Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Glæpur og
eftirspurn
/ —
„Eg veit um stjórnmálamenn sem hafa
lært að sjá sjálfa sig einungis með
augum sjónvarpsmyndavélanna.
Ætli þeir sofi líka þannig að það
komi vel út í sjónvarpi?“
Václav Havel
Getur það verið að
einhver þáttur
Lewinsky-málsins
svonefnda sé enn að
mestu órakinn af
fjölmiðlum? Núorðið virðast
fjölmiðlar flestir - að minnsta
kosti í Norður-Ameríku - helst
uppteknir af því að stuðningur
almennings við Bill Clinton
virðist ekkert minnka þrátt
fyrir allar afhjúpanir, en fátt
hefur komið fram um hverjar
kunni að vera ástæður þessa.
Fréttamenn em forviða. Þeir
höfðu verið vissir um að þegar
nægilega mikið af öllu þessu
óhreina í
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
pokahomi
Clintons hefði
verið hrist
fram myndi al-
menningur sjá
það sem fréttamennimir sáu
sjálfir: að forsetinn væri alls-
endis óhæfur til að gegna emb-
ætti. En þarna virðist almenn-
ingur hafa komið auga á dálítið
sem fréttamönnunum hefur
kannski yfírsést í öllum hasarn-
um: greinarmuninn á einkalífi
og opinberu lífí.
Fjölmiðlar setja jafnaðar-
merki á milli mannsins og
stjórnmálamannsins, það sem
maðurinn Clinton gerir er yfir-
fært á stjórnmálamanninn
Clinton. Þetta virðist almenn-
ingur ekki gera. Flestum finnst
framferði Clintons í einkalífinu
fyrirlitlegt, en embættisfærslur
hans hinar ágætustu. Ástæða
þess að fjölmiðlar virðast hafa
lent í hálfgerðum ógöngum
með þennan þátt málsins kann
að vera sú að greinarmunurinn
á einkalífi og opinberu lífi er
siðferðislegur, og þær aðferðir
sem fjölmiðlafólk getur beitt í
starfi sínu virðast ekki duga til
að taka á siðferðislegum þátt-
um. Ber að gera þennan grein-
armun þegar forseti á í hlut?
Fjölmiðlar virðast með engu
móti geta tekist á við þessa
spurningu.
Það er gi-undvallarboðorð í
starfi fréttamanna að fjalla ein-
ungis um staðreyndir. En það
er líka næsta viðtekin skoðun
að staðreyndir og siðferði fari
alls ekki saman og þess vegna
geti fréttamenn - sem einungis
eiga að fjalla um staðreyndir -
ekki fjallað um siðferðisleg
efni. Siðferði sé persónubundið
(það er jafnvel fullyrt að hver
einstaklingur hafi sitt eigið sið-
ferði, hvernig svo sem það má
vera) og þar af leiðandi ekki
hægt að fullyrða neitt í þeim
efnum. Þetta skapar ómældan
vanda er kemur að málum á
borð við Lewinsky, því það er
fyrst og fremst siðferðislegt. Af
þessum ástæðum reyna frétta-
menn að halda því til streitu að
málið sé í rauninni um það
hvort forsetinn hafí logið eða
ekki, það er að segja, farið rétt
eða rangt með staðreyndir, en
enginn fréttamaður getur full-
yrt að málið snúist alls ekki um
það heldur íyrst og fremst um
kynlíf - ósiðlegt kynlíf, það er
að segja - og þar með dregið
fram kjarna málsins: Siðsemi.
Og þegar kemur að því að
fjalla um andstæðing forsetans,
sérstakan saksóknara Kenneth
StaiT, verður vandi fjölmiðl-
anna enn meiri, því það virðist
augljóst að Starr sé rekinn
áfram af réttlætiskennd fremur
en fagmennsku. En hvernig er
hægt að fjalla um réttlætis-
kennd án þess að byrja að
grípa til skilgreininga á borð
við rétt/rangt og gott/vont?
(Tja, þegar allt um þrýtur er
hægt að vitna í einhvern sem
segir eitthvað um slíka hluti.)
Kjarni vandans er enn þessi:
Fjölmiðla skortir aðferðh- til að
fjalla um siðferðisleg efni. Það
eina sem þeir geta gert er að
etja saman tveim eða fleiri and-
stæðingum sem hver um sig
heldur fi-am sínu viðhorfi og úr
verður oftar en ekki innihalds-
lítið hávaðarifrildi. Til að halda
sig við „staðreyndir" einbeita
fjölmiðlarnir sér að lagalegum
þáttum málsins.
En þessi vandi fjölmiðlanna
endurspeglar í raun og veru
almennan vanda. Umræða um
rétt og rangt er tabú nema á
einhvers konar markaðsfor-
sendum: að hafa rétt fyrir sér
virðist snúast um það að sem
flestir „kaupi“ viðhorf manns,
það er að segja, veiti samþykki
sitt. Gamla hugmyndin sem
John Stuart Mill setti svo
glæsilega fram í Frelsinu, um
að jafnvel þótt öllum nema
einum finnist eitthvað vera
rétt geti það samt verið rangt,
virðist gersamlega horfin úr
hugmyndaheiminum. Enda
hvernig er hægt að ræða slíka
hugmynd? Þarna skortir
kannski bara orð, en líklegra
er þó að það skorti hugmyndir.
Þess vegna sitjum við uppi
með eftirspurnarsiðferði, sem
myndi sennilega flokkast sem
ein undirtegund tómhyggju,
og þar er kannski komið verk-
efni handa siðfræðingi að fást
við - greining á innviðum eftir-
spurnarsiðferðis. Til að byrja
með þarf að gera grein fyrir
því hvernig þessi siðfræði-
kenning svarar grundvallar-
spurningu siðfræðinnar: Hvað
ber mér að gera? Utlinur
svarsins eru harla augljósar:
Mér ber að gera það sem eftir-
spurn er eftir. Og samkvæmt
þessu yrði svarið við spurning-
um um hvað teljist glæpsam-
legt að ráðast af því hvað fólk
vill að sé glæpsamlegt. (Þar
virðist reyndar strax kominn í
Ijós vandi við eftirspurnarsið-
ferði.) Clinton játaði frammi
fyrir bandarísku þjóðinni að
hann hefði haldið framhjá
konu sinni og brugðist því
fólki sem hann unni mest.
Hann kvaðst iðrast þessa, og
baðst fyrirgefningar. Og viti
menn, það reyndist eftirspurn
eftir iðrun.
HROLLVEKJA í
GÖMLU ÍSHÚSI
Morgunblaðið/Ásdís
VILHJÁLMUR Hjálmarsson segir Arnari Jónssyni til í leiklist.
LEIKLIST
Sjónleikur
í Tjariiarbíói
SVARTKLÆDDA KONAN
Höfundur hinnar upphaflegu
skáldsögu: Susan Hill. Höfundur
leikgerðar: Stephen Mallatratt.
Þýðing: Ottó G. Borg. Leikstjóri:
Guðjón Sigvaldason. Aðstoðarleik-
stjóri: Bryndís Petra Bragadóttir.
Hljóðmynd: Kjartan Kjartansson.
Lýsing: Þorsteinn Sigurbergsson.
Leikmynd, búningar og leikmunir:
Charlotta Eriksson, ísold Grétars-
dóttir og Rannveig Eva Karlsdótt-
ir. Kjólameistari: Kristín Anna
Hjálmarsdóttir. Förðun: Charlotta
Eriksson og Isold Grétarsdóttir.
Leikarar: Arnar Jónsson og Vil-
hjálmur Hjálmarsson. Laugardag-
ur 10. október.
FJÖLMARGAR tegundir kvik-
mynda eru upprunnar úr leikhús-
inu. Fyrr á tímum var hægt að sjá
glæpagátur og jafnvel stórslysa-
leikrit í leikhúsum, sem núna sjást
varla nema á sjónvarpsskjám og á
hvíta tjaldinu. Langt er síðan hroll-
vekja hefur verið leikin hér í at-
vinnuleikhúsi þó að sífellt megi sjá
nýjar og nýjar kvikmyndir af þess-
um meiði.
Leikgerð þessi er lipurlega
samin upp úr skáldsögu. Verkið
er áhugavert fyrir þær sakir að
það gerist á tveimur þrepum sam-
tímis: Leikari tekur að sér að
flytja sögu gamals manns með að-
stoð þess síðarnefnda og þeir
leika saman hina eiginlegu sögu.
Auk þess er sögumaður bókarinn-
ar kallaður til ef þurfa þykir. Sag-
an hittir enn frekar í mark því
auk þess að fylgjast með persón-
unum í greipum sögunnar geta
áhorfendur velt fyrir sér tilfinn-
ingum leikarans og gamla manns-
ins sem rifjar upp sorgarsögu
sína.
Hér er áhrifamáttur leikhússins
nýttur til að hrella áhorfendur.
Ljós, hljóð, leikmunir auk
skyggnumynda sem varpað er á
tjald eru notuð til að ná upp
spennunni auk texta og leiks að
sjálfsögðu. Ljósin eru hnitmiðuð
og vel afmörkuð, hljóðmyndin er
sérstaklega áhrifamikil, leikmunir
og búningar vel valdir en
skyggnumyndir eru óþarfar. Allir
kannast við tilfinninguna að vera
hluti hóps sem upplifir hryllings-
mynd. I leikhúsi verða áhrifin enn
magnaðri vegna beinna tengsla
við leikarana á sviðinu. Skyggnu-
lýsingum er hér ofaukið þar sem
áhorfandinn getur með ímyndun-
araflinu og hjálp snjallra leikara
framkallað mun áhrifameiri mynd-
ir fyrir hugskotssjónum sínum.
Betur hefði farið á að nota leyni-
vopnið sparlegar framan af og svo
láta allt gossa í lokin í stað þess að
kasta upp mynd á baktjaldið.
Ahorfendur voru þar sviknir um
hámark hryllingsfullnægingarinn-
ar.
En eftir því sem spennan eykst
gefst áhorfendum oft tækifæri til
að láta kalt vatn renna sér milli
skinns og höninds eða a.m.k. að fá
gæsahúð. Það er t.d. áhrifamikið að
finna sæþokuna smám saman
byrgja manni sýn þegar þurrís-
móðan vellur fram af sviðinu og
fyllir vitin. Þá verða leikhljóðin enn
áhrifameiri og skýrari og ískrar í
áhorfendum af hryllingsblandinni
nýjungagirni. Þetta á sérstaklega
vel við þarna, því eins og leikskráin
minnir á var Tjarnarbíó einmitt
byggt sem íshús.
Vilhjálmur Hjálmarsson fer með
hlutverk leikarans sem tekur að
sér að flytja þennan kafla úr ævi-
sögu Kipps lögmanns. Vilhjálmur
leikur af miklu örvggi og staðfestu
og textameðferð hans er góð. Arn-
ar Jónsson leikur Kipps gamla
sjálfan og svo ýmis smáhlutverk
sem falla til við flutning frásagnar-
innar. Það er skemmtilegt að sjá
Arnar breyta um svip, fas og fram-
sögn þegar hann bregður sér í
gervi nýrrar persónu. Orðfæri þýð-
ingarinnar, sem hæfii' efni sígildr-
ar hryllingssögu, hentar Arnari vel
og hinn hátíðlegi framsagnarstíll
hans fær notið sín við þessar að-
stæður.
Hinu er ekki að leyna að í heild-
ina skorti nokkuð á snerpu og inn-
lifun í leiknum og sýningunni óx of
hægt ásmegin. Guðjón Sigvaldason
leikstjóri hefði þurft að halda fast-
ar um taumana til þess að ná jafn-
ari stígandi og alltumvefjandi úr-
lausn. En sú ánægja sem fylgir því
að finna hrollinn hríslast niður
bakið á sér var vissulega fyi'ir
hendi svo það er ekki ástæða til
annars en að hvetja unnendur
hryllingsmynda til að nota tæki-
færið og láta eftir sér að njóta
hrollvekju í návígi.
Ekki má gleyma að minnast á
framlag aðstoðarleikstjórans,
Bryndísar Petru Bragadóttur, en
hún skilaði sínu með miklum
sóma.
Sveinn Haraldsson
Glas fyrir
svefninn
SJÖIWARPS-
LEIKRIT
Ríkissjónvarpið
ANDAGLAS
Höfundur: Friðrik Erlingsson.
Leikstjóri: Marteinn St. Þórsson.
Leikmynd: Ólafur Engilberts.
Tónlist: Pétur Grétarsson.
Leikendur: Edda Björg
Eyjólfsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir.
Sunnudagur 11. október
EKKI var tiltakanlega hátt risið
á sunnudagsleikriti Ríkissjón-
varpsins í fyrrakvöld. Friðrik Erl-
ingsson hefur skrifað þrjú leikrit
undir þeim sameiginlega titli Sög-
ur fyrir svefninn, og var leikritið í
fyrrakvöld, Andaglas, hið fyrsta í
röðinni. Þó tengjast þau ekki efnis-
lega, heldur er hvert þeirra sjálf-
stæð saga, en ætlunin er væntan-
lega að vekja dulítinn hroll með
áhorfendum. Yfirskriftin bendir til
þess.
Tvær unglingsstúlkur ákveða að
fara í andaglas og ekki er að sök-
um að spyrja, andinn er svo ákaf-
ur að ná sambandi við þær að
hann er kominn í glasið áður en
leikurinn hefst. Stúlkurnar spyrja
um það sem þeim liggur mest á
hjarta, hvenær verður efnafræði-
prófið, hvort strákarnir sem þeim
líst best á séu skotnir í þeim og
loks - af því að önnur er veil fyrir
hjarta og má þess vegna ekki sofa
hjá kærastanum sínum - hvernig
þær muni deyja. Andinn kann
svör við öllu. Hann er óstýrilátur,
kemur með smávægilegar kyn-
ferðislegar athugasemdir en held-
ur sig engu að síður ágætlega á
mottunni, hristir þó borðið og
stafar skilaboðin svo hratt að
mesta furða er að stelpurnar geti
lesið úr þeim. A meðan stynja
stelpurnar í lok þriðju hverrar
setningar einhverri munntamri
enskuslettunni, „plís“, „krípí“,
o.s.frv. Onnur stelpan er svolítið
smeyk við þetta dulræna fikt, hin
er djarfari, þó skiptast þær aðeins
á um að hvetja til dáða um fram-
haldið og þær örfáu augljósu
dramatísku „plöntur" sem sáð er í
textann framan af spretta úr sér í
lokin með nánast ótrúlega fyrir-
segjanlegum hætti. Hugmyndin
að baki leikritinu er ágæt og því
er synd að tækifærið sem höfund-
urinn býður sjálfum sér til að
skoða hugarheim tveggja ungra
stúlkna skuli fara svona fullkom-
lega forgörðum.
Tæknivinnslan fylgdi þessu ör-
lagadrama eftir með spennutón-
list, kunnáttusamlegri lýsingu og
viðeigandi hreyfingum á mynda-
i