Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 36

Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓIII: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ARFUR KOMMÚNISTA í RÚSSLANDI FÁTT sýnir betur þá eymd og auðn, sem kommúnisminn hef- ur skilið eftir sig í Rússlandi, en ákall Jevgenis Primakovs forsætisráðherra um matvælaaðstoð af mannúðarástæðum frá Evrópusambandinu. Primakov bar fram þessa ósk í viðræðum í Moskvu fyrir helgina við Jacques Santer, forseta framkvæmda- stjórnar ESB. Þá falaðist rússneski forsætisráðherrann einnig eftir lánveitingum vegna gífurlegs ríkissjóðshalla og efnahag- skreppu. Santer hafði góð orð um matvælaaðstoð, en hafnaði hins vegar frekari lánveitingum til Rússa að svo stöddu. Astandið í Rússlandi er alvarlegt og margir óttast hungur í landinu í vetur. Aður hefur komið fram, að yfirvöld á Murm- ansk-svæðinu hafa leitað til norrænna nágranna sinna um mat- vælaaðstoð vegna hungurvofunnar. Ömurlegt hefur verið að horfa upp á fréttamyndir af matarlausum rússneskum her- mönnum að tína ber og sveppi til að seðja hungur sitt. Þrátt fyr- ir þetta hafa rússneskir hershöfðingar boðað víðtæka hernaðar- aðstoð við einræðisherrann Milosevic í Júgóslavíu beiti Samein- uðu þjóðirnar og NATO-ríkin hann hervaldi til að láta af kúgun- inni og þjóðernishreinsununum í Kosovo. Hvernig hefur rúss- neski herinn efni á slíku á meðan þjóðin sveltur? A enn að fórna rússneskri alþýðu vegna stórveldadrauma, sem virðast lifa góðu lífi? BIÐJANDI, BOÐANDI OG ÞJÓNANDIKIRKJA STJÓRNKERFI þjóðkirkjunnar, sem er í eðli sínu almanna- hreyfing, byggist á tveimur meginþáttum: 1) lýðræðislega kjörnum sóknarnefndum og kirkjuþingi, 2) embættiskerfi, þ.e. prestum, próföstum, vígslubiskupum og biskupi. Þessir stofnar mætast síðan í kirkjuráði, sem skipað er tveimur leikmönnum og tveimur prestum undir forsæti biskups. Kirkjuþing, æðsta stofnun kirkjunnar, kom í fyrsta sinn sam- an í gær, eftir að ný kirkjulög tóku gildi. Þingið er nú í fyrsta sinn skipað leikmönnum að meirihluta - og undir forsæti leik- manns. Það fjallar nú og framvegis um ýmis mál, sem heyrðu áður undir Alþingi, en þjóðkirkjan er nú fjárhagslega sjálfstæð stofnun. Eitt fyrsta verkefni þess verður að setja starfsreglur um ýmsa málaflokka kirkjunnar innan þeirra marka er lögin ákveða. Kirkjan verður sjálfstæðari, skilvirkari og sterkari með hinni nýju lagaskipan. En boðskapurinn er einn og samur. Biskupinn, herra Karl Sigurbjörnsson, komst svo að orði í viðtali við Morg- unblaðið: „Við þessa messu biðjum við fyrir störfum kirkjuþings um leið og við minnumst þess á hvaða grunni kirkjan stendur, hverjar rætur hennar eru í sögunni og horfum til framtíðar. Þjóðkirkjan kveður þessa öld eftir að hafa gengið í gegnum meiri breytingar en um langan aldur og er staðráðin í því að mæta 21. öldinni með endurnýjuðum þrótti sem myndug og sjálfstæð, biðjandi, boðandi og þjónandi þjóðkirkja." ÁLFTADRÁP - SIÐLAUST ATHÆFI SAMKVÆMT upplýsingum sjónarvotta sást til fimm manna við álftaveiðar í Þykkvabæ helgina 3. og 4. október og taldi einn sjónarvottanna að 40 til 50 fuglar hefðu verið drepnir. Full- trúi sýslumanns á Hvolsvelli hefur staðfest að nærri 30 álftir hafí legið eftir veiðarnar, en álft er alfriðaður fugl á íslandi. Engin fundust þó álftahræin, enda er talið að mennirnir hafi hirt þau. Náttúrufræðistofnun hefur í kjölfar álftadrápsins ákveðið að leggja fyrir lögreglu upplýsingar, sem hún telur sýna, að ákveð- in veitingahús hafí boðið upp á álftir á sælkera- og villibráðar- kvöldum. Forstjóri hennar segist hafa upplýsingar um, að álft hafi verið á boðstólum á opinberum veitingahúsum og í veizlum á vegum félagasamtaka. Jón Gunnar Ottósson segir álftastofn- inn mjög viðkvæman og hafa farið minnkandi undanfarið um 3% á ári. Síðast fór fram talning árið 1995 og reyndust þá vera 15.842 fuglar í stofninum. Helzt drepast álftir þannig, utan nátt- úrulegs dauða, að þeim er gjarnt að fljúga á raflínur. Veiðar á álft eru stranglega bannaðar og refisvert athæfi. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu hefur nú álftadrápið til rann- sóknar. Vonandi næst til lögbrjótanna og þeir verða látnir sæta ábyrgð fyrir hegðan sem er ekki siðuðu fólki sæmandi. S Biskup Islands við setningu þrítup;asta kirkjuþings í gærmorgun Aldrei betri for- sendur til kristni- boðs meðal þjóðarinnar MEÐAL helstu verkefna kirkjuþings, sem starfa mun næstu tvær vikurnar, er að setja kirkjunni ýmsar starfsreglur samkvæmt nýjum lagaramma. Jóhannes Tómasson hlýddi á stefnuræðu biskups og ávarp kirkjumálaráðherra við setningu kirkjuþings í gærmorgun. FORSETI kirkjuþings var kjörinn í gær úr hópi leikmanna eins og nýr lagarammi um stjórn og starfshætti kirkjunnar gerir ráð fyrir. Kjörinn var Jón Helgason, fyrrverandi alþingismaður, og hlaut hann 17 atkvæði. Fyrsti varaforseti var kjörinn Jó- hann Bjömsson og annar varaforseti Magnús Stef- ánsson. Forsetar kirkjuþings eru kjörnir í embætti sín til fjögurra ára, þ.e. jafnlengi og kirkjuþingsfull- trúar eru kjörnir. ■ Við upphaf þingfundar lá fyrir að taka afstöðu til kæra séra Þóreyjar Guðmundsdóttur sem kært hafði kosningu fulltráa til kirkjuþings í Múlapró- fastsdæmi. Taldi séra Þórey, sem lét af embætti sínu sem sóknarprestur í Desjarmýri síðastliðið vor, að kosning kirkjuþingsfulltrúa hefði með réttu lagi átt að fara fram í apríl en hún fór ekki fram fyrr en í júlí. Lögfræðingar kirkjumálaráðuneytisins mátu mál þannig að kjör í apríl væri einungis viðmiðun en ekki lögbundið. Kjörbréfanefnd kirkjuþings lagði til að kærunni yrði vísað frá og var það samþykkt. Söguleg tímamót „Þetta eru söguleg tímamót sem við fögnum," sagði biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, í stefnuræðu sinni við setningu kirkjuþingsins. Hann sagði kirkjuþing mynduga stofnun sjálfráða kirkju, leikmenn skipuðu nú meirihluta og að úr hópi þeirra væri forseti þingsins kjörinn. „Við höfum fengið dýrmætan arf til ávöxtunar á Islandi,“ sagði biskup meðal annars í inngangi stefnuræðu sinnar. „Og við berum mikla ábyrgð. Kirkjan hefur aldrei haft betri forsendur á Islandi til kristniboðs meðal þjóðarinnar, aldrei eins vel menntað starfsfólk, aldrei eins góða starfsaðstöðu, aldrei eins almennar væntingar, aldrei jafngóð skil- yrði. Við megum ekki bregðast. Kærleikur Krists knýr okkur til verka. Okkur er nauðsyn á að marka stefhu tfl framtíðar, setja okkur fyrir sjónir hvemig kirkjan geti sem best rækt hlutverk sitt í iðuköstum samtíma síns.“ Biskup ræddi um sóknina sem grunneiningu kirkjunnar, sókn og prófastsdæmi væri starfsvett- vangurinn þar sem fagnaðarerindið væri boðað í orði og verki. Hann sagði um 150 presta starfandi í kirkjunni, fjölda meðhjálpara, djákna, organista, starfsmanna í kærleiksþjónustu, bama- og æsku- lýðsstarfi, tónlist og sóknarnefndum. Hann sagði Morgunblaðið/Golli BISKUP Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, flytur stefnuræðu sína við setningu kirkjuþings í gær. Á myndinni má einnig sjá Þorstein Pálsson kirkjumálaráðherra. Taka þarf á misvægi í mannahaldi BISKUP gerði sókna- og prestakallaskipan að sér- stöku umræðuefni í stefnuræðu sinni á kirkjuþingi og sagði að ekki yrði hjá því komist að taka á misvægi í mannahaldi, taldi að víða mætti lagfæra og hagræða og horfast yrði í augu við stórfellda fólksflutninga í landinu og vöxt þéttbýlis. Hann rifjaði upp að samkvæmt nýgerðu sam- komulagi kirkju og ríkis um kirkjueignir hefði kirkj- an yfír 138 stöðugildum presta að ráða. Sagði hann 34 prestaköll með færri en 500 íbúa, 18 þeirra væru með um eða innan við 300 íbúa og sex prestaköll sagði hann hafa færri en 200 íbúa. í 23 prestaköllum væru íliúai' fleiri en 5.000 og þjónuðu þeim 35 prest- ar. „I einu prófastsdæmi eru 6.400 manns sem 8 prestar þjóna. í öðru búa tíu sinnum fleiri, 64.000 sóknarbörn, og þeim þjóna 14 prestar. Samanburð- urinn er ekki alls kostar sanngjarn því mannfjöldi eða fæð segir ekki alla sögu varðandi þjónustubyrði. Ymsir aðrir þættir koma þar inn í,“ sagði biskup og minnti á að fámenn prestaköll væru iðulega saman sett af mörgum sóknum, víða væru vegalengdir miklar og í fámenni væri prestur einyrki án stoð- kerfis sem fjölmennari sóknir gætu boðið upp á. Sameining sókna brýnt verkefni Karl Sigurbjörnsson sagði sameiningu sókna brýnt verkefni til að efla þjónustu kirkjunnar og styrkja yrði prestsþjónustu jafnt í fámenni sem í ört vaxandi byggðahverfum. „Kirkjan hefur ætíð staðið með fólkinu þar sem byggð á í vök að veijast en ver- ið sein að mæta fólki í nýjum byggðahverfum. Skyldi það seinlæti hafa átt sinn þátt í rótleysi borg- arbúans?" Þá setti biskup fram þá hugmynd að þar sem fá- menn prestaköll væru í nágrenni við viðamikil prestaköll mætti fela nági’annapresti ákveðin verk- efni. mikla auðlind í kirkjunni í því fólki sem ynni að því að hlúa að lífi og þjónustu kirkjunnar. „Það er eitt brýnasta verkefni presta og forystu- fólks sóknanna að hlúa að samfélagi tráarinnar í söfnuði sem vill veita skilyrði til vaxtar og þroska í trá, trú sem ekki er barnahjal heldur meðvituð lífs- afstaða, lífsþroski, lífsviska fullorðinnar manneskju. Ekki bara kirkjunnar vegna, sögu hennar, hefða, hagsmuna. Heldur vegna lífsins," sagði biskup. Hann sagði guðsþjónustu, kærleiksþjónustu og fræðslu vera meginþætti safnaðarstarfs. Sagði hann nauðsynlegt að efla guðsþjónustuna þannig að allir hefðu tækifæri til að taka undir í söng. „Við þurfum að opna kirkjurnar og greiða veg andlegri endur- nýjun í kirkjunni með því að auka möguleika á kyrrð og sálgæslu." Biskup sagði nauðsynlegt að efla kærleiksþjónustu safnaðanna, auka heimsókn- arþjónustu og húsvitjanir og auka til muna aðild sókna að starfi Hjálparstofnunar kirkjunnar og kristniboði. Með fræðslu kvaðst biskup eiga við boð- unina í víðasta skilningi og sagði hann prédikunina einhverja allra mikilvægustu boðmiðlun kirkjunnar og mikflvægt að hefja hana til vegs á ný. Sóknarfæri kirkjunnar mörg Karl Sigurbjörnsson sagði að merkingin í heitinu sókn væri venjulega það fólk sem ætti sókn að kirkju. Hann kvaðst vilja sjá það sem herhvöt um sókn kirkjunnar út til að opna nýjar leiðir, neyta nýiTa sóknarfæra, ryðja nýjar brautir og byggja nýjar brýr í hlýðni við það boð frelsarans að fara og gjöra aðrar þjóðir að lærisveinum. Hann sagði sókn- arfæri kirkjunnar mörg, kallað væri eftir atbeina hennar á svo mörgum sviðum og mikilvægt væri að nýta þau. Við lok stefnuræðu sinnar minntist biskup á kristnihátíð um aldamót. Hann kvaðst vilja stuðla að því að kristniboð og hjálparstarf væri sett á oddinn af þessu tilefni og vilja beita sér fyrir því að í stað prestastefnu árið 2000 verði haldið landsþing kirkj- unnar með öllum prestum og sóknarnefndum lands- ins og fulltráum stofnana kirkju og þjóðar. Þar verði hugað að stefnumörkun til framtíðar. Hann vildi einnig að stefnt yrði að því að kristnitökuminn- ing yrði ekki aðeins söguleg upprifjun eða einstaka flugeldasýningar heldur stefnumörkun til 21. aldar- innar. Staðfestir aukið sjálfstæði kirkjunnar ÞORSTEINN Pálsson kirkjumálaráðherra hóf ávarp sitt á kirkjuþingi með því að nefna þau tímamót sem kirkjuþing stæði nú á. Nýr biskup kallaði það saman, Ijórir áratugir væru liðnir frá því það tók til starfa, alkirkjuráðið hefði starfað í hálfa öld og kirkjuþing kæmi nú saman til að heíja störf á grundvelli nýrrar kirkjulöggjafar. Kirkjumálaráðherra sagði að vald, sem áður hefði verið í höndum Alþingis og kirkjumála- ráðuneytisins, hefði verið fært til kirkjunnar, hún hafi fengið aukið sjálfstæði og nýja ábyrgð og að meginviðfangsefni kirkjuþings yrði í sam- ræmi við nýjan kirkjurétt, að setja þjóðkirlyunni starfsreglur á íjölmörgum sviðum. Ráðherra minntist einnig á þau þáttaskil sem urðu nýverið á fjárhagslegum tengslum ríkisins og þjóðkirkjunnar með rammasamningi þess efn- is að framlögum til kirkjunnar væri nú komið í fast skipulagsbundið form. Sagði hann íjármála- samninginn staðfestingu á því aukna sjálfstæði TVEIR fyrrverandi biskupar, Ólafur Skúlason og Sigurbjörn Einarsson, voru viðstaddir setn- ingu kirkjuþings í gærmorgun. sem kirkjan væri að öðlast og væri það markmið hans af hálfu ríkisins að treysta fremur en hitt Ijárhagslegar undirstöður kirkjustarfsins. Hann kvaðst þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til nokkurrar forystu í þessum efnum af hálfu stjórnvalda og minnti á að áhugi og einbeittur vilji fyrrum biskups, Ólafs Skúlasonar, hefði ráð- ið miklu um hversu fljótt tókst að vinna málinu framgang bæði innan kirkju og utan. Þá sagði kirkjumálaráðherra að þótt það hefði verið talsverð þraut að koma fram breytingum á kirkjurétti mætti öllum það ljóst vera að sú þraut yrði öllu þyngri að laga störf kirkjunnar að nýj- um aðstæðum og háttum. „Verkefnið, sem við blasir, er að nota það aukna olnbogarými, sem kirkjan hefur fengið, til að efla kirkjustarfið og treysta undirstöður þess. Stundum er það sagt, og þá oftast til að hnjóða í kirkjuna, að hún byggi á gömlum hefðum. Sumir segja jafnvel að hún sé lítið annað en gamlar hefðir. Ég geri ekki lítið úr gömlum hefðum. En öll vitum við að hefðirnar einar og sér duga skammt. Lifandi kirkjuhefð felst meðal annars í því að geta mætt nýjum tíðaranda. En umfram allt þarf lifandi kirkjuhefð að geta mótað tíðarandann í ljósi þeirra tniarlegu, siðferðilegu og menningarlegu gilda sem felast í kristnum boðskap." Miklir breytingatímar Þorsteinn Pálsson sagði nú mikla breytinga- tíma standa yfir, ekki vildu menn að samfélagið ræki eins og rótlaust þangið en vildu njóta ávaxtanna af tækniþróun, opnara samfélagi og nýjum víddum. „En í allri þeirri auðlegð, sem nýr tími, ný tækni og ný hugsun hefur skapað, eru líka fólgnar aðrar myndir. Við sjáum fjöl- skyldur í meiri upplausn en áður. Við sjáum for- eldra skeyta minna um þá ábyrgð, sem því fylgir að eiga og ala upp börn. Við sjáum unglingana ánetjast helvíti eiturlyíjanna, svo sæmi séu tek- in. Hér hefur kirkjan hlutverki að gegna. En til þess að það hlutverk verði virkt þarf hún að vera lifandi stofnun, trú þeim boðskap, sem hún var stofnuð til að flytja, trú þeim siðferðilegu gildum, sem hann er reistur á og trú þeim hefð- um, sem greina kjölfestu frá rótlausu þangi." Undir lok ræðu sinnar kvaðst kirkjumálaráð- herra vonast til að nýr kirkjuréttur markaði ekki aðeins þau tímamót að menn bentu á nýtt form og nýtt skipulag. „Hitt er miklu mikilvæg- ara að það sjálfstæði, sem kirkjan fær um innri málefni sín opni gáttir nýrrar hugsunar og leysi úr iæðingi nýja krafta til þess að takast á við verkefni nýs tíma. Það er hið raunverulega markmið breytinganna og vonandi vígist kirkju- þingið þeirri hugsjón." ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 37>) Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 Ekki tjaldað til einnar nætur Reykjavík - menningar- borg Evrópu árið 2000, sem er sjálfstæð stofn- un, Reykjavíkurborg og ríkið undirrituðu í gær þríhliða samstarfssamn- ing vegna umfangs- mesta menningarvið- burðar í sögu þjóðarinn- ar. Orri Páll Ormarsson var viðstaddur athöfnina í Höfða en við sama tækifæri voru frumdrög að verkefnum menning- arársins 2000 kynnt. Morgunblaðið/Golli BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra, Páll Skúlason, formaður stjórn- ar menningarborgarinnar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri undirrita samninginn. Að baki þeim stendur Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi verkefnisins. REYKJAVÍK er ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Heildarfjárhags- rammi verkefnisins hljóðar upp á 610 milljónir króna. Framlag Reykjavíkurborgar er 275 m.kr. og framlag ríkis 235 m.kr. Var þetta staðfest með undirrituninni í gær. Ráðgert er að afla 100 m.kr. hjá inn- lendum og erlendum kostunaraðilum og sjóðum. Páll Skúiason, formaður stjórnar menningarborgarinnar, stóð að undir- ritun samningsins í Höfða ásamt Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra og Birni Bjarnasyni mennta- málaráðherra en áður hafði Geir Ha- arde fjármálaráðherra, sem staddur er erlendis, undirritað hann. Kvaðst Páll sérstaklega ánægður með við- brögð ríkis og borgar en fjárframlagið mun vera í samræmi við óskir menn- ingarborgarinnar. I máli Páls kom einnig fram að það væri mikill heiður og mikið traust sem okkur íslendingum væri sýnt með því að Reykjavík skuli hafa verið valin ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000 - og um leið viðurkenning á þýð- ingu íslands fyrir evrópska menn- ingu. Ingibjörg Sólrún sagði ljóst að menningarborgin hygðist ekki tjalda til einnar nætur og vísaði í frumdrög að dagskrá. „Þetta verður greinilega ekki flugeldasýning í eitt ár. Hér er verið að leggja gi-unn að menningar- starfi sem á eftir að skila sér til borg- arinnar og landsins alls á næstu ár- um.“ Björn Bjarnason sagði að ríkið myndi taka þátt í mikl- um hátíðahöldum á sviði menningar árið 2000. Auk menningarborgarinnar nefndi hann hálfrar aldar af- _____ mæli Þjóðleikhússins og Sin- fóníuhljómsveitar íslands, auk þess sem ríkið mun veita Listahátíð í Reykjavík forystu það ár. Sagði ráð- herra í öllum tilvikum mikilvægt að vel verði að málum staðið. Að hans mati hefur menningarborgarverkefn- ið farið vel af stað og óskaði hann að- standendum áframhaldandi vel- gengni. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi menningarborgarinnar, lagði í máli sínu áherslu á að við íslendingar not- uðum þetta tækifæri til að sýna hvað í okkur býr, gera okkur dagamun og helst skilja eitthvað eftir. Sagði hún Reykjavík ekki endilega ætla að standa eins að málum og fyrri menn- ingarborgir, þó að sjálfsögðu myndi hún reyna að læra af reynslu þeirra og vinna vel með systurborgunum. Þær eru Björgvin, Helsinki, Brussel, Kraká, Prag, Avignon, Bologna og Santiago de Compostela. Margvísleg samvinna verður með borgunum og Mikill heiður og mikið traust mun Reykjavík taka þátt í fjölmörg- um verkefnum sem Þórunn segir munu kynna íslenska menningu á er- lendri gi-und. Sameiginleg skrifstofa borganna, AECC, er í Brussel. Borgirnar vinna allar út frá ákveðnu þema og kom menning og náttúra í hlut Reykjavíkur. Við athöfnina í Höfða kom fram að senn verður auglýst eftir tveimur framkvæmdastjórum menningarborg- arinnar, öðrum til að sjá um innlend verkefni og hinum til að annast þau erlendu. Er stefnt að því að þeir taki til starfa um næstu áramót. Síðastliðinn vetur var auglýst eftir hugmyndum og tillögum að dagskrá menningarborgarinnar og barst á fjórða hundrað tillagna frá einstak- lingum, hópum, fyiirtækjum og stofn- unum á velflestum sviðum menning- ar-, atvinnu- og athafnalífs. Nú hefur verið fjallað um allar umsóknir og ákvarðanir liggja fyrir um fjöldamörg verkefni, sem verða á dagskránni, en einnig eru allmörg erindi enn í skoð- un. Að áliti Þónmnar einkennir fram- leiki og metnaður dagskrána. Fáir erlendir viðburðir eru komnir á dagskrá enda segja Páll og Þórunn brýnt að beina fyrst sjónum að ís- lenskum verkefnum. „ísland er spennandi land í augum útlendinga og fjölmargir aðilar hafa þegar sett sig í samband við okkur. Við munum aftur á móti gæta þess að yfirfylla dag- skrána ekki af útlendingum - við megum ekki týnast í eigin veislu,“ sagði Þórunn og Páll bætti við að fyrst og fremst væri stefnt að íslensku menningarári 2000. Stefnt er að því að klára flesta samninga fyrir næsta vor og 90% af dagskránni liggi þá fyrir. Þórunn vill að svo stöddu ekki svipta hulunni af opnun- arhátíðinni en lofar að hún ______ verði umfangsmikil. For- ”’ smekk að hátíðinni fá íslend- ingar skömmu fyrir jól 1999, þegar ís- lenskir og finnskir tónlistarmenn munu hita upp saman á skemmtistöð- um eina helgi. Reykjavík hefur við undirbúninginn einmitt notið góðs af samvinnu við Helsinki, sem er komin vel á veg í sinni forvinnu. Helstu verkefni Af helstu verkefnum menningar- borgarinnar má nefna þessi: Vindhörpuhátíð 2000. Dús ehf. skipuleggur, í samvinnu við ýmsa að- ila, hátíð vindsins. Vindhörpur, vindskúlptúrar o.fl. sem staðsettir verða á víð og dreif um borgina og í nánasta umhverfi hennar. A la Mode Eskimo. Alþjóðleg tísku- sýning Eskimo Models og fleiri aðila yfir Laugardalslaug. íslenska ævintýrið. Leiklistarhátíð Bandalags sjálfstæðra atvinnuleik- hópa byggð á íslandssögunni frá land- námi til okkar daga. Oz, Art.is og Midas-áætlunin. Al- þjóðlegt margmiðlunarverkefni. Listamenn byggja eyðieyjar á netinu, sem hægt er að hanna, rækta eða skapa samfélag á. Baldr. Frumflutningur á sviði á kór-, dans- og tónverkinu Baldr efth- Jón Leifs. Sinfóníuhljómsveit íslands, íslenski dansflokkurinn og erlendir listamenn. Hljómsveitarstjóri er Leif Segerstam, leikstjóri Kjai-tan Ragn- arsson. Verkið verður einnig flutt í Helsinki og Bergen. Heilsa og heflbrigðisþjónusta. Sýn- ing allra helstu heilbrigðisstofnana á íslandi. Fínbjalla. Verkefni ungra heimilda- myndagerðarmanna (20-25 ára). Þemað er veröldin fyrir árið 2000. Orkan í sjónlistum. íslenskir mynd- listarmenn halda sýningar á verkum sínum inni í og í kringum virkjanir. Listaverkabók. Hrafnhildur Schram vinnur listaverkabók um Reykjavík í túlkun íslenskra listmál- ara á tuttugustu öld. Árþúsundamótaveisla í Reykjavík. Ráðgert er að Voices of Europe og Björk frumflytji dagskrá kórsins og fjölbreytt hátíðahöld í Reykjavík verði liður í beinni útsendingu um all- an heim. Strandlengjan. Þriðji áfangi og há- punktur á víðfeðmri sýningu mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík. Ljósahátíðin Verði ljós. Samvinnu- verkefni við menningarborgirnar Helsinki og Bergen. Ný tónverk eftir íslensk tónskáld sérstaklega pöntuð og flutt af Blásarakvintett Reykjavíkur, Söngsveitinni Fílharmóníu og Lúðra- sveitinni Svani. Foim ísland. Aldamót í ----------- hönnun. Átta félög hönnuða standa að sýningu, sem vekur athygli á fjölbreytni og mikil- vægi íslenskrar hönnunar. Nýr klarínettukonsert eftir Jón Nordal, sérstaklega saminn fyrir Einar Jóhannesson, verður fluttur af honum og Sinfóníuhljómsveit íslands. Hjálmar H. Ragnarsson semur einnig nýtt verk fyrir hljómsveitina. Járnkariar 2000. Alþjóðlegt mót eldsmiða í fyi’sta sinn á íslandi. Tónmenntaskólinn flytur barnaóp- eruna Stúlkan í turninum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Böðvar Guð- mundsson í samvinnu við íslensku óp- eruna. Græna byltingin - blómaskreyt- ingamenn útskrifaðir frá Garðyrkju- skóla íslands taka heilt hús í skreyt- ingu að utan! Hátíð eldsins í ágúst. 2000 börn. Kramhúsið og Dagvist barna vinna saman að verkefni með bömum. Sumarsýning árið 2000 á Tjarnarsvæði og Árnarhóli. Reykjavík vorra daga, heimilda- kvikmynd Oskars Gíslasonar, verður lagfærð og tekin til sýningar að nýju. Arkitektafélag íslands vinnur leið- sögurit um íslenska byggingarlist. Bygging landnámsbústaða í Reykjavík á vegum ÍSARK. Tónskáldafélag íslands stendur fyrir þrefaldri tónlistarhátíð. Caput, Kammersveit Reykjavíkur og fjöldi íslenski-a tónlistarmanna. íslandssöguvefurinn. Margmiðlun- arvefurinn Fögnuður, Kvikmyndasafn íslands, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og menningardeild RÚV. Jaðar. Rýmisverk Önnu Líndal byggt m.a. á vísindaleiðangri Jökla- rannsóknarfélagsins. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Listamenn ráðnir til að vinna í skólum borgarinnar. Háskóli íslands: Borgarháskólinn, ráðstefnan Líf í borg og fleiri verk-,^ efni. Námsflokkar Reykjavíkur kennsluefni fyi’ir nýbúa. Rithöfundasambandið í samvinnu við FÍL. Bókmenntadagskráin 2000 orð um Reykjavík. Thoi’valdsensfélagið - elsta líknar- félag landsins heldur upp á 125 ára af- mælið með sýningu. Klaustur á íslandi - sýning í Við- eyjarskóla. Thule - sýning listakvenna frá Bergen, Helsinki og Reykjavík í Listasafni ASÍ. Ný bók Nesútgáfunnar um Louisu Matthíasdóttur listmálara. Listahátíð þroskaheftra. Mynd- verkasýning Ævintýraklúbbsins. Heimsreisa Höllu - Björn Thorodd-*' sen, Egill Ólafsson og fleiri. Collegium Musicum - samkeppni um trúarleg tónverk. Djasshátíð. Raf- og tölvutónlistar- hátíð. Stofnanir og samtök Til viðbótar við það sem talið er hér á undan hafa langflestar helstu menn- ingarstofnanir landsins sent erindi til Menningarborgarinnar varðandi sér- stök verkefni árið 2000. Aðrar eru með slík erindi í smíðum og þegar er- búið að ræða við fulltrúa flestra þess- ara stofnana, sem sumar hverjar eiga stórafmæli á árinu. Þar má nefna Sin- fóníuhljómsveit íslands, Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið, sem halda upp á af- mælin með ýmsum hætti og er undir- búningur vel á veg kominn. Listahátíð í Reykjavík verður sér- stakur samstarfsaðili Reykjavíkur menningarborgar árið 2000 en sam- eiginlega munu þessai’ tvær stofnanir standa fyrir ýmsum stærstu viðburð- um ársins, innlendum sem erlendum. Þá verður Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu opnað. Safnahúsið við Hverfisgötu, Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Borgarskjalasafn og Borgar- bókasafn og Þjóðminjasafnið verða. enduropnuð á árinu. Auk þess munu lista- og menningarstofnanir eins og íslenski dansflokkurinn, Leikfélag Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, Lista- safn íslands, Menningamiðstöðin Gerðuberg, Árbæjarsafn, Nýlista- safnið og Landsbókasafn íslands taka þátt í menningarborgarárinu. Raddir Evrópu og Björk Reykjavík stendur fyi’ir einu af hin- um níu stóru samstarfsverkefnum menningarborganna. Ákveðið hefur verið að stofna kór ungmenna, 16-23 ára, frá öllum borgunum níu, og hefur hann hlotið nafnið Raddir Evrópu eða^ Voices of Europe. Tilgangurinn er að skapa sem breiðastan samstarfsvett- vang fyrir ungt fólk í borgunum níu, auk þess sem verkefnið gefur þátttak- endum tækifæri til að kynnast ríku- legri menningarflóru Evrópu. Tíu söngvarar koma frá hverri borg og mun kórinn þvi samanstanda af 90 söngvurum. Raddir Evrópu mun flytja fjölbreytta dagskrá kórverka, þjóðlaga og annarrar tónlistar frá öll- um löndunum níu og mun syngja á níu tungumálum. Aðalstjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir, en hver borg tilnefnir einnig sinn stjómanda,. sem mun velja fulltrúana og stjórna tónleikum kórsins í heimalandi sínu. Björk Guðmundsdóttir, sem jafn- framt á sæti í heiðursráði menningar- borgarinnar, hefur samþykkt að vinna með kórnum, semja tónlist sérstak- lega fyrir hann og koma fram á fyrstu tónleikunum, sem ráðgert er að verði í Reykjavík um áramót 1999-2000. *' Björk vinnur með Rödd- um Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.