Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 54

Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E-vítamín eflir varnir líkamans Éhilhúsið Skólavörðustlg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri í tilefni frumsýningar Dr. Dolittle standa Morgunblaðið á Netinu og Skífan fyrir léttum leik þar sem þú getur unnið miða á myndina, Dr. Dolittle-bol eða Dr. Dolittle-húfu. Dr. Dolittle var ein mest sótta myndin í Ameríku í sumar en hún er frumsýnd hér á landi um þessar mundir. Myndin er gamanmynd með Eddie Murphy í aðalhlutverki en hann hefur kitlað hláturtaugar fólks um allan heim í á annan áratug. mbl.is Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og hver veit nema þú vinnir! Lýsa van- þóknun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Þroskaþjálfafélag Islands lýsir yfir vanþóknun sinni á ráðningu ieirri sem átt hefur sér stað í starf t'ramkvæmdastjóra Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Gengið er fram hjá mjög hæfum einstaklingum m.a. þroskaþjálfa sem hefur góða menntun og mikla reynslu sem ekki er dregin í efa að nýtast mundi vel í starfi fram- kvæmdastjóra svæðisskrifstofu. I viðtölum við fjölmiðla við hæst- virtan félagsmálaráðherra hefur ít- rekað komið fram að sá sem ráðinn var hafi mikla pólitíska reynslu og svo er að skilja að sú reynsla sé meira metin en önnur reynsla og fagleg þekking. Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær af flutningi málaflokks fatl- aðra frá ríki til Reykjavíkurborgar verður, engu að síður er ljóst að í undirbúningsvinnu þeirri sem hafin er og á þeim óvissutíma sem skap- ast hefur og verður við haldið á meðan ekki er vitað hvenær og með hvaða hætti fyrirhugaður flutning- ur verður, skiptir öllu máli að sá sem stýrir daglegu starfi svæðis- skrifstofu um málefni fatlaðra hafi góða þekkingu og reynslu á sviði stjórnunar og starfsmannamála og hafi jafnframt góða fagþekkingu á málefnum fatlaðra sem og reynslu í starfí með þeim.“ --------------- ■ ANNA Rut Steinsson, klæðskeri og Helga Rún Pálsdóttir, fata- og hattahönnuður, sýna föt og hatta í Galleríi Glugga á Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, frá 3. október til 11. október. FRÁ landbótaferð Ferðaklúbbs 4x4 í Skaftárhrepp. Landbótaferð í Skaftárhrepp FÉLAGAR í Ferðaklúbbnum 4x4 og Sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd fóru helgina 28.-30. ágúst sl. í landbótaferð í Skaftárhrepp. „Á föstudagskvöldið fóru 20 manns á sjö jeppum inn í Hóla- skjól á Fjallabaksleið nyrðri og höfðu menn með sér nokkrar kerrur, nesti og góða skapið að ógleymdum regnfatnaði. Á laugardagsmorgni mættu heimamenn á staðinn undir for- ystu Jóhönnu B. Magnúsdóttur, ferðamálafulltrúa hreppsins. Bændur komu á dráttarvélum og vörubfl með heyrúllur, drifu sig nú allir út í rigninguna og var hópnum skipt í tvennt, annar hópurinn fór í að gera við slóða inn í nýuppgerðan skála í Skæl- ingum, setja þverbranda og aka möl í úrrennsli en mikii úrkoma gerði fólki og tækjum erfitt fyrir. Hinn hópurinn notaði heyið úr rúllunum til að fóðra innan skominga sem myndast hafa bæði af náttúrulegum orsökum og ógætilegri umferð um við- kvæm svæði. Heyið er mjög gott til að stöðva uppblástur og úr- rennsli, því það myndar fljótt þétta þekju á sárin, bindur þannig lausan jarðveg og vatnið rennur ofan á því. Síðan breytist það í gróðurmold og er auk þess fullt af fræjum. Það var ótrúlegt að sjá breytinguna sem varð á brekkunum, þær litu strax miklu betur út og gaman verður að sjá árangurinn á næstu árum. Um kvöldið buðu svo Skaftár- hreppur og KÁ Kirkjubæjar- klaustri til veislu í Hólaskjóli og eftir góða máltíð skemmtu þátt- takendur sér við kertaljós fram- eftir kvöldi í góðum félagsskap. Á sunnudagsmorgni mættu fulltrúar Landgræðslunnar og Landgræðslufélags Skaftár- hrepps með áburð og fræ og var enn klæðst í regngallana og ráð- ist til atlögu við rofabörð sem eimitt blasa við vegfarendum rétt ofan við Hólaskjól. Upp úr hádegi skildi síðan Ieiðir, heima- menn héldu til búa sinna, og að- komuinenn héldu einnig heim á leið með viðkomu í OLIS skálan- um á Selfossi, en þar var fyllt á tanka farartækjanna, en OLIS hefur af rausnarskap styrkt um- hverfisstarf Ferðaklúbbsins 4x4, bæði með eldsneytis-, áburðar- og frægjöfum. Á meðan dælt var á bflana var að sjálfsögðu rennt ís á mannskapinn. Það var sérlega ánægjulegt að taka þátt í samstarfi svona margra og ólíkra hópa og þarna sást að hvort sem við ferðumst um landið á velbúnum fjórdrifs- bflum eða gangandi, eða lifum á landsins gæðum, eigum við það sameiginlegt að vilja umgangast landið okkar með virðingu og stuðla að því að ísland verði áfram fegursta land í heimi,“ segir í frásögn Ferðaklúbbsins 4x4. Meðferðar- heimilið Virkið GÖTUSMIÐJAN opnaði meðferð- arheimilið Virkið í júní 1998 með 14 uppbúin rúm fyrir‘aldurshópinn 16 til 20 ára. Barnaverndarstofa veitti meðferðarheimilinu starfsleyfi fyrir aldurshópinn 16 til 18 ára hinn 1. september 1998. Við opnun var ákveðið að taka ekki inn fleiri en einn ungling á viku fyrstu mánuð- ina, segir í fréttatilkynningu frá Götusmiðjunni. Einnig segir: „I þær fyrstu 14 vikur sem heimilið var opið höfðu 14 einstaklingar (10 drengir og 4 stúlk- ur, meðalaldur um 19 ár) hafið með- ferð í Virkinu. Heimilinu hafa borist um tvær til fjórar óskir um innlögn á viku frá opnun og hefur langur biðlisti myndast. Strax frá opnun hefur starfsemi Virkisins vakið mikla athygli. Mikill fjöldi unglinga sem og aðstandenda, svo sem foreldrar, eldri systkini, ömmur og afar, hafa sett sig í sam- band við Virkið með óskir um inn- lögn eða til að leita eftir upplýsing- um, stuðningi og ráðgjöf. Alls höfðu 367 ráðgefandi símtöl verið afgreidd (að meðaltali 26,2 á viku) vegna sama fjölda einstaklinga, fyrstu 14 vikurnar." ------♦-♦-♦---- Evrópskir fugladagar í TILEFNI evi-ópskra fugladaga 3.-4. október nk. efnir Fuglavernd- arfélags Islands til vettvangsfræðslu fyrir almenning. Safnast verður saman við Shell-stöðina í Skerjafirði sunnudaginn 4. október á tímabilinu 14-16. Fólki gefst þar tækifæri til þess að taka þátt í skráningu fuglategunda og fjöldi fugla sem þar kunna að finnast. Á staðnum verða reyndir fuglaáhugamenn til leiðbeiningar með fjarsjár, sjónauka og fuglabæk- ur. ------♦-♦“♦---- Breyttur af- greiðslutími Suðurbæjar- laugar FRÁ og með mánudeginum 5. októ- ber nk. verður Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði opnuð kl. 6.30 alla virka daga og opnað er kl. 8 laugardaga og sunnudaga. I Suðurbæjarlaug er boðið upp á líkamsrækt, vatnsleikfimi, ung- barnasund og skriðsundsnámskeið. I nóvember verður opnaður í kjall- ara laugarinnar þreksalur þar sem rekinn verður tækjasalur og verður þar boðið upp á æfingar undir leið- sögn kennara. ------♦-♦-♦---- Ball fyrir fatlaða DANSLEIKUR fyrir fatlaða verð- ur haldinn í Árseli laugardaginn 3. október. Allir 13 ára og eldri eru velkomnir. Aðgangseyrir er 400 kr. Plötusnúðarnir Villi, Siggi, Kristján og Jósep spila samkvæmt venju og veitingasalan verður opin. Sú nýbreytni verður á starfsem- inni að böllin verða haldin fyrsta laugardag í hverjum mánuði. Einnig verður boðið upp á karaokee og gestaplötusnúð. Listi yfir böll vetrarins verður sendur út á næstu dögum, segir í fréttatilkynningu. ------♦-♦-♦---- Land og synir á Sauðárkróki HLJÓMSVEITIN Land og synir leikur og syngur á árlegu réttarballi í kvöld, fóstudagskvöld, á Hótel Mæli- felli, Sauðárkróki, en ekki í Keflavík eins og sagt var í blaðinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.