Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 72
Atvinnutryggingar
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUFVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Fangaverðir
flmga uppsagnir
MIKIL óánægja ríkir í röðum fanga-
varða þar sem ekki hafa náðst samn-
ingar við Fangelsismálastofnun í
kjölfar aðlögunarsamninga sem
gerðir voru á milli SFR og fjármála-
ráðuneytisins í apríl á síðasta ári.
Að sögn Ara Thoroddsen, for-
manns Fangavarðafélags Islands,
eru félagsmenn um 100 talsins og
eru 80-90% þeirra reiðubúin til að
segja upp starfí sínu fyrir næstu
mánaðamót hafi ekki náðst samning-
ar um launamál þeirra fyrir þann
tíma.
Ari sagði í samtali við Morgun-
blaðið að fangaverðii- hefðu viljað ná
fram bótum fyrir það sem þeir teldu
sig eiga inni en ekkert hefði þokast
hvað það varðaði í viðræðum sem átt
hefðu sér stað.
„Mér sýnist að það stefni allt í
uppsagnir núna fyrir næstu mánaða-
mót, en við vorum með starfsmanna-
fund í síðustu viku sem skilaði mjög
góðri samstöðu meðal félagsmanna.
Við viljum fyrst og fremst fá leiðrétt-
ingu á launum til að slaga upp í þau
laun sem aðrar löggæslustéttir í
landinu hafa en þar vantar töluvert
upp á,“ sagði Ari.
Ríki og borg styðja menningarborgina árið 2000
Menningarárið kostar
610 milljonir króna
REYKJAVÍKURBORG mun veita
275 milljónum króna tO Reykjavík-
ur - menningai-borgar Evrópu árið
2000 og 235 m.kr. koma úr ríkis-
sjóði. Undirrituðu þessir þrh- aðOar
samning þessa efnis í Höfða í gær.
Heildarfjárhagsrammi verkefnis-
ins hljóðar upp á 610 milljónir
króna en fyrirhugað er að afla 100
m.kr. hjá innlendum og erlendum
kostunaraðilum og sjóðum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri, Bjöm Bjarnason
menntamálaráðherra og Páll
Skúlason formaður stjómar menn-
ingarborgarinnar stóðu að undir-
ritun samningsins í Höfða en áður
hafði Geir Haarde fjármálaráð-
herra, sem staddur er erlendis,
undirritað hann. Lýstu þau öll yfir
ánægju sinni með samstarfið.
Kvaðst Páll sérstaklega ánægð-
ur með viðbrögð ríkis og borgar
en fjárframlagið mun vera í sam-
ræmi við óskir menningarborgar-
innar. í máli Páls kom einnig fram
að það væri mikdl heiður og mikið
traust sem okkur Islendingum
væri sýnt með því að Reykjavík
skuli hafa verið valin ein af níu
menningarborgum Evrópu árið
2000 - og um leið viðurkenning á
þýðingu Islands fyrir evrópska
menningu.
■ Ekki tjaldað/37
Morgunblaðið/Golli
SS kaupir
helmings-
hlut í ísfugli
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur
keypt helming hlutafjár í alifugla-
sláturhúsinu og -vinnslunni ísfugli
hf. í Mosfellsbæ.
Fyrirtækið varð til við sameiningu
þriggja félaga, Reykjavegar 36 hf.,
Isfugls hf. og Markaðskjúklinga ehf.
en samkomulag um sameiningu
þeirra var undirritað í gær. Um leið
var samþykkt að auka hlutafé í fyrir-
tækinu og keypti Sláturfélagið helm-
ing hlutafjár. Framkvæmdastjóri
sameinaðs félags, sem mun bera heit-
ið ísfugl, er Logi Þór Jónsson.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur-
félagsins, segir að fyrirtældð hafi fyr-
ir allnokkru tekið þá stefnu að ein-
skorða sig við framleiðslu og verslun
á heildsölustiginu og því sé það rök-
rétt framhald að leita sóknarfæra þar
sem styrkleiki fyrirtækisins nýtist.
Hann segii’ að fyrirséður vöxtur sé í
sölu á kjúklingum hér á landi. „Við
þekkjum vel til í vinnslu á kjöti og
þekking okkar og innkaupasambönd
nýtast vel á þessu sviði,“ sagði Stein-
þór í samtali við Morgunblaðið.
■ Viljum taka virkari/18
Hugsað
fyrir vorinu
NÚ er rétti tíminn til að setja
niður haustlauka. Þessir
starfsmenn Reykjavíkurborgar
voru að setja haustlauka niður í
gær og væntanlega vaxa upp af
þeim falleg blóm næsta vor og
gleðja augu borgarbúa.
-------------
Starfsmannafélag
Hafnarfjarðarbæjar
4% launa-
hækkun í kjöl-
far starfsmats
LOKIÐ er endurskoðun á starfsmati
starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar,
sem leiddi til breytinga á launaflokk-
,ym og um 4% launahækkunar til
' "starfsmanna að meðaltali. Hækkunin
tók gildi 1. september sl.
Að sögn Magnúsar Gunnarssonar
bæjarstjóra fór fram heildarstarfsmat
hjá starfsmönnum bæjarins í Starfs-
mannafélagi Hafnarfjarðarbæjar.
„Þetta var unnið á eðlilegan hátt og
farið yfir starfsmat með starfsmönn-
^num," sagði hann. „Eitthvað sigu
•^hunin upp eða um 4% yfir línuna.“
Hækkun sjálfræðisaldurs hefur kollvarpað meðferðarkerfí ungra vímuefnaneytenda
Biðtíminn eftir með-
ferð er 8 mánuðir
BIÐTÍMI eftir meðferð fyrir unga vímuefnaneyt-
endur hefur lengst úr 53 dögum á árinu 1997 í 240
daga, eða 8 mánuði, á árinu sem er að líða, og seg-
ir Bragi Guðbrandsson, forstjóri bamavemdar-
stofu, að hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár um síð-
ustu áramót hafi kollvarpað tilvist núverandi með-
ferðarkerfis ríkisins fyrir ungmenni þar sem tveir
árgangar hefðu bæst við skjólstæðingahópinn.
I máli Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á
Alþingi í gær kom fram að fíkniefnaneyslan hefði
aukist í sumar og þá sérstaklega hjá þeim sem
fæddir era 1982. Sagði hann að auka þyrfti fjár-
veitingu til meðferðarúrræða fyrir unga fíkniefna-
neytendur frá því sem gert væri ráð fyrir í fjár-
lagaframvarpinu.
Að sögn Braga Guðbrandssonar hefur það
gerst á sama tíma og biðtíminn eftir meðferð hef-
ur margfaldast að faraldur gengur yfir í neyslu
amfetamíns og hass í yngsta neysluhópnum.
„Við erum að sjá á biðlista hjá okkur unglinga
niður í 14 ára aldur, sem eru í reglubundinni
neyslu amfetamíns,“ segir Bragi.
Hann segir að það hafi verið fyrirséð þegar
ákvörðun var tekin um að hækka sjálfræðisaldur-
inn að óbreytt kerfi myndi ekki anna eftirspurn
eftir meðferð, og að íýrir hafi legið það álit Bama-
vemdarstofu að hækkunin kallaði á tvöföldun
meðferðarkerfisins. 14 og 15 ára unglingar fylltu
öll þau 35-40 meðferðarrými sem kerfið hefði yfir
að ráða og sérhæfða meðferð fyrir 16-18 ára
skorti. Fram til síðustu áramóta hafi ekki verið
önnur úrræði fyrir þann hóp en áfengismeðferð
með fullorðnum á vegum Landspítala eða SÁA
fyrir þá unglinga sem leituðu sjálfir meðferðar.
Meðferð á vegum Bamavemdarstofu væri hins
vegar meðferð sem foreldrar eða bamavemdar-
nefndir sækja um fyrir ósjálfráða ungling.
Endurskoða þarf fjárhæð
til meðferðarúrræða
Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði í fyr-
irspurnartíma á Alþingi í gær að endurskoða
þyrfti þá fjárhæð í fjárlagafrumvarpinu sem veitt
væri til meðferðarúrræða fyrir unga fíkniefna-
neytendur. „Við þurfum meiri peninga í þennan
málaflokk," sagði hann og kvaðst hafa tekið málið
upp á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
Ráðherra benti á að þegar fjárlög hefðu verið
undirbúin sl. vor hefði verið talið að þau meðferð-
arrúrræði sem nú væru tiltæk og kæmu í gagnið
á árinu væra viðunandi. „Nú gerist það því mið-
ur, og það er hryllileg staðreynd, að fíkniefna-
neyslan virðist hafa aukist í sumar sérstaklega í
árganginum sem fæddur er 1982,“ sagði hann og
skýrði ennfremur frá því að hann myndi taka upp
viðræður við Reykjavíkurborg á næstunni um
hentugt húsnæði fyrir svokallaða neyðarvistun.
Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á
Vogi, varð mikil aukning um mitt ár 1995 á fjölda
þeirra ungmenna sem komu til meðferðar á Vogi
og það hefði haldist óbreytt allt síðan. Miðað við
tölur sem lægju fyrir um fyrrihluta þessa árs
væri ástandið óbreytt og hann merkti ekki aukn-
ingu nú milli ára hvað sem síðar kæmi í ljós.
■ Búið að/4