Morgunblaðið - 13.10.1998, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Faðir okkar,
JÓHANNESJÓHANNESSON
listmálari,
Háteigsvegi 42,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn
12. október.
Börnin.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
PETRA LANDMARK,
lést á elliheimilinu Eir að kvöldi 10. október.
Jarðarförin fer fram föstudaginn 16. október
kl. 10.30 frá Fossvogskapellu.
Börn hinnar látnu.
+
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JENNÝ DAGBJÖRT JÓRAMSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Garðvangi,
Garði,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, miðviku-
daginn 14. október kl. 14.00.
Ragnhildur Ragnarsdóttir, Skúli Eyjólfsson,
Guðný S. Ragnarsdóttir, Þorbjörn Kjærbo,
Geírmundur Kristinsson, Stefanía Vallý Sverrisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær systir okkar og mágkona,
SVANHILDUR SIGURGEIRSDÓTTIR
fyrrverandi deildarstjóri,
sem lést 5. október sl., verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 14. október nk.
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtar-
félag íslands.
Pétur Sigurgeirsson, Sólveig Ásgeirsdóttir,
Pálína Guðmundsdóttir,
Guðlaug Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Magnússon.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför,
EIRÍKS JÓNSSONAR,
Einilundi 6E,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga-
deildar 1, Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar.
Sigrún Jónsdóttir.
Oddný Eiríksdóttir, Finn Ruar,
Jón Eiríksson, Jónína Hafliðadóttir,
Gunnar Eiríksson, Karen Malmkvist,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÓLAFÍU JÓHANNSDÓTTUR,
Álfhólsvegi 8,
Kópavogi.
Karl Einarsson,
Kristján Jón Karlsson, Petra Jónsdóttir,
Dröfn H. Farestveit, Arthur K. Farestveit,
barnabörn og barnabarnabörn.
KRISTIN ELISA
HEIÐVEIG
SKÚLADÓTTIR
+ Kristín Elísa
Heiðveig Skúla-
dóttir fæddist á
Hellissandi 15.
október 1921. Hún
lést á heimili sínu
hinn 4. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Skúli
Valdimar
valdsson, f.
1898, d. 14.1. 1923,
og Kristín Odds-
dóttir, f. 2.5. 1901,
d. 17.1. 1951. Fyrri
maki Kristínar var
Guðmundur Jóns-
son frá Skálum á Langanesi, f.
22.2. 1921, d. 9.10. 1960. Þau
slitu samvistum. Synir þeirra
voru: 1) Jón Daníel, f. 31.8.
1947, d. 7.1. 1980, kona hans
var Anna Hulda Auðbergsdótt-
ir. Þau eignuðust tvö börn Grét-
ar Berg, f. 12.1. 1976, og
Söndru Kristínu, f. 22.9. 1979.
2) Skúli Jóhann, f. 14.2. 1950, d.
30.9. 1997. 3) Oskar Elías Héð-
inn, f. 9.8. 1951, d. 3.11. 1978.
Seinni maður Krist-
ínar var Jónas Guð-
mundur Björnsson,
f. 6.8. 1929 á fsa-
firði. Foreldar hans
voru Björn Jó-
hannsson og Guð-
björg Sigurðardótt-
ir. Þau eignuðust
saman eina dóttur,
Birnu Guðbjörgu, f.
9.11. 1956. Birna er
gift Pétri Gunnars-
syni og eiga þau tvö
börn: Jónas Guð-
björn, f. 10.10. 1973,
sambýliskona hans
er María Hlín Steingrímsdóttir,
og Guðrúnu Elísabet, f. 28.2.
1978.
Kristín vann ýmis störf,
Iengst af við aðhlynningu aldr-
aðra í 22 ár á Hrafnistu í
Reykjavík. Lengst af bjó íjöl-
skyldan í Vesturbænum en síð-
ustu 12 árin í Grafarvogi.
_ títför Kristmar fór fram frá
Askirkju 13. október. Jarðsett
var í Fossvogskirkjugarði.
Kveðja frá dóttur
Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagans blóm,
er verður að Wíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsheijardóm
sem ævina felur i dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Fr.SL frá Grímsstöðum.)
Elsku mamma mín, á kveðju-
stund hafðu þökk fyrir allt sem þú
varst mér.
Margt er það, og margt er það
sem minningamar vekur,
og þær eru það eina,
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Þín dóttir,
Birna G.
Látin er tengdamóðir mín Kristín
E.H. Skúladóttir. Kynni okkar
hófust fyrir 28 árum þegar ég sext-
án ára síðhærður töffarinn, hóf að
gera hosur mínar grænar fyrir
Birnu einkadóttur hennar. Ekki
leist henni vel á gripinn til að byrja
með en samband okkar breyttist í
einlæga vináttu með árunum sem
aldrei bar skugga á. Fjölskylda mín
naut góðs af gjafmildi hennar því
fátt gladdi hana meir að gleðja okk-
ur. Bömum mínum var hún einstök
amma og bar hún hag þeirra ávallt
fyrir brjósti. Allir eiga sér sögu.
Saga tengdamóður minnar er sorg-
um stráð. Hún þurfti að sjá á eftir
þremur sonum sínum öllum langt
fyrir aldur fram yfir móðuna miklu.
Harm sinn bar hún í hljóði studd af
Jónasi tengdafóður mínum sem
ávallt var hennar stoð og stytta.
V
W
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík ♦ Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll lilefni.
LEGSTEINAR
í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum
við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalista.
S.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
Hver minning er dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin tjúfu og góðu kynni af alhug þakka þér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist
eigi,
og gæfa var öllum er fengu að kynnast þér.
(Ingibj.Sig.)
Elsku Kristín, minning þín mun
lifa nú þegar við kveðjumst að
sinni. Eg bið góðan Guð að styrkja
okkur öll sem eigum um sárt að
binda. Með þökk fyrir allt.
Pétur Gunnarsson.
Elsku amma, okkur systkinin
langar í nokkrum orðum að minn-
ast þín og allra góðu stundanna
sem við áttum saman. Allt það sem
við gerðum fyrir þig fengum við
margfalt til baka.
Þú varst mikið fyrir það að
gleðja okkur. A yngri árum þegar
við komum í heimsókn til þín laum-
aðirðu alltaf til okkar pening svo
við gætum farið út í sjoppu og
keypt okkur nammi, einnig komstu
okkur oft á óvart þegar þú birtist
með kjúklinga eða pizzur í matinn
þegar mamma var búin að ákveða
eitthvað annað. Þú hafðir alltaf
áhyggjur af því að við borðuðum
ekki nóg, þá sérstaklega þegar við
komum í mat til þín, því þá vildir
þú alltaf að við borðuðum aðeins
meira en við gátum því alltaf var
nóg til í pottunum. Aldrei datt okk-
ur í hug þegar við hittum þig laug-
ardaginn 3. október að það yrði í
síðasta sinn sem við fengjum að
njóta með þér samverunnar, því
lífsgleðin geislaði af þér og þú
sýndir á þér allar þær bestu hliðar
sem þú áttir. Þegar við lítum til
baka til þess dags þá munum við
þakka fyrir að hafa átt hann með
þér því betri minningu er ekki
hægt að eiga. Amma, við munum
sakna þín sárt, takk fyrir allar
góðu minningamar sem við mun-
um geyma í hjarta okkar um alla
framtíð.
Guðrún og Jónas.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög.
egsteinar
í Lundi
«««,» « « v/Nýbýlaveg
SÓLSTKINAR 554 4566
www.mbl l.is
t
L* 1
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararsljóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Simi 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/