Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 11 Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson STARPSFÓLK CAFF-skrifstof- unnar á Akureyri, f.v. Snæ- björn Friðriksson, Snorri Bald- ursson og Paula Kankaanpáa. þurftarbúskap og atvinnuvegi frum- byggja og annarra íbúa svæðisins,“ segir Snorri. Hann segir að unnið verði að þessu verkefni í nánu sam- starfi við vöktunarhóp Norður- skautsráðsins (AMAP) og vísinda- nefnd norðurhjarans (IASC). Priðja verkefnið er að skipu- leggja umhverfisvöktunarkerfi fyrir norðurheimskautssvæðið til þess að hægt verði að bregðast við í tíma ef óæskilegar breytingar verða á gróð- urfari eða stofnstærðum mikil- vægra dýrastofna, hvort heldur er af völdum manna eða náttúru. Þetta er nýtt viðamikið verkefni, eins og þau sem áður hefur verið getið, en Snorri Baldursson segir að löndin hafi verið að koma sér upp vöktun- arkerfum hvert fyrir sig svo starf CAFF muni einkum felast í að sam- ræma þau og nettengja. Þá eru á verkefnalistanum sem ráðherranefnd Norðurskautsráðs- ins fól CAFF að framkvæma tvö at- riði sem unnið hefur verið að undan- farin ár. Annars vegar að halda áfram uppbyggingu á friðlandaneti, með áherslu á þau svæði sem orðið hafa útundan í friðlýsingu og al- mennri náttúruvernd. Mun athyglin einkum beinast að strandlengjum og grunnsævi, að sögn Snorra. Hins vegar er um að ræða að hrinda í framkvæmd vemdaráætlunum sem CAFF hefur gert fyrir svartfugl og æðartegundir. Snorri bætir því við að samhliða muni CAFF áfram vinna að því að ljúka eldri verkefnum. Þar er um að ræða nokkurn fjölda verkefna sem eru mislangt á veg kominn. Sum hafa dregist mjög á langinn vegna fjárskorts og takmarkaðs skilnings á tilgangi þeirra og gagnsemi. Segir Snorri að síðustu tvö árin hafi verið unnið skipulega að stefnumörkun og að því að hreinsa til í gamla verk- efnalistanum. Hafi gengið vel að ljúka verkefnum. Því þurfi að halda áfram. Telur hann að með þessari stefnumörkun og tiltekt hafi CAFF tekist að ávinna sér traust og fengið skilning stjórnvalda í aðildarlönd- unum. „Vonandi leiðir það til þess að löndin leggja meiri áherslu og fjármuni í starfið í framtíðinni. Það er ljóst að þau nýju verkefni sem ráðherrafundurinn fól okkur verða ekki unnin nema með verulegum fjárstuðningi landanna átta en einnig er hugmyndin að fjármagna þau með styrkjum úr ýmsum rann- sóknasjóðum," segir Snorri. Ljóst er að verkefni CAFF-hóps- ins eru umfangsmeiri en svo að skrifstofa með 2-3 starfsmenn geti unnið þau. Snorri bendir á að hlut- verk skrifstofunnar sé að skipu- leggja verkefnin, samræma vinnu og sjá um að þau þokist áfram. „Sjálf rannsóknarvinnan fer fram í heimskautalöndunum átta, undir stjóm fulltrúa viðkomandi lands í starfshópnum. Sum eru byggð á verkefnum sem lengi hefur verið unnið að í löndunum og hafa verið tekin í fóstur. Önnur eru unnin að frumkvæði CAFF og þarf þá að afla gagna frá öllum löndunum. Lands- fulltrúamir sjá um að það sé gert,“ segir Snorri. Skrifstofan hefur þar fyrir utan það hlutverk að hrinda stefnumál- um stjórnar í framkvæmd, semja skýrslur til embættismanna og ráð- herra, halda utan um og miðla upp- lýsingum, undirbúa fundi og svo framvegis. Fundinn rauður þráður Snorri er mjög ánægður með stefnumörkun ráðherrafundarins í Iqaluit. „CAFF hefur verið legið á hálsi fyrir að vera grasrótarhópur, án skýrt markaðrar stefnu. Það er margt til í því. Við vomm að vinna að fjölda verkefna sem fólk sá ekki að hefðu sameiginlegt markmið. Eftir samþykki ráðherrafundarins á rammaáætlun okkar höfum við fengið hinn langþráða rauða þráð til að vinna eftir. Öllum er nú ljóst hvert hlutverk okkar er,“ segir Snorri. CAFF er ráðgjafarhópur sem hefur engin bein völd. Starfið sem hann á að vinna er því algerlega undir því komið hvemig tekst að fá stjómvöld í heimskautslöndunum átta til að framkvæma það sem nauðsynlegt er. Þess vegna bindur Snorri vonir við að skýrslan sem Paula Kankaanpáá vinnur nú að geti hreyft við almenningi og stjórn- málamönnum. CAFF-hópurinn standi undir nafni sem rödd norður- hjarans út á við í almennu náttúru- verndarstarfí. Ganga ekki á höfuðstólinn Markmið þessarar vinnu er að reyna að tryggja framtíð heilbrigðs gróðurs og dýralífs á norðurhjara. Lífríkið á þurrlendi norðursins er fábrotið í samanburði við lífríki á suðlægari breiddargráðum, en um margt einstakt vegna erfiðra um- hverfisskilyrða sem það hefur orðið að yfirvinna og aðlagast. Fábrotið lífríki veldur því meðal annars að þær tegundir sem á annað borð þrífast hafa litla samkeppni og geta myndað stóra stofna með miklum lífmassa. Norðurslóðir eru því upp- spretta fæðu og annarra náttúruaf- urða sem nýtast langt út fyrir mörk svæðisins. Erfið umhverfisskilyrði og fábreytni valda því að vistkerfi norðurslóða eru viðkvæm og lengi að ná sér eftir áföll. Andstæð ferli lifandi náttúru, vöxtur og niðurbrot, eru bæði háð hitastigi og í köldu lof- stlagi gróa sár seint og framandi efni brotna hægt niður. Athafnasvæði CAFF er sýnt á meðfylgjandi korti. Skilgreining þess er mjög mismunandi eftir að- ildarlöndum. ísland er til dæmis allt innan CAFF-svæðisins en aðeins Mörk athafna svæðis CAFF Norður- póll XfílJR ■VrsJIAR nyrstu og vestustu svæði Alaska. Það endurspeglar þá staðreynd að engin einhlít skilgreining er til á norðurskautssvæðinu. Athafna- svæði CAFF er tæplega 15 milljón ferkílómetrar, eða rúmlega 10% af þurrlendi jarðarinnar. A svæðinu búa þó einungis örfáar milljónir manna. Næst á eftir Suðurskauts- landinu er norðurskautssvæðið því í heild sinni strjálbýlasta svæði jarð- arinnar. Snorri Baldursson segir að í strjálbýlinu felist vissulega tæki- færi til að standa betur að vemd náttúrunnar en unnt er á þéttbýlli svæðum. Hópurinn hefur að sögn Snorra skilgreint náttúruvernd þannig að hún feli í sér sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda sem ekki skaðar komandi kynslóðir. „Náttúran er undirstaða daglegs lífs og það verð- ur að nýta hana. Það er leiðarljós okkar að taka vextina en ganga ekki í höfuðstólinn," segir Snorri. Skrifstofan þarf stuðning Skrifstofa CAFF var upphaflega sett á fót í Ottawa í Kanada á árinu 1994. Tveimur árum seinna var ákveðið að flytja hana til íslands og stjórnvöld hér völdu henni stað á Akureyri. Þar er skrifstofan rekin í tengslum við Akureyrarsetur Nátt- úrufræðistofnunar Islands og emb- ætti Veiðistjóra. „Við erum í ágæt- um félagsskap hér. Hins vegar má segja að starfsemi CAFF og sér- staklega skrifstofu starfshópsins eigi fátt sameiginlegt með starfsemi hinna embættanna. Öll verkefni CAFF á íslandi eru unnin frá Reykjavíkursetri Náttúrufræði- stofnunar. I höfuðborginni er einnig öll stjórnsýsla og stofnanir sem fara með alþjóðleg umhverfisverkefni. Að þessu leyti er CAFF-skrifstofan að vissu leyti í tómarúmi hér fyrir norðan," segir Snorri þegar hann er spurður um reynsluna af því að reka skrifstofuna á Akureyri. Snorri segir að staðsetning skrif- stofunnar hafi ekki skipt öllu máli þau tvö ár sem hún hefur verið á ís- landi vegna þess að á þeim tíma hafi kröftunum einkum verið beint að innra starfi CAFF, hreinsa til í verkefnaskránni og breyta starfinu í takt við þær breytingar á áhersl- um sem orðið hafa með stofnun Norðurskautsráðsins. „Hins vegar munu þau nýju verkefni sem falin voru í hendur CAFF á ráðherra- fundinum í Kanada krefjast öflugs stuðnings íslenska stjómkerfisins og þess alþjóðlega rannsóknaum- hverfis sem til staðar er hér á landi. Þess vegna tel ég flest rök mæla með því að starfsemin væri best niður komin á suðvesturhorni lands- ins,“ segir Snom. „CAFF-skrifstofan er fyrsta al- þjóðlega skrifstofan af þessu tagi sem sett hefur verið upp á íslandi. Nú hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að taka að sér skrifstofu fyrir starfshóp Norðurskautsráðsins um mengunarvamir í sjó (PAME), en staðsetning hennar er enn ekki ráð- in. Við megum ekki láta byggða- sjónarmið ráða ferðinni þegar ákvarðanir era teknar um alþjóð- legt skrifstofuhald, heldur setja starfsemina niður í því fagumhverfi þar sem hún getur best nærst og blómstrað," segir Snorri Baldurs- son
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.