Morgunblaðið - 13.10.1998, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 63
MYNPBÖNP
Casper í
góðum fé-
lagsskap
Casper hittir Wendy
(Casper meets Wendy)_
Æ vi nlvramvinl
★★
Framleiðandi: Mike Eliott. Leikstjóri:
Sean MeNamara. Handritshöfundur:
Jymn Magon. Kvikmyndataka:
Christian Serbaldt. Aðalhlutverk:
Hilary Duff, Cathy Moriarty, Shelley
Duvall, Teri Garr og George Ha-
milton. (92 mín.) Bandarísk. Skífan,
október 1998. Öllum leyfð.
CASPER hittir Wendy er þriðja
myndin um vinalega drauginn Ca-
sper, sem gerði sérlega lukku í
fyrstu Casper-
myndinni. Þar
kemst góðhjartaði
draugurinn í
kynni við góðu
nornina Wendy
sem þrátt fyrir
ungan aldur er
ákaflega kröftug
galdrakona. Af
þeim sökum hefur hinn illi
Desmond, mesti galdramaður
heims, ákveðið að koma Wendy fyr-
ir kattarnef. Þegar Desmond gerir
áhlaup nýtur Wendy ekki eingöngu
aðstoðar göldróttra frænkna sinna,
heldur einnig Caspers og framlið-
inna frænda hans.
Þessi mynd er ákaflega ærslafull
og viðburðarík en nornainnleggið
gefur upprunalegu Capser-hug-
myndinni góða innspýtingu. Tækni-
brellur eru vel útfærðar og leikur-
inn alveg sómasamlegur miðað við
þessa tegund kvikmyndar. Hins
vegar er húmorinn fremur ófyndinn
og þreytandi en það er bætt upp
með spennandi atburðarás þar sem
hvergi er slakað á.
Heiða Jóhannsdóttir
------------------
Hundur
sem talar
Loppur
(Paws)_______________________
Gainaninynd
★★
Framleiðendur: Andrea Finley
og Vieky Watson. Handritshöfundar:
Karl Zwicky og Harry Cripps.
Leikstjóri: Karl Zwicky. Aðalhlut-
verk: Billy Connolly, Nathan Cavaleri
og Emile Francois. (83 mín.)
Áströlsk. Háskólabíó, september
1998. Öllum leyfð.
AF ÞEIM þremur hundamyndum
sem komu út á myndbandi sl. mánuð
er þessi tvímælalaust sú besta. Þar
segir frá hundin-
um PC sem öðlast
þá hæfileika að
geta talað eftir að
hafa fíktað dálítið
við tölvur. Þegar
mikilvægum tölvu-
disklingi er stolið
frá eiganda hunds-
ins lendir hann í
spennandi atburðarás ásamt ung-
lingnum Zac, fjölskyldu hans og ná-
grönnum. Húmorinn í þessari mynd
er bráðskemmtilegur og vegur þar
þyngst leikrödd hundsins, sem flutt
er frábærlega af hinum skoska Billy
Connolly. Ekki er hægt að segja að
myndin sé mjög vönduð og má t.d.
sjá fullkomið þekkingarleysi í per-
sónusköpun hins íslenska glæpa-
kvendis, sem ber slavneskt nafn og
á sleðahund fyrir gæludýr. En
myndin er fersk, skemmtileg og
kraftmikil - góð fjölskyldumynd.
Heiða Jóhannsdóttir
FOLK I FRETTUM
GESTUM Fjárfestingar & rdðgjafar virtist
líka húmorinn hans Sveins.
Eg er bannaður
innan 16 ára
Hláturinn lengir lífið, segir Sveinn Waage,
sem býst við að verða mjög langlífur.
Hann sagði Hildi Loftsdóttur leyndarmál
fyndnasta manns Islands.
- SEGÐU mér Sveinn, ertu fyndn-
astimaður á Islandi?
„Eg ber reyndar þann titil, en
það eni auðvitað til margir reynd-
ari skemmtikraftar en ég. Þessi
keppni var frekar haldin til þess að
fínna nýja hæfileikaríka grínara og
við tólf sem tókum þátt í henni
höfðum öll mismikla reynslu. Sum-
ir keppendanna höfðu skemmt í
framhaldsskólum og voru nú að
reyna sig á öðrum vettvangi.
Reynsla mín sem grínari er ekki
mikil en ég er vanur að koma fram.
Ég hef verið í ræðumennsku, á
leiksviði og í tónlist. Þetta var
mjög skemmtileg keppni.“
-Hvernig byrjaðir þú á uppi-
standi?
„Áhuginn kviknaði þegar ég bjó í
Bandaríkjunum í rúm tvö ár. Þar
fór ég á næturklúbba og satt að
segja fannst mér grínaramir þar
ekkert sérlega fyndnir. Ég hugsaði
sem svo að ef þeir geta unnið við að
segja brandara þá get ég að
minnsta kosti prófað það. A áhuga-
mannakvöldunum var gaur sem
vann við þetta, og hann var ekki
mjög sáttur við að þurfa að koma
fram á eftir mér því það var hlegið
miklu meira að mér en honum.“
-Af hverju einkennist þinn
húmor?
„Ég nota bandarísku uppskrift-
ina að uppistandi. Ég fer ekki í
karakter eins og Laddi. Ég er einn
ólíkt Tvíhöfða og Radíus-bræðrum
sem geta svarað hvor öðrum og
það er auðveldara. Örn Árnason er
með leikmuni og lög. Ég er bara
einn á sviðinu með hljóðnemann og
ekkert annað. Ég ræði um það sem
er að gerast; Clinton, Keikó og
annað sem ég hef áhuga á. Ég sem
ekki brandara fyrir þig eða neinn
annan, heldur er samkvæmur sjálf-
um mér. Ég er hrár, grófur með
svartan húmor og það gengur vel í
Islendinginn."
- Líkistu Seinfeld að því leyti að
gera grín að fáránleika hversdags-
ins?
„Þetta er sama form, en hann er
fjölskylduvænn. Þú getur farið
með níu ára dóttur þína á skemmt-
un hjá honum. Ég er bannaður inn-
an 16 ára, minnst. Seinfeld talar
ekki um kynlíf, minnihlutahópa né
neitt sem gæti verið umdeilanlegt.
Það eru margir hvítir grínarai’ í
Bandaríkjunum sem tala um flug-
freyjur, flugmenn, leigubílstjóra og
gæludýr. Það er þeirra lína. Aftur
Fallegust
í Póllandi
IZABELA Opechowska var valin
Ungfrú Pólland um helgina og
sést hér í baðfötunum. Hún er
aðeins 18 ára og er mennta-
skólanemi í Biskupiec í Austur-
Póllandi.
ecco
Gangur lífsins
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Kringlunni 8-12. Sími: 568 9212
Egilsgötu 3. Sími: 551 8519
SVEINN Waage lætur gamminn geisa.
Morgunblaðið/Gollí
á móti koma svörtu grínararnir
eins og Martin Lawrence, Eddie
Murphy og Chris Rock mér til að
hlæja.»Þeii- era nær rótinni og tala
um hluti sem við þekkjum svo vel,
eins og samskipti kynjanna. Það
gerir Seinfeld ekki.“
- Ertu mjög eftirsóttur, með
þennan titil?
„Eftirspurnin er orðin miklu
meiri. Ég var fyrir norðan um
seinustu helgi og það var alveg
meiriháttar. Eigandinn á Kaffí
Menningu á Dalvík neitaði að
borga mér nema ég lofaði að koma
aftur. Ég hef líka skemmt mjög
fínu fólki, og þá skiptist hópurinn í
tvennt; þá sem springa úr hlátri og
þá sem trúa ekki sínum eigin eyr-
um. Það er helst að ég njóti mín
best þegar ég skemmti yngra fólki,
eins og í framhaldsskólum og á
klúbbum."
- Er satt að íslendingum fmnist
skemmtilegra að hlæja að öðrum
en sjálfum sér?
„Ég veit það ekki, kannski. Við
erum náttúrlega með svartan
húmor en reyndar þarf mjög mikið
til að hneyksla fólk nú orðið. Ég
veit stundum ekki hvort ég á að
þora að segja sumt sem mér dettur
í hug. En þegar stemmningin er
góð og ég læt það vaða, þá fer það
alltaf vel í mannskapinn. Ég er að
tala um hluti sem eru það grófir að
ég myndi aldrei geta sagt þá dags
daglega við fólk og horft í augun á
því.“
- Hefurðu húmor fyrir sjálfum
þér?
„Ég hlæ að sjálfum mér alveg
endalaust og hef yfírhöfuð ofboðs-
lega gaman af því að vera til. Ég
held að það sé ekki möguleiki að
vera grínisti án þess að hafa húmor
fyrir sjálfum sér og vera sjálfs-
gagnrýninn. Fólki finnst húmorinn
í mér frekar sjúklegur, og þannig
er ég að gera grín að sjálfum mér
með því að upplýsa hvað ég er
skrítinn í hausnum."
LÍMMIÐAPRENT
Þegar þig vantar límmiða!
Skemmuvegl 14 • 200 Kópavogur
Sími: 587 0980 • Fax: 557 4243
Farsími: 898 9500
Nei!
Ekki úr gulli,
en úr flestum öðrum málmum smíðum við hluti
í tölvustýrðum vélum, t.d varahluti í fisk-, kjöt-,
trésmíða- og sælgætisgerðarvélar,
auk fjölda hluta í vökvakerfi.
Er hægt að gera eitthvað fyrir þig?
Kannaðu málið!
S.S.G E □
VELSMIÐJA
Trönuhraun 10, sími 555 3343