Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 33*' STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMRUNAÞROUNIN f EVRÓPU HELDUR ÁFRAM RÁTT fyrir harla tíðar hrakspár hefur sam- runaþróunin í Vestur-Evrópu haldið áfram, stig af stigi, undan- farin fjörutíu ár. Evrópusam- bandið er nánasta milliríkjasam- starf, sem þekkzt hefur; aðildar- ríkin hafa framselt hluta af ríkis- valdi sínu til sameiginlegra stofn- ana, í þeirri trú að aðeins þannig verði mörg af viðfangsefnum nútímans leyst með árangursrík- um hætti. Sambandið hefur nú sameiginlega stefnu í mörgum mikilvægum málaflokkum og segja má að kórónan á samstarf- inu sé myntbandalagið, sem gengur í gildi eftir fáeinar vikur. Ummæli sumra leiðtoga aðild- arríkja ESB undanfarna daga benda ekki til að sambandið muni láta hér staðar numið. Viktor Klima, kanzlari Austurríkis, sem nú er í forsæti ráðherraráðs sam- bandsins, sagði þannig í ræðu á Evrópuþinginu að Efnahags- og myntbandalagið væri ekki loka- takmark ESB. Sérstaklega ræddi Klima um að þörf væri á að skapa sterkari sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu, til að stuðla að heimsfriði og nýta þann stöðugleika, sem myntbandalagið myndi hafa í för með sér, til góðs fyrir alla heimsbyggðina. I síðustu viku kom það jafn- framt verulega á óvart að Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, lýsti því yfír að Bretar væru nú í fyrsta sinn reiðubúnir að samþykkja að ESB tæki að sér varnarhlutverk, sem fælist í því að aðildarríkin störfuðu sam- an að hernaðaraðgerðum, bæði þegar stilla þyrfti til friðar, við svipaðar aðstæður og í Kosovo, en ekki síður þegar standa þyrfti að árásum. Þessi stefnubreyting Breta getur breytt verulega öll- um forsendum í umræðum um varnarmálahlutverk ESB, þar sem brezka stjórnin hefur til þessa viljað fara hægast í sakirn- ar. Bretar hafa viljað sem nánast samstarf við Bandaríkin í varnar- málum en nú segir Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, að tilgangur evrópskra varnar- sveita yrði að ESB-ríkin gætu tekið á vanda eins og þeim, sem nú steðjar að í Kosovo, án þess að vera háð þátttöku Bandaríkj- anna eða Kanada. Fróðlegt verð- ur að sjá hver verður niðurstaða leiðtogafundar sambandsins í Austurríki nú um helgina, en þar hyggst Blair leggja fram tillögur um nýskipan varnarmálanna. Vaxandi samstarf ESB-ríkj- anna mun með ýmsum hætti hafa áhrif á íslenzka hagsmuni, hjá því verður ekki komizt. Aðildar- ríki ESB eru mörg hver nánustu bandamenn og helztu við- skiptalönd_ íslands til margra áratuga. Island á áfram mikið undir því að tengslin við þessi ríki séu sem nánust og að sjónar- mið íslenzkra stjórnvalda séu tekin með í reikninginn þegar mikilvægar ákvarðanir eru tekn- ar í samstarfi þeirra. Þegar EES-samningurinn var gerður á sínum tíma náði samn- ingssviðið til verulegs hluta af starfsemi Evrópubandalagsins, eins og það var þá kallað. Gerð samningsins var auðvitað viðbrögð við því stóra skrefí, sem þá var verið að stíga í sam- runaþróuninni, myndun innri markaðarins. Islandi og öðrum aðildarríkjum EFTA var tryggð- ur aðgangur að innri markaðnum og nokkur áhrif á mótun ákvarðana um málefni hans. Síð- an hefur hins vegar harla margt bætzt við í starfsemi Evrópusam- bandsins. Aðildarríkin hafa nú tekið upp sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu, þótt hún sé enn ófullburða, og samstarf í dóms- og innanríkismálum. Síð- ast en ekki sízt hefur mynt- bandalagið bætzt við, en sameig- inlega Evrópumyntin kann að hafa veruleg áhrif á efnahagslega hagsmuni Islands. Nánara sam- starf í utanríkismálum og varn- armálum hefur augljóslega áhrif á stöðu íslands í vestrænu varn- arsamstarfí. íslenzk stjórnvöld verða að leita allra leiða til að hafa áfram sem greiðastan aðgang að öllu starfi Evrópusambandsins, til þess að hagsmuna Islands sé sem bezt gætt. Drög hafa nú verið lögð að slíkum aðgangi að dómsmálasamstarfínu, a.m.k. að hluta, með viðræðum við ESB- ríkin um aðild Islands að Schengen-vegabréfasamstarfínu. Hins vegar er ljóst að halda verð- ur áfram að útvíkka það sam- starf, sem komst á með EES- samningnum. Hvernig það verð- ur bezt gert verður að meta eftir því sem sambandið þróast. FÁTÆKT Á ISLANDI FÁTÆKT er afstætt hugtak en við mat á því, hvort fátækt ríki á Islandi hljóta menn að taka mið af því umhverfi, sem við lif- um í en ekki bera saman lífskjör hér og í þriðja heims löndum og spyrja á þeim grundvelli, hvort fátækt ríki hér. Þær upplýsingar, sem fram komu á ráðstefnu í fyrradag um fátækt á Islandi, hljóta því að verða okkur alvar- legt umhugsunarefni. Fyrir mörgum áratugum var baráttan í þágu þeirra, sem minnst máttu sín afar hörð en í samfélagi nútímans hefur ríkt meiri þögn um þá, kannski vegna þess, að þeir eru orðnir svo miklu minni hluti af þjóðinni en þeir voru framan af öldinni. Þessi þögn hefur truflað marga og sumir hafa spurt, hvort ástæðan fyrir henni sé sú, að þeir sem hafí það gott hafi engan áhuga á því að fylgjast með kjörum þeirra, sem minna mega sín. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Félagsvísindastofnun, telur að um 9% íslenzku þjóðarinnar lifi undir fátæktarmörkum, þar af um 12% kvenna en um 8% karla. í hópi einstæðra foreldra séu hlutfallslega flestir, sem búi við fátækt eða um 21% en ef fátækt sé greind eftir atvinnu- greinum séu um 26% þeirra, sem stunda landbúnað í þessum hópi. Með tilvísun til danskra rannsókna telur Karl Sigurðsson að varlega megi áætla að um átta þúsund íslendingar búi við stöðuga fátækt þótt fleiri lifi í fátækt í skemmri tíma. Slíkar rannsóknir segja aldrei alla söguna og tekjutölur ekki heldur. Afkoma fólks, sem lifir á tekjutryggingu, fer t.d. algerlega eftir því hvort það á eigið húsnæði eða ekki. Þetta breytir hins vegar ekki því að það er mikilvægt að efna til umræðna um þessi málefni og beina athygli fólks að þeim þegnum þessa þjóðfélags sem minnst mega sín. Við íslendingar höfum áreiðan- lega efni á að gera betur. JÓNAS ER AÐ upplagi og eðlislægri ástríðu mesta trúar- skáld íslendinga. Höfundar Sólarljóða og Lilju hafa lært sína trú og ort hana með glæsibrag inní gamalt, áhrifamikið trúarkerfí. Matthías Jochumsson tjáir trú sína moð innblæstri sem engum öðrum var gefinn en hann er mikill efasemdarmaður að upplagi og trúin veldur honum sársaukafull- um heilabrotum. Hún er ekki full- komlega eiginlegur þáttur í eðli hans. Hallgrímur Pétursson er að vísu trúhneigður en hann yrkir inní lútherskt rétttrúnaðarkerfi af þekk- ingu og fyrirfram ákveðnum til- gangi. Hann er mestur Kristsmaður allra þessara skálda og á hans veg- um mætir hann guði sínum eins og sannur lútherstrúarmaður. Það ger- ir Jónas Hallgrímsson einnig, þótt hann nefni Krist sjaldan í ljóðum sínum og þá helzt í minningar- kvæðinu um sr. Tómas Sæmunds- son þar sem hann talar bæði um kross Krists og „sigur sonarins góða“. En guðstrúin er honum eiginleg og eðlisborin. Hún birtist ósjálfrátt í öllu sem hann hugsar og gerir, óþvingað og að því er virðist án fyrirvara. Guð, eða skaparinn, eða faðirinn, er í beinu og að því er virðist milliliða- lausu sambandi við skáldið. Hann skapar börnum sínum umhverfí, hann agar þau og elskar. Ef Jónas væri fískur mætti segja að guðstrú hans væri vatnið. Og hann syndir eins og fískur í þessu vatni. Það er hans heimkynni. Og upplag hans er þannig af guði gert. Jónas leitar skjóls í föðurást guðs eins og lútherskur idealisti og hún er ekki sízt einn helzti þáttur þeirrar föður- landsástar sem birtist í orðum hans og afstöðu allri. Þetta blasir við okkur í Hulduljóðum þar sem mæt- ast skynsemistrú upplýsingar og dulhyggja rómantísku stefnunnar. Þar eru ástin og ættjörðin samant- vinnuð. Draumar og skynsemi. Sköpunarverkið undir guðlegri stjórnun. Og svo framfarastefnan persónugerð í Eggerti Ólafssyni. Hann er í fóðurhlutverki lærimeist- arans; sjálf fyrirmyndin og í ein- hverjum dularfullum tengslum við forsjónina: Faðir og vinur alls, sem er! annastu þennan græna reit; blessaðu, faðir! blómin hér blessaðu þau í hverri sveit Ástarsælan á upphaf sitt í „lifandi guði“ og ást hans fyllir alls staðar þarfír mannsins eins og skáldið seg- ir. Og fjallkonan, undir nafni huld- unnar, eða ættjarðarinnar, hefur ást á Eggerti - og Jónas ann honum þess, Pú elskar hann - þess ann ég honum glaður, ástin er rík og þú ert hennar dís... Þannig er ást Jónasar bundin ættjörðinni með einhverjum hætti og svo einnig forsjóninni. Sólfagra mey, þ.e. huldan, er nú í hlutverki íjallkonunnar. Og ástin er helguð henni. M. HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 24. október HUGMYNDIN UM efnahagslega vel- sæld hefur áhrif á umræðu um flesta hluti. Þannig er ein af grunnhugmynd- unum um framtíð þjóðarinnar sú að landið eða náttúran og mannfólkið skili hagnaði. Þetta endurspeglast með mjög skýrum hætti í umræðum um þau mál sem eru efst á baugi hér á landi nú um stundir. Hálendið þarf að skila hagnaði, það er bara spuming hvernig og hverjum. Og hið sama á við um gagnagrunn á heilbrigðissviði og auðlindir hafsins. Um þetta eru flestir sam- mála sem horfa á hlutina raunsæjum aug- um. ísland þarf að skila hagnaði eigi fram- tíð þjóðarinnar að vera trygg. En jafn- framt hljóta flestir að vera sammála um að hagnaðarhugsjónin megi ekki ríkja ein ofar öllu. I því sé falinn beinn háski íyrir land og þjóð, rétt eins og í hinni skefjalausu framfaratrú sem einkennt hefur vestræn samfélög á þessari öld. Ein af grundvallar- spurningunum sem glímt er við í þessum deilumálum er því sú hvort og þá hvemig sé hægt að fara bil beggja. Er hægt að láta hagnaðarhugsjónina ríma við eftirsóknina eftir gildum af öðrum toga? Það er mikil- vægt að ekki verði rasað um ráð fram í leit að svöram við þessum spumingum því að þau eiga mögulega eftir að hafa víðtæk áhrif. I vissum skilningi er leitin að þessum svöram leitin að tilgangi þjóðarinnar og markmiðum, leitin að því sem við teljum skipta máli. Vitsmunaleg vinna og nýsköpun SEGJA MA Að þjóðin hafi fundið samhljóm í sjálf- stæðisbaráttunni á sínum tíma og þeg- ar sjálfstæðið var fengið 1918 hafí hún leitað hans í menning- arlegri réttlætingu á sjálfstæðri tilveru sinni; Islendingar áttu ekki aðeins að vera sjálfstæðh- heldur einnig mikilvæg menn- ingarþjóð, helst menningarlegt stórveldi. Fór fram mikið endurmat á bókmenntaarf- inum í þessum tilgangi sem snerist mest megnis um að fínna hina stórmerku ís- lensku rithöfunda sem settu saman þessar heimsbókmenntir okkar. Um gildi sagna- arfsins og þessara rannsókna á honum fyr- ir menningarlegan tilverarétt þjóðarinnar hefur Jón Karl Helgason, bókmennta- fræðingur, skrifað í nýrri bók sinni, Hetjan og höfundurinn. Að einhverju leyti fer þessi leit að menningarlegu gildi þjóðar- innar enn fram, að minnsta kosti má heyra enduróm hennar í máli manna við hátíðleg tækifæri. En þjóðin hefur fundið samhljóm í öðru á undanförnum áratugum, að mati ísraelska menningarfræðingsins Itamar Even-Zohar, eða í því sem hann kallar vits- munaleg vinna og sköpun. I viðtali í Lesbók Morgunblaðsins 29. ágúst síðastliðinn fjallaði Even-Zohar um ríkidæmi sem fælist í safni tækifæra og möguleika. Sagði hann að umfang og inni- hald þessa safns gæti skorið úr um velferð einstaklinga og ríkja. Sneri hann óbeint út úr föður hagfræðinnar, Adam Smith, og sagði að auðlegð þjóða fælist í fjölbreyttu safni tækifæra. Enn fremur sagði hann: „Ef maður hefði verið fæddur á íslandi um síðustu aldamót hefði maður haft mjög fá tækifæri. Maður hefði getað orðið sjómaður eða bóndi og ef um konu hefði verið að ræða hefðu tækifærin verið enn færri. Strákar og stelpur sem fæðast á ís- landi í dag vaða hins vegar í tækifæram og kannski má rekja efnahagslega velsæld Is- lendinga til þess. Því má sömuleiðis halda fram að til þess að halda úti þessu velferð- arstigi þurfi að halda áfram að skapa ný tækifæri. Það verður hins vegar ekki gert nema ákveðinn hópur fólks geti setið við og hugsað upp ný tækifæri, það þarf að hafa fólk í vinnu við að hugsa, að skapa. Þjóðir sem leggja mikið upp úr því að búa vel að skapandi hugsun, að hinni vitsmunalegu vinnu, eru ríkar af tækifærum og mögu- leikum sem svo skapa fjölbreytileika í mannlífi, fjölbreytta menningarflóra og auðvitað meiri peninga." Even-Zohar sagðist telja að ástæðan iyr- ir því að Island hefur þróast svo hratt sem raun ber vitni á síðustu áratugum sé að hér hefur verið mikil nýsköpun. Til saman- burðar nefndi hann þróunina í Svíþjóð þar sem hugarfar hefur verið annað: „Hér hafa menn verið að uppgötva nýjar leiðir, ný tækifæri, vitsmunalíf Islendinga hefúr blómstrað, ef svo má segja. Ástæðan fyrir því að stórþjóð eins og Svíar á nú í erfiðleikum er hins vegar sú að þeir hafa fjötrað alla skapandi hugsun, allt fram- kvæði, með því að framfylgja harðri jafnað- arstefnu á öllum sviðum, stefnu sem felur ekki endOega í sér jafnrétti heldur að menn eigi ekki að hafa það betra en náung- inn. Fólk hefur fengið þau skilaboð að allir eigi að vera eins, að það megi ekki fá fram- lega hugmynd, að það megi ekki vera öðru- vísi. Þetta viðhorf hefur nánast lagt sænsk- an iðnað í rúst; meira að segja Volvo-bfl- arnir era orðnir óspennandi vegna skorts á hugmyndaflugi. Og það merkflega er að Svíar hafa komið sér í þessa stöðu með ákveðnu skipulagi, menningarlegri áætlun um það hvernig hlutimir eigi að vera.“ Þetta er athyglisverð greining á ástandi og hugarfari þjóðanna tveggja. Vitanlega má deila um það hvort það sé rétt að Is- lendingar hafí lagt jafnmikla áherslu á hina vitsmunalegu vinnu og Even-Zohar segir. Hér hefur frekar verið kvartað undan því að ekki væri nógu mikfll skflningur á því að það þyrfti að „hafa fólk í vinnu við að hugsa, að skapa.“ Hins vegar er ef til vill óhætt að segja að framgangur þjóðarinnar hafí byggst að veralegu leyti á nýsköpun, á lifandi hugsun. Gott og nærtækt dæmi um sköpunarkraftinn sem býr í þjóðinni er ótrúlega hröð þróun í hugbúnaðargeiran: um sem átt hefur sér stað síðastliðin ár. í þessum efnum byggjum við hins vegar frekar á menningarsögulegri hefð en á skilningi eða skynsamlegri og meðvitaðri stefnumótun. Hitt er svo enn merkilegra að Even- Zohar telur að jafnaðarstefna Svía hafí drepið niður nánast allt framkvæði þar í landi, að hugmyndin um samfélagslegan jöfnuð hafi í raun smitað almennt hugarfar og fellt skapandi hugsun í fjötra. Það hlýt- ur að vera forsenda fyrir því að sköpunar- kraftur þjóðar sé virkjaður á sem eðlileg- astan og bestan hátt að hver einstaklingur hafi frelsi til þess að fara sínar eigin leiðir, að vera öðruvísi. Sagan hefur kennt okkur að bera virðingu fyrir sérviskunni. Sagði ekki Mark Twain að sérvitringurinn væri maður með nýjar hugmyndir uns þær hljóta samþykki; þannig er stundum stutt á milli sérvisku og snilldar. Hér á landi hefur margoft verið bent á að styðja þurfi betur við þann sköpunar- kraft sem býr með þjóðinni. Hingað til hef- ur ekki verið hugað nægilega vel að grunn- rannsóknum en svo virðist sem stjórnvöld og almenningur séu að vakna til vitundar um mikilvægi þess en framlög til þeirra hafa farið stighækkandi síðustu ár. Ef sá vöxtur sem einkennt hefur íslenskt þjóðlíf á undanförnum áratugum á að halda áfram er augljóst að leggja þarf meira fjármagn til eflingar hinnar vitsmunalegu vinnu. í VIÐTALINU VIÐ Even-Zohar er einnig athyglisverð umfjöllun um sam- band miðju og jað- ars sem hann skýrir með eftirfarandi dæmi: „Ef þú ert í miðjunni geturðu ákveðið hvernig buxum þú vilt klæðast en ef þú ert á jaðrinum verður þú að klæðast buxunum sem miðjan segir þér að klæðast. Þú getur auðvitað ákveðið að klæðast einhverju öðru en þá færðu líka að gjalda þess á einhvem hátt. Til að brjótast undan þessu oki miðj- unnar verður þú annaðhvort að gera upp- reisn og ryðjast inn á miðjuna eða búa til annað kerfi. Barátta margra ólíkra hópa manna við að aðskilja sig frá einhvem Sjálfstæðið og samband miðju og jaðars Morgunblaðið/Ásdís VIÐ RAÐHUSIÐ miðju skýrist af þessu, þessir hópar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir geta ekki átt neinn þátt í ákvarðanatöku í því samfélagi þar sem þeir búa og telja því best að búa sér tfl sitt eigið kerfi.“ Nefnd eru mörg hnýsileg dæmi um sam- band miðju og jaðars í viðtalinu og um jað- arhópa og -þjóðir sem hafa reynt að brjóta sér leið inn í miðjuna eða búa til nýja með misjöfnum árangirí. Slíka togstreitu má finna víða í Evrópu. í Frakklandi er hún afar skýr á milli suðurhluta landsins og norðurhlutans. Suðurhlutinn er jaðarsvæði og lýtur valdi Parísar í einu og öllu, talar til dæmis ekki sitt eigið, eða öllu heidur, sín eigin tungumál. Katalónar hafa verið að reyna að skilja sig frá Spáni með þó nokkrum árangri, hefur þeim tekist að sölsa undir sig talsverð völd og raunar búið til nýja miðju í landinu. Þessi togstreita hefur síðan komið upp á yfirborðið í fýrr- um Júgóslóvaíu með hræðilegum afleiðing- um á síðustu árum og einnig mætti skoða hin áralöngu átök lýðveldis- og sambands- sinna á Norður-írlandi í þessu ljósi. í viðtalinu er þeim spurningum varpað fram hvernig Island varð ríki á meðal ríkja og hvað liggi á bak við sjálfstæði okkar. Even-Zohar telur að svaranna sé helst að leita í menningarlegri viðleitni sem birst getur með ýmsum hætti, til dæmis í vits- munalegri vinnu eða í skilgreiningu og sköpun þjóðarmenningar sem fyrrnefnt endurmat á bókmenntaai’finum er dæmi um. Hann segir þó erfitt að meta hvers vegna sumum jaðarhópum tekst að vinna bug á oki miðjunnar en öðrum ekki. Dæmi um svæði þar sem slík tilraun mistókst er Nýfundnaland; þaðan streymdi bæði fólk og fjármagn og nú tilheyrir Nýfundnaland Kanada: „Þegar keyrt er um nyrðri hluta vestur- strandar Nýfundnalands nú sést fátt annað en þorp í niðurníðslu. Þarna er mikil fátækt og er hægt að fá það á tilftnninguna að maður sé staddur í þriðjaheimsríki. Þarna bjó tiltölulega velmegandi þjóð. Við sjáum svona jaðarsvæði víðar, tfl dæmis í suðurhluta Frakklands, á Bretaníuskaga og jafnvel í Bandaríkjunum. Fólk á þessum svæðum hefur hvorki pólitíska né menn- ingarlega getu eða orku til að skipuleggja sig og brjóta sér leið inn á miðjuna. Og meðan svæðinu er stjórnað af miðjunni, fólki sem er annars staðar, er engin von til þess að staða þeirra og ástand breytist." Even-Zohar telur raunar sögu Islend- inga með ólíkindum og vekur athygli á spurningum sem snerta sjálfstæðisbaráttu okkar og hefur enn ekki verið svarað: „Hin viðtekna hugmynd um hlutverk Jóns Sigurðssonar er goðsögn, verk hans og sögu sjálfstæðisbaráttunnar yfirleitt þarf að rannsaka betur. Við getum til sam- anburðar ímyndað okkur Tasmaníubúa sem heldur yfír til meginlands Ástralíu og fer að halda ræður um að Tasmanía hljóti sjálfstæði. Þessi maður yrði varla tekinn mjög alvarlega; honum yrði hugsanlega boðið í kaffi hjá einhverjum embættis- manni en flestir myndu bara brosa út í annað. En hvers vegna hlaut Jón Sigurðs- son áheyrn? Hvers vegna var hann tekinn alvarlega? Hann hafði ekkert bakland, samt gat hann skapað íslendingum fram- tíð. Þetta hefur aldrei verið skýrt. Við vit- um heldur ekki hvernig þessir menn sem voru að skrifa um efni sem komu þessari baráttu við tengdust. Þeir voru varla fleiri en 25 til 30. Við vitum ekki hvemig textar þeirra og gjörðir mótuðu hina íslensku þjóðarvitund, sjálfsmynd þjóðarinnar. Við vitum ekki hvernig þessir menn skipulögðu sig og síst af öllu vitum við hvemig þeir komust til valda. Það er hægt að skoða hvað þessir menn hugsuðu um en það er erfíðara að sjá hvernig þeim tókst að breyta því hvernig Islendingar sáu sjálfa sig.“ Allt eru þetta mjög verðug viðfangsefni sem enn hefur lítið verið glímt við hér á landi. Vafalaust gætu sumii- átt erfitt með að kyngja því að sá Jón Sigurðsson sem við þekkjum úr Islandssögukennslu grunn- skólanna sé goðsögn en í raun er átt við að saga sjálfstæðisbaráttunnar kunni að vera flóknari en stundum er látið í veðri vaka og þáttur Jóns Sigurðssonar í henni ef til vill samofinn öðrum þáttum. Astæða er til þess að taka undir það að skoða verði þessa sögu nánar en gert hefur verið og út frá nýjum sjónarhomum. Rannsóknir á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar eru í vissum skilningi tilraun til þess að grafast fyrir um eðli þjóðarvitundarinnar, sjálfsmyndar okkar, þær gætu hjálpað okkur að finna okkur, svo margtuggin klisja sé notuð. Ef til vill veitir ekki af þeg- ar glímt er við þær grundvallarspurningar sem við stöndum frammi fyrir nú og gætu skipt meginmáli fyrir framtíð þjóðarinnar. „Ef sá vöxtur sem einkennt hefur ís- lenskt þjóðlíf á undanförnum ára- tugum á að halda áfram er augljóst að leggja þarf meira fjármagn til eflingar hinnar vitsmunalegu vinnu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.