Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigríður Sigurð-
ardóttir fæddist
11. apríl 1912 á
Kalastöðum á Hval-
Qarðarströnd. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands 21. sept-
ember sl. Foreldrar
hennar voru: Sigurð-
ur Einarsson, f. 24.3.
1884, d. 10.3. 1951
og kona hans Sigríð-
ur Jónsdóttir, f. 4.7.
1883, d. 27.12. 1970.
Systkini Sigríðar: 1)
Þorsteinn, f. 21.4.
1913, d. 19.10. 1992.
2) Sesselja Sumarrós, f. 22.4.
1915. 3) Jón, f. 12.3. 1916. 4)
Laufey, f. 25.10. 1918, d. 29.9.
1976. 5) Magnea Kristín, f. 13.8.
1921. 6) Guðjón Helgi, f. 22.11.
1922, 7) Einar Gunnar, f. 16.7.
1924.
Sigríður giftist 8.6. 1940 Guð-
mundi Sigurðssyni í Sviðugörð-
um, f. 4.12. 1908, d. 28.10. 1987.
Þeirra sonur er Sigurður, f. 29.5.
Mágkona mín, Sigríður Sigurðar-
dóttir, húsfreyja í Sviðugörðum,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 21.
september síðastliðinn, eftir
skamma dvöl þar að þessu sinni. En
sjúkrasaga hennar var orðin
nokkuð löng, hún hefur verið haldin
sykursýki og fengið mörg þung
áföll. Fyrir tæpum tveimur árum
varð að taka burt annan fót hennar
og eftir það varð hún að dveljast að
heiman, nú síðast á vistheimilinu í
Kumbaravogi, þar sem hún naut
góðrar aðstoðar og undi furðuvel.
Nærri ná þó geta að oft hefur hugur
hennar hvarflað heim að Sviðugörð-
um.
Eg hafði ekki spurnir né sam-
skipti við hana fyrr en ég kvæntist
systur hennar fýrir fímmtíu árum,
en síðan hafa okkar samskipti verið
mikil og öll góð af hennar hálfu. Til
að byrja með bjuggum við í
nágrenni Sviðugarða, næstu
nágrannar. Á þeim tíma var minna
um vélarorku utanhúss og innan en
nú er. Frumbýlingar voru margir
illa búnir og þurfti oft að fara í
smiðju til annarra um aðstoð, verk-
færi og úrræði. Þá var oft farið til
1942. Fósturdætur;
Selma Katrín Al-
bertsdóttir, f. 20.8.
1943 og Bryndís
Bj örgvinsdóttir,
barn Selmu, f. 12.12.
1963, d. 24.4. 1982.
Maki Selmu er Davíð
Axelsson, f. 17.11.
1946. Þau eiga þijú
börn.
Foreldrar Sigríð-
ar fiuttu árið 1919
frá Víðinesi á Kjal-
amesi að Seljatungu
í Flóa og þar ólst
Sigríður upp. Hún
vann hjá foreldrum sinum alla
tíð, utan þess að hún var um
nokkurn tíma þjónustustúlka hjá
hinum og öðrum húsbændum,
lengst í Vestmannaeyjum. Eigin
búskap hóf hún svo í Sviðugörð-
um með manni sínum Guðmundi
árið 1940.
Útför Sigríðar fer fram frá
Gaulverjabæjarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
næstu bæja, ekki síður að
Sviðugörðum en annað. Það þykir
kannske ótrúlegt nú, að til dæmis
var ekki um aðra dráttarvél að ræða
en „Farmall A“, sem notuð var á
búunum í Sviðugörðum og Selja-
tungu til skiptis. Tókst það sam-
starf með miklum ágætum. Svona
var um margt fleira. Bifreiðir voru
óvíða og sjaldnar farið til kaupstað-
ar en nú er. Eitt og annað gekk til
þurrðar, og var þá lánað milli bæja
þar til ferð var gerð næst. Það var
ekki mikill munur þeirra Sviðug-
arðahjóna þegar til þeirra þurfti að
leita, hvort öðru góðviljugra og
greiðugra, reyndu að leysa hvem
vanda. Ekki spillti gestrisni þeirra
og góðar veitingar látnar í té af
ijúfri gleði.
Sigga, eins og hún var oftast
kölluð í daglegu tali, var mikill
iðjumaður, vandvirk og hreinlát.
Hún sá vel um allt innanbæjar,
kom ull í fat og mjólk í mat eins og
sagt var. Matarborði hennar var
hægt að hrósa ævinlega, og að því
komu margir, ekki síður börn en
hinir eldri. Börn og unglingar
löðuðust mjög að Siggu og sóttust
eftir að vera í návist hennar. í
Sviðugörðum voru sumarbörn öll
búskaparár Siggu, oft tvö eða þrjú
í senn. Þau munu öll minnast Siggu
með gleði og mörg hafa haldið
tengslum við hana með bréfum og
heimsóknum í mörg ár, jafnvel ára-
tugi. Þetta segir meira um gott
heimili en hægt er að gera með
langri blaðagrein. En verkahringur
Siggu var ekki eingöngu innan-
húss, þótt þar væri mikið starf.
Hún var sveitabarn og gaf gaum að
umhverfí sínu. Og hún vissi alltaf
hverju fram fór í útihúsum og átti
þar marga góðvini, sem nutu um-
hyggju hennar, ekki síst ef eitthvað
brá út af. Það var stundum líkast
því að hún skildi og talaði við þess-
ar, sem við oft köllum skynlausar
skepnur. Hún var afar næm á þarf-
ir þeirra. Hún var félagslynd, þótt
hún gæfi sér ekki mikinn tíma til
að njóta þess. Þó starfaði hún í
kvenfélaginu meðan hún hafði
burði til þess og naut þar góðrar
samvinnu og virðingar.
Eftir að Sigga varð að kveðja
starf sitt heima í Sviðugörðum fékk
hún rúmgott herbergi í Kumbara-
vogi. Þar gat hún haft hjá sér lítið
brot af yndi sínu og iðju, smáfugla í
búri og prjónavélina sína, sem hún
notaði töluvert. Auk þess prjónaði
hún smáflíkur í höndum, sem
glöddu marga, því flestar voru þær
gefnar börnum.
Við þetta undi Sigga nokkuð vel.
Hún naut sálarkrafta fram að
síðasta degi, gat haft samband við
vini og kunningja með bréfa- eða
símasambandi og margir litu inn til
hennar stund og stund. Og enn
eignaðist hún nýja vini, meðal
heimafólks og starfsmanna á
Kumbaravogi. Sonur hennar, sem
ætíð hafði við hana góð tengsl, bar
umhyggju fyrir hag hennar og líðan
og Selma hafði einnig gott samband
við fóstru sína fyrr og síðar.
Starfsfólkið í Kumbaravogi
sýndi henni gott viðmót og hlynnti
að henni af alúð. Síðustu tvo daga
ævinnar var Sigga sjúk á Sjúkra-
húsinu á Selfossi og þar kvaddi hún
þessa veröld síðdegis 21. septem-
ber í hljóðri friðsælli ró. Við hjónin
og börnin okkar minnumst góðs
vinar með virðingu og þakklæti.
Ástvinum hennar biðjum við bless-
unar.
Davíð Stefánsson segir í einu
ljóða sinna: „Þar bíða vinir í varpa,
sem von er á gesti“.
Vigfús Einarsson.
Tíminn, hann er fugl, sem flýgur
hratt. Hversu oft erum við ekki
minnt á það, að allir hlutir hafa sinn
tíma, og ávallt stöndum við þó and-
spænis þeirri staðreynd að okkur
fínnst að andartakið hefði átt að
endast lengur. Nú hefur ástkær
frænka okkar, Sigga í Sviðugörðum,
kvatt þetta líf. Hún var í uppvexti
okkar frænkan á næsta bæ, sem
alltaf var svo gott að koma til og
njóta samvista við. Ein af þeim
ómissandi manneskjum í frænd-
garðinum sem lagði sitt af mörkum
til að gera bemsku okkar og upp-
vöxt ríkari af gæsku og mildi. Við
frændsystkinin nutum gestrisni
hennar í ríkum mæli, hún tók á móti
okkur með viðhöfn ekki síður en
fullorðnum, þó við værum bara að
skreppa til að fá að horfa á sjón-
varpið, sem oft bar við þegar sjón-
varp var ekki orðið almenningseign.
Hún gekk aldrei um með neinum
íyrirgangi, var hæglát og ljúf, en
naut þess að hafa ærsl og leiki
æskufólks í kringum sig. Hún
sleppti ekki af okkur hendinni, þó
að við yxum úr grasi, fylgdist ávallt
með okkur af umhyggju. Hún átti
heimili sitt að Sviðugörðum alla sína
búskapartíð. Þar bjó hún sveitabúi
með Guðmundi manni sínum og Sig-
urði syni þeirra og fósturdætrunum
Selmu og síðar Bryndísi. Manni
fínnst alltaf að Sviðugarðaheimilið
hafí verið mjög mannmargt. Þar var
ávallt mjög gestkvæmt, og þau eru
orðin mörg, sumarbörnin hennar
Siggu. Það lýsir henni kannski bet-
ur en mörg orð, hversu sterk tengsl
mynduðust milli heimilis hennar og
barnanna, sem þar voru til sumar-
dvalar í áranna rás.
Sigga var tilfinninganæm og
viðkvæm manneskja, má víst með
sanni segja að hún mátti ekkert
aumt sjá, svo rík var samúð hennar
með mönnum og skepnum. En hún
þurfti eins og aðrir að mæta ýmsum
erfiðleikum á lífsleiðinni, og standa
af sér sjúkdóma og missi. Svo styrk
var skapgerð hennar, að ávallt
mátti treysta því að hún stæði af sér
alla storma, æðrulaus og þolinmóð.
Nú, þegar lífsgöngu hennar er
lokið, megum við frændbömin í
Seljatungu vissulega lúta höfði í
einlægri þökk fyrir að hafa átt hana
að vini. Denna syni hennar og
Selmu fósturdóttur hennar, og
hennar fjölskyldu, sendum við inni-
legar samúðarkveðjur. Megi Guð
blessa minningu mætrar konu.
Systkinabörnin frá Seljatungu.
í dag er kvödd hinstu kveðju
sæmdarkonan Sigríður Sigurðar-
dóttir, Sigga í Sviðugörðum, eins
og hún var ætíð nefnd í vinahópn-
um. Hún var elst í átta barna
systkinahópi sem ólst upp í Selja-
tungu, en þangað fluttu foreldrar
hennar frá Víðinesi á Kjalarnesi
með börnin sín fimm er þá voru
komin á legg. í Seljatungu fjölgaði
í systkinahópnum svo að fljótt var
þörf fyrir vinnandi hendur þó smá-
ar væru í fyrstu.
Sigga hlaut í vöggugjöf fallegustu
kosti sérhvers manns; prúð-
mennsku, starfsvilja, gjafmildi og
trúmennsku við allt það sem hún
umgekkst. Hún var gerandi í góðum
verkum vinum sínum og velunnur-
um til handa og allt til síðustu
stundar lagði hún sig fram um að
gefa og gleðja með verkum sínum
alla þá er hún mat svo, að sýnt
hefðu sér hlýju og tryggð. Þessara
eðalkosta hennar nutu málleysingj-
arnir og í ríkum mæli alla tíð.
Hún var einstakur vinur dýranna
og sætti sig aldrei við annað en þá
bestu umgengni við þau sem hún
gat í té látið á hverjum tíma.
Svo liðu árin heima eitt af öðru.
Sigga var sívinnandi við hin marg-
víslegustu verkefni á fjölmennu
heimili með vandvirknina og trú-
mennskuna í stafni.
Æskuárin komu, hún gekk hægt
um gleðinnar dyr, en auðvitað
spurðist til þessarar velgerðu
stúlku og móðir okkar fékk sífellt
fleiri óskir frá húsmæðrum hér og
hvar um að fá hana til aðstoðar við
heimilisstörf. Það hét þá að fara í
vist. Hennar handaverka nutu og
margar húsmæður hér í héraði sem
hún vann þjónustustörf hjá. Lengst
vann hún hjá þeim sæmdarhjónum
Laufeyju og Ársæli á Fögrubrekku
í Vestmannaeyjum, enda dáði hún
alla tíð eðalmennsku þeirra og
myndugleik. Þar hallaðist heldur
ekki á, því þau hjón og niðjar þeirra
bundu órofatryggð við hana sem
óbrotgjörn hefur reynst.
Árið 1940 kvaddi Sigga æsku-
heimili sitt er hún giftist Guðmundi
Sigurðssyni í Sviðugörðum. Tóku
þau við búsforráðum þar af foreldr-
um hans. Húsmóðurstörfin rækti
hún alla tíð með einstökum myndar-
brag og var rétt sama hvar á var lit-
ið. Þau eignuðust soninn Sigurð
sem í áratugi hefír verið starfsmað-
ur Ræktunarsambands Flóa og
Skeiða, auk þess að vera hægri
hönd móður sinnar eftir að faðir
hans féll frá fyrir 11 árum. Þau hjón
ólu og upp frá barnsaldri Selmu
Katrínu Álbertsdóttur sem nú
starfar við sjúkraliðastörf og enn
síðar tóku þau til fósturs dóttur
Selmu, Bryndísi Björgvinsdóttur.
Hún var þeim hjónum yndisauki og
elskulegt barn. Svo dró ský fyrir
sólu á æskuárum hennar er sjúk-
dómur greindist hjá henni sem ekki
varð við ráðið. Hún lést aðeins 19
ára gömul.
Er hér var komið var Sigga farin
að kenna þess sjúkdóms sem reynd-
ist henni erfíður, enda læknavísindi
nútímans ekki komin það langt að
þau geti ráðið niðurlögum hans. Af
mikilli rósemi og þolgæði barðist
hún hetjulegri baráttu og bognaði
aldrei. Mörg var glíman í áratugina
sem hún mátti heyja ekki síst nú hin
síðari ár þegar skerða varð hreyfi-
getu hennar. Beitti hún öllum sínum
Afmælis- og
minningargreinar
MIKILL fjöldi minningargreina
birtist daglega í Morgunblaðinu.
Til leiðbeiningar fyrir greina-
höfunda skal eftirfarandi tekið
fram um lengd greina, frágang
og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfílegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2200
slög (um 25 dálksentimetrar í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra hans,
systkini, maka, og böm,
skólagöngu og störf og loks
hvaðan útfór hans fer fram. Ætl-
ast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
greinunum sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skímarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að diskling-
ur fylgi útprentuninni. Það eykur
öryggi í textamenferð og kemur í
veg fyrir tvíverknað. Þá er
ennfremur unnt að senda greinar
í símbréfí - 569 1115 - og í
tölvupósti (minning@mbl.is).
Vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfínu, ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-,
fóstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Þar sem
pláss er takmarkað, getur þurft
að fresta birtingu minningar-
greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skilafrests.
Berist grein eftir að skilafrestur
er útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
SIGRIÐUR
SIG URÐARDÓTTIR
innra styrk til þess að sætta sig við
það skásta sem í boði var. Slík
hetjulund kallar fram aðdáun þeirra
sem á horfa. Þeim læknum og
hjúkrunarliði sem önnuðust hana
hin síðari ár, þakka ég af einlægni.
Og nú er lífí þessarar elstu systur
minnar lokið. Ur sjóði minninganna
frá bernsku minni streymir
þakklæti fyrir umburðarlyndi henn-
ar við drenginn sem var ansi ólíkur
henni um alla háttu en kunni
snemma að meta manngæði hennar
og áreiðanleik.
Við Villa og bömin okkar þökkum
langa og trygga vináttu og tiltrú.
Sigurði syni hennar og fósturdótt-
urinni Selmu vottum við dýpstu
samúð. Við kveðjum Siggu í
Sviðugörðum með orðum sr. Hall-
gríms:
Hvorki með hefð né ráni
hér þetta líf ég fann:
sálin er svo sem að láni
samtengd við líkamann:
í herrans höndum stendur
að heimta sitt af mér:
dauðinn má segjast sendur
að sækja hvað skaparans er.
Gunnar Sigurðsson
frá Seljatungu.
Hún Sigga í Sviðugörðum er
dáin. Þegar maður fínnur veikan
ilm komandi hausts, byrjar maður
ósjálfrátt að sakna sumarsins. Líkt
og kynni mín af Siggu sem var svo
nátengd náttúrunni í orðsins fyllstu
merkingu, rifjast nú upp fyrir mér
vera mín í Sviðugörðum.
Mamma hafði alist þar upp frá
bamsaldri og systir mín Bryndís
einnig en hún lést um aldur fram
aðeins 19 ára. Eg naut þeirra
forréttinda að vera þar í sveit í
mörg sumur. Þegar ég kom á vorin
var allt að vakna til lífsins eftir vetr-
ardvala. Sérstaklega þótti mér vænt
um lömbin. Sigga lét mig sjá um að
gefa heimalingunum úr pela og var
það verk sem mér þótti sérstaklega
skemmtilegt. I blómlegum
hlaðvarpanum vöppuðu hænur og
endur sem horfðu vongóðum augum
í átt til húsráðanda, þaðan sem góðs
var ævinlega að vænta í gogginn.
Þama sé ég Siggu ljóslifandi fyrir
mér og snöggvast iðar allt af lífi
eins og áður var, en svo verður mér
á að depla augum og þá hverfur allt.
Er ég eldist og lít um öxl verður
mér æ Ijósara hve dvöl mín hjá
Siggu og Guðmundi var mér
ánægjuleg og lærdómsríkur skóli.
Umgengnin við dýrin var heill-
andi heimur undir leiðsögn Siggu
sem sýndi öllum dýrum sem hún
umgekkst svo mikla nærgætni og
skilning að unun var að fylgjast
með. Hún var sannkallaður dýravin-
ur. Nú síðustu árin vora það páfa-
gaukamir sem nutu nærgætni henn-
ar. Eftir að ég stofnaði heimili sjálf á
Selfossi eignaðist ég nokkra hesta,
þá fékk ég að hafa í hagagöngu í
Sviðugörðum, þeim fylgdist Sigga
vel með þegar hún var enn heima og
eftir að hún fór á Kumbaravog
spurði hún alltaf frétta af hestunum
þegar maður rak inn nefíð. Sigga
var mikil handavinnukona og af-
kastamikil við prjónaskap. Þær flík-
ur sem hún hefur prjónað skipta
öragglega mörgum tugum ef ekki
hundraðum. Eg held að allt hennar
frændfólk og vinir eigi sokka eða
vettlinga frá henni. Aldrei kom ég
svo í heimsókn að ég væri ekki leyst
út með sokkum eða vettlingum á
einhvem í fjölskyldunni, heimatil-
búinni sápu eða eggjabakka. Fyrir
allt þetta fékk hún ákveðin sess í
hugum sona minna sem kannski lýs-
ir sér vel í orðum Davíðs sem er átta
ára, en hann varð fyrir því að rífa
uppáhalds buxurnar sínar um dag-
inn og þar sem ég var eitthvað að
vandræðast með þessar buxur,
hvort hægt væri yfirleitt að gera við
þetta gat, sagði sá litli, mamma við
skulum biðja Siggu að gera við bux-
urnar.
En nú er hún Sigga dáin og lífið í
Sviðugörðum verður aldrei eins.
Það var dýrmætt að hafa fengið að
kynnast Siggu og fyrir það vil ég
þakka. Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég aðstandendum og vinum.
Svava Davíðsdóttir.