Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 59
BREF TIL BLAÐSINS
Af hverju
sérframboð
öryrkja?
Frá Jóhannesi Pór Guðbjartssyni:
ÞAÐ SEGIR í Stjómarskrá ís-
lands að allir þjóðfélagsþegnar séu
jafn réttháir en í dag er svo ekki.
Öryrkjar hafa alltaf verið látnir
íinna til þess að þeir væru sér þjóð-
flokkur og ættu að vera þakklátir
fyrir það sem að þeim er rétt.
Það er skýlaus krafa öryrkja að
réttur þeirra sé virtur. Allir fæðast
í þennan heim jafn réttháir. Býr
ekki ein þjóð á Islandi og eigum við
ekki öll jafnan rétt til að brauðfæða
okkur með þeim gæðum og tæki-
færum sem landið og auðlindir
þess veita okkur?
Þegar flett er sögu þeirra félaga
sem barist hafa fyrir bættum kjör-
um öryrkja alveg frá fyi-stu tíð,
rekst maður alltaf á greinar og fyr-
irsagnir um setningu laga um mál-
efni öryrkja, og má þá jafnan skilja
að nú sé takmarkið í augsýn. Þegar
maður svo flettir áfram endurtekur
þetta sig reglulega alveg fram á
þennan dag.
Af hverju?
Er það kannski vegna þess að
þunga vantar í eftirfylgnina? Þeir
alþingismenn, sem settu þessi lög
til að bæta kjör okkar, vöruðu sig
ekki á því að þegar lögin komu í
framkvæmd var búið að búa svo
um hnútana, með reglugerðum og
öðrum tilfæringum, að ekki náði
nema smáræði af upphaflegu end-
urbótinni, sem lögin fjölluðu um,
fram að ganga.
Þeir þingmenn sem fyrst unnu
að málinu eru búnir að snúa sér að
öðru og kraftar þeirra dreifðir á
marga aðra málaflokka, þannig að
ekkert verður úr leiðréttingum.
Ætlun löggjafans er hindruð.
Ef við værum með okkar eigin
fulltrúa á þingi, myndi þetta ekki
henda. Þeir myndu einbeita sér að
okkar málefnum, fara yfir öll gögn
og bregðast við strax ef eitthvað
bjátar á.
Á flestum þjóðþingum er hefð fyr-
ir hagsmunaþrýstingi (lobbíisma),
það er að segja starfskraftar hags-
munaaðila era í því að reka erindi
umbjóðenda sinna við þingmenn.
Þessi hefð er varla til hér, alltént
ekki hvað varðar þá sem minna
mega sín, hvers vegna veit ég ekki.
Besta leiðin til að gæta hagsmuna
okkar er að eiga fulltrúa á Alþingi
úr okkar röðum sem þekkja málin af
eigin raun. Þannig afl væri hvorki til
hægri né vinstri heldur væri miðað
fyrst og fremst við málefni öryrkja
ogvelferð ahnennings.
Örorka á ekki að vera ávísun á
fátækt.
JÓHANNESÞÓR
GUÐBJARTSSON,
framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á
höfuðborgai'svæðinu.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
www.mbl.is/fasteignir
Skíðaveisla
Heimsferða lil
Austurríkis
frá kr. 29.630
Heimsferðir bjóða nú glæsilegt úr-
val skíðaferða til bestu skíðastaða
Austurríkis með beinu flugi til
Múnchen, vikulega frá 30. janúar
1999. Við höfum valið Zell am
See og Saalbach-Hinterglemin sem
okkar aðal áfangastaði. Þeir sam-
eina stórkostlegt úrval skíða-
brekkna við allra hæfi, afbragðs
gististaði og síðast en ekki síst
feiknarlega skemmtilegt mannlíf á
kvöldin, mikið úrval góðra veit-
inga- og skemmtistaða. Hér getur
þú valið um yfir 60 lyftur á hveiju
svæði, snjóbrettasvæði og yfir 100
km af skíðagöngubrautum. Og að
sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjón-
ustu fararstjóra Heimsferða allan
tímann.
20.000 kr.
afsláttur
tyrir fjölskylduna
5.000.- kr. afsláttur á
mann' fytstu 200 sætin.
Verð kr. 29.630
Flugsæti á mann til Munchen m.v.
hjón með 2 börn, 2-11 ára.
Verð kr. 48.930
Flug, hótel og flugvallarskattar m.v.
hjón m. 2 böm, vika, 30. janúar,
Pinzgauer Hof.
Verð kr. 56.960
Flug, hótel og flugvallarskattur m.v.
2 í herbergi, 30. janúar.
Beint
morgunflug
til Munchen
Brottför kl. 8.30
á laugardögum
30. janúar
6. febrúar
13. fcbrúar
20. febrúar
27. febrúar
6. mars
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is
DÆLUR 0G
TJAKKAR
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
www.mbl.is
Morgunverðarfundur
Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu
ALÞJOÐLEG VIÐSKIPTAMIÐSTÖÐ
- NÝIR MÖGULEIKAR
FYRIR FYRIRTÆKI í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM
FRAMSOGUMENN:
, Baldur Guðlaugsson hrl.
i Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs hf.
Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn boriö fram fyrirspumir eða komið með innlegg í umræðuna.
Annar fundur um sama efni verður haldinn á Akureyri föstudaginn 16. október nk. Nánar auglýstur síðar.
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,-
Fundurinn er opinn en æskilegt er
aö tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
4