Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 11

Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 11 FRÉTTIR Stefnumótun um málefni geðsjúkra afhent heilbrigðisráðherra Atak nauðsyn- legt í málum ung- linga og barna SKÝRSLA starfshóps um stefnu- mótun í málefnum geðsjúkra var afhent heilbi’igðisráðheira á al- þjóðlegum geðheilbrigðisdegi síð- astliðinn laugardag. Tómas Zoéga, yfirlæknir á geðlækningasviði Landspítala, afhenti skýrsluna en hann var formaður starfshópsins. Meðal áhersluatriða í skýrslunni era málefni barna og unglinga og fullorðinna með langvinna geðsjúk- dóma. Stefnumótunin er næn-i 300 síðna plagg og era þar annars veg- ar settar fram ýmsar tillögur til úr- bóta í málefnum geðsjúkra og hins vegar hefur verið safnað saman miklum upplýsingum um geðsjúk- dóma, meðferðarúrræði, fjallað er um sérstaka hópa með geðsjúk- dóma, þjónustu við fullorðna með langvinna geðsjúkdóma, mannafla, frjáls félagasamtök, aðstandendur og rannsóknir. Tómas Zoéga sagði gögnin eiga að geta verið til leiðbeiningar í geð- heilbrigðismálum á næstu áram og taldi að í skýrslunni væru saman komin viðamikil gögn sem ekki hefðu birst áður á einum stað með þessum hætti og sumt væri líka ný gögn sem starfshópurinn hefði afl- að eða unnið úr. Tómas sagði að ýmist væru settar fram hugmyndir eða nokkuð mótaðar tillögur og stefnumótun. Áhersla á fjóra málaflokka Samstaða varð um það innan starfshópsins að leggja beri sér- staka áherslu á málefni barna og Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra með skýrslunna um stefnumótun í málefnum geðsjúkra sem Tómas Zoéga, formaður starfs- hóps um málið, afhenti henni á málþingi um mannréttindi og geðheil- brigði sem haldið var á alþjöða geðheilbrigðisdeginum sl. laugardag. vmmvjni ui tnciiiugíii Muuiiiugi viu uiaiciiii gcusjuiviti iui uiiiiug uam á alþjóða geðheilbrigðisdeginum á laugardaginn var. unglinga. „Við töldum nauðsynlegt að taka málefni þeiiTa sérstökum tökum og setjum fram tillögur," sagði Tómas. „Við vildum leggja áherslu á fjögur atriði sérstaklega en auk barna og unglinga eru það málefni fullorðinna með langvinna geðsjúkdóma, ýmis meðferðarúr- ræði og kostnaður varðandi áfeng- isvandamál og fjallað er einnig sér- staklega um þjónustu geðdeild- anna þriggja sem starfræktar era hér á landi, á Landspítala, Sjúkra- húsi Reykjavíkur og Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og settar fram tillögur." Kiwanishreyfingin seldi K-lykil- inn um síðustu helgi til stuðnings við endurnýjun húsnæðis sem Geðhjálp fékk nýlega að gjöf við Túngötu 7 í Reykjavík. Sæmundur Sæmundsson, formaður K-dags- nefndar Kiwanishreyflngarinnar, upplýsti Morgunblaðið um að svo virtist sem tekist hefði að afla nærri 17 milljóna króna til verk- efnisins með sölu á K-lyklinum um land allt. Lokauppgjör hefði ekki borist en tekjurnar stefndu í þá tölu. Hann sagði þar með hafa tek- ist að ná inn fyrir helmingi þess kostnaðar sem áætlað væri að lag- færingar á húsinu við Túngötu kostuðu. I . ■ : ’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.