. Elsku pabbi, við
biðjum algóðan guð að styrkja þig
og við munum öll sem eitt styðja þig
í þessari miklu sorg.
Minning mömmu mun lifa áfram
með okkur.
Einn dag fórstu að heiman. Og hús þitt
stóð hnípið við veginn og beið.
Og vindurinn dansaði fram hjá
og hló inn um glugga og dyr:
Hæ!
Hvar er sól þín og angan?
Það er vor, það er vor!
Hver ert þú?
Svo varð nótt,
svo varð haust, svo varð vetur.
Og húsið þitt stóð hnípið og beið.
(Steinn Steinarr)
Börnin.
Þegar pabbi hringdi um miðja
nótt og tilkynnti mér lát þitt,
mamma mín, þá fylltist hjarta mitt
reiði, mikilli reiði. Þú hafðir átt í
baráttu við heilbrigðisþjónustuna
um að fá hjálp, og að á þig væri
hlustað. En þar var jafnvel látið að
því liggja að þú værir í andlegu
ójafnvægi. Þegar þú svo loksins
varst lögð á sjúkrahús var það orðið
of seint fyrir þig. Sú góða heilbrigð-
isþjónusta, sem okkur er sagt að við
búum við, brást algerlega, þegar þú
þurftir hennar með.
Mamma mín, þegar ég lít til baka
er margs að minnast. Þú varst sú
sem allir treystu á, þú varst stoðin
sterka. Ég bý ævilangt að því, sem
þú miðlaðir mér, og ég veit að
þannig er um fleiri. Þú varst hús-
móðir af gamla skólanum. Þess ber
heimili þitt glöggt merki. Maður
kom aldrei að tómum kofunum hjá
þér, hvort sem var í mat, drykk eða
góðum ráðum og hlýju. Þín er sárt
saknað, og ömmubörnin þín, þau
þeirra sem komin eru til vits og ára,
trúa þessu varla enn, nú er engin
amma til að kenna að hekla eða
leggja kapal. Dauði þinn var svo
ótímabær.
Mamma mín, orðin þín þegar þú
kvaddir mig í síðasta sinn, geymi ég
í hjarta mínu um ókomna tíð.
Ljúfur ómur loftið klýfur
lyftir sál um himingeim.
Þýtt á vængjum söngsins svífur
sálin glöð í friðarheim.
Lofíð drottin, lofið drottin,
lofið drottin, amen.
Þýtt á vængjum söngsins svífur
sálin glöð í friðarheim.
(Jónas Jónasson.)
Elsku pabbi minn og Gummi,
missir ykkar er mikill, við systkinin
munum standa við hlið ykkar í
framtíðinni. Ég bið guð að styrkja
okkur öll. Far þú í friði, mamma
mín, og guð varðveiti þig.
Kartílína.
Eftir að ég fór að stálpast hefur
mér oft verið hugsað til þess af hve
miklum krafti hún mamma gekk til
allra verka. Sem barn var ég ekkert
að velta slíkum hlutum fyrir mér
eins og eðlilegt er, en ég minnist
þess þó að mömmu féll sjaldan verk
úr hendi, enda var mikið að gera á
stóru heimili. Vinnusemi og elja hef-
ur einkennt mömmu alla tíð, það
hefur án efa verið mikið verk fyrir
hana og pabba að ala önn fyrir
svona stórum barnahópi og koma
honum til manns.
Mamma hafði þann eiginleika að
eiga gott með að ræða við fólk um
alla skapaða hluti, hún var oft á tíð-
um mjög hnyttin í tilsvörum og ég
hafði afskaplega gaman af því að
fylgjast með og hlusta á þegar hún
var að rökræða við fólk.
Mamma var alla tíð mikil hann-
yrðakona og ófá verkin liggja eftir
hana. Þegar þau pabbi urðu bæði 65
ára á þessu ári ákvað ég að afmælis-
gjöfin til þeirra í ár yrði innrömmun
á einhverri handavinnunni hennar
mömmu. Ég tilkynnti henni að ein-
hvern daginn myndi ég koma og ná
í hana þannig að hún yrði að vera
búin að velja þann hlut sem hún
vildi láta ramma inn. Hún hló bara
að mér, hún var orðin því svo vön að
láta slíka hluti bíða betri tíma. Því
miður vannst okkur ekki tími til að
láta verða af þessu. Það tekur mig
sárt vegna þess að hún átti það svo
fyllilega skilið að sjá eitt af fallegu
verkunum sínum uppi á vegg.
Strákarnir okkar Smára, þeir
Andri Freyr og Egill Þorri, höfðu
alltaf svo gaman af því að kíkja í
Lækjarásinn til Lilju ömmu og það
var oftar en ekki þegar ég kom með
þá til mömmu að þeir tilkynntu
henni um leið og þeir komu inn úr
dyrunum að þeir væru svangir,
jafnvel þó að þeir væru nýbúnir að
borða heima hjá sér. Það stóð ekki á
Liiju ömmu að finna eitthvað fyrir
þá til að borða, því ekki máttu bless-
aðir drengirnir vera svangir.
Mamma var alltaf tilbúin að hlaupa
undir bagga og passa fyrir okkur
Smára ef við þurftum á því að halda
og vorum við henni alltaf þakklát
fyrir það. Hún hafði mjög gaman af
því að spjalla um daginn og veginn
við barnabömin þegar þau komu í
heimsókn og það var oftar en ekki
þegar hún kom í heimsókn til okkar
að hún lumaði á góðgæti til að gefa
strákunum. Þeir voru nú alltaf án-
gæðir með það.
O, mamma, hvemig átti mig að
gruna að þinn hinsti dagur færi
senn að renna upp? Mér var svo
létt, ég var svo fegin þegar loksins
átti að fara að gera eitthvað fyrir
þig og þú varst lögð inn á spítala.
En því miður barst þér hjálpin of
seint, þú varst látin bíða heima of
lengi. Þú barðist hetjulega í veik-
indum þínum og gerðir allt sem þú
gast til að leita þér hjálpar en heil-
brigðiskerfið okkar brást þér
hrapallega. Þangað til í síðustu viku
var ég enn haldin þeirri barnslegu
trú að þú, mamma mín, gætir staðið
af þér alla storma. Ég hafði alltaf
reiknað með því að þú yrðir hérna
hjá okkur þar til þú yrðir háöldrað
og að Andri Freyr og Egill Þorri
myndu alast upp við nærvera þína
eins og ég.
Þetta litla ljóð lýsir á einfaldan og
fallegan hátt þeim tilfinningum og
þeim hugsunum sem þjóta um hug-
ann við fráfall þitt, elsku mamma:
Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku
í þagnar brag.
Eg minnist tveggja handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag.
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.
Og ég sem drykklangt drúpi höfði yflr
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
(Steinn Steinarr)
Ég kveð þig með þessum orðum
og fyrir hönd Smára, Andra Freys
og Egils Þorra vil ég þakka þér fyr-
ir allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman. Minningin um þig lifir.
Kær kveðja, þín dóttir,
Kristín.
Lilja amma, amma strákanna
minna og Kristínar er farin, farin
alltof fljótt. Þeir fengu að kynnast
þessari einstaklega ljúfu konu, en
þó alltof stutt. Strákarnir okkar
Kristínar era það ungir að þeir
munu ekki muna þau kynni sem
þeir höfðu af Lilju ömmu, en ég og
Kristín munum reyna okkar besta
til að halda minningunni um hana á
lofti á tímamótum í okkar fjöl-
skyldulífi.
Hvern hefði grunað nú í sumar að
Lilja væri að fara frá okkur, hún
var lasin en þó ekki svo, að við héld-
um, en hlutirnir gerðust hratt. Eftir
töluverða bið var hún síðdegis á
fóstudegi lögð inn til rannsóknar og
aðfaranótt þriðjudags barst fréttin
um andlát hennar. Fréttin kom sem
reiðararslag yfir fjölskyldu, vini og
kunningja, fréttin um að Lilja, þessi
sterka og lífsglaða kona, væri látin.
Spumingar dundu yfir í huganum
og lítið var og er um svör.
16-17 ára kynntist ég Lilju sem
móður eins af mínum bestu vinum,
Boga Svanbergs. Mér er það sér-
staklega minnisstætt hversu hlý-
lega og vel var tekið á móti mér, þá
þegar ég kom sem félagi Boga, inn
á heimilið. Þeir eru sjálfsagt margir
sem kynntust gestirni og hlýju Lilju
og því hversu vel hún hugsaði um að
gestir hennar fengju kaffi og með-
læti eða þaðan af meira og færu
ekki frá henni með tóman maga.
Síðar felldum við, ég og dóttir
Lilju og Boga, Kristín, þá 18 og 19
ára, hugi saman. Mér var tekið opn-
um örmum af fjölskyldunni. Ég bjó
inni á heimili þeirra Lilju Lára og
Boga Guðmars fýrstu árin eftir
kynni okkar Kristínar. Þá hugsuðu
Lilja og Bogi vel um mig, ekki síður
en sín eigin börn. Á þessu sama ári
og ég kom inn á heimili þeirra Lilju
og Boga missti fjölskyldan Lárus
Jón, se_m var mjög átakanlegt og
erfitt. Á þessum fyrstu árum eftir
að við Kristín kynntumst vorum við
í námi. Seinna fluttumst við burt úr
„hreiðrinu“ og komum okkur fyi-ir í
eigin íbúð í Grafarvoginum.
Seinna fluttumst við til Sandgerð-
is og síðan til Hafnarfjarðar en
dvöldumst þá í nokkra mánuði í
millitíðinni heima hjá Boga og Lilju,
í Lækjarásnum. Þá vorum við búin
að eignast Andra Frey og Egill
Þorri var þá nýfæddur. Þetta var
mjög skemmtilegur tími. Lilja
amma hafði mjög svo gaman af því
að fá strákana inn á heimilið. Andri
Freyr (og Egill þótt nýfæddur hafi
verið) tala oft um það þegar þeir
áttu heima í Lækjarásnum hjá Lilju
ömmu og Boga afa. Það eru margar
skemmtilegar minningar sem tengj-
ast þessum tíma eins og t.d. þegar
Andri var að hjálpa ömmu sinni að
skreyta fyrir jólin, þegar hann fékk
að sitja uppi á eldhúsborði og fylgj-
ast með ömmu sinni við matargerð í
eldhúsinu sem var ósjaldan. Þegar
hann vaknaði á undan mömmu sinni
og pabba kl. 6 og 7 á morgnana og
var hann þá ekkert að reyna að
vekja þau heldur fór niður til ömmu
og bað hana að gefa sér morgunmat
sem hún var alltaf boðin og búin til
að gera.
Þegar við voram flutt í íbúð okk-
ar í Hafnarfirði og Kristín var farin
að kenna var Lilja amma alltaf til í
að passa Andra og Egil. Mér er það
sérstaklega minnisstætt þegar ég
kom með strákana á morgnana til
hennar að þá tók hún yfirleitt alltaf
á móti okkur í dyranum og kallaði á
móti okkur „hæ“ og þar hefur Egill
Þorri lært þetta skemmtilega og
opna viðmót. Þessu hafði ég ekki
veitt athygli fyrr en eftir að Lilja
hafði yfirgefið okkur. Lilja var ein-
staklega barngóð og vildi allt fyrir
barnabörn sín gera og þær vora
ófáar ferðirnar sem krakkarnir fóru
með henni fram í búr til að kanna
þær vistarverur. Einnig var það oft
þegar við komum í heimsókn að Eg-
ill Þorri leitaði á fötunum sínum
hvort ekki væri nú gat á sokkunum
eða buxunum sem hann gæti fengið
Lilju ömmu til að laga fyrir sig.
Mér er það mjög minnisstætt að
þegar strákarnir okkar stækkuðu
þá var nokkur eftirvænting um
hvernig augnlitur þeirra yrði og ég
hef alltaf verið svolítið montinn af
því að eiga tvo stráka með brún
augu eins og amma þeirra (og
mamma þeirra), en þeir eru einu
börnin úr 22 barnabarna hópi með
brún augu. Á þessum tíma sem við
Kristín höfum verið að stofna heim-
ili og fjölskyldu hafa Lilja og Bogi
stutt okkur, hvatt til dáða af heilum
hug og er ég þeim báðum einstak-
lega þakklátur. Ég ber mikla virð-
ingu fyrir lífsstarfi þeirra Lilju og
Boga, þeim hópi barna sem þau
hafa komið til manns.
Nú þegar ég og fjölskylda mín
kveðjum þig, elsku Lilja, með sár-
um söknuði, biðjum við Guð að
styðja Boga tengdaföður minn í
þeirri miklu sorg sem hann hefur
nú orðið fyrir og vil ég votta honum
mína dýpstu samúð.
Arnar Smári Þorvarðarson.
„Dáinn, horfmn!“ - Hamrafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yflr?
En eg veit, að látinn lifír.
Það er huggun harmi gegn.
Þessi orð Jónasar komu í huga
minn, þegar ég frétti skyndilegt
andlát systur minnar. Aðeins örfá-
um dögum áður hafði ég hitt hana
vongóða um að þá væri hún að fá bót