Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 49

Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 4^ Skipulag fisk- veiðistj ór nunar NÚVERANDI kvóta- kerfi byggist á því, að kvótar skuli vera eign útgerðanna og til frjálsrar sölu og ráð- stöfunar þeirra einna, þ.e.a.s. fjármagnið eitt skal ráða. Fyrirsjáan- legt er að innan skamms tíma muni all- ir kvótar komast á þessar fáu hendur, og að öllum öðrum verði þar með meinað að taka þátt í þessum stærsta atvinnuvegi landsmanna. Þetta hlýtur að krefjast end- urskoðunar á ríkjandi fiskveiðistefnu, enda augljóst brot á stjómarskrá landsins um at- vinnufrelsi manna, þótt sumir láti sér fátt um slíka smámuni. Þróun undanfarinna ára sýnir, að stærð og gerð fiskiskipa hefir eðlilega aðlagast að veiðunum. Úthafsveiðiskip fyrir karfa, loðnu, síld, rækju og nú síðast kolmunna eru sérhönnuð veiði- skip fyrir þessar veiðar. Það ætti ekki að vera nein ástæða til að ágreiningur væri um þessar veið- ar, og þeim ætti að vera stjórnað af útgerðum skipanna og samtök- um þeirra, LÍÚ, því að þeirra er ábyrgðin. Óðra máli gegnir um botnfisk- veiðar í landhelginni. AJlt frá landnámstíð hafa landsmenn átt frjálsa veiði allt að netlögum und- an landi, svo sem skráð var upp- haflega í Grágás um 1117 og enn er í gildi í íslenzkum lögum og varið af stjórnarskrá landsins. Þessi lög eru einskonar Magna Carta íslands, sem enginn má eða getur breytt. Kvótalögin ganga samt þvert á þennan forna rétt allra landsmanna, sem hefir leitt til þess, að sumar fiski- byggðir landsins eru orðnar réttlausar og hafa engar fiskiheim- ildir. Svona gera menn ekki. Allt landgrannið á fyrst og fremst að nota í þágu fiski- byggðanna. Skipulag veiðanna verður að Það að allir kvótar komist í fárra hendur krefst endurskoðunar fiskveiðistefnunnar, — — — segir Onundur Asgeirs- son, í þessari síðari grein sinni um nýtingu sjávarauðlinda, enda augljóst brot á stjórn- arskrá landsins um at- vinnufrelsi manna. miða við þetta, og því ættu land- róðrabátar og smábátar, sem leggja afla sinn á land til vinnslu, að hafa algjöran forgangsrétt til veiða þar. Eðlilegt væri að miða við 50 mílna landhelgismörkin, Önundur Ásgeirsson sem fylgja nokkumveginn land- grunninu. Til að spilla ekki frekar hrygningarstöðvum þorsksins, væri eðlilegt að veiðunum væri stjómað með þeim veiðai’færam, sem nota mætti þarna, þ.e. króka- veiðum, bæði línu og færam, en togveiðar og netaveiðar ættu að leggjast af, eða vera bundnar mjög þröngum takmörkunum. Aukinn hraði og bættur búnaður bátaflot- ans gerir nú mögulegt og æskilegt að veiðunum verði stjórnað á þennan hátt. Stjórnun veiðanna Eðlilegt væri að Hafrannsókn- arstofnun hefði fulla umsjón og stjómun á öllum veiðum, og slíta ætti öll tengsl stjórnar hennar við einstaka aðila útgerðarinnar. Ha- fró ætti þannig að vera hrein sér- fræðistofnun. Þegar stórútgerðin hafði drepið þorskveiðarnar, með gegndarlausu útkasti á smáfiski, allt niður í rúm 130.000 tonn 1991, var það fyrir bann Hafró við veið- um á uppeldisstöðvum þorsksins, að tókst að bjarga algjöra hruni hans. Nú hefir tímgun hrygning- arinnar tekist vel í tvö ár, sem þakka má stjórnun Hafró, og því er eðlilegt að fela henni áfram stjómun veiðanna. Ríkisafskipti, hvort heldur er sjávarútvegsráðu- neytisins eða Alþingis með lögum, sem jafnan eru sett skv. tillögum ráðuneytisins, ætti að leggja nið- ur. Þessi ríkisafskipti era nú orð- in löng og sorgleg saga um vald- beitingu eða valdníðslu og langvarandi mismunun milli þegnanna, sem iðulega hefir verið stjórnarskrárbrot, og hefðu átt að vera refsiverð. Það er fyrst og fremst þessi valdníðsla, sem hefir komið óorði á stjórnmál landsins að undanförnu. Mjög litlar upp- lýsingar liggja þó fyrir um þá mismunun, sem átt hefir sér stað að tjaldabaki. Höfundur er fyrrv. forstjóri. 120 ný biðskýli fyrir SVR okkur að kostnaðarlausu EKKI FER framhjá neinum í borginni, að nú er unnið að því að koma fyrir glæsilegum nýjum biðskýlum á akstursleiðum strætis- vagnánna. Skýlin era dönsk hönnun og smíð og í alla staði vönduð. Annar gaflinn er heill og með auglýsinga- skilti sem blasir við í umferðinni en annars era veggir úr gleri sem bæði auðveldar farþeg- um og vagnstjóram að fylgjast með. Ein mesta breytingin er þó að skýlin eru upplýst sem er mikið öryggisatriði og ætti einnig að draga úr skemmdarverk- um, sem því miður hefur alltaf ver- ið til tjóns og leiðinda. Strætisvagnar Reykjavíkur og fyrirtækið AFA JCDeaux gerðu samning um uppsetningu og rekst- ur þessara skýla og verður að telja samninginn afar hagstæðan fyrir SVR. Biðstöðvar í leiðarkerfinu era 536 og voru biðskýli á 260 þeirra. Hvert gömlu skýlanna kost- aði 5-600 þús. krónur og var reynt að kaupa 6-8 skýh á ári. Endumýj- un og viðhald gekk því seint. Samningurinn við AFA JCDeaux er í stuttu máli þannig að fyrirtækið fær að setja hér upp 120 skýli á sinn kostnað og fjár- magna rekstur þeirra og uppsetn- ingu með auglýsingu á öðrum gafli hvers skýlis. Skýlin og uppsetning þeirra era því SVR algjörlega að kostnaðarlausu, en borgin leggur til rafmagnstengingu í hvert skýli. Hliðstæðir samn- ingar hafa verið gerð- ir við 1.070 borgir um allan heim, - til gam- ans má geta þess, að fyrirtækið AFA JCDeaux er að setja upp sams konar skýli í Sydney í Astralíu þessa dagana, eða al- veg hinum megin á hnettinum. Nýju skýhn eru mjög vönduð og sterkbyggð og má reikna með að kostn- aður SVR við kaup á slíkum skýlum á raunveralegu verði hefði aldrei orðið undir 120 milljónum króna. Fyrirtækið AFA Ein mesta breytingin er þó, segir Helgi Pétursson, að skýlin eru upplýst sem er mikið öryggisatriði og ætti einnig að draga úr skemmdar- verkum. JCDeaux skuldbindur sig einnig til þess að sjá um allan rekstur og umhirðu skýlanna og má meta þann kostnað á 6-8 milljónir króna á ári þau 20 ár sem samn- ingurinn er í gildi. Ákvæði era í samningnum um að ekki megi heimila auglýsingar á landi í eigu borgarinnar í allt að 50 m fjarlægð frá skýlunum, en að sjálfsögðu geta allir auglýst inni á sínum eigin lóðum. Inni í skýlunum verður stórt kort af öllu leiðarkerfi SVR með tímatöflum allra leiða. Eins og þeir þekkja sem nota þjónustu SVR eru þar núna aðeins kort af þeim hluta leiðarkerfisins sem notar við- komandi biðstöð. Skýlin era eins og áður sagði með glerveggjum og einum þriðja af framhliðinni er lokað með gleri. Samfara því að nýju skýlunum er komið fyrir er reynt að haga staðsetningu þeirra þannig að hægt sé að ganga beint úr skýlunum inn í vagnana. Eldri skýlin sem fyrir voru verða nú hreinsuð og máluð að nýju og komið fyrir á stöðum þar sem engin skýli voru fyrir. Víða háttar þannig til, að ekki er endi- lega þörf á því að setja upp skýli, t.d. þar sem flestir farþegar fara aðeins úr vagninum, en reynt verð- ur að dreifa bæði nýju skýlunum og þeim eldri eins víða og hægt er. JCDeaux fyrirtækið hefur sett metnað sinn í það að halda skýlun- um hreinum og snyi-tilegum og mun gera það hér á landi einnig. Vonandi verður nú lát á þeirri skemmdarstarfsemi, sem því mið- ur hefur oft verið einkennilega sýnileg á biðskýlum SVR, sameign okkar allra og einu helsta sam- göngufyrirtæki landsins. Höfmulur er borgarfulltrúi og formaður stjómar SVR. Helgi Pétursson var fyrsta lyfið sem sýnt hafði sýnilegan árangur í mjög ýtarlegum rannsóknum erlendis. Notkun lyfsins fækkaði köstum og mildaði þau sem komu hjá svoköll- uðum relapsing remitting tilfellum af MS. Þar sem sjúkdómurinn kem- ur í köstum og jafnar sig nær alveg á milli. Interferon beta hafði reynst það vel að tryggingarfélög í Banda- ríkjunum sáu sér hag í þvi að greiða lyfið fyrir skjólstæðinga sína, vegna þess að þau vissu að notkun lyfsins myndi seinka alvarlegri fötlun og fækka sjúkrainnlögnum það mikið að það einfaldlega borgaði sig að greiða lyfið fyrir fólk. Islensk heil- brigðisyifirvöld hefðu ekki samþykkt meðferðina ef niðurstöður slíkra Það er gáleysislegt af formanni stjórnar- nefndar Ríkisspítal- anna, segir Vilborg Traustadóttir, að gefa fordómafullt „veiðileyfi“ á lítinn hóp sjúklinga og sæmir honum illa. rannsókna á stóram hópi MS sjúk- linga erlendis hefðu ekki legið fyrir, þar sem segulómun sýndi ótvírætt að blettir á heila og mænu minnkuðu eða hurfu alveg við meðferð. Er því mjög skrýtið að sjá þessa mætu menn kalla þetta lyf „tilraunalyf1. Onnur Norðurlönd hafa fylgt okk- ur fast eftir og sýna nýjustu rann- sóknir að því betri árangur næst því fyrr sem lyfjagjöf er hafin. Kostnað- ur á íslenskan MS-sjúkling á ári, miðað við núverandi notkun, er um 700 þúsund krónur, (24,5% vsk. inni- falinn). í greininni í DV segir að skammt- urinn kosti 2 milljónir króna! Hvaða skammt eiga þeir kumpánar við? Eina sprautu? Mánaðarskammt? Ársskammt? Apótek Landspítalans, sem er hluti Ríkisspítala og er langstærsti söluaðilinn, fær mikinn hluta af smásöluálagningunni! Þeir hljóta að vita hvað lyfið kostar. Töl- ur þær sem þeir setja fram eru al- gerlega úr lausu lofti gripnai'. Mín saga Árangur meðferðarinnar er ótví- ræður. I janúar 1996 fékk ég mjög slæmt kast. Ég varð mjög máttlaus í fótum og gat við illan leik gengið stiga. Ég hafði frétt af góðum ár- angri lyfsins árið áður, gert tilraun til að fá það frá Bandaríkjunum og greiða fyrir það sjálf, en var ráðlagt af læknum að bíða, lyfið myndi koma hingað. í febrúai' 1996 var ég lögð inn á Landspítalann og fékk hástera- meðferð í fyrsta sinn. Meðferð sem er beitt gegn MS þegar ástandið er orðið mjög alvarlegt. Vildi þá svo illa til að ég fékk mér rjómabollu sem bar í sér salmonellusýkingu og fár- veiktist ofaní steragjöfma, hef senni- lega verið heppin að lifa af. Veikind- in rústuðu steragjöfinni að mínu mati, steragjöf sem í upphafi lofaði þó góðu og fór ég út í verra ástandi en ég kom inn. Eftir fjögurra vikna legu. Þarna inni fékk ég fyrstu sprautuna af Interferon Beta, það spillti þó fyrir ánægj- unni að samsjúklingm' minn, sem var einu ári eldri en ég, fékk ekki lyfið því hún var , "Sk' gomul . Fekk hun lyfið nokkrum mánuðum síð- ar þegar reglurnar voru rýmkaðar. Segulómun, sem þeir Guðmundur G. Þórar- insson og Pétur Jóns- son sjá einnig ástæðu til að gagnrýna, hef ég þrisvar farið í. Fyrst til staðfestingar á greiningu. Annað skiptið við upphaf lyfjagjafar. Þriðja sinnið til að meta árangur lyfjagjaf- arinnar. Kom þá í ljós að a.m.k. einn sjúkur blettur hafði horfið alveg og virkni sjúkdómsins var engin. Hef ég fundið mikinn mun á einbeitingu og úthaldi til betri vegar. Ég var sann- færð um það um tíma að hjólastól!^ inn væri innan seilingar og þurfti ég að nota hann í einstaka tilfellum. Þótt ég sé dýr í rekstri er auðvelt að reikna út að kostnaður meira en tvö- faidast ef ég fer í hjólastól. Betri yfirsýn Það er undarlegt til þess að hugsa að formaður stjórnarnefndar Ríkis- spítalanna skuli kasta fram spurn- ingum um árangur lyfjagjafa í fjöl- miðlum. Margir læknar sem fylgjast með okkur starfa á Landspítalanurr^ og myndu örugglega svara honum fúslega ef honum dytti í hug að fylgjast með innan dyra hjá sér. Auðvitað er það gáleysislegt af manni í hans stöðu að gefa fordóma- fullt „veiðileyfi" á lítinn hóp sjúk- linga og sæmir honum illa. Við vilj- um ekki stríð við einn eða neinn, en lái okkur hver sem vill þó við verjum hagsmuni okkar. Að Guðmundur G. Þórarinsson og Pétur Jónsson skuli kvitta undh' það að við „bruðlum meðan aðrir borga“ gerh- þá að óá- reiðanlegum mönnum. Við borgum skatta eins og aðrir, t.d. greiðum við hjónin skatta sem samsvara fjór- földum lyfjakostnaði og sjáum ekki eftir því. Að sjálfsögðu viljum við hafa áhrif á það hvernig þeim pen-* ingum er varið. Svona dæmi um smákónga sem stýra útfrá sérhags- munum sinna stofnana, sýnir þörf- . ina á heildaryfirsýn. Það sýnir það og sannai' að það er nauðsynlegt að koma heilbrigðiskerfinu í það form sem Ingibjörg Pálmadóttir berst nú fyrir. Hún, ásamt öðrum framsýnum stjórnmálamönnum skynjar þörfina fyrir meiri skilvirkni í heilbrigðis- kerfinu. Heilbrigðisráðuneyti nútímans þarf að fá stjórntæki eins og gagna- granninn fyrirhugaða, til að mæla kostnað og árangur. Meta kosti og galla og geta fylgst nákvæmlega með nýjum aðferðum í þeiri'i öru þróun sem hafin er í lyfja- og heilsij^ farsiðnaði. Mæta þörf fyrir meðferð t.d. af því tagi sem við fáum, reikna út hagnað af svona meðferð, ég er sannfærð um að þetta lyf hefur þeg- ar skilað og mun skila færri innlögn- um á sjúki’ahús, fólki lengur í at- vinnulífinu, færri annars konar lyfjagjöfum o.s.frv. Stjórntæki sem hægt verður að nota einmitt til að forðast ómarkvissan niðurskurð smákónganna. Það hlýtur að vera okkar alh-a hagur að peningunum okkar verði varið á þann hátt að heildin beri sem mest úr býtum. Ég hvet menn í stjórnunarstöðum hjag^i Ríkisspítölum að gæta betur að hvað þeir láta út úr sér, þannig að þeir fyrst og fremst viti hvað þeir eru að segja, í öðru lagi skaði ekki skjól- stæðinga sína, í þriðja lagi standi ekki frammi fyrir því að verða vandamál sjálfir. Höfundur er formaður MS-félags íslands. Bruðl eða betri yfírsýn FORMAÐUR stjórn- arnefndar Ríkisspítala, Guðmundur G. Þórar- insson, og fjármála- stjóri hjá sömu stofnun, Pétur Jónsson, sáu ástæðu til þess í frétta- ljósi DV 30. sept. sl. að taka eina lyfið sem not- að er gegn MS-sjúk- dómnum sem dæmi um bruðl í heilbrigðiskerf- inu. Lyf þetta kallast Interferon Beta og var tekið í notkun hér á landi fyrir tæpum þremur árum. Markaði það ákveðin tímamót hjá fólki með MS, þetta Vilborg Traustadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.