Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 31 þess að „áhættan af gagnagrunnin- um felst aðallega í möguleikum á misnotkun upplýsinga." Innsti kjarni tilverunnar Eins og fram kom í þessum greinaflokki á laugardaginn verða erfðafræðilegar upplýsingar sem unnar eru með samþykki sjúklinga færðar í gagnagi’unninn. Þær verða dulkóðaðar eins og annað og aðskild- ar öðrum gögnum. Erfðaupplýsingar flokkast með innstu málum. Þær geta verið svo viðkvæmar að læknii’ gerir stundum samkomulag við sjúklinginn um að segja honum ekki allt það sem hann gæti komist að, t.d. hvort hann sé rétt feðraður. I umsögn sinni um frumvarpið ski’ifuðu fulltrúar Mið- stöðvar í erfðafræði í Háskóla Is- lands: „Miðstöð í erfðafræði vill vekja athygli á að erfðaupplýsingar eru sérstaklega viðkvæmar og vand- meðfarnár. Þær eru órjúfanlegur hluti og innsti kjarni tilveru hvers einstaklings. Erfðaupplýsingar hafa forspárgildi, ekki bara um einstak- lingana sjálfa heldur einnig um ætt- ingja þeirra og afkomendm’." Vinna með erfðaupplýsingar þarfnast eftir þessu að dæma sérstakrar aðgæslu, trúnaðar og þagnarskyldu. Strangar siðareglur fagfólks Læknar búa við strangar siðaregl- ur sem settar eru fram undir heitinu Codex Ethicus og eru þær reistar á Alþjóðasiðareglum lækna. í 9. grein almennra ákvæða Codex Ethicus lækna er kveðið skýrt á um gögn lækna um sjúklinga sína. Mikilvægt er að hafa hana í huga til að skilja áhyggjur lækna vegna gagnagrunns- ins. Þar segir m.a.: „Læknir má ekki láta af hendi vottorð eða skýrslur um sjúkling án samþykkis hans eða nánustu vanda- manna, sé hann sjálfur ekki fær, nema lög eða úrskurður bjóði svo.“ Lækni er ennfremur skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga. Honum er til dæmis óheimilt að Ijóstra upp einka- málum, sem sjúklingar hafa skýi’t honum frá eða hann hefur fengið vit- neskju um í starfí sínu, nema með samþykki sjúklings, efth- úrskurði eða samkvæmt lagaboði. Nefna má trúnaðarheit annarra menn um flutninginn verði settar þær takmarkanir sem heilbrigðisstofnun, heilbrigðisstarfsmenn, tölvunefnd og nefnd um starfrækslu gagnagrunns telja rétt að setja. Rétt er að taka fram að heimild rekstrarleyfishafa skv. 1. mgr. til flutn- ings upplýsinga í gagnagi-unn á heilbrigðissviði tekur einungis til upplýs- inga úr sjúkraskrám heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmanna. Um aðgang að öðrum persónuupplýsingum en úr sjúkra- skrám heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna og samtengingu þeirra við heilbrigðisupplýsingar í gagnagrunninum fer samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. I 2. mgr. er kveðið á um það að við meðferð skráa og annarra gagna og upplýsinga skuli fylgt þeim skilyrðum sem tölvunefnd metur nauðsynleg hverju sinni. Jafnframt er það skilyrði sett að persónuauðkenni og heilsu- farsupplýsingar skuli dulkóðaðar fyiir flutning í gagnagi-unninn, þannig að tryggt sé að starfsmenn rekstrarleyfíshafa vinni einungis með ópersónu- greinanlegar upplýsingar. Þá er sérstaklega tekið fram að starfsmenn viðkomandi stofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna skuli búa upplýsingarnar til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði og er það í samræmi við tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins R(97)5 um vernd heilsufarsupplýsinga (fskj. 5) Tekið er fram að starfsmenn heilbrigðisstofnana skuli annast dulkóðun heilsufarsupplýsinga og persónuauðkenna. Dulkóðun persónuauð- kenna skal vera dulkóðun í eina átt, þannig að ekki verði unnt að rekja upp- lýsingarnar til baka til tiltekins einstaklings með greiningarlykli. Hér er um að ræða það sem tölvunefnd kallar í umsögn sinni dags. 4. september 1998 aftengingu persónuauðkenna. Með slíkri dulkóðun og frekari öryggisráð- stöfunum, svo sem aðgangstakmörkunum, sbr. 2. mgr. 10. gr. á að vera tryggt að starfsmenn rekstrarleyfíshafa fái aldrei persónugreinanlegar upplýsingar. Tölvunefnd skal síðan annast frekari dulkóðun persónuauð- kenna og heilsufarsupplýsinga með þeim aðferðum sem hún á hverjum tíma telur tryggja persónuvernd best. Heilbrigðis- og tiyggingamálaráðuneytið fól hugbúnaðarfyrirtækinu Stika ehf. að gera tillögur um dulkóðun (fskj. 6 Minnisblað um feril upplýsinga frá heilbrigðistofnun í miðlægan gagna- gi’unn. Stiki ehf. 29. september 1998). Gert er ráð fyrir að dulkóðun skuli a.m.k. vera jafn örugg og sett er fram í fyrrgreindri tillögu Stika ehf. Gert er ráð fyrir að sömu reglur gildi um flutning upplýsinga úr sjúkra- skrám látinna. Um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám fer að öðru leyti samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga, læknalögum, lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Aðgangur annarra en rekstrarleyfishafa að upplýsingum úr sjúkraskrám verður því óbreyttur. fagfélaga: ,Að sýna sjúklingum og öðrum skjólstæðingum virðingu og gæta íyllstu þagmælsku um öll per- sónuleg málefni er ég kynnist í starfi mínum,“ er heit hjúkrunarfræðinga. Siðareglur sálfræðinga kveða á um eftirfarndi: Sálfræðingur er bundinn þagnarskyldu varðandi þær upplýs- ingar, sem honum er tráað fyrir í starfí sínu um aðstæður fólks. Þetta á einnig við um það hverjir skjól- stæðingar hans eru.“ Og lyfjafræð- ingar skulu: „virða þagnarskyldu sína um alla vitneskju eða grun, sem þeh’ í starfi sínu öðlast um sjúkdóma eða önnur einkamál". Hvers eðlis er sambandið? En hvert er samband læknis og sjúklings, hver er staða þeirra í sam- bandinu? Er læknirinn líkt og hús- bóndi og sjúklingurinn hjú, eða er læknirinn þjónn og sjúklingurinn viðskiptavinur? Hvorug þessara hugmynda hafa dugað vel til að skýra sambandið. Betur hefur reynst að setja lækni í stöðu fag- mannsins og sjúklinginn sem skjól- stæðing sem leitar ráða og hjálpar. Læknirinn býr yfir þekkingu og færni og sjúklingurinn er tilbúinn til að samþykkja ráð hans og hann treystir honum fyrir málum sínum og læknirinn gætir trúnaðar um einkamál hans. Sambandið fagmaður/skjólstæð- ingur krefst strangari siðareglna heldur en t.d. viðskiptavinur/þjónn. Það felur í sér meiri ábyrgð vegna þess að skjólstæðingurinn felur fag- manninum mál sín og treystir því að hann muni vel fyrir sjá. Fagmaður- inn þekkh- veikleika og styrkleika skjólstæðingsins og lofar honum að kjafta ekki frá. Óttinn við hið óþekkta En nýh’ tímar skapa ný vandamál, ný tækni, nýir möguleikar og áfram- haldandi framþróun vekja nýjar spurningar. Hugmyndin um miðlæg- an gagnagrunn með upplýsingar úr sjúkraskýrslum landsmanna á tölvu- tæku formi hefur tekið á taugar margra lækna og annarra manna í heilbrigðisþjónustunni. Ástæðan er einfaldlega sú að heilbrigðisráðu- neytið og heilbrigðisstofnanir hafa færst nær sambandi læknis og sjúk- lings: Það sem eitt sinn var sagt í trúnaði verður hægt að flytja í sam- Traust í mannlegum samskiptum TRAUST er frumskilyrði mannlegra samskipta. Traust- ið heldur mannheiminum sam- an frá degi til dags. Heimur án trausts stenst ekki og myndi skjótt líða undir lok. Traustið milli manna er huggunin sem tengir þá saman, en um leið og það dvín hallar undan fæti. Traust er trúnaður milli manna. Það er hollusta sem gerir lífið öruggt og einlægt. Traust veitir styrk og sjálfsör- yggi. Menn sem bera traust hver til annars finna til örygg- iskenndar. Þeir geta reitt sig á hjálp og liðveislu. Traustið er því eins konar samningur um sömu trú í stað efa. Maður sem enginn treystir lifir óbærilegu lífí. Hann fær ekki vinnu né eignast vini eða fjölskyldu. Það versta sem menn upplifa er að vera ekki treyst og þess vegna ætti fólk að vera um- burðarlynt og leitast við að treysta öðrum. Börn sem geta ekki treyst foreldrum sínum fyllast óör- yggi og kvíða. Þeim er beinlín- is lífsnauðsynlegt að geta sett hald sitt og traust á foreldra sína til að geta þroskast eðli- lega. Uppalendur sem bregðast og eru ósamkvæmir sjálfum sér koma í veg fyrir að börnin geti myndað náin tilfínninga- bönd við aðra. Börn, sem eiga óútreiknanlega foreldra sem hrósa og skamma endrum og eins fyrir sama atferlið, draga sig inn í skel sína og verða taugaveikluð gagnvart um- heiminum. Ungbarn verður að geta treyst a.m.k. einni mann- eskju til að geta síðar á ævinni átt í eðlilegum samskiptum við annað fólk. Trúnaðartraust í fjölskyldu er hreinlega skilyrði hamingj- unnar. I Ijölskyldu sem byggir á trausti styðja meðlimimir hver annan og trúa fyrir leynd- armálum. Þar er að fínna hjálp, vemd og öryggi en allt þetta er fyrir bí ef þeir hætta að geta treyst hver öðmm. Jafnvel ástin er vonlaus án traustsins. Aðeins ást í trausti tryggðar er gleði- leg. Trúin er grundvölluð á óþrjótandi trausti á guði. Að trúa er að treysta því að guð sé til. Trúmaðurinn reiðir sig ekki á pottþétt rök eða sannan- ir efnisvísindanna. Hann bara treystir því að guð blessi og verndi og reynir sjálfur að verða traustsins verður. Astæðan fyrir því að Abraham ætlaði að fórna syni sínum var að hann bar óbilandi traust til guðs. Sljóramálamenn standa og falla á því trausti sem borið er til þeirra. Kjósendur velja þá sem þeir treysta best fyrir valdinu og peningunum. Stjórnmálamenn Ieggja sig í framkróka við að sanna kjós- endum síhum að þeir séu traustsins verðir og ef þeim tekst það ekki er þeim hafnað. Því minna traust sem ríkir milli manna, því meiri árekstr- ar og deilur verða: Almenning- ur hættir að treysta stjórn- málamönnum, sjúklingar lækn- um, stéttir níða skóinn hver af annarri og lögleysi eykst. Hví- líkt öngþveiti yrði og slys ef ökumenn hættu að virða um- ferðarreglurnar! Ekkert ríki eða kerfí stenst nema menn geti kvíðalaust treyst hver öðr- um. Því meira traust sem ríkir milli manna, því haldbetra og heilbrigðara verður samfélag- ið. Traustið gerir það ramm- gert. Það er hornsteinn mann- félagsins - límið sem lætur samfélagið tolla saman. Maðurinn þráir að sigra ótt- ann í bijósti sínu og þess vegna reynir hann að búa til skipu- lagða veröld með skýmm leik- reglum. Leit hans að öryggi er fmmþörf og sennilega uppruni réttarreglna allra ríkja heims- ins. Löghlýðnir þegnar sem jafnframt virða siðareglurnar skapa nefnilega siðmenning- una. Gott samfélag byggist á frelsi sem takmarkast af jafn- rétti, því þegnarnir vilja geta treyst því að vera ekki hlunn- farnir eða mismunað. Menn hafa sameinast um lög og reglur og siðfræði og telja sig hafa skyldu til að hlýða þeim vegna þess að þeir vilja ekki búa við ringulreið og ör- yggisleysi. Maðurinn vill geta treyst því að lög skuli í heiðri höfð og því ber hveijum og einum skylda að hlíta reglum í samræmi við það. Eina Ieiðin til að geta verið sæmilega áhyggjulaus í samskiptum við aðra er vissan um að geta treyst þeim. TRUNAÐARBROT eyðileggur sambandið. Trúnaður við skjólstæðinga er forsenda þess aó fagfólk í heilbrigðisþjónustu geti sinnt starfi sínu. Myndin er eftir Magritte og heitir Le Soir qui tombe. eiginlegan heilsufarsgagnagrunn þjóðarinnar sem á „að geyma allar aðgengilegar upplýsingar síðustu áratuga. Hann yrði síðan uppfærður reglulega, þegar nýjar upplýsingar bættust við“, eins og stendur í at- hugasemdum höfunda. ,Áhrif miðlægs gagnagrunns á trúnaðarsamband sjúklings og lækn- is eru óásættanleg," segir í bréfí Læknafélags Islands til heilbrigðis- ráðheira 15. september 1998. Það hefur ekki tjáð sig um nýjustu út- gáfu frumvarpsins en ekki verður séð annað en að 7. grein snerti trún- aðarsambandið eins þar. Læknafé- lagið mælir með tveimur möguleik- um í þessu bréfi; 1) að allar upplýs- ingar verði aftengdar nöfnum eða 2) að sérhver einstaklingur þurfi að gefa upplýst samþykki til að gögn um hann verði færð í grunninn. Fé- lagið virðist telja að trausti sjúkling- anna til lækna verði stefnt í hættu því ekki sé hægt að segja fyrir um hvernig upplýsingarnar verði notað- ar þar. Það bendir líka á að virða beri sjálfræði sjúklings. Hann hafí að einhverju leyti ráðstöfunarrétt yf- ir upplýsingum um sjálfan sig. Siðfræðistofnun Háskóla Islands er meðal þem-a sem fjalla um áhrií trúnaðarsambandsins í umsögn sinni um frumvarpið: „Vitundin ein um til- vist slíks gagnagrunns og óttinn við hugsanlega notkun eða misnotkun hans getur einnig haft slæm áhrif á líf fólks.“ „Sú vitneskja ein að hugs- anlega sé einhver ókunnugur að fylgjast með hefur því áhrif á sálará- stand fólks og getur jafnvel valdið ótta og öryggisleysi." Draga má þá ályktun af þessum orðum að óttinn gæti leitt til þess að sjúklingar ►

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.