Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Jafnaðarmenn og Græningjar mynda nýja rfkisstjórn í Þýskalandi r Reuters. ÞAÐ lá vel á oddvitum nýrrar ríkisstjórnar j Þýskalandi er þeir skáluðu í kainpavíni að lokinni undirritun nýs stjórnarsáttmála. Á myndinni eru frá vinstri þeir Gerhard Schröder, verðandi kanslari, Joschka Fischer, verðandi utanríkisráðherra, og Oskar Lafontaine, verðandi Qármálaráðherra. iinniiin en erfið verkefni bíða - V BAKSVIÐ Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi lauk síðastliðinn þriðjudag eftir aðeins tveggja vikna samningsumleitanir. Ný ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins SPD og Græningja segir baráttuna gegn at- vinnuleysi vera sitt brýnasta verkefni. Rósa Erlingsdóttir, fréttaritari í Berlín, fylgdist með atburðum síðustu daga. RSLIT þýsku Sam- bandsþingskosning- anna hinn 27. septem- ber síðastliðinn breyttu megindráttum þýska flokkakerfsins. í íyrsta skipti í sögu þýska Sambandslýðveldisins missir sitjandi ríkisstjóm meiri- hluta sinn í þingkosningum. Jafnað- armenn (SPD) unnu sinn stærsta pólitíska sigur eftir stríð en fylgi þeirra hefur aldrei aukist jafnmikið á milli tveggja þingkosninga. Þýskir jafnaðarmenn og flokkur Græn- ingja hlutu samtals 47,6% atkvæða og þar með nægilegan meirihluta til að mynda samsteypustjóm vinstri afla. Tap Kristilegra demókrata (CDU) mældist mest í austurhluta landsins eða um 11,1% sem styður fullyrðinguna um að fyrrverandi Austur-Þjóðverjar ráði úrslitum þingkosninga í Þýskalandi frá sam- einingu þýsku ríkjanna árið 1990. PDS, arftakaflokkur austur-þýska einræðisflokksins, hlaut í fyrsta sinn beina kosningu inn á þing og er nú þriðji stærsti flokkur austurhlut- ans. Sameining Þýskalands jók mjög á fylgi Kristilegra demókrata og Kohl kanslari naut mikillar hylli meðal kjósenda í austurhluta lands- ins. Tæpum tíu árum eftir fall múrs- ins horfir flokkurinn ráðþrota á eft- ir kjósendum sínum til annama flokka sem unnið hafa hug óánægðra borgara. „Þjóðaratkvæðagreiðsla" gegn Helmut Kohl Kosningahegðun fyrrverandi Austur-Þjóðverja er enn mjög óstöðug og óútreiknanleg en jafn- framt áhrifarík sem sýnir að vald stóra bróður í vestri er dregið í efa. Þess vegna tala stjórnmálaskýrend- ur um að allt frá sameiningu lands- ins geti stjórnmálaflokkar ekki reitt sig á kjósendur á sama hátt og áður en áratugum saman áttu vinstri og hægri menn í Þýskalandi stöðuga kjósendahópa. Ríkisstjómir voru myndaðar af mismunandi sam- steypum sömu flokkanna en réðust ekki af miklum sviptingum í kosn- ingahegðum almennings. Eftir stöðugar vinsældir Kohls og CDU síðan 1990 hefur blaðinu nú verið snúið við. Kosningunum hefur verið líkt við þjóðaratkvæðagreiðslu gegn Helmut Kohl því flokkur hans tapaði fylgi meðal allra stétta, ald- urshópa sem og í öllum landshlut- um. Kristilegum demókrötum tókst ekki að vinna hug óánægðra kjó- senda sem hurfu til SPD án þess þó að telja síðari kostinn hæfari til að ráðast gegn vandamálum landsins. En það bendir til þess að Sam- bandsþingskosningar í ár hafi fyrst og fremst snúist um persónumar Helmut Kohl og Gerhard Schröder og í öðru lagi um ósk almennings eftir stórvægilegum breytingum. Styrkur Schröders fólst í því að kjó- sendur treystu honum til að stuðla að efnahagslegum uppgangi og stöðugleika á vinnumarkaði án þess að auka enn fremur á félagslega mismunun. Aðalmálefni kosninga- baráttunnar var hið mikla atvinnu- leysi. Og kjósendur kröfðu flokkana um lausnir. Efasemdir um að fráfarandi ríkisstjórn myndi nýta jákvæða þróun efnahagsmála síðastliðinna mánaða til að berjast gegn atvinnuleysi sýndu sig síðan í afhroði stjórnarfiokkanna. Almenn- ingur trúir fremur á hæfni sósíalde- mókrata vegna nálægðar flokksins við verkalýðsfélögin og góðra tengsla Schröders við leiðtoga efna- hagslífsins. Græningjar á miklum tímamótum Eftir 16 ára stjórnartíð Helmuts Kohls er markmið vinstri flokkanna loksins orðið að veruleika. Þeir sitja í ríkisstjóm. Flokkur Græningja kom fram á sjónarsviðið fyrir tæp- um tveimur áratugum sem af- sprengi þýsku stúdenta- og kvenna- hreyfingarinnar. Ásetningur flokks- ins að binda enda á stjómartíð kristilegra demókrata ásamt SPD var þolraun á samstöðu flokksins í kosningabaráttunni. Græningjar þurftu og þurfa enn að endurskoða stefnumál sín og hugmyndafræði til að taka þátt í stjórnarsamstarfi við jafnaðarmenn. Mikil.átök voru-inn- an flokksins síðastliðna mánuði um málefni eins og þátttöku þýskra herdeilda í friðarsveitum NATO ut- an ríkja bandalagsins. Greinilegt er að slagurinn stendur á milli reyndra stjómmálamanna sem binda vilja enda á ímynd flokksins sem stjóm- arandstöðuflokks og almennra flokksmanna sem halda vifja í þá hugmyndafræði er mótaði flokkinn og kæra sig kollóta um stjómar- samstarf við hefðbundnu flokkana. Eftir kosningarnar hefur slök samningsaðstaða þeirra gagnvart jafnaðarmönnum aukið enn fremur á ágreining innan flokksins þar sem stórum hluta flokksmanna þykir erfitt að sætta sig við valdatafl jafn- aðarmanna. Forysta flokksins hefur nú sagt skilið við róttæka stefn- umörkun í utanríkismálum og samþykkti á dögunum þátttöku Þjóðverja í mögulegum hernaðarað- gerðum NATO gegn Serbum í Kosovo-deilunni. En sú ákvörðun olli friðarsinnum og kjósendum á vinstri væng flokksins miklum von- brigðum. Utanríkismál í höndum Græningjaflokksins Forysta flokksins leitast við að sýna samstöðu út á við og skorar á flokksmenn sína að sýna sér holl- ustu á þessum tímamótum. Ljóst er að hugmyndafræði Græningja sem í byrjun þótti afar róttæk þarf að lúta í lægra haldi fyrir hæfni flokks- ins til stjórnarsamstarfs með einum stærsta og reyndasta flokki lands- ins. Skýrasta dæmi þess er að Joschka Fischer, formaður Græn- ingjaflokksins, sem á sjötta og sjöunda áratugnum var eitt þekktasta andlit stúdenta- og frið- arhreyfingarinnar verður utanríkis- ráðherra nýrrar ríkisstjórnar. En þýsk utanríkismál hafa síðastliðin 29 ár verið í stjórn frjálslynda miðjuflokksins FDP sem óneitan- lega hefur tekið annan pól í hæðina í stefnumörkun sinni en Græningj- ar. Fischer segist fyrst og fremst vilja viðhalda stöðugleika í utan- ríkismálum Þýskalands enda væri pólitískt óskynsamlegt að kollvarpa festmótaðri stefnu fyrirrennara sinna. Auk utanríkisráðuneytisins fengu Græningjar umhverfis- og heil- brigðismál í sinn hlut. Jiirgen Tritt- in verður umhverfismálaráðherra og Andrea Fischer heilbrigðismál- aráðherra. Loforð um kynjakvóta höfð að engu Af alls fimmtán ráðherrum í stjórn Gerhards Sehröders eru aðeins þrjár konur sem hefur verið harðlega gagnrýnt af konum úr báðum flokkum. Frammámenn flokkanna svara gagnrýninni með því að beita sér fyrir því að embætti forseta þingsins og háttsettra ritara ráðuneytanna komi í hlut kvenna. En þessi embætti eru á engan hátt jafn áhrifamikil og ráðherra- embættin. Þetta stingur í stúf við áralanga baráttu ílokkanna beggja fyrir kynjakvóta þingmanna og æðstu ráðamanna. Fyrir kosningar voru einnig gefin loforð um kynja- kvóta en nú er allt annað uppi á ten- ingnum. I byrjun stjórnarmyndunar- viðræðnanna sögðust Gerhard Schröder og Oskar Lafontaine, for- maður jafnaðarmanna, vilja leysa mannaráðningar í lokin. Það reynd- ist eifitt að leyna valdatafli ein- stakra þingmanna og vangaveltur um úthlutun ráðherraembætta skyggðu lengi á inniháld samnings- umleitana. Eins voru uppi getgátur um ósætti milli æðstu manna ílokksins. Rudolf Scharping sem var kanslaraefni flokksins 1994 varð gegn vilja Sínum að segja af sér sem formaður þingflokksins og verður vamarmálaráðherra í komandi ríkisstjórn. Undir lok stjórnarmyndunar- viðræðnanna sagði síðan Just Stollman, sem snemma á árinu var tilnefndur komandi við- skiptaráðherra af Gerhard Schröder, skilið við samninganefnd jafnaðarmanna. Hugmyndir Lafontaines, tilvonandi fjármál- aráðhema, um að styrkja stöðu fjár- málaráðuneytisins með því að flytja alþjóða- og Evrópumál frá við- skiptaráðuneyti til fjármálaráðu- neytis taldi hann ekki unnt að sam- rýma markmiðum sínum. Hann gagnrýndi einnig stefnu komandi ríkisstjórnar í skattamálum sem að hans mati leggur aukna byrði á sjálfstæðan atvinnurekstur milli- stéttaiinnar og kemur í veg fyrir svigrúm vinnuveitenda til atvinnu- sköpunar. Stollmann segir að það markmið SPD að styrkja millistéttina hafí verið haft að engu í stjórnarmynd- unarviðjræðunum. Stjómmála- skýreria'ur telja að Stollmann hafi verið látinn fara fyrir tilstuðlan Oskars Lafontaines. Stollmann seg- ir Lafontaine hafa ráðið ferðinni en ekki kanslarinn verðandi. Lafontaine er sérfræðingur í efna- hags- og viðskiptamálum og er tal- inn stjóma þeim málefnum fremur en Gerhard Schröder. Hann kemur af vinstri væng jafnaðarmanna og vill styrkja afskipti ríkisins af efna- hagsmálum til að draga úr skaðleg- um áhrifum alþjóðavæðingarinnar á þýska hagkerfið. Hækkun fjár- magnsskatts á beinan hagnað at- vinnurekenda á að mæta kostnaði ríkissjóðs af umbótum á velferðar- kerfinu. Vinnuveitendasamtök, CDU og FDP taka í sama streng og segja að nýja skattalöggjöfin muni ekki aðeins hækka kostnað atvinnuveit- enda heldur einnig koma í veg fyrir fjárfestingar í landinu. Aðkallandi verkefni Þjóðverjar standa nú gagnvart miklum breytingum; Ný ríkisstjórn tekur við völdum, Berlín verður höfuðborg og þýska markið mun víkja fyrir evruna. Þróun Evróp- umála og sameining Þýskalands voru pólitísk afrek sem ríkisstjórnir Kohls áttu stóran þátt í að gera að veruleika. Að fylgja þeim eftir er áskorun fyrir ný stjórnvöld í land- inu. Rúmlega helmingur kjósenda sagðist skömmu fyrir kosningar vilja stjórnarskipti í landinu. í ljósi þess kom stemmningin í landinu eftir kosningai- að vissu leyti á óvart. Vinstrimenn fógnuðu ekki eins og gert var í Bretlandi og Frakklandi á sínum tíma. Þjóðverj- ar virðast taka stjómarskiptunum með ró og búast ekki við að þau breyti miklu til að byrja með. Schröder, Lafontaine og Fischer þurfa fyrst og fremst að vinna aftur trú almennings á stjórnmálum en jafnframt traust á alþjóða vettvangi þar sem Kohl var vinsæll leiðtogi allt fram að kosningum. Schröder og Lafontaine tala aðallega um inn- anríkismál og því verður spennandi að fylgjast með prófraun þeirra í Evrópu- og alþjóðamálum. I janúar mun ríkisstjórn Þýskalands taka við forsæti í ráðherraráði Evrópusam- bandsins. Það verður því hlutskipti Þjóðverja að fylgja eftir fram- kvæmdaáætlun Maastricht II samningsins um umbætur á styrkt- arsjóðum sambandsins. Þar á Þýskaland mikilla hagsmuna að gæta og því verður forsætið prófraun fyrir nýju þýsku ríkis- stjórnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.