Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNB LAÐIÐ
Arsframleiðsla Fljóts-
dalsvirkjunar
Nægir
orkuþörf
120.0001
álvers
NORSK Hydro stefnir að byggingu
120.000 tonna álvers á Reyðarfirði,
eins og fram kom í Morgunblaðinu
um helgina, og verður rætt um
þann möguleika á næsta fundi ís-
lenskra stjórnvalda og Norsk
Hydro, sem verður í næsta mánuði.
Virkja þarf orku sem samsvarar
orkugetu fyrirhugaðrar Fljótsdals-
virkjunar, til þess að mæta orku-
þörf álvers af umræddri stærð, að
sögn Þorsteins Hilmarssonar upp-
lýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Afl
Fljótsdalsvirkjunar er fyrirhugað
210 MW sem samsvarar um 1.700
gígawattstunda framleiðslu raforku
á ári.
------«-«-«---
Snæfellsnesvegnr
Héraðsverk
með lægsta
tilboðið
HÉRAÐSVERK ehf. á Egilsstöð-
um átti lægsta tilboðið í gerð Snæ-
fellsnesvegar milli Búlandshöfða og
Brimilsvalla. Hljóðaði tilboð Hér-
aðsverks upp á tæplega 185 milljón-
ir króna, en kostnaðaráætlun Vega-
gerðarinnar fyrir verkið var tæp-
lega 294 milljónir króna.
Sautján tilboð bárust í verkið og
voru þau öll nema eitt undir kostn-
aðaráætlun. Næstlægsta tilboðið
áttu Hjarðamesbræður ehf. á
Hornafirði, rúmlega 199 milljónir
króna, og þriðja lægsta tilboðið kom
frá Amarfelli ehf. á Akureyri, tæp-
lega 209 milljónir króna. Hæsta til-
boðið var frá Jörva hf. á Hvanneyri
sem bauð 310 milljónir króna í verk-
ið.
--------------
Bflvelta á
Hellisheiði
ÖKUMAÐUR slapp að mestu við
meiðsl þegar hann velti bifreið sinni
á Hellisheiðinni um kl. 14.30 í gær.
Ökumaðurinn var á austurleið og
taldi lögreglan á Selfossi að orsök
óhappsins hefði verið sprunginn
hjólbarði. Bifreiðin fór tvær veltur
og fullyrðir lögreglan að þakka
megi bílbeltanotkun að ekki varð al-
varlegt slys. Ökumaðurinn var flutt-
ur á slysadeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur. Mjög hvasst var á heiðinni í
gær, en ekki varð vart hálku. Sagði
lögreglan þó að greinilegt væri að
veturinn væri skammt undan og því
ættu ökumenn að búast til vetrar-
aksturs áður en langt um liði.
------------------
Vinnupallur
fauk undan
iðnaðar-
mönnum
MJÖG hvasst var í Keflavík í gær
og hlaust af því vinnuslys við blokk í
eigu Vamarliðsins.
I einni hviðunni fauk vinnupallur
og hrundi eins og spilaborg með
þeim afleiðingum að þrír menn sem
vora að vinna að viðhaldi á blokk-
inni féllu til jarðar og var fallið átta
metrar. Mennirnir voru allir fluttir
á Sjúkrahús Suðumesja en fengu að
fara heim að lokinni skoðun. Full-
trúi Vinnueftirlitsins kom og lagði
mat á aðstæður eftir óhappið.
Rússar meistarar en
Island í miðjum hópi
SKAK
Elista f Kalmykfu
ÓLYMPÍUSKÁKMÓT
GÍFURLEG spenna ríkti á
ólympíuskákmótinu við upphaf
síðustu umferðar í gærmorgun.
Bandaríkjamenn, sem hafa haft
forystu nánast allt mótið, öttu
kappi við Kínverja, en Rússar,
sem vora hálfum vinningi á eftir
Bandaríkjamönnum, tefldu við
Hollendinga. Líklega hefðu
Bandaríkjamenn getað hugsað
sér auðveldari andstæðinga en
Kínverja, sem hafa bitið grimmi-
lega frá sér allt þetta mót. Lið
Hollands er sterkara á pappírun-
um en það kínverska, en hefur
verið mjög brokkgengt í þetta
sinn, tapaði m.a. 0-4 fyrir
Bandaríkjamönnum snemma
móts.
Eftir kuldakast um miðbik
mótsins hefur nú hlýnað mjög í
Elista. Hitinn úti er a.m.k. 25
stig og inni í salnum, þar sem
efstu liðin keppa, er hitinn eins
og í gufubaði. Eftir því sem leið á
skákirnar óx spennan og hitinn
sömuleiðis, þannig að svitinn
bókstaflega draup af skákmönn-
unum niður á taflborðin. Sannar-
lega óvenjuleg sjón á skákmóti!
Allar aðrar viðureignir féllu í
skuggann fyrir þessum tveimur
Bandaríkin-Kína og Rúss-
land-Holland.
Óvenjulegt ástand ríkir í skák-
salnum við þessar aðstæður;
skákmennirnir ganga um
skimandi; fylgdust ekki síður
með öðram skákum en sínum
eigin. Ekki voru liðnir nema
u.þ.b. tveir tímar af umferðinni
þegar brúnin fór að þyngjast á
Bandaríkjamönnunum; Hollend-
ingar höfðu þegar tapað fyrstu
skákinni en Kínverjar voru að ná
yfirhendinni í flestum skákum
sínum við Bandaríkjamenn. Enn
var þó ekki öll von úti; á fyrsta
borði hafði Hollendingurinn Jan
Timman yfirhöndina gegn Peter
Svidler. Með sigri Hollendinga í
þeirri skák var enn hugsanlegt
að Bandaríkjamenn næðu að
snúa viðureigninni sér í hag. En
gæfan var ekki með Bandaríkja-
mönnum; Timman teygði sig of
langt og tapaði. Hollendingar
töpuðu einnig á öðra borði svo
viðureigninni lauk með yfir-
burðasigri Rússa, 314-14, meðan
Bandaríkjamenn máttu sætta sig
við jafntefli við Kínverja. Rússai-
höfðu því enn einu sinni borið
sigur úr býtum.
Vonbrigði með árangur ís-
lensku sveitarinnar
íslenska sveitin á þessu
ólympíumóti var mikið breytt frá
fyrri mótum. Þeir Jóhann Hjart-
arson, Margeir Pétursson og
Helgi Ólafsson, sem farið hafa
fyrir íslensku sveitinni ásamt
Jóni L. Árnasyni á undanförnum
5-6 ólympíumótum, sitja allir
heima og nýir menn era teknir
við. Þessi breyting á sveitinni
vakti mikla athygli hér í Elista,
enda - eins og einn viðmælandi
fréttaritara orðaði það - hafa áð-
urnefndir skákmeistarar verið
eins konar vörumerki Islands í
skákheiminum um langt árabil.
Mörgum fannst með ólíkindum
að Islendingar skyldu voga sér
að gera jafnróttækar breytingar
á ólympíusveit sinni og raun er á.
Sveitin er nú mun veikari skv.
meðalstigum en hér hefur verið á
undanförnum mótum, eða í 38.
sæti af 110. Til samanburðar má
nefna, að á undanförnum mótum
hefur sveitinni jafn-
an verið raðað í
15.-20. sæti í upp-
hafi, en árangur
raunar oft verið mun
betri en svo.
Sveitin byrjaði
þokkalega og hélt sig
í kringum 30. sæti
framyfir mitt mót.
Staðan fyrir 3-4 síð-
ustu umferðirnar var
ekki slæm, með
þokkalegum enda-
spretti hefði mark-
miðið að komast í
hóp 15. bestu átt að
vera raunhæft. En
það er skemmst frá
því að segja að allt
gekk á afturfótunum
í lokaumferðunum og niðurstað-
an er, eins og áður segir, að
sveitin er aðeins rétt fyrir ofan
miðju.
Þetta er líklega lakasti árang-
ur Islands á ólympíuskákmóti
um áratugaskeið. Skýringar era
margar. Breiddin hefur aukist
gríðarlega í skákheiminum sl.
áratug. Þar á hrun Sovétríkj-
anna vitaskuld stóran hlut að
máli, en í stað einnar sveitar
koma nú fimmtán sveitir frá
fyrrverandi Sovétríkjum. Ýmsar
aðrar þjóðir hafa verið að sækja
sig mjög, einkum í Mið- og Suð-
ur-Evrópu. Þannig hafa t.d.
Spánverjar, Frakkar og Italir
skotið okkur ref fyrir rass á
seinni árum, ekki síst vegna
þess að austur-evrópskir skák-
menn hafa gengið til liðs við þá.
Til þess að gera betur en að ná
38. sæti hefði verið nauðsynlegt
að meira en helmingur liðs-
manna tefldi betur en stigin
segja til um. Aðeins tveir liðs-
manna náðu að bæta sig að
þessu leyti. Þröstur Þórhallsson
tók mikinn sprett um mitt mót
og hélt liðinu á floti lengi vel.
Hannes Hlífar átti í erfiðri bar-
áttu á 1. borði og var í flestum
skákum að tefla við sér stiga-
hærri menn. Að ná saman 5!4 v.
í tíu skákum við þær aðstæður,
sérstaklega eftir að hafa tapað
tveimur fyrstu, verður að teljast
vel viðunandi árangur. Eftir
góða byrjun dalaði Helgi Áss
verulega. Þeir Jón Viktor,
Björgvin og Jón Garðar náðu
heldur ekki að sýna þann styrk
sem nauðsynlegur hefði verið
svo liðið næði góðu sæti.
11. umferð:
Ísland-Kanada......................2-2
Hannes-Spraggett...................1-0
Þröstur-Lesiege....................0-1
Helgi-Nikoloff..................1/*-'h
JónViktor-Hergott...............'hr-'k
Enn glatað tækifæri, en
Kanada eigum við að geta unnið
3-1 á góðum degi. Þröstur mátti
sætta sig við tap eftir mistök í
byrjuninni. Hann var fyrir skák-
ina taplaus í 16 skákum í röð á
ólympíumóti, sem líklega er ís-
landsmet. Jón Viktor missti
hartnær unnið tafl niður í jafn-
tefli í tímahraki andstæðingsins.
Hannes tefldi af öryggi og vann
góðan sigur.
12. umferð:
Indland-ísland.................214-114
Barua-Hannes.....................14-14
Thipsay-Þröstur .................14-14
Kunte-Helgi .....................14-14
Sarishkian-Jón Viktor..............1-0
Enn syrtir í álinn;
þessi viðureign var
sú fyrsta þar sem
við unnum ekki
skák. Jón Viktor
lenti snemma í erfið-
leikum gegn mjög
vel undirbúnum
andstæðingi og eftir
það var eins og hinir
Indverjarnir legðust
allir í mikinn jafn-
teflisgír; andstæð-
ingur Hannesar
fórnaði manni fyrir
þráskák, Thipsay
varðist vel öllum til-
raunum Þrastar og
vinningstilraunir
Helga í endatafli
reyndust einnig ár-
angurslausar.
13. umferð:
Ísland-Moldova ..............114-214
Hannes-Bologan...................1-0
Þröstur-Rogozenko..............14-14
Helgi-Komlianov .................0-1
Jón Garðar-Chemov ...............0-1
Það er enginn happadráttur að
fá Moldovu í síðustu umferð, þeg-
ar stór sigur hefði getað fleytt ís-
lensku sveitinni upp undir 30.
sæti. Moldovar era nr. 32 í styrk-
leikaröðinni, þ.e. sex sætum ofan
við okkur; með sterkan fyrsta-
borðsmann og þétt lið þar fyrir
neðan. Engu að síður var allt lagt
í sölumar, og um tíma leit út fyrir
að sveitin gæti bjargað andlitinu
með stóram sigri. Á 4. borði virt-
ist Jón Garðar vera að snúa erf-
iðri stöðu sér í vil og Helgi stóð
betur á 3. borði. Þröstur náði
jafntefli á lakari stöðu og Hannes
var peði yfir. En þá gerðust
ósköpin: Jón Garðar lék af sér
manni og mátti gefast upp; Helgi
lék hverjum afleiknum á fætur
öðram og sumum virtist skákin
vera að snúast í höndum Hannes-
ar. Það reyndist þó óþarfa svart-
sýni; hann náði hagstæðum upp-
skiptum og um síðir dugði um-
frampeðið til sigurs. Niðurstaðan:
ísland fékk 27 vinninga af 52, eða
rúmlega 50%. Miðað við þá and-
stæðinga sem sveitin atti kappi
við era þetta nokkurn veginn eðli-
leg úrslit. Þó er niðurstaðan mikil
vonbrigði, m.t.t. árangurs á fyrri
mótum og væntinga sem bundnar
vora við sveitina nú.
Árangur íslensku sveitarinnar
var eftirfarandi. Hannes Hlífar
Stefánsson fékk 514 vinning í tíu
skákum; Þröstur Þórhallsson
7/11; Helgi Áss Grétarsson
514/H; Jón Viktor Gunnarsson
414/10; Björgvin Jónsson 114/4;
Jón Garðar Viðarsson 3/6.
Þar með er lokið mjög óvenju-
legu ólympíuskákmóti. Þegar
þátttökuþjóðir mættu til leiks
vora gestgjafarnir ekki tilbúnir
og varð að fresta mótinu um tvo
daga. Þetta varð til þess að annar
frídagur keppenda var tekinn af
þeim og umferðunum fækkað um
eina. Mannréttindasamtök lögð-
ust mjög gegn þátttöku þjóða
heims í mótinu og hættu m.a.
Danir og Norðmenn við. Þátttaka
íslendinga var gagnrýnd af sum-
um, en hvað sem mönnum finnst
ÞRÖSTUR Þórhalls-
son náði besta ár-
angri íslensku kepp-
endanna.
um þá ákvörðun, þá stendur eftir
sú staðreynd, að 110 sveitir tefldu
á mótinu, þeirra á meðal sveitir
frá þeim þjóðum, sem háværastar
hafa verið í mannréttindabaráttu,
með Bandaríkjamenn, Englend-
inga og Svía í broddi fylkingar.
Að lokum sjáum við skák
Hannesar Hlífars við hinn þraut-
reynda og sterka stórmeistara
Kevin Spraggett frá Kanada. Til
marks um styrkleika Kanada-
mannsins má nefna, að hann hef-
ur tvisvar teflt á áskorendamót-
um, og í síðara skiptið sló hann út
sovéska stórmeistarann Andrej
Sokolov, en tapaði með minnsta
mun fyrir Artúr Júsupov.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: Kevin Spraggett
Nýtískubyijun
1. e4 - g6 2. d4 - d6 3. Rc3 - Bg7
4. f4 - a6 5. Rf3 - b5 6. Bd3 -
Rd7 7. a4 - -
Hvítur leikur oftast 7. e5 eða 7.
0-0 í þessari stöðu, en Hannes
hefur áður leikið 7. Be3 gegn Ti-
ger Hillarp Persson, en hann tap-
aði þeirri skák.
7. — b4 8. Re2 - c5 9. c3 - bxc3
10. bxc3 - e6 11. h4! - Re7
Svartur getur ekki stöðvað fram-
rás h-peðsins með 11. - h5, því að
þá sprengir hvítur svörtu peða-
stöðuna upp með 12. f5 o.s.frv.
12. h5 - cxd4 13. cxd4 - Rf6 14.
e5 - Rfd5
Svartur má ekki taka peðið: 14. -
- Rxh5 15. g4 og riddarinn fellur.
15. Rg5 - Rf5 16. Re4 - 0-0
Svartur á ekki um annað að velja
en að hróka, því að hvítur hótar
17. g4 ásamt 18. Rxd6+ o.s.frv.
17. Db3 - a5 18. g4 - dxe5 19.
fxe5 - Rxd4 20. Rxd4 - Rb4 21.
Bb2 - Bxe5 22. Hdl - -
Svartur hefur sett traust sitt á
þessa stöðu þegar hann fórnaði
manni fyrir gagnsókn á miðborð-
inu. Hvíti kóngurinn stendur enn
á upphafsreit, og það er mjög
óvenjulegt í svona opinni stöðu.
Spraggett hefur talið sig geta
notfært sér þetta, en það er
Hannes, sem verður á undan með
sóknina á h-línunni.
22. - - Bxd4 23. Bc4! - Rc6
Eftir 23. - - e5 24. hxg6 á svartur
enga vöm gegn hótunum hvíts,
25. Bxf7 + og 25. Dh3 o.s.frv.
24. hxg6 - fxg6
Hvítur hótaði einfaldlega 25. Dh3
ásamt 26. Dxh7+.
25. Bxe6+ - Kh8
Eða 25. - - Bxe6 26. Dxe6+
ásamt 28. Dxc6 og hvítur vinnur.
26. Hxd4! - Rxd4 27. Dd5 og
svartur gafst upp. Riddarinn á d4
er dauðans matur og svarti kóng-
urinn fastur í mátneti, t.d. 27. - -
Bxe6 28. Bxd4+ - Kg8 29.
Dxe6+ - Hf7 30. Hxh7! - Kxh7
31. Dxf7+ - Kh6 32. Dg7+ mát.
Áskell Örn Kárason
Bragi Kristjánsson