Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 27 undanfarið að kominn er tími fyrir foreldra til að staldra við og skoða hvert við stefnum í uppeldismál- um,“ segir hann. A Vestfjörðum stendur yfir for- vamaverkefnið Vá-Vest og þar er mikil áhersla lögð á að engin eftir- litslaus partý séu haldin hjá yngri aldurshópum. Önundur Jónsson yf- irlögregluþjónn segist vita til þess að foreldrar fylgi þessu mjög vel eftir og hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af slíkum máium. Það er ný saga og gömul að for- eldrar eru misjafnlega í stakk búnir eða áhugasamir um að sinna for- eldrahlutverkinu og gengur allavega að fá þá til að ganga vaktir. í Kópavogs- skóla var allur vet- urinn skipulagður og miðað við að einn bekkur taki eina helgarvakt fyrir ut- an fjóra efstu bekk- ina sem taka að sér tvær helgar. „Þetta gekk mjög vel í íyrra og hefur farið vel af stað í vetur. Það hefur aldrei gengið illa að fá fólk og margir sækjast eftir að koma aftur. Við höf- um bent á að þetta er forvamarstarf gagnvart bömunum en við höfum líka ít- rekað að þetta er ágæt leið fyrir for- eldrana að kynnast," sagði Steinþór Björgvinsson. Undir þetta sjónar- mið tóku fleiri og bentu á að for- eldrar sem þekktust væm líklegri til að hafa samráð um útivistartíma og ýmsar viðmiðunarreglur. Lögregla á vakt við áfengisútsöluna Isafjörður er einn þeirra staða sem misjafnlega hefur gengið að manna vaktimar. Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn segist greinilega hafa orðið var við breytingu þegar foreldravaktin datt niður því þá var meira um unglinga á götunum. Þeim fækkaði aftur þegar foreldra- vaktin hófst á ný. „Unglingamir þvældust gjaman um og biðu eftir því, að dansleikjunum lyki kl. 3, en þegar foreldramir vom á vaktinni fóra þeir fyrr heim og nenntu greinilega ekki út aftur þegar þeir á annað borð vom komnir inn í hlýj- una. Það telst til algjörra undan- tekninga ef við sjáum unglinga á ferli við lok dansleikja núna,“ sagði hann. Hann nefnir einnig að á Suður- eyri hafi verið haldinn dansleikur á vegum framhaldsskólans. „Þar fjöl- menntu foreldrar af þéttbýlisstöð- unum í kring. Þeir bentu lögregl- unni á unglinga undir lögaldri, lög- reglan fór með þá heim eða foreldram- ir urðu að sækja bömin á stöðina. Þó nokkur fjöldi ung- linga var fluttur til ísafjarðar. í tengslum við þetta sama ball sett- um við einkennis- klædda lögreglu- menn á vakt bæði inni og fyrir utan áfengisútsöluna, sem fóra fram á að sjá skilríki, ef vafi lék á aldri. Þetta var áhrifaríkt og fældi ákveðinn hóp frá. Við gerðum þetta í samvinnu við áfengisútsöluna og munum halda þessu áfram öðru hvora,“ sagði Önundur. Fleiri dæmi era um foreldravakt- ir í tengslum við dansleiki. Sigurður Brynjúlfsson yfirlögregluþjónn á Húsavík segir að það vandamál hafi verið komið upp, að fjöldi unglinga undir 16 ára aldri virtist hafa fengið leyfi til að sækja dansleiki í ná- grenni bæjarins. Þeim var aftur á móti ekki hleypt inn, þannig að þeir voru í reiðileysi fyrir utan. „Haft var samband við skólana í ná- grannasveitarfélögum og beðið um að þetta yrði rætt. I fyrra var síðan sett foreldravakt á tvo dansleiki og þetta vandamál hvarf nánast." Samvinna við framhaldsskólanemendur Á Selfossi segir Þröstur Brynj- ólfsson yfirlögregluþjónn að undan- farin 2-3 ár hafi lögreglan haft sam- vinnu við nemendafélag Fjölbrauta- skóla Suðurlands fyrir dansleiki. Rætt er um hvemig gæslu verði háttað, hvað sé liðið og hvað ekki. „Við höfum oft fylgt þessu eftir og sent borgaraklædda lögreglumenn á dansleikina. Að mínum dómi hefur orðið gjörbylting til batnaðar. Þetta var tilraun til eins árs af okkar hálfu, en í fyrra og aftur núna óskuðu nem- endur eftir að þessu yrði haldið áfram. Við skoramst ekki undan því meðan þetta er til bóta.“ í Grundarfirði er að hefjast þriðja skipulega árið þar sem foreldrar hafa tekið höndum sam- an um að veita ung- lingunum meiri at- hygli og aðhald. Það er ekki gert með foreldrarölti heldur á þann hátt að foreldrar sjá um vikulegt fræðslu- eða skemmtikvöld fyrir nemendur 8., 9. og 10. bekkja, þar sem eitthvert sérstakt málefni er tekið fyrir. „Við vinnum ekki mildð með boð og bönn heldur reynum við að höfða til skynsemi unglinganna," segir Hjördís Bjarnadóttir, sem meðal annars hefur staðið fyrir fræðsl- unni. Hún bendir á að unglingar séu oft haldnir miklum vanmætti og óör- yggi bæði með hegðun sína og útlit. „Við teljum mjög mikilvægt að þau öðlist sjálfsaga og sjálfstraust. Við fáum fyrirlesara til að fjalla um málefni eins og hvernig á að halda bólum í skefjum, þrifnað á hári, meðferð fatnaðar og hvemig sækja á um vinnu, svo dæmi séu nefnd.“ Elstu nemendumir sem voru í fyrsta hópnum útskrifuðust úr 10. bekk í vor og við voram óskaplega stolt yfir því að þessi hópur lenti í 5. sæti í samanlögðum meðaleinkunn- um í samræmdum prófum yfir allt landið. Þetta er fyrsti dreifbýlis- skólinn sem kemur svona vel út. Við vitum auðvitað ekki hverju þessar kvöldstundir hafa skilað, en fyrirlesarar hafa sérstaklega nefnt hversu opnir og jákvæðir ungling- amir séu og hversu auðvelt þeir eigi með að segja skoðun sína. Það hefur einnig skapast mikil vinátta og sam- heldni meðal unglinganna í þessu samstarfi.“ En skyldi þetta aðhald á unglingsár- unum skila sér með einhverjum hætti fram á framhalds- skólaárin eða sleppa nemendur þá fyrst fram af sér beislinu? Því verður ekki svarað hér, en Karl Steinar Valsson yf- irlögregluþjónn bendir á að einstak- lingur, sem er orð- inn 16-17 ára, sé mun betur undir það búinn félagslega að bregðast við að- stæðum, sem 13-14 ára bam geti ekki bragðist við. Hann nefnir jafnvel enn yngri böm eða allt niður í 10 ára, eins og stundum kemur fyrir að lög- reglan þurfi að hafa afskipti af. „Það er alveg sama hvernig við vinnum, við munum aldrei geta komið í veg fyrir allar þær hættur sem svo ungum bömum stafar af með því að þvælast úti eftir lögboð- inn útivistartíma. Strangt til tekið þarf hvergi að koma á foreldra- vöktum eða athvarfi, ef lagaákvæði um útivistartíma eru vfrt heima fyrir. Grunnurinn liggur á heimilun- um,“ sagði Karl Steinar Valsson. „Ef við fengjum alla foreldra til að taka þátt í svona sam- starfi, þá leyst- ust ýmis vanda- mál. Siðferðið er slíkt í þjóð- félaginu að mörgum þykir ekkert tiltöku- mál að sifja inni í stuttan tíma.“ „Við höfum oft sent borgara- klædda lög- reglumenn á dansleiki í fjölbrautaskól- ann. Að mínum dómi hefur orð- ið gjörbylting til batnaðar.“ Stuðningsmenn Árna M. Mathiesen opna skrifstofu við Bæjarhraun 14 í Hafnarfirði í dag, sunnudag, ki. 15:00. Allir velkomnir! Símar: 565 9523 / 565 9524 og 565 9528 • Fax: 565 9538 fmk&ltifk MÁLÞING UM ÁHRIF VIRKJANA NORÐAN VATNAJÖKULS Á NÁTTÚRU OG EFNAHAG laugardaginn 31. október; í hátíðarsal Háskóla Islands, aðalbyggingu Kl. 13.00 Setning: Þorvarður Ámason. Siðfræðistofnun Háskóla íslands. Kl. 13.10 Umfjöllun um mat á umhverfisáhrifum, Elín Smáradóttir. lögfræðingur, Skipulagsstofnun. Kl. 13.40 Kynning á virkjanasvæðinu og virkjanaáætlunum - hver verða umhverfisáhrifin? Skarphéðinn Þórisson. líffræðingur. Kl. 14.10 Eyjabakkar, fuglalíf, Kristinn Haukur Skarphéðinsson. fuglafræðingur. Kl. 14.25 Rannsóknir Landsvirkjunar á umhverfisþáttum fyrirhugaðra virkjana norðan Vatnajökuls, Helei Biarnason. deildarstjóri umhverfisdeildar Landsvirkjunar. Kl. 14.55 Kaffihlé Kl. 15.15 Stóriðja og Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar, Trveevi Felixson. hagfræðingur. KI. 15.45 Efnahagslegir þættir stóriðjustefnu, Stefán Gíslason. umhverfísstjómun MSc. Kl. 16.15 Pallborðsumræður. Þátttakendur: Þorvaldur Jóhannsson. framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Austurlandskjördmi (SSA), dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir. prófessor við HÍ, Biarnheiður Hallsdóttir. ferðamálafræðingur og Þorsteinn Hilmarsson. upplvsingafulltrúi Landsvirkjunar. Kl. 17.00 Lok Fundarstjóri: Árni Gunnarsson. framkvæmdastjóri Heilsuhælis NLFÍ. Stjórn pallborðs og umræðna: Stefán Jón Hafstein. ritstjóri og Guðríður Heleadóttir. fagdeildarstjóri Garðyrkjuskóla íslands. Að málþinginu standa: Náttúruvemdarsamtök íslands, Félag um vemdun hálendis Austurlands, Náttúruverndarsamtök Austurlands og Fuglavemdarfélag íslands. Austfirðingar, athugið hagstæð flugfargjöld í tengslum við málþingið. Upplýsingar og pantanir hjá Ferðamiðstöð Austurlands í síma 471 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.