Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Ágætis sildveiði á Síðugrunninu Sfldin er víða en ekki í miklu magni SÍLDVEIÐIN hefur nú færst suð- ur fyrir land en síldarskipin hafa til þessa einkum verið að veiðum út af Austfjörðum. Flest skipin voru hinsvegar af fá ágætis afla á Síðu- grunni, rétt austan við Ingólfs- höfða, á sunnudag. Síldarskipin voru að veiðum grunnt á Síðugrunni í fyrrinótt og að fá um 50 tonn í kasti. Leið- indaveður var hinsvegar á þess- um miðum í gær og skipin því flest við leit í Seyðisfjarðardjúpi í gær. Húnaröst SF landaði um 270 tonnum á Hornafirði í gær og sagði Jón Axelsson, skipstjóri, í samtali við Morgunblaðið skipin hafa náð misjöfnum árangri, enda aðstæður nokkur erfiðar. „Við vor- um að kasta á mjög grunnu vatni, eða um 50 til 60 fóðmum. Flest skipin eru hinsvegar með 100 faðma djúpar nætur en þær eru þungar og sökkva hratt. Það er mjög slæmur botn á þessu svæði og voðinn vís ef nótin sekkur til botns. Því verður að kasta mjög hratt og snurpa á útopnu,“ sagði Jón. Víða sfld að sjá Grindvíkingur GK varð var við stóra síldartorfu á Síðugrunni á laugardag en gat ekki kastað á hana vegna veðurs. Jón sagði þessa torfu ekki hafa fundist aftur, held- ur hafi síldin verið í litlum eining- um á stóru svæði. „Það virðist víða vera sfld þó hún sé hvergi í miklu magni. Nokkur skip fengu ágætis afla inn á Seyðisfirði á fostudag en það varð síðan ekkert úr því. Þá hafa menn orðið varir við sfld í Lónsdýpinu en það er lokað vegna smásíldar." Fjallað um sfldveiðar Norðmanna við Island HREINN Ragnarsson sagnfræð- ingur heldur heldur á morgun, miðvikudag, fyrirlestur í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegs- sögu og Sjóminjasafns Islands og nefnist hann: Sfldveiðar Norð- manna við ísland. Fyrirlesturinn verður fluttur í Sjóminjasafni ís- lands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. I fyrirlestrinum verður almennt llcimaNÍOa; atlanlis.miuedia.iy/iiiKvaro^lli auping ^NOHA Brunaslöngur frá Noregi Viðurkennd brunavörn Fáanlegar með og án skáps Heildsöludreifing: TEnGlehf. Smiðjuvegi 11. Kópavogi Sími 564 1088.fax 564 1089 Fást í bvagingauöruverslunum um land allt. fjallað um sfldveiðar Norðmanna við Island, sem hófust á Austfjörð- um um 1870 og síðar fyrir Norður- landi, en lítil sem engin sfldveiði var við landið fyrir miðja 19. öld. Norðmenn hófu reknetaveiðar um aldamótin 1900 og veiðar í snurpunót nokkrum árum síðar en fram að þeim tíma var eingöngu veitt með landnót. Nýju veiðarfær- in leiddu meðal annars til þess að Siglufjörður varð aðalmiðstöð sfld- veiðanna vegna legu sinnar. Hreinn Ragnarsson lauk cand. mag.-prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1980. Hann hefur á undanfömum árum stundað rann- sóknir á sfldarsögu íslands og starfar nú sem menntaskólakenn- ari á Laugarvatni. Þetta er annað erindið í nýrri röð fyrirlestra á vegum Rannsókn- arseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns íslands. Fyrsti fyr- irlesturinn á þessari haustönn var mánudaginn 14. september sl. á Hafrannsóknastofnun, en þá talaði Vinnie Andersen, sagnfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla, um fiskveiðar Grænlendinga á tímabil- inu 1900-1940. Síðastliðinn vetur var í safninu röð fýrirlestra fyrir almenning í samvinnu fyrrgreindra stofnana með tilstyrk Hafnarfjarðarhafnar, Hafnarfjarðarbæjar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Fyrirlestramir vom vel sóttir og hlutu góðar und- irtektir. Fyrirlestur Hreins Ragnarsson- ar, sem styrktur er af menningar- málanefnd Hafnarfjarðar, er öllum opinn og hefst eins og áður segir kl. 20.30. gardeur* - b u x u r íenu GARÐURINN -klæðirþigvel Morgunblaðið/Golli Velkomin um borð í Rán ÞESSIR spræku drengir voru meðal 200 gesta sem nýttu sér boð um að stíga um borð í frystitogarann Rán HF-42, sem Stálskip ehf. gera út. Fræðsluátak íslenskra útvegs- manna á ári hafsins mælist vel fyrir hjá almenningi, að sögn Ágústs Sigurðssonar, útgerð- arstjóra Stálskipa: „Fólk spurði margs og sumir voru greinilega undrandi yfir því hversu fullkomin vinnsla af- urða um borð í frystitogara er.“ Almenningi gafst einnig kostur á að skoða Sjóminja- safnið í Hafnarfirði og þangað kom nokkur hópur fólks. „Það er okkur einnig til framdrátt- ar og mjög ánægjulegt að taka þátt í kynningu sem þessari,“ sagði Ágúst Georgsson, safn- vörður Sjóminjasafns Islands í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson ÞÓTT Grindvíkingar séu þaulkunnugir öllu því er lýtur að sjávarútvegi notfærðu þeir sér boð útvegs- manna um helgina til að skoða skip og fiskvinnslu. Hér eru fulltrúar ungu kynslóðarinnar í Grindavík um borð í Ólafi GK-33. Saltfiskur og skipin skoðuð Grindavík - Það var vel við hæfi að sýna húsnæði Vísis h/f í til- efni af fræðsluátaki íslenskra útvegsmanna. Búið er að taka húsið nánast allt í gegn á síð- ustu 3-4 árum og ekki laust við að framkvæmdastjórinn, Pétur Pálsson, hafi verið nokkuð ánægður með að fá tækifæri til að sýna húsnæðið. „Þetta er náttúrulega gott tækifæri til að tengja saman veiðarnar og vinnsluna. Það hefur verið slæðingur af fólki sem komið hefur að skoða“, sagði Pétur. Meðal þess sem Vísismenn gerðu í tilefni dags- ins var að bjóða uppá ljúfa tóna frá tveimur ungum stúlkum sem spiluðu á þverflautu og frá einum trompetleikara sem spil- aði líka með. Þessi tónlist hljómaði í vinnslusal fyrirtækis- ins og þá dreifðu þeir bæklingi með suðrænum saltfiskupp- skriftum. Gömul myndbönd voru látin ganga og vöktu mikla athygli. Þá gátu gestir komið um borð í Gnúpinn GK - 11, Reyni GK - 47 og Ólaf GK - 33 og auðvitað var gestum og gangandi boðið kaffi, gos og með því í tilefni dagsins. S CEIRMUNDSSON fSAFJÖRÐUR gekk ljómandi vel“ „Þetta VESTFIRSKIR útvegsmenn kynntu starfsemi sína á sunnu- dag á Isafirði. „Þetta gekk Ijómandi vel, fólk virtist ánægt með kynninguna og þátttaka var góð,“ sagði Ingimar Hall- dórsson, formaður Utvegs- mannafélags Vestfjarða, „Við buðum um borð í frystitogar- ann Júli'us Geirmundsson og sýndum fólki hvernig fram- leiðslan fer fram um borð. Haf- rannsóknastofnun var einnig með kynningu um borð, m.a. á niðurstöðum rannsóknar á grá- lúðuslóð, sem farin var á Júl- íusi Geirmundssyni. Þá kynnti Slysavarnafélagið einnig sína starfsemi á hafnarbakkanum og kynntur var búnaður frá Póls.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.