Morgunblaðið - 13.10.1998, Side 20

Morgunblaðið - 13.10.1998, Side 20
m ^ , r~T-~T~. . , -rT r~T .- 20 PRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 VIÐSKIPTI Afkomuvið- vörun frá Den norske bank Newcastle United í við- ræðum? London. Reuters. HLUTABRÉF í Newcastle United Plc hafa hækkað um rúm 10% vegna nýrra bolla- legginga um tilboð í enska úr- valsdeildarliðið. Verð bréfanna hækkaði um 9,5 pens í 85,5 pens en hafði komizt hæst í 95 pens. Ahug- inn stafaði af frétt í blaðinu Mail on Sunday um að Newcastle ætti í viðræðum við ónefnt fjölmiðlafyrirtæki um 150 milljóna punda yfir- töku. Haldið hefur verið fram að Newcastle eigi í viðræðum við kapalfyrirtækið Telewest Communications Plc og keppinautinn Cable & Wire- less Communications. Leverkusen skráir bréf til sölu Berlín. Reuters. ÞÝZKA knattspymuliðið Ba- yer Leverkusen vill skrá hlutabréf til sölu í þýzku kauphöllinni samkvæmt blað- inu Die Welt. Liðinu verður breytt í skráð hlutafélag fyrir leik- tímabilið 1999/2000.’ Ósld. DEN norske Bank, stærsti banki Noregs, segir að áframhaldandi af- ski-iftir útlána í skipadeild muni þurrka út hagnað á þriðja ársfjórð- ungi og hreint tap muni nema 250 milljónum norskra króna. Bankinn gerir ráð fyrir afskrift- um upp á 500 milljónir norskra króna í tengslum við skipadeildina og 200 milljóna n. króna framlagi á afskriftareikning útlána vegna ótryggs ástands í efnahagsmálum heimsins. Svein Aaser, aðalbankastjóri DnB, sagði að bankinn neyddist til að gefa út hagnaðarviðvörun vegna þess að alvarleg breyting til hins verra hefði átt sér stað síðan á öðr- um ársfjórðungi. Bankinn skýrði frá ótilgreindu tapi upp á 155 milljónir norskra króna og tilteknu tapi upp á 82 milljónir norskra króna í skipa- flutningum á öðrum ársfjórðungi. „Okkur er mikilvægt að markað- urinn geti treyst DnB,“ sagði Aa- ser. Hann sagði þó að vera mætti að bankinn gæti eignfært nokkuð af því sem hefði verið gjaldfært á öðr- um sviðum en siglingum á þriðja ársfjórðungi. Fyrir afskriftir nemur rekstrar- hagnaður 350 milljónum norskra króna á þriðja ársfjórðungi að sögn DnB og rekstrarhagnaður bankans fyrir skatta nemur 7 milljörðum norskra króna á fyrstu níu mánuð- um ársins. Eftir afskriftir er búizt við að hagnaður nemi alls um 900 milljónum norskra króna. í tölunum er gert ráð fyrir að hlutur DnB í tryggingardeildinni Vital Forsikring hafí minnkað úr 140 milljónum norskra ki’óna í 50 milljónir norskra króna á fýrri hluta ársins. Afkomuviðvörunin olli því að hlutabréf í DnB féllu í verði eftir opnun, en þau réttu við þegar á dag- inn leið og lækkaði lokagengi þeirra um 1 norska krónu í 18,80 norskar krónur. Hæst hefur verðið komizt í 45,80 norskar krónur á þessu ári. Sjö vaxtahækkanir í ár Hagnaður hefur dregizt saman í norska bankageiranum vegna sjö vaxtahækkana norska seðlabankans á þessu ári. Búizt er við að vaxta- hækkanirnar haldi áfram að grafa undan hagnaði á þessum ársfjórð- ungi að sögn Ingimars Persons, bankasérfræðings Aros Securities í Ósló. Honum kæmi ekki á óvart ef áhrifanna gætti einnig hjá Christi- ania Bank, Bergens Bank og Fin- ansbanken. Afkomuviðvörunin styrkir rök- semdir fyrir samþjöppun í norska bankageiranum, segir Person. I síð- asta mánuði kom fram tillaga frá keppinautum DnB, Christiania Bank, Fokus Bank og hinum ríkis- rekna Postbanken, um þríhliða samruna í því skyni að koma á fót stærstu markaðsþjónustu Noregs að markaðsvirði. LIFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA Hefur þú fengið iðgjaldayfirlitið ? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. mars 1998 til 31. ágúst 1998. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina júní 1998 til ágúst1998 vanti áyfirlitið. Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamlegast hafið samband við innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk. ELLILÍFEYRIR - ÖRORKULÍFEYRIR - MAKALÍFEYRIR - BARNALÍFEYRIR GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS! í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Skrifstofa sjóðsins er opin frá kl. 9.00 - 17.00 Húsi verslunarinnar, 4. og 5. hæð, 103 Reykjavík. Sími 580 4000, fax 580 4099. Heimasíða: www.lifver.is Netfang: skrifstofa@lifver.is MORGUNBLADIÐ J* / n H % 1 p| /; /) * ! / ' Morgunblaðið/Ásdís ÞAÐ fer að verða hálf gamaldags að kaupa bækur úti í bókabúð eins og þessar stúlkur eru að gera en verslun með bækur á netinu hefur stóraukist á milli ára. Bækur mest keyptar á Netinu New York. Reuters. TUTTUGU milljónir manna keyptu einhverja neytendavöru á veraldarvefnum á fyrri hluta árs- ins, 100% fleiri en á sama tíma í fyrra, samkvæmt könnun rann- sóknarstofnunarinnar Nielsen Media Research. Af þeim 20 milljónum sem gerðu innkaup á vefnum keyptu 5,6 millj- ónir bækur, 3,3 milljónum fleiri en í fyrra. Næstmest var keypt af tölvuvél- búnaði og voru kaupendur hans 4,4 milljónir, 2,4 milljónum fleiri en í lyrra. Tölvuhugbúnaður var í þriðja sæti og voru innkaup í þeim flokki 4 milljónh’, samanborið við 2,8 milljónir á sama tíma 1997. Af öðrum niðurstöðum Nielsens má nefna: • 71% þeirra sem keyptu á vefn- um á fyrstu sex mánuðum ársins voru karlar en 29% konur, sem er sama hlutfall og í fyrra. • Fólk á aldrinum 16-24 ára kaup- ir aðallega bækur, geisladiska, snældur, myndbönd og föt. • Alls keyptu 3,4 milljónir geisla- diska, snældur eða myndbönd, samanborið við 2 milljónir á sama tíma í fyrra. • Þeim sem pöntuðu flugmiða, hótelherbergi og bílaleigubíla fjölgaði úr 1,6 milljónum í fyrra í 2,8 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. ESB semur um nýj- an flugvöll Mílanó Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur komizt að samkomulagi við Itala um dreif- ingu flugumferðar í Mílanó og fá Vönduð dagatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu Snorrabraut54 ©5óf 4300 Q561 4302 Ulstein- þjónusta = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 »210 Garðabæ sfmi 565 2921 • fax 565 2927 fjórir af hverjum 10 farþegum að halda áfram að nota Linate-flug- völl borgarinnar í stað hins nýja Malpensa flugvallar. Stjórnarkreppan á Italíu getur að vísu sett strik í reikninginn og bíður framkvæmdastjórnin enn eftir staðfestingu á nokkrum atrið- um. ítalir þurfa að samþykkja lög um flugvallarmálið fyrir 25. októ- ber. Framkvæmdastjórnin hafnaði í síðasta mánuði ítalskri tilskipun um að öllu Mílanóflugi yrði beint til Malpensa nema flugi frá Róm þar sem ríkisflugfélagið Alitalia ræður lögum og lofum. Níu félög kvörtuðu Níu evrópsk flugfélög kvörtuðu yfir því að lögin drægju taum Alitalia og að vega- og brautar- samband yrði ekki tilbúið á tilsett- um tíma. Að sögn ESB hafa ítalir fallizt á aðlögunartíma þar til komið verð- ur á vega- og brautarsambandi við Malpensa, sem er 50 km frá Mílanó. Aðlögunartíminn mun ná til desember 2000 „að minnsta kosti“. Öll flugfélög sem halda uppi flugi til Mílanó fá að nota Linate eingöngu nema fimm þau helztu - Alitalia, Air France, British Airways, Lufthansa og ítalska svæðaflugfélagið AirOne. www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.