Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LEITIN AÐ ORSÖKUM GEÐSJIiKDÓMA Sérfræðingar hjá Johns Hopkins-háskólanum bandaríska taka þátt í rannsóknum á arfgengi geðsjúkdóma með því að leita að meingenum og safna upplýsingum með sam- tölum við fjölskyldur. Kristján Jónsson ræddi við Melvin Mcinnis sem er læknir og erfða- fræðingur af vestur- íslenskum ættum. GEÐLÆKNIRINN og erfðafræðingurinn Melvin G. Mcinnis er ekld bjart- sýnn á að stutt sé í að hægt verði að beita genalækning- um gegn geðsjúkdómum. „Mín skoðun á erfðaástæðum geðsjúk- dóma er sú að um geti verið að ræða kannski tíu eða tuttugu gen hér á íslandi í erfðamengi þjóðarinnar sem geti haft áhrif á þá,“ segir hann. „Það er að vísu einfaldara að fínna þau hér hjá svona fámennri og einsleitri þjóð en annars staðar en samt er þetta mjög flókið. Ég er satt að segja ekki viss um að aðferðimar og tæknin sem við notum núna dugi til að fínna og staðsetja geðsjúkdóma í genameng- inu, þetta er svo erfítt tölfræðilega. Ef til vill verður þó hægt að greina sjúkdómslíkur í fjölskyldu en mögu- leikamir em svo margir í fjölgena- sjúkdómum." Mcinnis fæddist í Manitoba í Kanada, foreldramir vora Vestur- íslendingar en hann er einnig af skoskum ættum, þaðan er ættar- nafnið komið. „Ég er kanadískur ríkisborgari, íslenskur læknir, breskur geðlæknir og bandarískur erfðafræðingur! Læknisfræðina lærði ég við Há- skóla íslands og lauk prófí 1983, konan mín er íslensk, hún heitir Salóme Magnúsdóttir og ég get því haldið íslenskunni við. Nú stjóma ég einni af rannsóknastofum geð- deildar Johns Hopkins-háskólans í Baltimore, þar sem ég lærði erfða- fræðina á sínum tíma, ég er einnig í stöðu sem svarar til dósentsstöðu hér. A stofunni vinna um tíu manns og við rannsökum m.a. tengsl erfða og þunglyndis. Við vinnum með líftæknifyrir- tækjum en starfið er samt á vegum háskólans og komi upp einhver við- skiptasjónarmið sem taka þarf af- stöðu til er það strax falið lögfræði- deild hans. Hún sér um alla samn- inga fyrir okkur, það gerir ekki hver vísindamaður fyrh- sig. Stofan hefur unnið við söfnun á upplýsingum um fjölskyldur þar sem finnast fleiri en eitt dæmi um sjúklegt þunglyndi. Við notum svo- nefnda markera, erfðafræðileg ör- merki eða DNA-fingrafór, tii að reyna að fínna genabút með erfða- efni frá bæði móður og föður og kortleggja þannig genin sem auð- kennd era með sérstöku heiti, gjaman bókstaf og tölu. Merki við veginn Erfðaefni fjölskyldu má líkja við langan veg og við hann era nokkur skilti. Þau geta verið rauð, blá eða græn og stansmerkin með enn eina litasamsetninguna. Það sem við ger- um er að við reynum að fínna búta sem era með sömu merki hjá hverj- um einstaklingi með sjúkdóminn, andstætt því sem gerist hjá heil- brigðum. Ef um geðhvarfasýki, þ. e. þung- lyndi og oflæti, er að ræða og ná- skyldir einstaklingar eiga sameigin- legt skiltis-einkenni (t.d. grænt) aukast líkur á því að á viðkomandi svæði séu gen sem eigi þátt í sjúk- dómnum og enn aukast líkumar ef einnig finnst grænt skilti í öðram einstaklingum eða fjöl- skyldum. Geðhvarfa- sýki er það sem kallað er fjölgenasjúkdómur. Þetta hefur í för með sér að áhrif frá hverju geni geta verið til stað- ar hverju sinni i mis- munandi mæli og í óþekktu samspili við önnur gen. Erfðaþættir sem valda sjúkdómum era líklega ekki komnir að- eins frá móður eða föð- ur heldur eru þeir sam- steypa frá báðum for- eldram. Þetta flækir málið töluvert - ekki er ljóst hve sterkur hver þáttur er fyr- ir sig og öll genin þurfa ekki að vera til staðar til að sjúkdómur verði nið- urstaðan. Það gefur augaleið að það er æskilegt að vinna með stórt úrtak til að auka líkumar á að fínna gen sem hefur áhrif á sjúkdóminn. Ef okkur tekst að greina hvaða gen, eitt eða fleiri, er oft eða alltaf sam- eiginlegt þeim sjúku hefur mikið áunnist. Við reynum að greina mynstur með því að kanna dreifingu örmerkjanna.“ Mcinnis segir að fyrstu rannsókn- imar á fjölskyldum með tilliti til tíðni geðsjúkdóma hafi verið gerðar í Englandi, Þýskalandi og síðar í Bandaríkjunum um 1930 og hafí leitt í ljós að erfðir léku mikilvægt hlutverk. „Ef annar af eineggja tví- buram, sem era alltaf að mestu leyti með sama erfðaefnið, var með sjúk- dóminn reyndust vera um 70% líkur á að hinn væri með hann eða fengi hann. Hlutfallið var mun hærra en hjá tvíeggja tvíburam. Síðustu tvo áratugi hefur verið unnið að því að taka viðtöl við fjöl- skyldur og markvisst búið til úrtak sem hægt er að nota við rannsóknir. Síðan eru niðurstöðumar bomar saman við kannanir á einstaklingum úr öðr- um fjölskyldum þar sem ekki er um geð- sjúkdóma að ræða í ættinni. Tíðnin í báðum hópunum er borin sam- an. Komið hefur í ljós að allt að 15% þeirra sem eiga ættingja í fyrsta lið með þung- lyndi eru með sama sjúkdóm eða snert af honum. Auk þess hefur verið könnuð tíðnin hjá börn- um sem hafa verið ætt- leidd af fólki með þunglyndi og öðram sem hafa verið ættleidd af fólki sem er laust við hugsýkina. Tíðnin reyndist mun hærri hjá þeim sem vora fædd af sjúkum foreldram. Vísbendingarnar um erfðatengsl- in hafa því vaxið en oftast er um að ræða að menn fínna og einangra ákveðið genasvæði. Fjöldi genanna er svo mikill, við vitum ekki einu sinni alveg hve mörg þau era á hverju svæði og hvaða hlutverki þau gegna, ef þá nokkra hlutverki. Því getur verið erfitt að greina ná- kvæmlega hver sökudólgurinn er og staðsetja hann, að ekki sé talað um marga sökudólga. Tölfræðin gefur okkur ákveðið tölugildi sem við telj- um vera gilt. En reyndin er sú að óvissan er mikil.“ Einkenni og aimenningur - Hverjir sjá um viðtölin við sjúk- lingana og greininguna, geðlæknar eða einhverjir aðrir? „Sumir bandarískir vísindamenn senda þjálfaða hjúkranarfræðinga eða sálfræðinga til að ræða við fólk- ið. Þessir starfsmenn geta orðið vel þjálfaðir en era þrátt fyrir allt ekki geðlæknar. Við hjá Johns Hopkins viljum meina að best sé að geðlækn- ar annist þetta eða séu þar fremstir í flokki til að sjúkdómurinn sé eins vel skilgreindur og hægt er hverju sinni. Þá er grannurinn sem byggt er á traustari." - En er ekki stundum snúið að greina á milli þess hvort um sjúk- legt þunglyndi er að ræða eða skap- gerðareinkenni sem ekki þurfa að vera sjúkleg? „Þá værum við að velta fyrir okk- ur hvað sé sjúkdómur, hvenær ákveðið atferli sé orðið að sjúkdómi. Það hefur verið umdeilt lengi, yfir- leitt er núna miðað við að einkennin hamli einstaklingnum veralega í líf- inu, þá er hann sjúkur. Allir geta t.d. verið með einbeit- ingarörðugleika annað slagið en ef þeir eru svo miklir að viðkomandi getur ekki lesið þær upplýsingar sem hann þarf að nota þann daginn í vinnunni, svo að ég nefni dæmi, er það farið að hamla honum í tilver- unni og orðið sjúklegt. Læknir þarf að geta greint ákveð- in einkenni til að geta slegið föstu að um sjúkdóm sé að ræða. Hann þarf því að fá nákvæmar upplýsingar með samtölum um atferli sjúklings- ins. Sumir sem era í oflætiskasti fá sér tvenna skó sem þeir þurfa ekk- ert á að halda, eða halda framhjá, gera eitthvað af sér. Aðrir hafa stjóm á sér og vita að kastið varir aðeins um hríð, þeir reyna að bíða af sér storminn og tekst það. Hinir geta þurft meðferð, samtöl og lyf. Margir eiginleikarnir geta virst vera eitthvað annað, jafnvel eitt- hvað sem dómharður almenningur kallar einfaldlega leti. Sjúklingur- inn reyni kannski að böðlast áfram í vinnunni en á erfitt með að koma sér að verki. Stundum veit viðkom- andi einstaklingur ekki sjálfur að hann sé haldinn svona sjúkdómi. Þunglyndi er í sjálfu sér slæmt orð, alveg eins og depression á ensku, af því að sjúkdómurinn er svo miklu meira en bara þunglyndi. Hann get- ur valdið einbeitingarörðugleikum, lystarstoli, dauðahugsunum og löngunum til að hverfa burt. Það getur hægt á allri líkamsstarfsemi. En það er ljóst að stundum getur verið erfítt að greina vægt form af þessum sjúkdómi, sem stundum er nefnt Bipolar II á ensku. Þessi teg- und geðhvarfasýki getur einkennst af vægum oflætissveiflum. Þá getur t.d. listmálari með sjúkdóminn orðið mjög kröftugur og vinnur betur en nokkru sinni fyrr en einnig getur hann sigið niður í vægt þunglyndi sem ekki ber mikið á, séð með aug- um fólks umhverfis hann. Einnig getur sýkin birst sem hvefsni, reiði og þrálát óánægja, viðkomandi hefur allt á hornum sér. Geðsveiflur eru einnig mjög örar, skapið getur gerbreyst á einni klukkustund." Genarannsóknir og lyf Mcinnis er spurður um svonefnda genaflutninga og líkurnar á að hægt verði að vinna bug á sjúkdómum með því að breyta erfðamenginu. „Það era til nokkur dæmi um að svonefndir eingenasjúkdómar hafí verið læknaðir með þessum aðferð- um. Einn þeirra er sjúkdómur sem hægt er að lækna með því að koma heilbrigðu geni í blóðfrumur, þá losna menn við að fara með efnið í stoðfrumur. Þetta hefur hins gengið illa þegar reynt hefur verið að lækna t.d. slím- segjusjúkdóm með veiruflutningum í slímhúð. Hins vegar er mikið unn- ið að rannsóknum á genaefni í krabbameinsframum og þá er markmiðið að fá þær til að hætta að skiptast. Tilgangurinn með þessum til- raunum þarf ekki endilega að vera genameðferð sem slík. Við viljum t.d. fínna genaefni sem myndi gera lyfjafræðingunum kleift að búa til betri lyf gegn geðsjúkdómum og þá þarf að vita hvar umrætt gen er, hvert hlutverk þess er og hvemig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.