Morgunblaðið - 13.10.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.10.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 19 Nýr fram- kvæmda- stjóri Tölvu- miðstöðvar • JÓN Ragnar Höskuldsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðv- ar sparisjóð- anna, en því starfi hefiir hann gegnt frá stofnun hennar, vorið 1989. Jón Ragnar mun eft- ir sem áður vinna hjá Tölvu- miðstöðinni við hugbúnaðar- gerð, segir í fréttatilkynningu. • SÆMUNDUR Sæmundsson hef- ur verið ráðinn nýr framkvæmda- stjóri Tölvumiðstöðvarinnar frá 2. október. Hann útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá Tölvuhá- skóla Islands ár- ið 1989 og sem tölvunarfræð- ingur frá Uni- versity of Texas í Austin 1994. Sæmundur hef- ur starfað við hugbúnaðargerð frá árinu 1992, meðal annars hjá Haukum hf. og sem yfirkerfisfræðingur hjá Hjarna hf. Hann hefur verið for- stöðumaður hugbúnaðarsviðs hjá Tölvumiðstöð sparisjóðanna frá 1994. Eiginkona Sæmundar er Mar- grét Vala Kristjánsdóttir lögfræð- ingur og eiga þau þrjá syni. • SIGURBORG Gunnarsdóttir hefur tekið við forstöðu hugbúnað- arsviðs Tölvumiðstöðvar sparisjóð- anna. Sigurborg útskrifaðist sem tölvunarfræð- ingur frá Há- skóla Islands 1989 og lauk CS-gráðu frá Universitetet í Ósló 1995. Sig- urborg starfaði hjá Verkfræði- stofnun HI 1989-1992 en hefur unnið við hug- búnaðargerð hjá Tölvumiðstöð sparisjóðanna frá 1996. Eiginmað- ur Sigurborgar er Guðmundur Sigurðsson lögfræðingur. ----------------- Murdoch heldur yfírráð- um yfir Fox London. Reuters. NEWS CORP, hið hnattræna fjöl- miðlafyrirtæki Ruperts Murdochs, hyggst halda ráðandi hlut sínum í Fox Entertainment Group í Bandaríkjunum þegar hlutabréfum í fyrirtækinu verður komið í sölu, segir í Financial Times. News Corp mun sjá Fox fyrir yf- irmönnum í stað þess að ráða þá hvem í sínu lagi og þeir fá rétt til að kaupa hlutabréf á tilteknu verði í News Corp, en ekki Fox, að sögn blaðsins. „Það gengur ekki að sumir starfi fyrir Fox, en aðrir fyrir News Corp,“ sagði Lachlan Murdoch, yf- innaður umsvifa News Corp í Astralíu, í blaðinu. „Þeir verða að vinna hjá sama fyrirtæki." News Corp hefur sagt að fyrir- tækið hyggist selja allt að 20% hlutabréfa í Fox Entertainment. Sérfræðingar töldu á sínum tíma að það gæti afiað 2-3 milljarða dollara og yrði eitt mesta útboð hlutabréfa í ár. Jón Ragnar Höskuldsson Raflagnir hefja innflutning RAFLAGNIR fslands ehf. hafa aukið við starfsemina með því að hefja innflutning á raftækjum frá CIBES í Svíþjóð. Fyrirtækið hefiir þar með bæst í hóp inn- flytjenda. Skrúfulyftur meðal helstu vara Helstu vörur CIBES eru skrúfulyftur, hurðaopnarar og rafstýrð vinnuborð. Stefna Raflagna íslands er að selja góða vöru á sanngjömu verði, ásamt vel skipulagðri þjónustu, segir í fréttatilkynningu frá Bjama H. Matthíassyni fram- kvæmdastjóra. Raflagnir íslands ehf., sem starfað hefur í átta ár á rafsviði, hefur sérhæft sig í þjónustu við stærri fyrirtæki og stofnanir. Á myndinni sést starfsfólk Raflagna íslands ehf. við hús fyrirtækisins í Skipholti 29. Leiðin til ábatasamari viðskipta getur legið um þessar dyr Beint fraktflug Flugleiða til og frá Köln í Þýskalandi 6 sinnum í viku er hagkvæmasta og árangursríkasta leiðin fyrir þá sem vilja fullnægja kröfum nútímans um skjót viðbrögð og hraða í vöruflutningum milli íslands og meginlands Evrópu Hafðu samband við sölumenn í síma 5050 401 FLUGLEIDIR F R A K T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.