Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Ásdís TSJEKHOV samdi Ivanov árið 1887 að beiðni leikhússeiganda í Moskvu. Verkið var frumsýnt við mikinn fdgnuð í þessu húsi þrátt fyrir að leikarar kynnu lítið sem ekkert í textanum. Nemendaleikhúsið frum- sýnir Ivanov eftir Tsjekhov NEMENDALEIKHÚSIÐ frumsýn- ir leikritið Ivanov eftir Anton Tsjekljoshov í Lindarbæ annað kvöld, mánudagskvöld, ki. 20. Verkið fjallar um ungan mann í sjálfsmorðs- hugleiðingum og er skrifað á tímabili sem höfundurinn einbeitti sér að því að skoða náið inn í sálarfylgsni per- sóna sinna. Verk frá þessum tíma lýsa reynslu hinna sálsjúku með að- ferð sem minnir á að höfundurinn var starfandi læknir. Tsjekhov skrifaði leikritið að beiðni leikhússeiganda í Moskvu að nafni Korsh árið 1887 fyrir álitlega fjárupphæð. Samning verksins tók ekki nema tvær vikur en Korsh hafði lofað Tsjekhov að það yrði vel æft. Æfmgarnar urðu hins vegar aðeins fjórar og þar af voru tvær þeirra „tómur fíflagangur, þar sem hinir háttvirtu leikarar steyptu sér út í orðaskak og þrætur“ eins og höfund- urinn segir í bréfi til bróður síns daginn eftir frumsýningu. Útkoman varð líka eftir því, leikararnir kunnu ekki hlutverk sín og raunar segist Tsjekhov ekki hafa kannast við sitt eigið verk á frumsýningunni sökum þess hve textakunnáttan var slök. Þrátt fyrir þetta fékk leikritið frá- bærar viðtökur og mikil ólga mynd- aðist í salnum, höfðu leikararnir aldrei kynnst öðru eins. En Tsjekhov var ekki ánægður og sá eftir því að hafa samið Ivanov. Leikritið var sýnt aftur í endurskoðaðri útgáfu tveimur ái'um síðar viuð almennt góðar und- h'tektir en sama ár var verk hans Skógarpúkinn frumsýnt, sem síðar hlaut nafnið Vanja frændi, en það fékk svo hörmulegar móttökur að Tsjekhov samdi ekki leiki-it aftur fyrr en sex árum síðar, þegar hann hóf að skrifa Mávinn. En frumsýn- ingin hans í október ári síðar var aft- ur á móti slíkt hnoð að Tsjekhov gekk út eftir annan þátt og sór að semja aldrei leikrit aftur. Leikendur í uppsetningu Nem- endaleikhússins eru Egill Heiðar Anton Pálsson, Laufey Brá Jóns- dóttir, Stefán Karl Stefánsson, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Hinrik Hoe Haraldsson, María Pálsdóttir, Rún- ar Freyr Gíslason og gestaleikari er Kjartan Guðjónsson. Leikstjóri er Guðjón Petersen. Leikgerð var unn- in fyrir nemendur af þeim Hafliða Arngn'mssyni, sem einnig er leik- listarráðunautur, og Guðjóni Peter- sen. KJERTE HJARTA LJOSSINS Fyrsta myndin sem gerð er á Græniensku. ★ ★★★ Aktuelt ★ ★★★ Politiken ★ ★★★ Extra Biadet RRÆN KVIKMYNDA LABÍÓI 23. OKT. - 2. . Einnig eru sýndar á hátíðinni Barbara eftir Nils Malros og Dansinn eftir Agúst Guðmundsson ■irsETSiJfRrr ~ • rasmus utbeith íL> m mm anda wismssfii á!CS k>!tlsL MMRniSU líMflUWiJSÍI USUHUIWia m »SM» KIUH-SfSUÍl* /•• ft tr.»i Ml IMma ftf 1St l««l« tmttfHit JUÍUIH SSlSix í>kíí5W PfS ffSUT ,>4\ mm mumm Islensk list í Vín SÝNING á verkum Rögnu Róberts- dóttur, Rúríar og Kristjáns Guð- mundssonar var opnuð í Peter Lindness Gallerí í Vín í gærkvöldi. Sýningin nefnist íslensk sam- tímamyndlist og eru þar 16 verk og einnig eru 6 verk þessara lista- manna sýnd á sérstaló'i myndlistar- stefnu í Vín, sem Peter Lindness Gallerí tekur þátt í. Edda Jónsdóttir, forstöðumaður Ingólfsstrætis 8, sagði sýninguna þátt í samstarfi íslenskra og er- lendra sýningarfyrirtækja. Hún sagði fleiri sýningar íslenskra lista- manna erlendis á döfinni; í Skandin- avíu og Belgíu. Fyrir skömmu var haldið málþing á Kjarvalsstöðum, þar sem m.a. voru fluttir fyi'irlestar um samskipti galleríista og lista- manna og sagði Edda komu er- lendra manna þess vegna hafa opn- að ýmsa möguleika til samstarfs. „Þetta er hæg þróun,“ sagði Edda. „En takmarkið er íslensk list úti um allt.“ Haustönn Múlans að hefjast DJASSKLÚBBURINN Múlinn hefur göngu sína að nýju eftir sum- arleyfi sunnudaginn 25. október. Þá verða tónleikar í Sölvasal, Sóloni Is- landusi, með hollensku söng- og danskonunni Ester Vroom ásamt hljómsveit kl. 21. Hljómsveitina skipa, auk Esterar, Helga Laufey, píanóleikari, Birgir Baldursson, slagverksleikari og Bjami Svein- björnsson bassaleikari. Ester Vroom er fædd í Hollandi og er af súrínömskum uppruna. Hún starfar í Amsterdam og hefur víða komið fram sem söngkona og dansari og þykir jafnvíg á djass og suður-ameríska tónlist, segir í fréttatilkynningu. Bókastefnan í Gautaborg hafín FIMMTUDAGINN 22. október hófst Bókastefnan í Gautaborg með setningu kl. 10:40. Bertil Falck, framkvæmdastjóri stefn- unnar, bauð Benjamín B. Ferencz sérstaklega velkominn og fól hon- um að segja stefnuna formlega setta. Benjamín B. Ferencz er einn hinna amerísku yfirsaksóknara við Nurnberg-réttarhöldin og gestur stefnunnar vegna umræðufunda í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar undirrituðu mannréttindayfirlýsinguna. Undir yfirskriftinni „Crimes Against Humanity" hófust umræðurnar um brot á mannréttindum sem framin eru um þessar mundir, m.a. í því ljósi sem Nurnberg-réttarhöldin hafa varpað á stríðsglæpi þá er áttu sér stað í heimsstyrjöldinni síðari. Við setninguna lýsti Benja- mín B. Ferencz gleði sinni yfir að sjá svo mörg ungmenni mætt til leiks, „því framtíð okkar byggist á þeim og að þau læri þá lexíu sem læra þarf, og að við kunnum að kenna þeim“ og hann lauk máli sínu með örvandi hvatningarorðum til þein-a. „Gefist ekki upp í barátt- unni fyrir mannréttindum, það er alltaf von.“ Honum var einnig falið að setja safnstefnuna skömmu síð- ar, en hún stendur yfir jafnhliða Bókastefnunni og í samvinnu við hana, með sömu þemu, en „Börn og unglingar" og „Menningararfur- inn“ eru tvö aðalþemu stefnunnar í ár. Kl. 11 tóku íslensku rithöfund- arnir Ólafur Gunnarson og Hall- grímur Helgason þátt í pall- borðsumræðum undir stjórn Sven Hallonsten og var þeim prýðisvel tekið. Hallgrímur braut ísinn með flutningi á ljóðinu „Good Morning Amerika", og las einnig úr óút- kominni sænskri þýðingu á bókinni 101 Reykjavík, en þýðandi er John Swedenmark sem fyrr hefur þýtt bækur Einars Kárasonar. Ólafur flutti kafia úr enskri útgáfu Trölla- kirkju, en á sænsku hefur hann fyrr á árum verið kynntur sem barna- bókahöfundur. Ami Bergmann og Matthías Jo- hannessen taka einnig þátt í um- ræðum á messunni og verður síðar sagt frá þeim. A sýningarsvæðinu var kynning- arreitur íslenskra forlaga á sínum stað við „Nordens Torg“ undir stjórn Önnu Einarsdóttur, og mörgum bókum prýddur, Islands- myndum svo og stöðugum straumi af fólki, fólki sem vill skoða og spyrja og fólki sem vill hittast. Is- lenskir útgefendur sem taka þátt og sýna úrval af bókum eru: Mál og Menning, Vaka/Helgafell, Hörpuút- gáfan, Forlagið, Iðunn, Iceland Review; Hið íslenska bókmenntafé- lag, íslensk málnefnd, Sögufélagið og Háskólaútgáfan. ----------------- A Einar Askell á Akranesi MÖGULEIKHÚSIÐ sýrúr barna- leikritið Góðan dag Einar Áskeli í Grundaskóla Akraness sunnudag- inn 25. október kl. 17. Leikritið hef- ur undanfarið verið sýnt í Reykja- vík, auk þess sem farið hefur verið í leikferðir um Vestur-, Norður og Austurland. Alls hafa rúmlega 10.000 börn séð sýninguna frá því hún var frumsýnd í febrúar, segir í fréttatilkynningu. Leikritið er byggt á hinum kunnu bókum sænska höfundarins Gunillu Bergström um Einar Askel, en leik- arar eru Skúli Gautason og Pétur Eggerz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.