Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Hamingjusöm á hattadegi KRAKKARNIR í Glerárskóla sem og kennarar og um. A myndinni eru þau Anton, Sigmundur Þórir, starfsmenn mættu með óhefðbundin höfuðfót í skól- Gunnar, Bríet, Karen, Sindri og Jón Geir glað- ann í tilefni af hattadegi sem efnt var til í skólan- hlakkaleg á hattadegi. Jólaverkefni Leikfélags Akureyrar Æfingar hafnar á Pétri Gaut með fjölda litríkra og eftirminni- legra persóna. Sveinn leikstýrir Jakob Þór Einarsson fer með titilhlutverkið í sýningu Leikfélags Akureyrar, Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikur Asu móður hans og Pálína Jónsdóttir er í hlut- verki Sólveigar. Aðrir leikarar eru Aðalsteinn Bergdal, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Pétur Reynisson, Hákon Waage, Stefán Sturla Sig- urjónsson, Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Guðni Franzson semur tónlist í sýninguna, Hulda Kristín Magnúsdóttir hannar búninga, Kristin Bredal gerir lýsingu og leikmynd og Sveinn Einarsson leikstýrir. ÆFINGAR eru hafnar á jólaverk- efni Leikfélags Akureyrar, Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Sýningin verður byggð á nýrri þýðingu Helga Hálfdanarsonar á verkinu og er þetta í fyrsta sinn sem hún er leikin á leiksviði. Henrik Ibsen skrifaði Pétur Gaut á Italíu vorið og sumarið 1867 og kom leikritið út sama ár. Það vakti þegar mikla athygli og hefur í áranna rás hlotið heiðurs- sess í norskum og nori’ænum bók- menntum. Pétur Gautur er eitt mest leikna sviðsverk allra tíma og hefur verkið verið sýnt um víða veröld. I því tekst höfundurinn á við áleitnar spurningar um tilvist mannsins á öllum tímum en leikrit- ið er jafnframt stórskemmtilegt Fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði Kynningarfundur Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við Manchester-háskóla, auglýsir fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði. Áætlað er að námið, sem tekur tvö ár, hefjist í lok janúar 1999. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar geti stundað námið jafnhliða a.m.k. hálfu starfi. Inntökuskilyrði er B.S.-gráða í hjúkrunarfræði ásamt starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Upplýsingar um námið fást hjá Þóru Ragnheiði Stefánsdóttur, skrifstofustjóra heil- brigðisdeildar, Þingvallastræti 23, 600 Ak., s. 463 0901. Upplýsingar um námið veitir einnig prófessor Sigríður Halldórsdóttir í vs. 463 0900 og hs. 462 7676. Haldinn verður kynningarfundur um meistaragráðunámið fimmtudaginn 15. október kl. 15 á sex stöðum samtímis: Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23,1. hæð í stofu 14. ísafirði, Framhaldsskóli Vestfjarða, Torfnesi, 2. hæð í heimavist. Egilsstöðum, Menntaskólinn á Egilsstöðum, 1. hæð í stofu 2. Neskaupstað, Verkmenntaskóli Austurlands, 3. hæð í stofu 11. Austur-Skaftafellssýsla, Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu, 1. hæð í stofu 4. Reykjavík, Háskóli íslands, Félagsvísindadeild Odda, kjallara. AKUREYRARBÆR ENDURSKOÐUN DEILISKIPULAGS í GILJAHVERFI Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar hefur ákveðið að endurskoða deiliskipulag þess hluta Giljahverfis sem er norðan Snægils og afmarkast af Merkigili að vestan og norðan og Skessugili að austan. Skipulagssvæðið er sýnt rúðustrikað á uppdrættinum að ofan. Ástæður endurskoðunarinnar eru m.a. breyttar forsendur frá því að skipulagið var samþykkt árið 1991. Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða á svæðinu verði hinn sami og í gildandi skipulagi eða 88. Hér með eru bæjarbúar, byggingaverktakar, hönnuðir og aðrir hagsmunaaðilar sem vilja hafa áhrif á skipulag svæðisins áður en tillaga verður fullunnin og auglýst, hvattir til þess að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri við Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri í síðasta lagi miðvikudaginn 26. október næstkomandi. Skipulagsstjóri hAskólinn Á AKUREYRl Morgunblaðið/Guðmundur Þór ALEXANDER Kirkorov, Kjai’tan Bergsteinsson og Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Útvegs- mannaféiags Norðurlands, skoða nýja búnaðinn, sem sjávarútvegssvið VMA á Dalvík fékk að gjöf. Sjálfstæðisflokkurinn á Norðurlandi eystra Utvegsmannafélag Norðurlands og sjávarútvegssvið VMA á Dalvík Nýr fjarskipta- kennslubúnað- ur í notkun ÚTGERÐIR innan Útvegsmannafé- lags Norðurlands afhentu Sjávarút- vegssviði Verkmenntaskólans á Akureyri nýjan fjarskiptakennslu- búnað fyrir skipstjómendui’, svo- nefndan GMDSS-búnað í gær og hófst þá einnig fyrsta námskeiðið. Heildai’kostnaður við þennan bún- að nemur 3,6 milljónum króna _og greiddu nokkrar útgerðir innan ÚN hann, en skipstjórnendur þeirra fá afslátt af námskeiðum á móti. Fram til þessa hefur kennsla á GMDSS- búnað eingöngu boðist í Reykjavík og Vestmannaeyjum þannig að þetta eru töluverð tímamót í sögu sjávarút- vegssviðsins á Dalvík. Öll kennsla fer fram í tölvum, en tæki í brú skipsins blasa við á skjánum í sérlega vand- aðri upplausn og vinna skipstjórnar- menn á námskeiðunum eins og þeir séu staddir í brú skips á hafi úti. Fullbókað á næstu sjö námskeið Fyrsta námskeiðið hófst í gær og er það fullskipað en átta skipstjórn- armenn komast á hvert námskeið. Þeir munu útskrifast með svonefnd GOC-skírteini að loknum 80 kennslu- stundum, en samkvæmt lögum ber þeim að hafa slíkt skírteini frá og með 1. febrúar næstkomandi. Sjö næstu námskeið á tækin eru fullbók- uð, þannig að áhuginn er mikill. Rússneskur sérfræðingur frá framleiðanda búnaðarins, Alexander Kirkorov, er staddur á Dalvík og hefur hann unnið að uppsetningu tækjanna og þjálfun kennara. Sigur- jón Sigurjónsson annast kennsluna, en einnig mun Bárður Gunnarsson loftskeytamaður á Akureyri sjá um nokkra þætti hennar og Kjartan Bergsteinsson loftskeytamaður hef- ur yfirumsjón með fyrsta námskeið- inu en hann hefur annast þessa kennslu í Vestmannaeyjum undan- farin ár og þýtt allt kennsluefni á ís- lensku. Hugur í verki Útvegsmenn á Norðurlandi eru af- ar ósáttir við þau áform stjórnvalda að skipstjórnarmenntun leggist af á Norðurlandi og að einungis verði boðið upp á hana í Reykjavík. Á Norðurlandi er stærsti hluti skipa- flotans og í Eyjafirði hafa Verk- menntaskólinn og Háskólinn á Akur- eyri boðið upp á sérhæft nám á sviði sjávarútvegs. Með fjármögnun á þessum kennslubúnaði vilja útvegs- menn á Norðurlandi því sýna hug sinn í verki í þessum efnum. Kjördæmisráð kýs efstu menn á framboðslista AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra samþykkti um helgina aðferð við val á framboðslista flokksins í kjördæminu við næstu alþingis- kosningar. Allir aðal- og varamenn í kjör- dæmisráðinu verða kallaðir saman til fundar þar sem kosið verður um fyi-stu 6 sætin á listanum. Byrjað verður á að kjósa efsta mann og svo koll af kolli. Kjörnefnd er falið að raða niður í 7. til 12. sæti listans, en kjördæmisráð mun að lokum taka listann til samþykktar. Gunnar Ragnars var kjörinn for- maður kjördæmisráðs, en hann tek- ur við því starfí af Önnu Fr. Blön- dal. Gunnar sagði að full samstaða hefði verið á fundinum um að fara þessa leið, en alllangt er síðan próf- kjör hefur verið viðhaft í kjördæm- inu við val á lista flokksins til Al- þingiskosninga. AKSJON 13. október, þriðjudagur 12.00^Skjáf réttir 18.15^-Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15,19.45, 20.15 og 20.45. 21.00^-Áttatíu og eitthvað Sí- gild tónlistarmyndbönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.