Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 51 meina sinna eftir langa bið, þar sem þann sama dag átti að leggja hana inn á sjúkrahús. Engum gat til hug- ar komið þá, að svo skammt væri eftir. - Nú vitum við öll hvað var að. Ekki fer hjá því að minningar rifjast upp. Með því fyrsta sem ég minnist úr bemsku minni er að Lilja systir mín var að gæta mín, en það mun hún alloft hafa þurft að gera vegna starfa móður okkar utan heimilis. Það gerðist þá eitt sinn að ég var að fíkta og meiddi mig en ég man þó ekki sérstaklega eftir því, heldur man ég vel eftir að barn- fóstran grét mikið vegna þess að hún hélt að ég hefði meitt mig mikið og kenndi sjálfri sér um hvemig fór. Það átti síðan fyrir barnfóstrunni að liggja að gæta margra barna og koma til manns. Ung giftist Lilja eftirlifandi manni sínum Boga Thorarensen. Fljótlega hófu þau búskap á Neðri- Brekku í Saurbæ, en fluttu svo að Heinabergi á Skarðsströnd þar sem þau bjuggu í nokkur ár, uns þau fluttu í Garðabæ. Síðustu ár hafa þau búið í stóru og fallegu húsi í Lækjarási 1. Garðurinn við það hús ber þess glögg merki að allt óx og dafnaði vel sem Lilja kom nálægt. Börnunum fjölgaði ár frá ári og urðu alls 9. Það varð þeim hjónum mikið áfall þegar þau misstu yngsta soninn í bílslysi fyrii- nokkrum ár- um, en þau bára harm sinn í hljóði. Það gefur augaleið að vinnudagur Lilju hlýtur oft að hafa verið langur og vökunætur margar, en einhvern veginn er það svo að manni fannst Lilja alltaf hafa nægan tíma til þess sem hún þurfti að gera og eitt er víst að hún kvartaði aldrei. Starfs- orkan var mikil. Þau hjónin vora alla tíð mjög samhent, gestrisni þeirra var orðlögð og reglusemi al- ger. Minnisstætt er mér hversu systkinahópurinn stóri var prúður. Síðar sögðu börnin frá reglum sem þeim höfðu verið settar af móður- inni og vora þær með öllu ófrávíkj- anlegar. Betur væri að slíkar reglur væru almennt í heiðri hafðar. Það er víst að Lilja vann mikið dagsverk um ævina, sem þó varð allt of stutt. Að leiðarlokum vil ég þakka Lilju fyrir allt og allt. Ég og fjölskylda mín biðjum þess að guð styrki Boga í sorg sinni, svo og börnin öll, tengdabörn og barnabörnin mörgu og ungu. Þau hafa öll misst mikið. Grétar Sæmundsson. Mig langar að minnast nokkrum orðum á konu sem var mikill áhrifa- valdur í fjölskyldu okkar. Sorgar- fréttin barst um svipað leyti og fyrstu haustlitirnir sáust á gróðrin- um þetta árið. Um stund setti mig hljóða og hugurinn leitaði á vit minninganna. Lilja var höfðings- kona og myndarleg, var boðberi dugnaðar og manngæsku, hún helg- aði sig börnunum og heimilinu í einu og öllu. Engin mátti fara frá henni án þess að fá kaffí og kökur. Lilja var snillingur í bakstri. Það var alltaf hlýja í kringum hana. Henni var margt til lista lagt. Hún saumaði út heilu stólana, myndii’ og margt fleira og sat aldrei auðum höndum, prjónaði sokka á litlu ömmubörnin og gaf sér alltaf tíma til að hlusta og leysa málin. Lilja var alltaf miðpunktur fjölskyldunn- ar enda ólu þau Bogi og Lilja upp myndarlegan bamahóp og stóðu þau ævinlega vel að því. Ég kynnt- ist Lilju og Boga þegar sonur minn, Arnai’ Smári, kynntist Kristínu dóttur þeirra og var honum tekið opnum örmum og stjanaði Lilja við hann alla tíð eins og henni var ætíð lagið. Einnig var hún alltaf elskuleg við öll börnin okkar í Grenilundin- um. Hana munaði ekkert um að bæta einum við í kaffi og kökur ef svo bar undir. Þegar ér er að skrifa þessi orð sitja þeir Andri Freyr og Egill Þorri hjá mér við eldhúsborðið og eru að teikna. Andri teiknar fal- legan kross og hann er handa Lilju ömmu. Hlýjan úr brúnu augunum þeirra er spyrjandi, en hún er hjá Guði og þar líður henni vel. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Lilju fyrir allt, við söknum hennar úr af- mælisboðunum og boðunum sem við höfum verið saman í. Elsku Bogi, innilegar samúðar- kveðjur, Guð gefi þér styrk í þessari miklu sorg, einnig fjölskyldunni og öðrum ástvinum. Ó hve létt er þitt skóhljóð og hve leingi ég beið þín þaðervorhretáglugga napur vindur sem hvín, enégveiteinastjömu, eina stjömu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Pað em erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvortégvakieðasef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. (Halldór Laxness.) Fjölskyldan Grenilundi 4, Garðabæ. Elsku amma mín. Ég trúi því varla enn að þú sért farin frá mér. AJlar þessar stundir sem við átum saman ... allar þessar stundir. Skyndilega finnst mér þær alltof fá- ar. Það var svo ótalmargt sem mig langaði til að læra af þér. Hver get- ur kennt mér núna? Litlu hlutirnir sem orðnir voru að hefð munu alltaf gleðja mig. Og hugga. Jólakertin í safnið mitt, hlýju sokkarnir, Jesú bollurnar, páskaeggin þín og páskaungarnir að ógleymdum öllum spilakvöldunum. Allt sem þú gerðir var til að gleðja okkur hin. Af hveiju þurfti tíminn að fljúga svo hratt? Þú sem reyndist mér svo vel þeg- ar ég þurfti mest á styrk að halda. Þegar Erna amma dó huggaðir þú ungann þinn. Þegar mamma veikt- ist varst þú mér allt. Þessu mun ég aldrei gleyma. Þú hlýjaðir mér svo vel um hjartaræturnar þegar þú skoðaðir með mér handavinnuna mína. Og smátt og smátt gekk mér, „litlu þrjósku" betur. Það var svo yndis- legt að fylgjast með þér við handa- vinnuna, því að innst inni á sálinni vonaði ég að ég yrði svona. Eins og þú. Það var ekkert sem þú gast ekki gert. Það litla sem ég lærði þó var svo sannarlega af meistaranum, og ég átti alltaf von á því að bömin mín fengju líka að kynnast þér, svo hjartastórri og umhyggjusamri. En það fá þau víst aldrei... Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvemig ætti það öðruvísi að vera? Peim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt brenndur í eldi smiðjunnar? Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð innan með hnífnum? Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefiir hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: „I heimi hér er meira af gleði en sorg,“ og aðrir segja: „Nei, sorgirnar eru fleiri." En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Pú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Pegar sál þín vegur gull sitt og siifur á metskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara. (Kahlil Gibran.) Amma mín, nú ert þú hjá Lalla, og þar hefur þú fengið hlýjar mót- tökur og ég veit að þér líður vel. Þú verður alltaf hjá mér. Elsku afi minn, missir þinn er mestur. Ég bið algóðan Guð að vaka yfir þér og veita þér styrk í bænum mínum á kvöldin. Þín Erna. Elsku amma. Það var alltaf svo mikil tilhlökkun að fara suður og hitta ykkur afa. Þegar við komum tókstu á móti okkur svo hlý og góð, gafst okkur fullt af kökum svo góð- um að við munum aldrei gleyma bragðinu. A jólum og afmælum fengum við senda frá ykkur afa pakka sem við hlökkuðum alltaf til að opna. I þessum pökkum vora alltaf sokkar eða vettlingar, sem þú hafðir prjónað, ásamt einhverju öðra. Én spumingin var alltaf hvernig væru þeir á litinn. Voru þeir einlitir, tvílitir eða röndóttir? Oftar en ekki læddist með súkkulaðistykki sem leyndist í ein- um sokknum. Um páskana fengum við svo send páskaegg sem þú hafð- ir gert sjálf. Þau voru svo góð. Þeg- ar við voram lítil hafðir þú alltaf tíma til að leika við okkur, tala við okkur um alla hluti sem við vildum tala um, eða bara vera hjá okkur, þú varst svo góð. Já, amma, nú ertu farin frá okkur og við munum aldrei gleyma þér. Við finnum enn góðu lyktina sem var af þér, ömmulyktina. En, amma, hver á nú að gefa okkur sokkana og vettlingana, við hvern eigum við að tala um alla þá hluti sem okkur dettur í hug en getum ekki sagt neinum nema þér? Getum við enn talað við þig? Elsku amma, við söknum þín svo sárt, en við vitum líka að nú líður þér vel og þú fylgist með okkur og passar okkur ávallt. Þín ömmubörn frá Akureyri. Marín Hallfríður og Bogi Rúnar. Hröð er fórin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hþ'óð hver snerting er kveðja í hinsta sinni. (Birgir Sigurðsson.) Saurbærinn er falleg sveit þar sem býlin standa svo þétt að túnin ná víða saman og vorkvöldin ógleymanleg þeim er þar ólust upp. Kvöldsólin gyllir fjallahringinn og hólinn þar sem kirkjan og sam- komuhúsið standa, þar kemur fólkið saman frá vöggu til grafar, heilsast og kveður. I þessari sveit ólst Lilja Lárra Sæmundsdóttir upp hjá foreldrum sínum og þrem bræðram. Ung stúlka var Lilja há og grönn, dökk- hærð með brún geislandi augu og bros á vör. í Saurbænum var mikið félagslíf og ungmennafélagið hafði góð áhrif á æskuna þar sem haldnir voru fundir og íþróttamót og var Lilja þar enginn eftirbátur annarra. Ung að áram kynntist hún frænda okkar og fósturbróður Boga Thorarensen og hófu þau búskap í Saurbæ en fluttust síðar að Heina- bergi á Skarðsströnd þar sem Bogi ólst upp. Þar var gott að vera með stóran barnahóp því börnin urðu níu. Þarna var ótakmarkað frelsi fyrir dugmikla krakka. Áin rann við túnfótinn, eyjar og sker fyrir landi og bergið fyrir ofan bæinn iðandi af fuglalífi. Á Heinabergi búnaðist þeim vel, Lilja var hin hagsýna húsmóðir sem fyllti að hausti búr og frystikistu af matarbrigðum fyrir sitt stóra heim- ili. Það var gaman að koma á okkar gamla æskuheimili og finna hlýjuna og myndarskapinn í öllum móttök- um, kökurnar hennar Lilju voru ekki bara góðar þær vora líka fal- legar og auðsætt að henni lék í höndum allt er að matargerð laut. Börnin uxu úr grasi og þurftu á lengri skólagöngu að halda, auk þess hafði Bogi verið með þráláta bakverki um tíma. Þar kom að þau seldu búið og keyptu sér íbúð í Garðabæ. Lífið gekk sinn gang, stóri hópurinn var efnilegur og frískur og þau eldri fóru að tínast í burtu þegar reiðarslagið dundi yfir, Láras Jón, yngsti sonurinn, lést í bílslysi sautján ára efnispiltm-. Þarna sýndi Lilja kjark sinn og æðruleysi og fjölskyldan stóð sam- an sem einn maður í sorginni. Fyrir nokkram árum byggðu þau sér einbýlishús sem allt var orðið frágengið og þarna átti að njóta ókominna ára. Þá kemur það óvænta sem við erum aldrei tilbúin að mæta, það er skilnaður við þenn- an heim. Lilja var lögð inn á sjúkra- hús og andaðist þar nokkrum dög- um síðar. Lilja Lára Sæmundsdóttir var eftirminnileg öllum sem henni kynntust, hún var greind og lét djörf og alls óhrædd í ljós skoðanir sínar. Börn hennar og fjölskyldur þeiira munu lengi njóta handleiðslu hennar, þar sem allt var gefið af einlægri ást og umhyggju. Við syrgjum hana öll og tökum þátt í þeirra mikla missi. Við biðjum guð að styrkja Boga frænda okkar, böm þeirra og fjölskyldur á erfiðum tím- um sem framundan eru. Guðrún, María, Brandís og Magga frá Heinabergi. Aldir fæðast, aldir deyja, öldur risa og falla í dá. Líf og dauði hemað heyja, hér skal lífið sigri ná. Mörg er ætlun, mörg er kenning manna og k\'enna, er fymist brátt. Eitt er vissa, að íslenzk menning á að lifa og stefna hátt. (Jóhannes úr Kötlum.) Fyrir réttum 46 áram, haustið 1952, kom saman á Staðarfelli í Döl- um hópur ungra stúlkna til að hefja nám í Húsmæðraskólanum. Þetta var glaður hópur sem vænti mikils af námi fyrir lífsbaráttuna. Lilja Sæ- mundsdóttir var ein af þeim og vakti athygli, dökk yfirlitum, há og grönn eins og spanskreyr. Hún var kát og lífsglöð og kom mörgum til að hlæja. Á þessum fyrstu skóladögum kom í ljós að það átti að syngja á morgn- ana og einnig að kvöldi. Undirspil- ara vantaði og einhver benti á að Lilja kynni á orgel og var hún hvött til að spila undir sönginn. Hún færð- ist undan því, en það fór svo að hún spilaði undir sönginn okkar allan veturinn og hefur eflaust lyft honum aðeins hærra. Veturinn leið við nám og gleði eins og títt er hjá ungum stúlkum. Vorið 1953 lögðu þessar stúlkur út í lífið og kvöddust með ósk um að hittast síðar. Lilja hafði þá fundið sinn lífsföranaut, Boga Thoraren- sen. Þau fóra að búa á Heinabergi á Skarðsströnd í Dölum og eignuðust níu börn. Starfsvettvangur Lilju var æði stór, en hún vann sín störf af festu og gleði. Þau hjónin voru sam- hent að koma þessum stóra barna- hópi til manns. Lilja og Bogi urðu fyrri þeirri miklu sorg að missa yngsta son sinn 17 ára gamlan í um- ferðarslysi. Eitt sinn ræddi ég við Lilju um sonarmissinn. Þá fann ég hve mikill sálarstyrkur hennar var og persónuleiki. Éjölskyldan fluttist að vestan til Garðabæjar 1972. Þá kom Lilja í hóp okkar skólasystra sem höfðum hist öðru hvora í Reykjavík. Hún var dugleg að hóa okkur saman og það svignuðu borð undan kræsing- unum hjá Lilju. Hún var afburða- góð matreiðslukona og sást það vel þegar við komum saman í Þrándar- koti í Laxárdal 1993. Þá sá hún um matinn sem var bæði mikill og góð- ur. Lilja var líka mikil hannyi'ða- kona og undrar mig, hvenær hún hefur haft tíma til að vinna alla sína handavinnu, sem prýðir heimili hennar. Lilja er fyrst af okkur skólasystrum sem kveður þennan heim, en ég segi eins og Bólu- Hjálmar: Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Eg kem eftir, kannske í kvöld,... Við skólasystur þökkum Lilju Sæmundsdóttur samverastundimar og hennar glaða viðmót. Við send- um Boga, niðjum þeirra, tengda- börnum og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Hólmfríður Gísladóttir. ÞÓRAR. STEFÁNSDÓTTIR + Þóra R. Stefánsdóttir fædd- ist í Ólafsvík 29. desember 1909. Hún lést á Landakotsspít- ala 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 3. september. hún þessi perla situr hjá lítilli stúlku veikri strýkur fölan vanga segir sögur frá löngu horfnum tímum þannig var hún konan með stóra hjartað hún amma Þóra mín. Ragna Sól Vilhjálmsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. + Blessaður eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR BJÖRGViN JÓNSSON, Kirkjugerði 5, Vogum, sem lést miðvikudaginn 23. september síðast- liðinn, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju, á morgun, laugardaginn 3. október kl. 13.30. Guðrún Lovísa Magnúsdóttir og börn. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.