Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 4 U RAGNAR BJÖRNSSON tRag'nar Björns- son fæddist á Torfustaðahúsum, Torfustaðahreppi í V estur-Húnavatns- sýslu, 27. mars 1926. Ragnar var kvaddur frá Dóm- kirkjunni 19. októ- ber. Utför hans fór fram frá Hvamms- tangakirkju 20. október. Lokið er löngu hel- stríði Ragnars Björns- sonar. Aldrei þvarr hann þó lífs- þorstann og trúin á að hann hefði það af, virtist jafnvel fram undir hið síðasta vera jafnsterk og ótví- ræð og sannfæring hans var um sigur á hverju því viðfangsefni sem hann glímdi við um starfsama ævi. I langvarandi baráttu manns fyrir lífinu, vill oft gleymast hið seigslít- andi álag sem slíkt er eiginkonu hans og nánustu ástvinum. Þótt stöðugt fjari undan, þá kvikna von- ameistar við og við sem alla næra um stund, en svo syrtir að enn á ný. Hlý og þrautseig sem endranær hefur Sigrún staðið marga ögurstund, þegar óljóst var hvors aflsins gætti næst, flóðs eða fjöru. í fljótu bragði fínnst ungu fólki ef til vill að 72 ára gamall maður hafl lifað fulla lífslengd. En því var bara ekki þannig varið með Ragnar. Ragnar varð aldrei gamail, hann var alltaf ungur. Hann var ungur í anda og háttum, alveg þai’ til allt í einu að hann var fársjúkur orðinn. Allt fram að því var hann kraftmik- ill og gjöfull, hvort sem var á stund- um gleði eða sorgar. Hann hafði sterka nærveru og sparaði hvergi. Eiginlega héldum við hann vera ódrepandi. Útgeislun og per- sónusjarma var Ragnari gefíð, ómælt. Hann var í stuttu máli sagt, sjarmatröll. „Ómögulegt", „ekki hægt“, eða „leiðinlegt“, var ekki til í orðaforðanum, og sá kunni þá list að segja góðar sögur. Eftirtekt hans á lífinu, samhengi þess og framvindu, gerði hversdagslega og sjálfsagða atburði drepfyndna úr munni hans. Og segði hann brand- ara sem allir voru búnir að heyra, lét hann sér hvergi bregða en hélt bara áfram, ótrauður. Það endaði alltaf á einn veg, allir skemmtu sér konunglega, því skrýtlan var betur sögð af Ragnari en nokkrum öðr- um. Ragnar Bjömsson var maður gleði og stemmningar og einhvem veginn missti hann aldrei stráka- leyfið. Ragnar hafði gaman að því að ýta við fólki og gat hæglega haldið heilu samkvæmunum gang- andi. í einni stórveislunni hjá þeim hjónum, settist gutti við flygilinn hjá lands- þekktum tónlistar- og skapmanni. Þeir spil- uðu og spiluðu fjórhent „nútímatónlist" við mikla skemmtun Ragnars sem stóð hjá, og dráttríkt andlitið og augun leiftruðu af ískrandi kímni og grallaraskap, meðan hann beið þess að sá frægi loksins áttaði sig á því að meðspilarinn kunni ekkert að spila á píanó! Sigrún og Ragnar vora höfðingjar heim að sækja, þau nutu þess að veita og veita vel. Góðar vora stundimar með þeim í bústaðnum. Meðan gestimir nutu ilmsins af matnum Sigránar sem í vændum var, stytti Ragnar þeim biðtímann með léttum píanóleik. A jólunum gengu ungir og gamlir í kring um jólatréð sem skreytt var logandi kertaljósum, og árvissir ái’amótafagnaðir stóðu fram undir morgun. Glettinn og kankvís spilaði Ragnar undir söng og dansi og hafði einstakt lag á því að fá fullorðið fólk til að leika sér, langa til að vera með og fínnast það skemmtilegt. „Kaffikannar þú?“ Þegar maður svo nuddaði stírurnar úr augunum á nýársdag, vora þau hjón þegar löngu komin á fætur og farin út á gönguskíði. Okkur fannst líka daglegt líf verða skemmtilegt með Sigránu og Ragnari. Hann var mikill pabbi, og stóra stelpumar hans þær Nellý, Sigrán og Ólöf, og síðan fjörkálfurinn Gurrý og skott- ið hún Bima, áttu eins og bama- bömin hug hans og hjarta. Ragnar naut þess að leika við böm, öll böm, og hann heillaði þau, kynslóð eftir kynslóð. Þessi hjón virtust endalaust geta bætt á sig krökkum, sem jafnvel flæktust með þeim út um allt í veiðiferðir, útilegur og önnur ævintýr, innanlands sem ut- an. Þá var nú græni Saabinn stund- um spenntur til hins ýtrasta. En aginn og uppeldið var aldrei langt undan. Undir handarjaðri Ragnars stigu söstrene Linnet og mörg önn- ur börn í stórfjölskyldunni fyrstu skrefin á tónlistarbrautinni. Og Ragnar kenndi bömunum ýmislegt fleira, s.s að tefla þokkalega. „Tefldu hægar, þú veist þú getur teflt betur.“ Ar eftir ár, tefldi hann af fullum styrk og gaf hvergi eftir þótt andstæðingurinn stæði vai’la út úr hnefa, þar til einn góðan veð- urdag að sá stutti náði að máta. Kennarinn varð sigri hrósandi yfir framfór nemandans og heimtaði annan leik, nú skyldi jafnað! En bömin eldast og verða ráð- ríkum mönnum óþjál og stíf í taumi. Oft gat orðið erfitt þegar sitt sýndist hverjum, Ragnari og unga fólkinu. Og þá varð bara að sæta lagi, því Ragnar var kröfuharður á sjálfan sig og aðra, og ekki alltaf auðveldur maður við að eiga. Eitt- hvað hafði skilað sér í ungviðið af skaplyndi föðm- hans, og einurð og hreysti móðurinnar sem náði 100 ára aldri. Með soðið gam og skæri, við norðanbál og iðulausa stórhríð, ól hún drenginn í örreytiskoti ein- hvers staðar inni á Miðfjarðarheiði. Kertið brann út og eldurinn dó, og fljótt fennti yfir gluggaljórann í baðstofunni sem vart mátti greina frá öðram þústum í landslaginu. En þegar að því kom að klukkan á veggnum stóð, fannst henni fokið í öll skjól og sagðist svo frá, að þá hefði hún orðið að taka á öllu sínu til að halda sönsum. Svona lágu þau mæðginin í fímbulkulda og svarta- myrkri heilan sólarhring, þar til rofaði og fólk dreif að. Skyldi nú bæði eldað og kynt. Ekki tókst bet- ur til en svo, að eldur komst í þekj- una sem skíðlogaði og bera varð þau út í fjós og búa um í jötu. Lítill og magur sem fuglsungi var Ragn- ar settur í ullarsokk sem móðirin rétt náði að grípa í, þegar einhver í misgripum hélt að í handarkrika hennar lægi hitaflaska. Hálft annað ár tók hann að ná jafnöldram í vexti og þroska og þá var farið með sveininn til Reykjavíkur í mynda- töku. Ekki er ólíklegt að hann hafi heyrt fullorðna fólkið gleðjast og dást að tápi hans og öram framfór- um, því þegar myndin svo barst norður um hálfu ári síðar, spurði hann fullur aðdáunar: „Fannst þeim ég ekki vera myndarlegur þama fyrir sunnan?“ Varla er hægt að segja að Ragnari hafi orðið mis- dægurit á fullorðinsáram, fyrr en hilla tók undir lokalotuna. Þótt sjúkdómurinn hefti Ragnar stöðugt meir og meir, svo hann var hættur að geta hasast í barnabömunum og farið með þeim í sund, þá virtist hann alltaf sjá einhverja möguleika í því sem enn var úr að spila. Hann vissi sem var, að fyrir hinn skap- andi listamann tjóir lítið að bíða þess að andanum þóknist að hellast yfir hann. Það er hins vegar hægt að vinna sig í stuð, og í banalegunni lauk Ragnar við að semja ópera fyrir börn. Vafalaust beið sitthvað fleh-a, því er einatt þannig varið hjá þeim sem sinna skapandi stai-fi, hvort sem er í listum eða vísindum. I heimi þeirra þekkist rátínan ekki og allt hjal um átta stunda vinnu- dag er hjóm eitt. Fjöldi viðfangs- efna er óendanlegur, hugmynda- flugið auðugt og sköpunarkraftur- inn sífrjór og starfandi. Hvert mark sem næst kallar á önnur og erfiðari viðfangsefni, og í hverju svari sem fæst felst spuming, ný og ögrandi. Oft er örðugt yfirferðar og það fékk Ragnar að reyna sem dómorganisti. Fullhuganum og brautryðjandanum hlýtur alltaf að mæta einhver mótbyr. Þá getur maðm-inn gefist upp og borist und- an, eða fundið framlagi sínu annan farveg svo allir megi njóta. Ragnar stofnaði Nýja tónhstarskólann og stýrði honum samhliða tónsmíðum, kór- og hljómsveitastjórn. Hann hélt einnig áfram tónleikaferðum og túlkaði þá hvora tveggja eigin verk sem helstu verk orgeltón- menntanna, og var hann bókaður með orgeltónleika í Evrópu fram á næsta sumar. Þeir blaðadómar sem hann fékk fyrir orgelleik sinn vora afbragðs góðir: „Fullkomin tækni, leiftrandi túlkun og músík í hverj- um tóni.“ Best þótti honum þó alltaf fréttaklausan í Dimmalætting sem var eitthvað á þessa leið : „Ragnar Björnsson góðkendur ís- lenskur urguspælari, spælir Bach.“ Ragnar gat verið skjótur til svars og orðheppinn og hafði þá skömm og gaman af, væri honum svarað í sömu mynt. Inn í tengda- fjölskylduna fylgdu honum drift og frískir vindar. Skarð hans þar verður seint fýllt. „Hér kveðjast menn“, skrifar Ragnar eigi alls fyrir löngu þá dauðvona, er hann minntist fyrr- verandi svila síns, Dieters Roth. Vestur á Snæfellsnesi þar sem duft Dieters liggur í íslenskri mold, situr Ragnar síðsumars við stóra gluggann á Bakka og horfir út. Út yfir himinninn, fjöllin hand- an hafsins, horfir eitthvert út í ei- lífðina. Það var eitt þessara fal- legu kvölda þar vestra, og ein óteljandi notalegra stunda með Sigránu og Ragnari. Dýrmæt heimsókn. Skyndilega snýr Ragn- ar sér við, þá markaður af lang- vinnum og erfiðum veikindum, og spyr hvatskeytt: „Veistu hvers vegna Dieter móðgaðist við mig“? Nei, það vissi viðmælandi ekki. Kvöldið leið og við úðuðum í okkur fiskibollum úr dós og einhvers konar sveskjum, eða jafnvel rúsín- um sem fyrr um daginn kölluðust bökunarkarkartöflur, og svo sagði hann söguna um stíginn. Oneitan- lega lýsti hún þeim svilum báðum býsna vel. Aðkomu vantaði að hús- inu, þessu sem við sátum í. Ragn- ar var þá ekkert að tvínóna við hlutina frekar en fyrri daginn, kappsamur sem hann var og ham- hleypa til allra verka. Stígurinn var lagður, þessi líka fína heim- keyrsla. En, það gleymdist að spyrja eigandann leyfis. Og hinum viðkvæma svila fannst að valtað væri yfir hann, svo upp slitnaði vinskapurinn. Nú hafa þeir „náð í skottið hvor á öðram“ listamenn- irnir, og geta glaðst saman yfir heimreiðinni er um ókomna tíð sem þetta kvöld, mun greiða götu allra þeirra sem hingað koma. Bakka, Hellnum. Vera Roth, Björn Roth, Karl Roth, Guðríður Adda Ragnarsdóttir. Mér fmnst ég þurfa að kveðja þig Ragnar minn með örfáum orð- um. Ekki síst vegna þess að nú þegar þú ert horfinn og ég lít um öxl, skil ég hvað þú og aðrir vinir og vandamenn, sem gengnir era, hafa átt stóran þátt í að gefa upp- vaxtarárum okkar lit og búið okkur sem yngri voram umhverfi sem á vissa hátt mótaði okkur. Eg man einn kaldan vetrardag á Akureyri. Þú og Sigrán vorað komin norður ásamt heilum kai’la- kór. Við systkinin áttum að fá að fara á tónleikana. Klædd í okkar fínustu fót, biðum við Sigránar frænku sem sótti okkur á hvítum Volkswagen, að mig minnir. Eg man Sigránu unga og glæsilega, með dökkt sítt hár og á háum hæl- um, ég man þig geysast fram á sviðið, tilbúinn að stjórna. Þá varst þú nýgiftur, yngstu systur hans pabba míns, henni Sigránu. Þú’* hlaust að vera lukkunnar pamfíll. Þið Sigrún komuð nánast á hverju ári til Akureyrar. Stundum hélst þú orgeltónleika, en oftast komuð til að rækta frændgarðinn. Oft man ég er við systkinin komum heim að loknum leik, að við sáum bílinn ykkar, sem nú var grænn Saab, fyrir framan Asabyggð 10, þá þustum við inn til að heilsa ykk- ur. Þið Sigrán vorað samvalin með það að gefa hverju og einu barni athygli og tíma á meðan á faðmlög- unum stóð og hvert og eitt fékk að vita hversu mikið hann eða hún hefði breyst frá síðustu fundum. Kæri Ragnar ég minnist einnigv þess tímabils er ég bjó veturlangt hjá ykkur Sigránu og dætranum Gurrý og Birnu. Þá kynntist ég stormsveipnum Ragnari Björns- syni, er geystist milli staða. Að loknum venjulegum vinnudegi komst þú frá Keflavík þar sem þú stýrðir tónlistarskólanum, að kvöldverðarborðinu í Grandar- landi. Að kvöldverði loknum fórstu að æfa kóra, komst svo heim rétt fyrir miðnætti. Loks var sest við flygilinn og spilað inn í nóttinq^ Mig minnir að við undirleik þinn hafi ég sofnað nánast á hverju kvöldi. En ég reyndi einnig og þekkti aðra hlið þína, þá hlið sýndir þú gjarnan þinni nánustu og því fólki sem þér þótti vænt um, þá ekki síst börnum. Þá sýndir þú hlýju og ótrálega næmi á þeim stundum sem skiptu máli. Eg man einhverju sinni þegar ég bjó hjá ykkur að ég sat yfir flóknu heimaverkefni, sem ég komst ekkert áleiðis með. Þú áttir von á tónlistarfólki á hverri stundu, en þrátt lyrir það áttaðir þú þig á vandræðum mínum, sett- ist við hlið mér og hjálpaðir þar til dyrabjallan hringdi. Þar voru*-. mættir einsöngvarar, en þeir vora að æfa undir þinni stjórn verkið Stabat mater eftir Rossini. Eg man hvað ég hugsaði hlýtt til þín þá. Elsku frænka mín Sigrán, og dæturnar Hrefna, Sigrún, Olöf, Gurrý og Birna. Við vitum að sorg ykkar er mikil. Megi Guð styrkja ykkur og leiða. Guðríður Elísa Vigfúsdóttir. HALLDORA OLOF GUÐMUNDSDÓTTIR + Halldóra Ólöf Guðmunds- dóttir fæddist á Mosvöllum í Öuundafirði 29. apríl 1906. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 22. október. Mig langar til að kveðja hana langömmu mína með nokkram orð- um. Hún amma á Flókó var um margt merkileg manneskja. Hún var ein af þessum persónum sem fólk tók eftir. Hún var bráðgáfuð og mikill persónuleiki. Hún fylgd- ist vel með þjóðmálunum og póli- tíkinni, stóð fast á sínu og gaf ekkert eftir ef hún var viss í sinni sök. Þegar ég hugsa um hana ömmu er það fyrsta sem kemur upp í hug- ann afmælisdagurinn minn þegar ég var þriggja eða fjögurra ára. Þegar afmælisveislan var í fullum gangi var bankað. Eg fór til dyra og þar stóð hún amma hress og kát. Hún tók mig í fangið og kyssti mig og rétti mér bók í afmælisgjöf. Hún hafði ekki fyrir því að fara úr kápunni heldur settist með mig á gólfið á ganginum, byrjaði að lesa og hætti ekki fyrr en bókin var bú- in. Þegar hún amma mín las varð sagan ljóslifandi fyrir augunum á mér, og allar persónurnar öðluðust líf og við amma urðum sjálfar hluti af sögunni. Hún amma kunni sko að segja frá. Eg man eftir allri orkunni sem hún bjó yfir, hvemig hún hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja. Mér fannst sem hún amma mín hlyti að vera ein af klárastu konum í heimi, það var svo mikill kraftur í henni. Ég hef alltaf borið mikla virð- ingu fyrir henni ömmu, hún var mjög pólitísk og lá ekkert á skoð- unum sínum. Hún vildi jafnrétti milli karla og kvenna og vann ötult starf í verkalýðshreyfingunni. Hún amma mín vissi hvað hún söng. Amma mun alltaf vera ein af þeim sem ég lít upp til og hún verð- ur alltaf ein af hetjunum mínum. Þó að amma hafi eflaust haft sína galla hafði hún marga kosti til að bera. Það era kostir hennar og góðmennska hennar við mig og systkyni mín sem ég mun alltaf minnast. Ég vil þakka þér elsku amma fyrir allt. Ég er mjög þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og það að hann Gísli Tjörvi sonur minn skyldi kynnast henni langa langömmu sinni. Nú ert þú farin frá okkur og ég er alveg viss um að þú ert komin á góðan stað. Ég mun aldrei gleyma þér. Hrafnhildur. s I I I I I 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifæri Opið til kl. 10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 & 5 m w I o OtOI#tOÍ#fOÍO ÚTFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI.STRÆTI 4U* 101 RKYKJAVÍK 1 ÍKKISTUVINNUSrOIA EYVINDAR ARNASONAR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki senv viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.20$ slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.