Morgunblaðið - 13.10.1998, Side 57

Morgunblaðið - 13.10.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 57. FRÉTTIR SKÓGARÞRÖSTUR. Myndin er tekin á Flateyri. Opið hús hjá skóg- ræktarfélögunum Málþing um lífsýnasöfn SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskól- ans og Samtök um krabbameins- rannsóknir á Islandi gangast fyrir málþingi um lífsýnasöfn í Odda, stofu 101, þriðjudaginn 13. október kl. 17-19. Rætt verður um söfnun, vörslu, meðferð og nýtingu lífsýna m.a. frá vísindalegu, lagalegu og siðfræðilegu sjónarmiði og með hliðsjón af drögum að frumvarpi til laga um þetta efni. Fundarstjóri Astríður Stefáns- dóttir, læknir og MA í heimspeki. Frummælendur: Guðríður Þor- steinsdóttir, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, Helga M. Ög- mundsdóttir, læknir, Krabba- meinsfélagi Islands, Valgarður Egilsson, læknir á Landspítala, Haraldur Briem, læknir, fulltnii Tölvunefndar og Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður. Að framsöguerindum loknum verða umræður. Málþingið er öll- um opið og aðgangur er ókeypis. Málverkasvning hjá RKI í TILEFNI af alþjóðlegum geð- heilbrigðisdegi þann 10. október sl. var opnuð málverkasýning í hús- næði sjálfboðaliðamiðstöðvar Rauða kross íslands, Reykjavíkur- deildar, á Hverfísgötu 105. Að sýningunni standa fjölmargir gestir Vinjar, athvarfs fyrir geð- fatlaða og er hún opin á skrifstofu- tíma til 21. október. SKÓGRÆKTARFELOGIN standa fyrir fræðslu- og mynda- kvöldi þriðjudaginn 13. október í húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6, kl. 20.30. Þetta er annað opna hús skógræktarfélaganna í haust sem haldið er í samvinnu við Búnaðarbankann. Fyrirlesari verður Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. Aukin skógrækt í landinu skap- ar búsvæði fyrir fugla sem hing- að flækjast og getur eins haft áhrif á þær fuglategundir sem fyrir eru. Mun Jóhann Óli fjalla um þessa fugla sem hugsanlega geta sest hér að samhliða auk- inni nýskógrækt í máli og mynd- um. Magnea Arnadóttir þver- flautuleikari leikur nokkur lög á undan við undirleik Unnar Vil- helmsdóttur píanóleikara. Boðið verður upp á kaffi og kökur og eru allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Úr dagbók lögreglunnar Fjölmörgum börnum og unglingum vísað heim helgina 9. til 12. okt. 1998 FYRIR helgina hófst auglýs- ingaátak til að minna á reglurnar um útivistartíma barna en nú eiga 12 ára börn og yngri að vera komin inn kl. 20 en 13 ára mega vera úti til kl. 22. Lögreglan fylgist grannt með því að þessar reglur séu haldnar og vísaði fjöldamörgum heim víðsvegar um borgina enda er alltaf meiri hætta á að eitthvað komi fyrir börnin seint á kvöldin eins og dæmin sanna. Veruleg ölvun var í miðborg- inni aðfaranótt laugardags en þar voru um 3.000 manns þegar flest var talið. Fjórir voru hand- teknir vegna líkamsmeiðinga en alls urðu 6 sinnum átök milli manna þar sem líkamsmeiðingar hlutust af. Þá flutti lögregla 4 á slysadeild en enginn var fluttur með sjúkrabifreið. 26 unglingar voru fluttir í athvai-f vegna ald- urs. Kveikt var í ruslatunnum, rúða brotin og tvær bifreiðar skemmdar. Tveir menn voru fluttir í fangageymslu eftir að hafa egnt til slagsmála, otað hnífí að fólki og sprautað mace- úða. Flest mál gengu vel upp en mikill erill var í miðborginni. Að- faranótt sunnudags var svipaður fjöldi í miðborginni og nóttina áður, ölvun talsverð en ástand að öðru leyti þokkalegt. Lítið var af unglingum undir aldri en þó voru 7 slíkir færðir á lögreglustöðina og komið til síns heima. Sjö manns voru handteknir vegna líkamsmeiðinga og 3 vegna ölv- unar. Umferðin Komandi vetur minnti á sig í borginni aðfaranótt sunnudags en upp úr miðnætti var komin hálka um alla borgina og saltbfl- arnir kallaðir út. Engin alvarleg slys urðu á svæði Reykjavíkur- lögreglu um helgina en nokkur minniháttar. Níu voni grunaðir um ölvun við akstur og 45 stöðv- aðir fyrir of hraðan akstur. Með- al annars var bifreið mæld á 102 km hraða á Breiðholtsbraut þar sem er 60 km hámarkshraði. Ökumaðurinn reyndi að sleppa en lögreglumaður hljóp hann uppi. Síðdegis á föstudag var ek- ið á 7 ára stúlku á Skeiðarvogi. Hún hlaut meiðsl á hægra fæti. A laugardagsmorgun varð harð- ur árekstur á Miklubraut/Skeið- arvogi. Annar ökumaðurinn var fluttur á slysadeild með lög- reglubifreið en hinn ökumaður- inn og farþegi voru fluttir með sjúkrabifreið. Þeir voru meiddir á höfði og fótum. Umferðarljósin blikkuðu gulu ljósi þegar árekst- urinn varð. Síðdegis á laugardag varð hjólreiðamaður fyrir bifreið er hann var á leið yfir gangbraut á Hringbraut við Smáragötu. Hann var talinn með minniháttar meiðsl á mjöðm. Innbrot og þjófnaðir Tilkynnt var um innbrot í söluskála í Skeifunni á laugar- dagsmorgun. Einhverju af sæt- indum var stolið. Þá hafði einnig verið farið inn um glugga á íbúð við Fagrabæ og stolið mynd- bandstæki. Einnig var farið inn í 4 bifreiðar um helgina og yfír- leitt stolið hljómtækjum. Átök og árásir Aðfaranótt laugardags var ráðist á mann á Laugavegi. Mað- urinn kenndi eymsla í baki og var fluttur á slysadeild. Þá kom maður á Miðborgarstöðina með sár á hvirfli sem blæddi mikið úr en hann vissi ekki hvernig hann hafði fengið sárið. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið. Á laugardagskvöld um kl. 21 réðst fullorðinn maður á dreng á Eiðistorgi. Drengurinn var fluttur á slysadeild til að- hlynningar en maðurinn í fanga- geymslu. Aðfaranótt sunnudags sló maður konu sína í Pósthús- stræti svo hún féll í götuna. Er parið var á leið á lögreglustöðina virtist konan hætt að anda og var flutt með hraði á slysadeild. Þetta reyndist hins vegar gabb hjá konunni og má því ekki á milli sjá hvort hjónanna hagaði sér verr þessa nótt. Þá kom mað- ur á Miðborgarstöðina og var hann alblóðugur í andliti og á höndum. Er gert hafði verið að sárum hans til bráðabirgða vildi hann ekki frekari afskipti lög- reglu og var það með eftirgangs- munum að hann fékkst til að fara á slysadeild. Annað Á föstudag var lagt hald á tugi lítra af landa í bílskúr í Mosfells- bæ. Aðfaranótt laugardags lokaði lögreglan veitingastað í miðborg- inni. Komið var fram yfir lokun- artíma staðarins og hann enn op- inn er lögreglan fór fram á það við forráðamann að staðurinn yrði rýmdur og honum lokað. Því var neitað og var þá gestum vísað út og staðurinn innsiglaður. Leyft var að opna staðinn kvöldið eftir. Tveir menn bundu reiðhjól sín við fiskikör á Miðbakkanum aðfaranótt laugardags. Síðar um nóttina voru fískikörin komin í sjóinn en reiðhjólin fundust ekki. Áðfaranótt sunnudags var ölvuð stúlka að vaða í Tjörninni við ráð- húsið. Henni var vísað á brott. Um sama leyti fannst rænulaus kona utan við veitingahús í mið- borginni og var hún flutt á slysa- deild. Ekki er talið að hún hafi orðið fyrir árás. Gildi mjólk- ur rætt á fundi Beinverndar BEINVERND á Suðurlandi heldur fræðslufund á Hótel Selfossi mið- vikudaginn 14. október kl. 20. Félag- ið er eitt af þremur félögum innan landssamtakanna Beinvernd á Is- landi sem stofnuð voru að tilhlutan landlæknis í mars 1997. Eitt mark- miða samtakanna er að vekja at- hygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvanda- máli. Frummælandi á fundinum verður Laufey Steingrímsdóttir, næringar- fræðingur og forstöðumaður Mann- eldisráðs íslands. Hún mun fjalla um gildi mjólkur og mjólkurafurða sem kalkgjafa. Beinvernd hefur staðið fyrir útgáfu tveggja bæk- linga: Beinvernd og Líkamshreyfmg og beinþynning. I undirbúningi er gerð bæklings um hormónameðferð og beinþynningu. Hverfafundur lögreglustjóra og borgarstjóra GEORG Kr. Lárusson, settur lög- reglustjóri, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, halda hverfafund um löggæslumálefni miðvikudaginn 14. október nk. Fundurinn verður fyrir íbúa Bú- staða-, Fossvogs- Grensás og Háa- leitishverfí og hefst kl. 20.30 í hátíð- arsal Verslunarskóla Islands, Ofan- leiti 1. Á fundinum verður kynnt hverfalöggæsla á svæðinu sem er samstarfsverkefni lögreglustjóra- embættisins og borgaryfirvalda. Að lokinni kynningu á þessu verk- efni gefst íbúum hverfisins tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og koma með fyrirspurnir um löggæslumálefni. Rabb um sam- kynhneigð og umhverfíð GUÐMUNDUR Páll Ásgeirsson námsráðgjafi verður gestur á rabbfundi Rannsóknarstofu í kvennafræðum fimmtudaginn 15. október. Guðmundur mun fjalla um viðtöl sín við nokkrar lesbíur og homma. Þar sögðu þau frá átökunum við eig- in ótta og fordóma er þau gerðu sér grein fyrir því að þau væru samkyn- hneigð, segir í fréttatilkynningu. At- hyglinni verður beint að sorg og sár- um tilfínningum og hvernig tekist var á við þær. Rabbið er á vegum Rannsóknar- stofu í kvennafræðum við Háskóla íslands og fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13. Rabbið er öllum op- ið. Aftöku í Bandaríkjunum mótmælt AMNESTY International mótmælir yfirvofandi aftöku Dwayne Allen Wright sem áætlað er að verði tek- inn af lífi 14. október nk. í Virginíu. Dauðadómurinn yfir honum er brot á alþjóðasamningi S.þ. um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi, segir í frétt frá íslandsdeild A.I. í 6. gr. 5 mgr. segir: „Dauða- dómi skal ekki beitt fyrir glæpi sem menn undir átján ára aldri hafa' framið.“ Dwayne var dæmdur til dauða vegna glæps sem hann framdi tæplega 17 ára gamall. Málstofa á Bifröst JÓN Kalmannsson, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Islands, mun flytja fyrirlestur á málstofu Samvinnuháskólans miðvikudaginn 14. október. Fyrirlesturinn nefnir hann „Hvers vegna þurfum við sið- fræði?“ Málstofan hefst kl. 15.30 í hátíðar- sal Samvinnuháskólans á Bifröst og^ eru allir velkomnir. Opinn fundur um sam- fylkinguna ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLAGIÐ Birting - Framsýn í Reykjavík held- ur opinn fund um stöðu mála í sam- fylkingu Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista um málefna- skrá og framhaldið. Fundurinn verður miðvikudags- kvöldið 14. október nk. kl. 20.30 á 2. hæð í Austurstræti 10. Frummæl- andi verður Margrét Frímannsdótt- ir, formaður Alþýðubandalagsins. Fundarstjóri verður Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður. Hörður Torfa á tónleikum SÖNGSKÁLDIÐ Hörður Torfa heldur tónleika á Norður- og Aust- urlandi dagana 13.-18. október og hefjast þeir allir kl. 21. Hörður leikur þriðjudaginn 13. __ okt. í Félagslundi, Reyðarfírði, mið- vikudaginn 14. okt. í Skrúði, Frá- skrúðsfirði, fimmtudaginn 15. okt. á Hótel Reynihlíð, Mývatni, föstudag- inn 16. okt. í Deiglunni, Akureyri, laugardaginn 19. okt. í Tónlistar- skólanum Siglufirði og sunnudaginn 18. okt. í Höfðaborg, Hofsósi. í fréttatilkynningu segir m.a. að Hörður Torfa hafi um árabil verið einn dáðasti trúbador landsins, enda frumhverji á því sviði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.