Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 57 - FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Regnboginn og Bíóhöllin sýna tryllinn Halloween: H20 með Jamie Lee Curtis í aðalhlutverkinu, en tuttugu ár eru síðan hún lék í fyrstu Halloween myndinni sem John Carpenter leikstýrði. Endur- fundir á hrekkja- vöku Frumsýning íA(æturgalmn Smiðjuvegi 14, %ppavogi, stmi 587 6080 í kvöld leikur hin frábæra hljómsveit HJördísar Geirs gömlu og nýju dansana. Opið frá kl. 21-1 (Ath! Breyttur tími) HANN kom fyrst fram á sjónar- sviðið fyrir tuttugu árum og þá hófst hið blóðuga ægivald Michael Meyers í hinum klassíska trylli sem John Carpenter leikstýrði. í þeirri mynd skapaði leikkonan Jamie Lee Curtis sér nafn í hlut- verki Lauru Stroud og nú 20 ár- um síðar hittast þau Laura og Michael loksins á nýjan leik. Hall- oween: H20 er beint framhald fyrstu myndarinnar um skelfínn mikla og Jamie Lee Curtis fer sem fyrr með hlutverk Lauru, sem ennþá er að reyna að gleyma fortíðinni. Hún býr undir dulnefn- inu Keri Tate í smábæ nokkrum ásamt sautján ára syni sínum John (Josh Hartnett), en þar er hún skólastjóri í litlum einka- skóla. Eini trúnaðarvinur hennar er Will Brennan (Adam Arkin) sem einnig starfar við skólann. Nú skyndilega að tuttugu árum liðnum kemur Michael Meyers á nýjan leik fram á sjónarsviðið í lífí Lauru og hann er að leita hefnda, en það er ekki einungis Laura sem hann er á höttunum eftir. Skelfingin er orðin staðreynd fyr- ir nýja kynslóð og þeir sem verða fyrir barðinu á Michael eru meðal annarra nágranni Lauru, Jimmy (Joseph Gordon-Levitt), Ronny (RR Cool J), en hann er upprenn- andi rithöfundur sem starfar sem öryggisvörður í skólanum, kærustuparið John og Molly (Michelle Williams), og vinir þeirra þau Charlie (Adam Hann- Byrd) og Sarah (Jodie Lynn O’Keefe). Þegar þessi hópur skólanema sleppir því að fara með í skólaferðalag og ákveður að gera sér glaðan dag á hrekkja- vökunni komast þau að því að blóð er þykkara en vatn. Laura verður því á nýjan leik að takast á við hrekkjavöku sem ættuð er úr viti. A sínum tíma kom John Carpenter fram á sjónarsviðið með nýja tegund hryllingsmynda þegar hann gerði Halloween fyrir tuttugu árum. Þar kom til sög- unnar að því er virtist óstöðvandi illt afl sem engu eirði og jafnvel íbúarnir í kyrrlátum úthverfunum voru ekki hultir fyrir. Myndin varð fyrirmynd annarra sem fylgdu í kjölfarið og nú tveimur áratugum síðar hefur leikstjórinn Steve Miner gert beint framhald fyrstu myndarinnar sem gerð var um voðaverk Michael Meyers. Miner hefur áður komið að gerð hryllingsmynda því hann leikstýrði m.a. annarri og þriðju eftirgerð myndarinnar Friday the 13th, en meðal annarra mynda sem hann hefur leikstýrt er For- ever Young með þeim Jamie Lee Curtis og Mel Gibson í aðalhlut- verkum og My Father the Hero með Gerard Depardieu í aðalhlut- verki. Halloween var fyrsta kvik- myndin sem Jamie Lee Curtis lék í, en síðan þá hefur hún leikið í fjölda vinsælla mynda. Meðal þeirra eru The Fog sem John Carpenter leikstýrði, Trading Places, A Fish Called Wanda, House Arrest og True Lies þar sem hún lék á móti Arnold Schwarzenegger. SÍMINN^GSM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.