Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KONUR sem hasla sér völl í harðvítugum karlaheimi hafa löngum vakið forvitni og aðdáun kvenna og ótta- blandna virðingu karla. Varla getur þó nokkrum manni staðið ógn af Agnesi Reyes, svo grönn sem hún er og hæglát, hugsa ég þegar ég hitti þessa filippseysku konu hjá Ingvari Birgi Friðleifssyni forstöðumanni Jarðhitaskólans. Hann hefur fengið mig til þess að tala við Agnesi, sagt mér að þar færi merkileg kona sem miklu hafi fengið áorkað. Hún ber þetta ekki með sér við fyrstu sýn en smátt og smátt fer ég að skilja hvað Ingvar á við, eftir því sem líður á samtal mitt við hana. Agnes Reyes er smávaxin og afar grönn, svarthærð með hárið tekið í hnút. Augun eru brún og greindar- leg bak við þykk gleraugun og hendumar bera þess merki að hún hefur oft unnið útivinnu. Svo hlé- dræg er hún að varirnar hreyfast varla þegar hún talar en rödd henn- ar er bæði lág og þýð. Hún var ann- ar af fyrstu nemendum Jarðhita- skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna þegar hann hóf starfsemi sína fyrir tuttugu árum. Ingvar sýnir mér mynd af Agnesi og samlanda henn- ar og skólabróður Nelson Bagamas- bad. í íslenskum snjó standa þau í kaldri sól norðursins með Hildi litlu dóttur Ingvars á milli sín. Margt hefur gerst síðan þessi mynd var tekin. Nelson gerir það nú gott í tölvuheimi Bandaríkjanna, Hildur stundar nám á þriðja ári í verkfræði og Agnes hefur flutt til Nýja-Sjá- lands og lagt að baki mikla lífs- reynslu, jafnt í gleði og sorg. „Mér fannst svo gaman að koma hingað fyrst og sjá snjóinn, ég hafði aldrei áður séð snjó, þetta var líka fyrsta ferð mín til útlanda," segir hún og hellir heitu vatni á tepoka. Ég geri slíkt hið sama og gæti þess að velja mér sömu tegund af tei og hún - til að sýna í verki að við eigum ýmis- legt sameiginlegt þótt við séum beint ekki nágrannar. Svo furðulegt sem það er þá ákvað Agnes að heimsækja Island þegar hún var átta ára telpa heima hjá foreldrum sínum í Manila, þar sem hún fæddist fyrir 43 árum, önn- ur í röð átta systkina. „Pabbi átti í bókasafni sínu landafræðibækur sem ég skoðaði oft - þá benti ég alltaf á Island og sagði að ég vildi fara þangað. Mér fannst að fólkið þar hlyti að vera svo ólíkt okkur og þessi eyja í norðri væri ábyggilega afai' frábrugðin Filippseyjum, ég var heilluð af hugmyndum mínum um þennan mikla mun,“ segir hún og lítur á mig um leið og hún fær sér örlítinn sopa af teinu. Við sitjum í fundarherbergi Orkustofnunar og horfum hvor á aðra nokkuð rann- sakandi. Mér líst Agnes Reyes ekki líkleg til þess að segja margt af sín- um högum en það er ekki allt sem sýnist í þessum heimi - áður en lýk- ur veit ég margt um þessa konu og geri mér þá líka grein fyrir að á henni sannast hið fornkveðna - að margur er knár þótt hann sé smár. Agnes gekk í háskóla í Manila. „Pabbi var verkfræðingur, hann hafði áhuga á jarðfræði og kom oft heim með steina til þess að greina og skoða. Hann vildi að elsti sonur hans deildi með honum áhuga á þessum steinum, en bróðir minn hafði ekki áhuga á steinum, það hafði ég aftur á móti. Ég skoðaði steinana og raðaði þeim. Pegai' ég seinna ákvað að læra jarðfræði varð pabbi eigi að síður undrandi og eig- inlega ekki hrifinn. Hann hafði við orð að eðlilegra hefði verið að bróðir minn færi þessa leið en hann studdi mig samt og það gerði móðlr mín líka, Hún var háskólamenntuð kona en hafði ekki unnið utan heimilis frá unga aldri, samt var hún að sumu leyti víðsýnni en pabbi. Hún sagði: „Það skiptir ekki máli hvað þú gerir - svo lengi sem þú ert hamingju- söm.“ Ég stundaði mitt nám eins vel Morgunblaðið/Arnaldur. Agnes Reyes hefur unnið mikið rannsókn- arstarf í jarðhitamálum m.a. á Filippseyj- um, hún. var annar af fyrstu nemendum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Agnesi um starf hennar í „karlaríki“ á Fil- ippseyjum - og á Nýja Sjálandi þar sem hún bjó með manni sínum Werner Giggen- bach jarðefnafræðingi sem lést við störf fyrir ári. og ég gat og fékk mjög góðar ein- kunnir. Um tíma vann ég við eld- fjallarannsóknir en eftir háskóla- nám fékk ég vinnu við ríkisolíufyrir- tæki Filippseyja, sem heitir PNOC. Þar var ég sett í að vinna við jarð- hitarannsóknir sem þá voru tiltölu- lega nýlega byrjaðar og í framhaldi af því var ákveðið að ég færi til Is- lands á Jarðhitaskólann. Yfirmaður jarðfræðihlutans í þessum rann- sóknum hjá PNOC kom hingað til íslands árið 1978 þegar Sameinuðu þjóðimar héldu hér ráðstefnu þar sem fjallað var um hvort ástæða væri til að vera hér með jarðhita- skóla eins og íslensk stjómvöld höfðu lagt til. Yfinnaðurinn bað fyr- ir mig hér í skólanum í framhaldi af þessu,“ segir Agnes. Agnes lætur sér, að sögn Ingvars Birgis Friðleifssonar, fátt óviðkom- andi sem lýtur að hennar fagi. „Hún kom meira að segja árið 1986 af stað gullleit sem hér hafði þá ekki farið fram síðan Einar heitinn Benedikts- son skáld leitaði gulls hér ásamt fé- lögum sínum snemma á þessari öld,“ segir Ingvar. „Hún fékk sýni suður á Reykjanesi þar sem salt- verksmiðjan er og fékk það greint, svo og sýni sem hún fékk norður úr Bjarnarflagi í Námaskarði, þar sem raforka er framleidd hjá Kísiliðj- unni. í ljós kom að í sýnunum vai' markvert magn af gulli á báðum stöðunum. Þá var farið að taka sýni á hinum og þessum jarðhitasvæðum bæði nýjum og margra milljón ára gömlum. Síðan voru margir jarð- fræðingar í fleiri sumur út um allt land að safna sýnum til að athuga magn gulls í þeim - þessu kom for- vitni Agnesar öllu af stað,“ segir Ingvar. í kringum þessa starfsemi var svo stofnað fyrirtæki sem Kísil- iðjan og Iðntæknistofnun eru stærstu eigendur að, svo og er kom- ið erlent hlutafélag inn í þetta, Mikl- ar tilraunaboranir voru í Þormóðs- dal í fyrra þar sem Einar Bene- diktsson var þessara erinda fyrir mörgum áratugum," segir Ingvar. í fremstu röð fræðimanna Agnes var að sögn Ingvars frá- bær nemandi og vann afar vel, Hr- efna Kristmannsdóttir var leiðbein- andi hennar og einnig Hjalti Franz- son. Að sögn Hrefnu er Agnes nú komin í allra fremstu röð í sínum fræðum og svo var hún kappsöm á námstímanum hér að Hrefnu þótti stundum nóg um. Einu sinni ók Hr- efna henni heim svo hún fengi ör- ugglega næturhvíld. En Agnes lét það ekki á sig fá heldur fór „á putt- anum“ aftur upp á Keldnaholt þar sem hún hélt áfram vinnu sinni langt fram eftir nóttu. „Mér fannst vinnufélagar mínir hér mjög indæl- ir, jafnt karlar sem konur. Þeir voru alltaf tilbúnir ræða málin, reiðubún- ir að gefa góð ráð og leiðbeina, það var mikils virði, ég lærði mikið af mínum leiðbeinendum, jafnt í starfi sem í lífinu sjálfu. Ég var löngum í óvenjulegum kringumstæðum mið- að við aðrar konur á Filippseyjum - ég var oftast eina konan í stórum hópi karla. Hér á landi fann ég að karlmenn litu á mig sem algeran jafningja og það fannst mór þægi- legt, það var ekki alltaf þannig á Fil- ippseyjura. Ég var ein hinna fyrstu sem voru sendir til útlanda til þeas að læra um jarðhita. Eftir dvöl mina og Nelsons hér þurftum við ekki að hafa erlenda sérfræðinga í hópnum okkar, við gátum bjargað okkur, Filippseyjar eru fátækt land og það er mikils virði að geta nýtt jarðhit- ann sem við eigum. Það sparar okk- ur að kaupa olíu. Jarðhitinn gefur 19% af þeirri raforku sem Fil- ippseyingar þarfnast, þetta er mikil- vægt,“ segir Agnes. Þegar Agnes hafði lokið sex mán- aða námi sínu hér og var á leið heim bað hún Ingvar að hlutast til um að hún gæti komið við í Japan, en sam- kvæmt ferðaáætlun áttu nemendur að fara um Kalifomíu heim til Fil- ippseyja til þess að skoða jarðhita- svæði þar. „Til hvers?“ sagði Ingv- ar. „Ég er búin að læra að nota röntgentæki til þess að greina alls konar steintegundir og við þurfum að eiga svona tæki heima á Filipps- eyjum,“ segir Agnes. „Hún vildi endilega kaupa svona tæki í Japan og það varð úr að við breyttum flug- farseðlinum, hún komst til Japan og skoðaði þar verksmiðjuna hátt og lágt sem framleiddi svona tæki og pantaði loks eitt slíkt til að fara með til Filippseyja. Ég vissi ekki að því miður hafði henni ekki hugkvæmst að fá fjárveitingu fyrir tækinu heima hjá sér. Yfirmaður hennar tók þessu tiltæki hins vegar svo vel að hún var komin með tækið eftir árið, Hún setti svo upp rannsóknar- stofu og tók við það talsvert mið af rannsóknastofu Orkustofnunar, Hún fékk ný tækl og réð til stofunn- ar margt fólk. Yfirmenn á þessari rannsóknarstofu eru allir konur en þeim til aðstoðar eru karlmenn, þetta er öfugt við það sem t.d. gerist hér hjá okkur,“ segir Ingvar og hlær. Þegar Agnes fór að sækja um vinnu sem menntaður jarðfræðing- ur þá var hún gjarnan spurð hvort hún væri að sækja um starf sem einkaritari. A þessum tíma tíðkaðist heldur ekki að konur færu út til rannsóknastarfa, þær áttu að bíða á rannsóknarstofunum og vera svo karlmönnunum til aðstoðar svo þeir gætu skrifað lærðar greinar um störf sín. Agnes breytti þessu. Hún notaði ekki skímarnafn heldur að- eins fyrsta stafinn A. og svo eftir- nafnið Reyes, þannig að yfirmenn í fyrirtækinu vissu fyrst ekki að kona væri þama við rannsóknarstörf. Þeim þóttu hins vegar skýrslur sem A. Reyes sendi vel unnar og þar kom að forstjóri fyrirtækisins, þar sem þúsund manns unnu, vildi fá að hitta A. Reyes. „Þegar forstjórinn sá mig koma varð hann sem lamað- ur og stundi - en þetta er kona! En eftir þetta breyttist viðhorf manna í þessum efnum í fyrirtækinu," segir Agnes og hlær. Hún kveðst smám saman hafa farið að taka meiri þátt í ákvarðanatöku innan fyrirtækisins. Á síðasta áratug vai- hvergi borað eins mikið vegna jarðhitarannsókna og á Filippseyjum, þá voru fjórir borar að og starfslið Agnesar tók við sýnunum jafnóðum og gaf ráð í samræmi við niðurstöður. Hún samdi lærðar yfirlitsskýrslur um þessi mál og fór að verða þekkt er- lendis fyrir verk sín. Agnes hefur flutt fjölda fyrirlestra í ýmsum lönd- um um borholujarðfræði eða öðru nafni steindafræði. Aðallega er í þessum fræðum verið að athuga hvað gerist í heita vatninu í samspili vatns og bergs og hvaða efnaskipti verða þegar heitt vatn fer um berg- ið, Og þá um leið hvað gerist þegar heita vatnlð kemur inn í túrbínur eða inn i hitaveitukerfi og byrja út- fellingar eða tæring, Hann lét ekkert hindra sig Þannig gekk lífið fyrir sig hjá Ag- nesi Reyes þangað til fyrir rúmum sjö áruro, Þá hitti hún Þjóðverjann Werner Giggenbaeh sem var fræg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.