Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 42
£ 42 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR KVIKMYND Ágústs Guðmundssonar, Dansinum, sem frumsýnd var á dögunum.
- Fagmennska og góð að-
sókn en lítið fj árniagn
í skýrslu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla
íslands um kvikmyndaiðnaðinn á Islandi
kemur meðal annars fram að umfang
greinarinnar sé orðið umtalsvert, fag-
mennska ríkjandi og aðsókn að myndum
góð. Á móti kemur að fjármagn til kvik-
myndagerðar er af skornum skammti.
Orri Páll Ormarsson skoðaði skýrsluna
og ræddi við Þorfinn Omarsson, fram-
kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs.
, "W'HUGUM margra er kvikmynd-
I in listgi-ein tuttugustu aldarinn-
I ar. Önnur listform, svo sem
^Lbókmenntir, leiklist, myndlist
og tónlist, hafa fylgt manninum frá
alda öðli en það er fyrst um síðustu
aldamót að kvikmyndatæknin kemur
til sögunnar. Hefur útbreiðsla henn-
ar verið hröð og eftirspurn eftir
myndefni farið stigvaxandi - og ger-
ir enn. Umsvif greinarinnai’ um víða
veröld eru alltaf að aukast.
Eigi að síður verður kvikmynda-
gerð oft út undan þegar rætt er um ís-
lenska list og menningu, jafnvel þótt
hún hafi á undanfómum árum og ára-
tugum verið að festa sig í sessi sem at-
vinnugrein hér á landi. Sætir þetta
furðu í ljósi þeirrar þróunar sem orðið
^■’Vhefur í heiminum. Nú hefur Við-
skiptafræðistofnun Háskóla Islands
gert úttekt á kvikmyndaiðnaði á ís-
landi fyrii’ Aflvaka hf., þai- sem staða,
horfur og möguleikar era skoðuð.
Þorfinnur Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Is-
lands, segir skýrslu Viðskiptafræði-
stofnunar ákaflega mikilvægt inn-
legg í umræðuna um kvikmyndaiðn-
aðinn á Islandi. „Þetta er fyrsta
skýrslan sem óháðir aðilar, fagmenn,
hafa unnið á viðskiptalegum forsend-
um um umfang kvikmyndagerðar á
Islandi. Hingað til hefur þetta verið
gert af hagsmunaðilum í greininni og
fyrir vikið ekki nógu mikið mark tek-
ið á niðurstöðum - litið á skýrslurnar
sem ái’óðursrit. í því ljósi er ánægju-
legt að þessir óháðu aðilar skuli
komast að svipuðum niðurstöðum."
Að hyggju Þorfinns er bæði já-
kvæða og neikvæða hluti að finna í
skýrslunni, margt af hvora. „Það er
auðvitað ánægjulegt hve umfangs-
mikil kvdkmyndagerð er
orðin hér á landi og að
atvinnumennska skuli
vera orðin ríkjandi í
greininni. Það er líka já-
kvætt að aðsókn að ís-
lenskum myndum er
greinilega mikil, að ekki
sé talað um að tekjur rík-
isins af kvikmyndagerð
eru áætlaðai’ hálfur millj-
arður króna. Þá kemur
fram, sem við höfum
lengi vitað, að kvikmynd-
in er áhrifamesta list-
greinin hvað varðar
ímynd landsins út á við,
fyrir utan sérstök tilfelli, Þorfinnur
eins og tónlist Bjarkar.“ Ómarsson
Af neikvæðum niðurstöðum
skýrslunnar nefnir Þorfinnur fyrst
að fjármagn til kvikmyndagerðar
kemur eftir ótraustum leiðum. Kvik-
myndasjóður leggi of lítið fram til
hverrar myndar. „Það eru bara fjöl-
menn lönd í Evrópu, Ítalía og Frakk-
land, þar sem sjónvarpsstöðvar eru
mjög voldugar og borga stóran hlut í
kvikmyndaframleiðslu, sem leggja
jafn lítið af mörkum og Island. [Sjá
töflu] Eftir því sem heimamarkaður-
inn er veikari hækkar hins vegar
hlutfall ríkisins, þannig að opinber
framlög á Islandi ættu, samkvæmt
þessu, að vera há. Svo er ekki. Þetta
er nánast að ganga af islenskum
kvikmyndaframleiðendum dauðum.
Framlagið er svo lítið að framleið-
endur verða annaðhvort að treysta á
að mynd þeirra slái rækilega í gegn
hér á Iandi, verði helst söluhæsta
mynd ársins eins og Djöflaeyjan,
sem gerist afar sjaldan, eða að selja
myndina vel erlendis. Þótt íslenskar
Síðu jakkarnir
komnir aftur
Jakkar frá 5.900
Buxur frá 2.900
Pils frá 2.900
Blússur frá 2.800
Kjólar og vesti
Mikið úrval af fallegum
velúrgöllum frá 4.900.
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433.
Brandtex
Sli o p in S h o p
fyrir alla
:. 34-52
St
myndir seljist þokka-
lega í útlöndum, miðað
við norrænar myndir,
er ekki auðvelt að
markaðssetja kvikmynd
á íslenskri tungu. Þar
fyrir utan er íslenski
framleiðandinn oft bú-
inn að afsala sér réttin-
um til erlendra með-
framleiðenda - bestu
markaðssvæðin era far-
in.“
Umfang
greinarinnar
Á undanförnum átta
áram hafa verið fram-
leiddar íslenskar kvik-
myndir fyrii’ rúmlega 2 milljarða
króna, eða um 260 milljónir á ári.
Síðustu þrjú árin hafa umsvif kvik-
myndagerðarmanna verið rúmlega
300 milljónir króna á ári. Afkomutöl-
ur í greininni liggja ekki fyrir, meðal
annars vegna þess hvað kvikmyndir
eru lengi í sölu. Fyrirtæki í kvik-
myndaiðnaði eru lítil og mörg og
starfsfólk yfirleitt lausráðið.
Frá árinu 1980 hafa verið fram-
leiddar hér á landi 52 kvikmyndfr í
fullri lengd. Segja má að fram komi
þrjú timabil í kvikmyndasögu Is-
lendinga frá þeim tíma. Á árunum
1980-85 voru framleiddar margar
myndir og aðsókn var mjög góð. Á
áranum 1985-91 dró úr framleiðslu á
íslenskum kvikmyndum og meðalá-
horf var á milli 10 og 15 þúsund. Frá
1992 hefur fjöldi mynda aukist en
áhorf ekki aukist að sama skapi, að
undanskildu árinu 1996 þegar 70
þúsund manns sáu Djöflaeyju Frið-
riks Þórs Friðrikssonar. Meðalað-
sókn að erlendri mynd hérlendis er
um 7.000 manns.
Meðalframleiðslukostnaður á Is-
lenska kvikmynd er rúmar 100 m.kr.
og meðalaðsókn um 16-17 þúsund
manns á heimamarkaði. Innlend að-
sókn gefur af sér um 13 milljóna kr.
brúttótekjur í aðgöngumiðasölu,
þannig að tekjur af innanlandsmark-
aði eru engan veginn nægai’ til að
standa undir kostnaði við framleiðslu
á meðalkvikmynd.
Leiðir til að fjármagna kvikmynd-
ir eru einkum þrjár: Styrkur frá
Kvikmyndasjóði Islands, Norræna
kvikmyndasjóðnum og Evi’ópska
kvikmyndasjóðnum, Eurimages.
Kvikmyndasjóður Islands styrkir að
hámarki 25% af framleiðslukostnaði,
Norræni kvikmyndasjóðurinn
15-20% og Eurimages 10%. Það
fjármagn sem upp á vantar þurfa
kvikmyndagerðarmenn að útvega
eftir öðrum leiðum.
í skýrslunni er þeim fjái’munum
sem runnið hafa til kvikmyndagerð-
ar á árunum 1991-97 skipt í fimm
flokka: Erlendir meðframleiðendur
(32%), erlendfr sjóðir (22%), innlend-
ir framleiðendur (23%), Kvikmynda-
sjóður Islands (21%) og aðrir inn-
lendir aðilar (2%).
Athygli vekur að erlent fjármagn
er 54% af heildarfjármögnun en
þetta háa hlutfall verður oft og tíðum
til þess að íslenskir framleiðendur
missa söluréttinn erlendis, eins og
Þorfinnur bendfr á hér að framan.
„Það er ekki síst af þessum sökum
sem það er mikilvægt fyrir okkur að
hækka hlutfall okkar í kvikmyndum,
þannig að íslenski framleiðandinn
eigi stæn-i hlut í henni.“
í skýrslunni er gert ráð fyrir að
umfang kvikmyndaframleiðslu hér á
landi muni ekki minnka á allra
næstu árum, aukin umsvif vfrðist
varanleg. Kvikmyndaiðnaðurinn sé
aftur á móti viðkvæmur fyrfr sveifl-
um og lítið eigið fé framleiðslufyrir-
tækja samfara mikilli áhættu við
gerð verkefna geti stefnt þessari já-
kvæðu þróun í hættu.
Tekjur í ríkissjóð
íslenskar kvikmyndir og þættir
um ísland í sjónvarpi erlendis skil-
uðu ríkissjóði um hálfum milljarði
króna í skatttekjur á árinu 1997 um-
fram fjárframlög ríkisins til Kvik-
myndasjóðs það ár. Munar þar mest
um þau áhrif sem íslenskt efni, sem
sýnt er erlendis, hefur á straum
ferðamanna til íslands.
Umsvif íslenski-a kvikmyndagerð-
armanna hér á landi skiluðu ein og
sér 87 milljónum króna beint í ríkis-
sjóð í skatttekjum á síðasta ári.
Framlög Kvikmyndasjóðs til þeirra
á sama tíma voru aðeins lægri upp-
hæð, 85 m.kr. Þannig fær ríkið allan
styrkinn til baka af þessum þætti, en
til viðbótar koma skatttekjur af er-
lendum ferðamönnum, áætlað um
446 m.kr., og erlendum tökuliðum,
áætlað um 50 m.ki’., sem eru að
miklu leyti til komnar vegna ís-
lenskrar kvikmyndagerðar.
Samkeppnishæfni
Islenskui’ kvikmyndaiðnaður hef-
ur margt að bjóða í samkeppni við
erlenda kvikmyndagerð, að áliti Við-
skiptafræðistofnunar, á tímum þegai’
aukin eftirspurn er eftir kvikmynd-
um og sjónvarpsþáttum í heiminum.
Á Islandi er kjami staiTsmanna í
kvikmyndagerð fyrir hendi, þótt
nokkui’ vöntun sé á sérhæfingu á
sumum sviðum, svo sem hljóðvinnslu
og kvikmyndatöku. Skortur á sam-
fellu í fi’amleiðslu getur aftm’ á móti
leitt til þess að starfsmenn, einkum
lausamenn, leiti í aðrar atvinnugrein-
ar. Þá hafa einhverjfr reynt fyi'ir sér
erlendis. Samkvæmt upplýsingum frá
Lánasjóði^ íslenskra námsmanna hafa
um 200 Islendingar stundað nám í
kvikmyndagerð og -fræðum. Áætlað
er að ekki snúi nema hluti þessa fólks
aftur til landsins. Það gæti breyst ef
starfsskilyrði batna.
Þorfinnur segir menn þvi miður
ekki hafa nægar áhyggjur af þessu.
Fari menn utan komi bara aðrir í
staðinn. „Þetta er auðvitað rnjög
hættulegt sjónaiTnið ef við segjum
sem svo að aðeins hæfasta fólkið fari
utan.“
Þótt alþjóðlegur mai'kaðm’ sé for-
senda fyrir blómlegri íslenskin kvik-
myndagerð er ekki þar með sagt að
stefna beri að eftfröpun í framleiðslu.
Sagnahefð þjóðarinnar er kvik-
myndagerðarmönnum mikill styrkur,
enda mikill áhugi fyi-fr óvenjulegum
sögum og óvenjulegu sögusviði, að
ekki sé talað um óvenjulega birtu eða
framandi landslag.
Það hefur aftur á móti háð ís-
lenskri kvikmyndagerð að almennt
er skortm’ á áhættufé fyrir ný fyi’ir-
tæki eða ný verkefni. Þetta stafar af
því að fjármögnun byggist á einstök-
um verkefnum. Mun álitlegra er, frá
sjónarhóli fjárfesta, að taka þátt í að
fjármagna framleiðslufyrirtæki, sem
ná innbyi'ðis áhættudreifmgu með
fjölda verkefna, fremur en að fjár-
magna einstök verkefni. Islensk fjár-
málafyrirtæki og fjárfestar halda sig
með öðram orðum frá kvikmynda-
gerð vegna áhættunnar.
Aðstaða og tækjabúnaður kvik-
myndagerðarmanna hefrn- eflst á síð-
ustu ái'um. Eftirvinnsla hefur í aukn-