Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 19
Nýr fram-
kvæmda-
stjóri Tölvu-
miðstöðvar
• JÓN Ragnar Höskuldsson hefur
óskað eftir að láta af störfum sem
framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðv-
ar sparisjóð-
anna, en því
starfi hefiir
hann gegnt frá
stofnun hennar,
vorið 1989. Jón
Ragnar mun eft-
ir sem áður
vinna hjá Tölvu-
miðstöðinni við
hugbúnaðar-
gerð, segir í
fréttatilkynningu.
• SÆMUNDUR Sæmundsson hef-
ur verið ráðinn nýr framkvæmda-
stjóri Tölvumiðstöðvarinnar frá 2.
október. Hann
útskrifaðist sem
kerfisfræðingur
frá Tölvuhá-
skóla Islands ár-
ið 1989 og sem
tölvunarfræð-
ingur frá Uni-
versity of Texas
í Austin 1994.
Sæmundur hef-
ur starfað við
hugbúnaðargerð frá árinu 1992,
meðal annars hjá Haukum hf. og
sem yfirkerfisfræðingur hjá
Hjarna hf. Hann hefur verið for-
stöðumaður hugbúnaðarsviðs hjá
Tölvumiðstöð sparisjóðanna frá
1994.
Eiginkona Sæmundar er Mar-
grét Vala Kristjánsdóttir lögfræð-
ingur og eiga þau þrjá syni.
• SIGURBORG Gunnarsdóttir
hefur tekið við forstöðu hugbúnað-
arsviðs Tölvumiðstöðvar sparisjóð-
anna. Sigurborg
útskrifaðist sem
tölvunarfræð-
ingur frá Há-
skóla Islands
1989 og lauk
CS-gráðu frá
Universitetet í
Ósló 1995. Sig-
urborg starfaði
hjá Verkfræði-
stofnun HI
1989-1992 en hefur unnið við hug-
búnaðargerð hjá Tölvumiðstöð
sparisjóðanna frá 1996. Eiginmað-
ur Sigurborgar er Guðmundur
Sigurðsson lögfræðingur.
-----------------
Murdoch
heldur yfírráð-
um yfir Fox
London. Reuters.
NEWS CORP, hið hnattræna fjöl-
miðlafyrirtæki Ruperts Murdochs,
hyggst halda ráðandi hlut sínum í
Fox Entertainment Group í
Bandaríkjunum þegar hlutabréfum
í fyrirtækinu verður komið í sölu,
segir í Financial Times.
News Corp mun sjá Fox fyrir yf-
irmönnum í stað þess að ráða þá
hvem í sínu lagi og þeir fá rétt til
að kaupa hlutabréf á tilteknu verði
í News Corp, en ekki Fox, að sögn
blaðsins.
„Það gengur ekki að sumir starfi
fyrir Fox, en aðrir fyrir News
Corp,“ sagði Lachlan Murdoch, yf-
innaður umsvifa News Corp í
Astralíu, í blaðinu. „Þeir verða að
vinna hjá sama fyrirtæki."
News Corp hefur sagt að fyrir-
tækið hyggist selja allt að 20%
hlutabréfa í Fox Entertainment.
Sérfræðingar töldu á sínum tíma
að það gæti afiað 2-3 milljarða
dollara og yrði eitt mesta útboð
hlutabréfa í ár.
Jón Ragnar
Höskuldsson
Raflagnir hefja
innflutning
RAFLAGNIR fslands ehf. hafa
aukið við starfsemina með því
að hefja innflutning á raftækjum
frá CIBES í Svíþjóð. Fyrirtækið
hefiir þar með bæst í hóp inn-
flytjenda.
Skrúfulyftur meðal
helstu vara
Helstu vörur CIBES eru
skrúfulyftur, hurðaopnarar og
rafstýrð vinnuborð. Stefna
Raflagna íslands er að selja
góða vöru á sanngjömu verði,
ásamt vel skipulagðri þjónustu,
segir í fréttatilkynningu frá
Bjama H. Matthíassyni fram-
kvæmdastjóra.
Raflagnir íslands ehf., sem
starfað hefur í átta ár á rafsviði,
hefur sérhæft sig í þjónustu við
stærri fyrirtæki og stofnanir.
Á myndinni sést starfsfólk
Raflagna íslands ehf. við hús
fyrirtækisins í Skipholti 29.
Leiðin til
ábatasamari
viðskipta
getur legið
um þessar dyr
Beint fraktflug Flugleiða til og frá Köln í
Þýskalandi 6 sinnum í viku er hagkvæmasta
og árangursríkasta leiðin fyrir þá sem vilja
fullnægja kröfum nútímans um skjót viðbrögð
og hraða í vöruflutningum milli íslands og
meginlands Evrópu
Hafðu samband við sölumenn í síma 5050 401
FLUGLEIDIR
F R A K T