Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dansandi ráðherra
EKKI er ólíklegt að hæstvirtur ráðherra kunni eitthvað fleira fyrir sér
í kúrekalistinni en að dansa sjálf . . .
Borgarafundur um miðborgina
FJÖLMENNI var á borgara-
fundi um miðborg Reykjavík-
ur, sem haldinn var í Ráðhús-
inu á laugardag en þar voru
kynntar nýjar áherslur í stjórn
miðborgarinnar. Meðal annars
kynntu breskir ráðgjafar, sem
unnið hafa þróunaráætlun fyr-
ir borgarhlutann ásamt starfs-
mönnum borgarskipulagsins,
vinnu sína. Jafnframt var
kynnt fyrirkomulag nýrrar
miðborgarstjórnar og
nýtt starf framkvæmdastjóra
hennar.
Nýkomið!
Stretchefni í buxur, verð kr. 1.645
Netefni í toppa og kjóla
Debbie Mums-bútasaumsefni
^VÓgué-búðirnar
Námstefnur Stjórnunarfélags Islands
Efla samstarf-
ið við Berkeley-
háskólann
Árni Sigfússon
Næstkomandi
miðvikudag hefst
fyrsta námstefn-
an af fjórum sem haldnar
eru á vegum Stjómunar-
félags íslands í samstarfi
við Berkeley-háskólann í
Kaliforníu en hann er
sagður einn þekktasti
viðskiptaháskóli í heimi.
Arni Sigfússon er
framkvæmdastj óri
Stjórnunarfélags íslands.
„Samstarf Stjómunar-
félagsins og Berkeley-há-
skóla er á öðru ári og
felst í því að háskólinn
sendir íyrirlesara til að
fjalla um efni sem óskað
er eftir að tekið sé fyrir.“
Árni segir að miklar
kröfur séu gerðar til leið-
beinenda í endurmenntun
stjómenda.
„Þeir þurfa að sameina
þrennt; hafa viðamikla sérfræði-
menntun, reynslu í rekstri og
kennsluhæfileika. Þessar kröfur
hafa skilað sér vel til okkar.“
- Um hvað fjalla þessar nám-
stefnur?
„Sú fyrsta fjallar um fimm
gryfjur sem dýpka þegar vel
gengur í rekstri. Innihald þeirr-
ar næstu er nýtt bandalag við-
skiptavina og fyrirtækis sem
tengist viðskiptatryggð. Þá bjóð-
um við upp á námstefnu um
markaðssetningu á Netinu og
aðra um endurskoðun á starfi
stjórnarmanna.“
Ami segir að á fyrstu nám-
stefnunni verði kynntar leiðn- til
markaðssetningar á Netinu og
það sem best er gert á því sviði
borið saman við það sem oftast
er gert.
- Hvers konar endurskoðun á
starfí stjórnarmanna verður til
umfjöllunar?
„Sú námstefna er orðin tíma-
bær. Það virðist vera alþjóðleg
reynsla að stjórnir séu ekki að
gera það sem þær þyrftu að vera
að gera. Þær era gagnteknar af
smáatriðum þegar þær ættu að
sinna marksvissri stefnumótun
og árangursmælingu.“
Ámi segir að kynnt verði þau
sjónarmið sem vel rekin fyrir-
tæki og stofnanir hafa uppi um
hlutverk stjórnai' og grandvall-
aratriði sem eiga að leiða vinnu
hverrar stjórnar.
„Við sem höfum setið í stjórn-
um fyrirtækja eða stofnana
verðum að viðurkenna að það er
brotalöm í þessari vinnu. í dag
er nánast eðlileg krafa að árang-
ur starfsmanna og sérstaklega
stjómenda sé mældur með
markvissum hætti. Það er á hinn
bóginn einn hópur sem alltaf
sleppur og það era þeir sem sitja
í stjómunum sjálfiim
og eiga að móta stefnu
°g fylgja henni eftir.
Þessu þarf að breyta
og til þess er nám-
stefnan."
- En lenda fyrir-
tæki sem ganga vel í einhverjum
gryfjum?
„Já það getur komið fyrir.
Vandinn í rekstri er sá að þegar
vel gengur hugleiða menn síður
undirstöðuatriði í rekstri og á
námstefnunni verður lögð
áhersla á að kynna nútímalegar
leiðir til að meta stöðuna í
rekstri. Sérstaklega er fjallað
um fimm hættur sem flest fyrir-
►Árni Sigfússon er fæddur í
Vestmannaeyjum árið 1956.
Hann lauk MPA-prófi í sljórn-
sýslu frá Háskólanum í Tenn-
essee árið 1986.
Hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri Stjórnunarfélags
íslands frá árinu 1990.
Árni hefur verið borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík frá árinu 1986.
Eiginkona hans er Bryndís
Guðmundsdóttir talmeinafræð-
ingur og eiga þau ijögur börn.
tæki standa frammi fyrir og
mörg falla fyrir ef þau hafa ekki
vara á sér.“
- Hverjar eru þessar hættur?
„Mistökin hefjast gjarnan á
því að fyrirtækin byrja ekki á
einstaklingnum sjálfum en það
þarf að taka tillit til þess að þeir
era mismunandi, með ólíkar
þarfir og aðstæður.
I öðru lagi skortir oft skráða
áætlun og markmiðasetningu
sem menn setja sér oftar þegar
illa gengur.
Þá þarf að ákveða hvernig
ekki eigi að bregðast við aðstæð-
um og síðan þurfa fyrirtæki að
gera sér grein fyrir á hvaða
starfssviði þau era og skilgreina
sig betur.“ Fimmta gryfjan segir
Árni að sé skortur á sveigjan-
leika í ákvarðanatöku.
-Hvers konar bandalag við-
skiptavina og fyrirtækis er fjall-
að um á síðustu námstefnunni?
„Vandi fyrirtækja í dag teng-
ist því að viðskipta\inurinn er
ekki eins tryggur og áður. Þess
vegna glíma fyrirtæki við nýjar
leiðir eða lausnir til að halda
honum.
Við munum kynna þær leiðir
sem gefíst hafa best hjá fyrir-
tækjum íþessu sambandi."
-Verður framhald á þessu
samstarfi Stjómunarfélagsins
og Berkeley-háskóla?
„Við höfum fullan
hug á að auka sam-
starfíð frekar á næsta
ári og efna til fleiii
námstefna.
Við höfum fundið
fyi-ir því að stjórnend-
ur á sviði starísmannaþjónustu
eru stöðugt að leita að hestu að-
ferðunum til að styðja fólk í auk-
inni samkeppni. Við munum til
dæmis fá umfjöllun um það
nýjasta sem er að gerast í starfs-
mannaþjónustu strax í byrjun
næsta árs. “
Öllum er heimil þátttaka í
námstefnunum og hefst sú
fyrsta næstkomandi miðvikudag.
Viðskiptavin-
urinn er ekki
eins tryggur
og áður