Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 51

Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 51 MINNINGAR ASDIS SIG URÐARDÓTTIR + Ásdís Signrðar- dóttir fæddist í Hælavík á Horn- ströndum 29. októ- ber 1920. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 3. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voi-u hjónin Stefanía Guðnadóttir, f. 22. júní 1897, d. 17. nóv- ember 1973, og Sig- urður Sigurðsson, f. 28. mars 1892, d. 9. maí 1968. Ásdís var þriðja í röðinni í stórum bamahópi; systkin henn- ar: 1) Jakobína, f. 8.7. 1918, d. 29. janúar 1994. 2) Sigurborg, f. 29.8. 1919. 3) Sigríður, f. 26.7. 1922. 4) Sigurður, f. 8.8 1923, d. 18.8 1934. 5) Krislján, f. 14.11. 1924, d. 9.11.1997. 6) Ingólfur, f. 19.7. 1926, d. 23.2. 1974. 7) Bald- vin, f. 26.1.1928, d. 12.5. 1990. 8) Guðmundur, f. 12.5. 1929, d. 13.9 1979. 9) Guðrún, f. 9.9. 1930. 10) Guðni, f. 11.12 1931, d. 10.3 1936. 11) Fríða Áslaug, f. 11.12. 1940.12. Guðný, f. 1.2. 1945. Hlnn 20. september 1952 gift- ist Ásdís Ragnari Jónssyni, f. 28. júní 1921, syni hjónanna Magneu Steinunnar Jónsdóttur, f. 11.6. 1896, d. 31.10. 1934, og Jóns Brandssonar, f. 1.10. 1886, d. 22.2. 1977. Þau Ásdís og Ragnar H H H H H H H H H H Erfidrykkjur bjuggu í Hóla- brekku í Laugardal í Árnessýslu 1952-1970, en fluttu þá til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Ragnar starfaði lengst af hjá Fálkan- um hf. en síðan í sjö ár hjá Prentstofu Reykjavíkur. Sonur Ásdísar og Kolbeins Grímssonar, offset- iðnaðarmanns í Reykjavík: Guðni, f. 28.5. 1946, giftur Lilju Bergsteins- dóttur. _ Böm þeirra: Hilmir Snær, Ásdís Mjöll, Bergdís Björt og Kristín Berta. Börn Ásdísar og Ragnai’s: 1) Ingveldur, f. 26. mars 1953, gift Guðmundi Ægi Theodórssyni. Böm þeirra: Tlieodór, Stefán Öm og Gunnar Ingi. 2) Hilmar Árni, f. 9.6. 1953, giftur Guðrúnu Langfeldt. Böm þeirra: Ragnar Viktor, Vilhjálm- ur Ámi, Jóhannes ívar, Dóróthea Ruth og Elísabet Olga. 3) Stefanía Kolbrún, f. 17.8. 1959, gift Bernd Beutel. Dóttir þeirra: Laura Silvia. 4) Sigurð- ur, f. 16.9. 1962, giftur Júlíönu Grigorovu Tzankovu. Dætur þeirra: Anna og María Oddný. Útför Ásdísar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ung stúlka vestan af fjörðum er stödd í höfuðborginni, á heimili móðurbróður síns, þegar beðið er um hana í símann. í símanum er verðandi eiginmaður en erindi þeirra til borgarinnar er m.a. að kaupa sér giftingarhringa. „Mamma og pabbi vilja endilega að þú komir með okkur austur í Hólabrekku og við komum og sækjum þig,“ segir unnustinn. Það fer um stúlkuna; það hafði ekki verið ætlunin að horfast í augu við verðandi tengda- fjölskyldu í þessari ferð og ekki einu sinni búið að opinbera neina trúlofun. En þarna hitti ég tengda- móður mína, Ásdísi Sigurðardóttur, í fyrsta skipti. Með í för í sveitina var einnig Jakobína systir hennar og buðu þær mig báðar hjartanlega velkomna í ættina. Kvíði minn reyndist ástæðulaus; skemmtilegri ferðafélagar en þær systur voru vandfundnir og ferðin austur leið mep gamanmálum og hlátri. Ári síðar eru ungu hjónin nýflutt í höfuðborgina og tengdamamma hringir og boðar komu þeirra Ragn- ars, en þau þurfa eitthvað að erind- ast í borginni. Þau eru boðin vel- komin en tekinn vari fyrir því að þau þurfi að láta sér lynda að fá bara Neskaffi, lengra er búskapur- inn á þessu nýstofnaða litla heimili ekki kominn. En þegai- þau birtast þá er einnig með í fai-teskinu ný kafflkanna, kaffibox og ALVÖRU kaffi. Þessi mikla kaffikona ætlaði nú ekkert að fara að sötra eitthvert Neskaffi á heimili sonar síns. Enn er kaffiboxið góða á sínum stað og heldur uppi kaffimenningunni á heimilinu og vitnar einnig um það örlæti sem ávallt einkenndi Ásdísi. Um hugann líða minningar um lítil barnabörn sem oft og mörgum sinn- um biðu aðfangadagskvölds prúðbú- in í fallegum jólafötum frá ömmu og afa. Stórtækar afmælis- og jólagjaf- ir, gefnar af örlæti og með þeim for- ^xxxxxxxxxjy merkjum að þeim mætti skipta ef við vildum heldur eitthvað annað. Aldrei reyndist þó þörf á því; Ás- dís valdi það sem henni fannst fal- legt og hún var smekkkona. Það bar hún með sér þegar fjölskyldan kom saman við hátíðleg tækifæri og hún mætti til leiks glæsilega búin og tig- inmannleg í fasi. Hún hafði gaman af að hitta annað fólk og naut sín vel í góðum félagsskap. Sérstaklega var gaman að vera viðstödd þegar allar systurnar frá Hælavík vora saman- komnar með sína sérstöku kímni sem er þeim öllum svo eiginleg. Þá fuku brandarar vítt og breitt og hlátrasköll kváðu við úr hverju horni. Tengdamömmu var margt til lista lagt, hún var greind og víðlesin kona sem alltaf hafði eitthvað til málanna að leggja, hvort sem um var að ræða þjóðmál, bókmenntir eða almennt spjall um menn og mál- efni yfir góðum kaffibolla. Ekki þurfti heídur að kvarta undan ofríki eins og mörgum tengdadætrum verður tíðrætt um, alltaf var komið fram við mig eins og jafningja þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysi og ekki verið að skipta sér af eða segja fyrir verkum, frekar hrósað og byggt upp. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg og þetta aðeins lít- ið brot af því öllu, fátækleg kveðja frá tengdadóttur sem var boðin svo fallega velkomin í ættina fyrir 30 áram. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Lilja. Með fáeinum orðum langar okkur systkinin að minnast ömmu okkar, Asdísar Sigurðardóttur. Fáein orð eru þó erfið viðureignar því að minningarnar eru margar og af nógu er að taka. Það er skrýtið að hugsa til þess að hér eftir tekur engin amma á móti okkur þegar við lítum inn á Holtsgötunni. Amma sem virtist ekki heyra það að við værum pakksödd og vildum bara kaffibolla eða kókglas heldur dreif fram bakkelsið þrátt fyrir allar mótbár- ur. Þ.e.a.s. þau í sameiningu, amma og afi á Holtsgötunni, eins og þau heita í okkar huga. En það besta var að veitingastússið stóð bara í stutta stund og þegar allt var kom- ið á borðið þá tók við spjallið um alla heima og geima. Fréttir af fjöl- skyldunni, fréttir af okkur og frétt- ir dagsins í dag. Amma þreyttist ekki á því að tala um heimsmálin og pólitíkina. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var ekki feimin við að koma þeim á framfæri. Það var gaman að heyra ákefðina og eld- móðinn þegar hún komst á flug og alltaf voru viðmælendur hennar teknir alvarlega hvort sem þeir voru sex ára eða þrítugir. Skemmti- legur fannst okkur líka húmorinn. Þessi lúmski ættarhúmor, athuga- semdir sem fóru oft framhjá fólki. Mikið var þá gaman að líta sem snöggvast samsærislega hvert á annað og flissa. Þakklát erum við líka fyrir allar veglegu gjafirnar sem við höfum fengið í gegnum tíðina. Alltaf vildi amma að gjafirnar væra við hæfi og einu sinni spurði hún eitt okkar hvort bókin, sem gefin var í jólagjöf, væri nokkuð alltof erfið. Nei, ekki var það, og það sem fallegast var við þá bók var að hún var fullorðins- bók alveg á hárréttum tíma. Við töluðum einhvern tímann um það systkinin að hún væri kannski ekki sú „ömmulegasta" í heimi, hún amma okkar á Holtsgötunni. Ekki svona prjónandi söguamma. En sögurnar komu nú samt einhvern veginn, áreynslulaust og án þess að við settum okkur í stellingar, og enga ömmu hefðum við frekar kos- ið. Hún skildi okkur unga fólkið líka svo vel. Þegar einn kærastinn var sendur sína leið og foreldrarnir skildu ekkert í dótturinni sagði amma: „Það hefur bara verið vegna einhvers sem hún ein veit,“ og eyddi þar með því tali, umræddri dóttur til ómælds léttis. Otal fleiri slíkar skilningsríkar setningar á hún amma í okkar huga. Ommulegar setningar sem við eigum til minn- ingar um hana, góðan bandamann í lífsins ólgusjó. Við þökkum þær og tímann okkar saman. Hilmir, Ásdís, Bergdís og Berta. H H H H H H H H H H Sími 562 0200 ^ rViTixiiiii^ Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgi'eina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Ástkær dóttir mín, systir, mágkona, fóstur- móðir og frænka, ÁSLAUG K. MAGNÚSDÓTTIR, Kötlufelli 3, áður til heimilis í Svíþjóð, lést laugardaginn 10. október á Landspítalanum. Magnús St. Danielsson, Jórunn Magnúsdóttir, Jón S. Magnússon, Arnhildur S. Magnúsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Agnar E. Agnarsson, Stefán Stefánsson, Kolbrún Viggósdóttir, Jón Guðbjörnsson, Sveinn Isebarn, Magnús Karlsson, Carína Persson og frændsystkini. + Móðursystir okkar, LILJA JÓNSDÓTTIR SÖEBECK, Dalbraut 27, lést sunnudaginn 11. október. Fyrir hönd systur hennar og annarra ættmenna, Pálína Aðalsteinsdóttir, Halldóra Aðalsteinsdóttir, Agnes Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Aðalsteinsson. + Elskuleg móðir okkar, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Kárastíg 6, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 9. október. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY LOFTSDÓTTIR, Efstalandi 16, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 12. október. Edda Sigurðardóttir, Valdimar Ásmundsson, Anna Sigurðardóttir, Sigurður Georgsson, Gylfi Sigurðsson, Sigurbjörg Ármannsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Maðurinn minn, FRIÐÞJÓFUR KARLSSON, JHm a Þangbakka 10, andaðist föstudaginn 9. október. Fríða Ólafsdóttir. + Útför eiginkonu minnar og móður, JÓHÖNNU VILMUNDARDÓTTUR, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 30. septem- ber sl., hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristinn Guðjónsson, Ragnheiður Magnúsdóttir og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.