Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 34
$4 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ALVER EÐA HORN- STRANDIR 21. ALDAR? FULLYRT er, að með hliðsjón af þeirri þróun, sem verið hefur á undanförnum árum, muni á Aust- urlandi fækka um 800 manns á næstu 5 árum og um 25% á næstu 10, að öllu óbreyttu. Tilgangur virkjananna Orka fallvatnanna og jarðhiti hefur verið talin auðlind Islands næst eftir gæðum lands og sjávar. Stjómvöld hafa því í tímans rás beitt kröftum sínum til nýtingar þessarar auðlindar í vaxandi mæli. Sveitarstjómarmenn og forystu- menn atvinnulífs á Austurlandi hafa á undanfömum áratugum hamrað á mikilvægi þess, að nýta orku fallvatnanna í fjórðungnum. Sú orka er um einn þriðji þeirrar orku, sem auðvinnanleg er talin í landinu. A heimsmælikvarða er ef til vill ekki um mikla viðbót að ræða. Þessi orka er þó hrein eða ',græn“ í skilningi umhverfisvemd- ar þar sem hún er endumýjanleg og tilkoma hennar vegur á móti framleiðslu raforku með jarðefna- eldsneyti og tilheyrandi losun koltvísýrings. Nýting orku fall- vatnanna hefur því alheimsþýðingu og stuðlar að flutningi starfsemi og framleiðslu til landsins, sem annars staðar yrði viðhöfð með mengandi raforku. Ekki verður hér fjallað sérstak- jega um tilhögim virkjunarval- kosta. Þeir hafa hlotið ýtarlega kynningu af hálfu framkvæmdaað- ila og á vettvangi fjölmiðlanna einkum að undanfömu. Aðeins um 15% Austfirðinga töldu sig ekkert vita um áformaðar virkjanir á Austurlandi samkvæmt skoðana- könnun Gallup á síðastliðnu sumri. Síðan hefur verið enn frekari um- fjöllun um þessi áform. I þeirri um- fjöllun, sem verið hefur um virkj- anavalkosti og tilhögun sl. 20 ár, hefur á Austurlandi verið fjallað mikið um áhrif virkjanafram- kvæmdanna á atvinnulífið og þróun þess og byggðar þegar og ef til kæmi. Engum hefur dulist, að það yrði mikil vítamínsprauta fyrir byggðimar, enda um 10 til 20 ára tímabil framkvæmda að ræða, allt háð þeim nýtingarvalkostum, sem bjóðast fyrir orkuna. Þegar orkan verður nýtt í fjórðungnum er sýnt, að árangur verður mestur með til- liti til þeirrar atvinnusköpunar, sem því fylgir til frambúðar. Mannafli við virkjanafram- kvæmdir getur verið nyög breyti- legur eftir því hvaða hraði verður á og einnig nokkuð árstíðabimdinn. I mestu toppum er talið að mannafl- inn getí farið í allt að 1.000 manns og sýnt að aðeins lítill hluti þess mannafla verður fenginn heima fyrir, annar verður að koma lengra Sð úr öðrum landshlutum. Virkj- anaframkvæmdimum mun því fylgja mikið rót á vinnumarkaði svæðisins og ekki með öllu jákvæð þróun, ef ekki kemur til nýsköpun- ar, sem verður til þess að íbúum Qölgi og með þvi verði skapaðir möguleikar til meiri og fjölbreytt- ari þjónustu. Alþingi heimilaði Fljótsdals- virkjun 1981 með lögum og settí í röð næst á eftir Blönduvirkjtm. Virkjanaleyfi var gefið út 1991 og framkvæmdir hafhar, þó þær hafi þá lagst fljótt af vegna þess að ekki varð af samningum um byggingu álvers á Keilisnesi. Ekki hefur enn orðið af frekari framkvæmdum og telja verður æskilegt að ráðist verði í framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun hið fyrsta. Austfirðing- ar ættu því að krefjast þess að Landsvirkjun taki á ný til við virkj- ánaframkvæmdir í stað þess að sætta sig þegjandi við að stöðugt séu aðrir valkostir teknir fram fyrir af þeirra hálfu. Það er í raun ásættan- legt að orkan verði í fyrstu flutt til annarra landshluta enda telja 57% Austfírðinga það viðunandi, samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Þegar orku- vinnslan er tíl staðar í fjórðungnum, verður auðveldara að fá aðila til nýtingar á henni í fjórðungnum. Það hef- ur alltaf verið erfitt að selja það sem ekki er tíl eða getur ef til viD orðið tíl eftir einhver ár. Ávinningur orkuvinnslunnar - nýsköpun A undanfómum þremur áratug- um hefur á íslenskan mælikvarða verið unnið að stórfelldri iðnaðar- uppbygginu á suðvesturhomi landsins, þar sem nýtt hefur verið orka fallvatnanna. Samhliða hefur hverskyns þjónusta eflst. Þessi uppbygging á stóran þátt í þeirri röskun búsetu, sem átt hefur sér stað í landinu á sama tíma. Þrátt fyrir þróun sjávarútvegsins víða um land og eflingu atvinnugreinar- innar til dæmis á Austurlandi á allra síðustu ámm er ekki séð að það dugi til að spoma gegn þeirri fækkun íbúa, sem vikið er að í upp- hafi. Tæknivæðingin hefur öðm fremur beinst að því að auka afköst og samhliða fækka störfum. Ein- hæfni atvinnulifsins er líka áfram til staðar. Því þarf nýsköpun að koma tfl. Margir valkostir hafa komið til greina á undanfómum árum. Ymis- legt smátt hefur komið tfl en ekk- ert orðið af orkufrekum iðnaði eða stóriðju, sem mikfll stuðningur er við á Austurlandi. Austfirðingar, einkum á Miðfjörðum, telja stór- iðju verða tfl að stuðla að mestri at- vinnuuppbyggingu, auknum fólks- Qölda og hærri launum á næstu ár- um samkvæmt skoðanakönnun Gallup og Reyðarfjörður er talinn sjálfsagður tfl staðsetningar stór- iðju. Alver hafa verið tfl sérstakrar skoðunar undanfarið og um það er mikfl samstaða meðal heimamanna að af rekstri þess getí orðið sem fyrst svo enn sé vitnað til skoðun- arkönnunar Gallup. Stjómvöld hafa verið samstíga Austfirðingum að undanfómu og lýst því yfir og látíð fram fara vinnu til undirbún- ings að virkjunarframkvæmdum og rekstri álvers í samstarfi við er- lenda aðila. Unnið hefur verið markvisst að því að koma á samn- ingum. Meira hefur áunnist að undanfömu en síðastliðin 10-15 ár eða síðan kísilmálmverksmiðja var á dagskrá. Hillt hefur undir samn- inga við norska aðila, sem hafa skilning á samsetningu mannlífs (infrastruktur) á Austurlandi sakir reynslu þeirra heima fyrir. I þeirra augum er Austurland ekki á enda- mörkum hins tæknivædda heims. Þeir sjá góða möguleika þess, að í Reyðarfirði megi byggja upp þann fjölmenna vinnustað, sem álver er. Ef til kæmi myndi núverandi þjón- usta margra smáfyrirtælga og stofnana á svæðinu eflast og ný koma til. Álver í Reyðarfirði Mannafli tfl uppbyggingar 240 þúsxmd tonna álvers er áætlaður vera mestur um 900 manns og alls taki það rúmlega 2.000 mannár. Byggingartími yrði um 2-3 ár og áfangaskipti nokkur. Samhliða þessu yrði að byggja upp hús- næði fyrir nokkur hundruð manns því ætla má að um 450-520 manns yrðu starfandi í álveri af þessari stærð en um 700 manns við fullan rekstur 480 þúsund tonna álvers. Marg- feldisáhrif þessa vinnustaðar á Reyðar- firði eru mikil með áætluðum afleiddum 450-650 störfum. í hefld er áætlað að hefldarfjölgun starfa gæti orðið allt að 1.800 og ætla má að fjölga muni í fjórðungnum í hefld um 3-4.000 manns. Austfírðingar, segir Sveinn Jónsson, lifa ekki lengi á því að horfa á fossa og geld- fugla á sundi. Samkvæmt könnunum er vinnu- afl á miðsvæði Austurlands í vinnu- sókn álvers um 60% ófaglært, 30- 35% faglært í víðum skilningi, (þ.m.t. bændur, menntað fisk- vinnslufólk og verslunarmenntað fólk) en aðeins 5-10% með háskóla- menntun. í nútíma álveri eru um 15% vinnuafls með háskólapróf og tæknimenntun en aðeins um 5% ófaglært fólk. Flest störf krefjast iðnmenntunar eða 44% og sér- menntunar innan vinnustaðarins 33%. Konur geta gengið í öll störf jafnt sem karlar þar sem líkamlegt erfiði heyrir sögunni tfl í þessari atvinnugrein. I vinnusókn álvers í Reyðarfirði eru taldir vera um 6.460 íbúar. Af þeim eru aðeins 2.840, sem ná laun- um yfir 1 milljón á ársgrundvelli en um 3.620 með skatttekjur undir 1 milljón króna. I álverinu í Straums- vík munu meðallaun almennra fast- ráðinna starfsmanna, annarra en stjómenda og verkstjóra, vera yfir 170 þúsund á mánuði eða yfir 2 milljónir á ári. Byrjunarlaun al- mennra starfsmanna munu vera yfir 120 þúsund eða nærri 1,5 millj- ónir á ári. Það er þvi engin furða að við ráðningu starfsfólks tfl nýrrar áhærksmiðju á Grundartanga ný- verið hafi verið um 10 umsækjend- ur um hvert starf. Ljóst þykir að Austurland yrði allt annað eftir og áhrifin viðvarandi jákvæð, ef tfl þessarar uppbyggingar kemur á Austurlandi í náinni framtíð. Virkj- anir og álver eru þó ekki allsheij- arlausn á vanda fjórðungsins. En þar mun fleira koma tfl samhliða og Qölþættari viðfangsefni skapast til að mæta þörfum fólks, sem nú nýtur vaxandi menntunar og jafii- vel kennslu á háskólastigi í fjórð- ungnum. Einhverjum kann að þykja áhrifin neikvæð en ætla má, að yfirgnæfandi meirihluti Aust- firðinga sé þessum áformum með- mæltur, þar með taldir flestir for- svarsmenn helstu atvinnufyrir- tækja og sveitarfélaga á svæðinu. Fjöldi fólks mun einnig hugsa tfl þess að flytja inn á svæðið þegar og ef af verður. Fórnarkostnaður Ljóst er að öllum verulegum framkvæmdum hafa í gegnum tíð- ina fylgt nokkrar breytingar á um- hverfi. Menn hafa í seinni tíð verið meira á varðbergi gagnvart óþarfa raski og vandað því meir tfl alls Sveinn Jónsson undirbúnings tfl að breytingamar verði sem minnstar og ásættanleg- ar fyrir flesta. Vanda þarf undir- búning að gerð álvers. I Reyðar- firði og atvinnusókn álvers eru því í gangi umhverfisrannsóknir, sem varpa eiga ljósi á áhrif á náttúru og samfélag. Fátt bendir tfl annars en að það getí farið vel saman. Rann- sóknir munu taka sinn tíma en ekki er annars að vænta en yfirgnæfandi meirihluti Austfirðinga muni fagna því, ef áformin verða að veruleika, Rökstudd mótmæli hafa engin ver- ið höfð í frammi. Tíminn, sem er tfl ráðstöfunar, ræðst af því, hversu stór 1. áfanginn yrði og hvenær áætlað væri, að honum yrði lokið. Tími tfl byggingar álvers er mun skemmri en virkjunar. Virkjunar- framkvæmdir þurfa að geta hafist strax, þegar ákvörðun um orkunýt- inguna liggur fyrir. Undirbúningur að byggingu Fljótsdalsvirkjunar hefur staðið lengi og fengið mikla kynningu og umfjöllun. Þegar framkvæmdir voru auglýstar 1991 komu ekki fram teljandi athuga- semdir og engar viðvíkjandi það t.d. að Eyjabökkum yrði sökkt. Um það hafði tekist sátt löngu fyrr eða við afgreiðslu laga um virkjunina árið 1981. Nú ber svo við að nokkrir ein- staklingar hafa að undanfömu vak- ið á þvi athygli að framkvæmdim- um muni fylgja nokkur náttúru- spjöll og krefjast lögformlegs um- hverfismats. Kynning sú er góðra gjalda verð en fátt er þar nýtt og krafan ekld stutt neinum rökum tfl mótvægis byggðaþróunar. Gróður- lendi mun tapast og þó það hafi verið kjörlendi hreindýra og geld- gæsa er ekki annað séð en önnur nærliggjandi svæði hafi einnig ver- ið það enda eru þau tfltölulega vel gróin og votlend. Gljúfur og fossar munu breytast eða hverfa. Tölverð- ur íjöldi ferðafólks hefur gert sér ferð tfl að skoða þessar slóðir og ferðaþjónusta á svæðinu hefur beinst að því. Sá hluti, sem verða mun fyrir raski, er einungis lítill og möguleikar tfl gönguferða um OMeð tflkomu virkjunar er þess að vænta að greiðfærari vegir opni svæðið fyrir enn fleirum og hvetji til aukinnar umferðar um stór- brotna náttúru og landslag. Það er líka mat margra að virkjanir og ferðamennska fari vel saman og ætti því að verða tfl að auka enn á gfldi framkvæmdanna. Virkjunar- aðili mun ganga frá raski vegna framkvæmda og haga lagningu lína þannig að sem minnst lýtí verði af. Það er því engan veginn séð, að Snæfell murn tapa „helgiljóma" sínum, þar sem það mun gnæfa á sínum kulnaða stalli yfir nýju uppi- stöðulóni og stíflu. Önnur mann- virki, að- og fráveitugöng verða neðanjarðar og þannig ósýnfleg þeim, sem ekki sjá fegurð í slíku. Umhverfismat Umhverfismat þar sem almenn- ingi gefst kostur á að koma sínum sjónarmiðum að og láta til sín taka er því sjálfsagt í dag. Kostir og gallar eru þar formlega tíundaðir. Reynslan hefur þó sýnt, að form- legt umhverfismat hefur ekki þótt breyta miklu um tilhögun fram- kvæmda, en þau hafa reynst tíma- frek og kostnaðarsöm. Ekki er séð hveiju formlegt um- hverfismat fyrir Fljótsdalsvirkjun myndi breyta til betri vegar. Það tæki langan tíma, myndi kosta mikið fé og gæti tafið fyrir mögu- legum samningum um orkunýt- ingu. Umhverfismat vegna Fljóts- dalsvirkjunar er því af hálfu undir- ritaðs talið óþarft eftir alla fyrri kynningu og umfjöllun enda með lögum um umhverfismat gert ráð fyrir því, að þess gerist ekki þörf við framkvæmdir, sem ákveðnar voru fyrir setningu laganna. Ekki hafa komið fram nægilega góð rök fyrir því, hvað geti áunnist. Gerð matsins kynni að tefja fyrir eða koma í veg fyrir framkvæmdimar. Þeir, sem eru á móti framkvæmd- unum, verða að réttlæta það með því að annað komi í staðinn. Annað er óábyrg afstaða og þó að því sé vissulega unun hveijum þeim er reynir. Undirbúningur að virkjun- arframkvæmdum Jökulsár á Dal er skemmra á veg kominn. Um lög- formlegt umhverfismat gildir því öðm máli. Áform öll verða þar kynnt betur, þegar þau skýrast og fá formlega meðferð samkvæmt lögum. Ætla verður þó, að seint verði fram borin rökstudd mótmæli við þessum áformum, sem réttlæti að frá þeim verði horfið. Sjálfgefið er þó, að almenningi gefist tækifæri tfl að koma á framfæri athuga- semdum um það sem betur geti farið. Ábendingar tfl mótvægis og eflingar byggðar em alltaf vel þegnar. En mest er um vert, að verkin tali. Homstrandir 21. aldar Einhliða umhverfisáróður á ekki við í stórmálum sem þessum og síst af hálfu opinberra fjölmiðla. Þeir, sem leggjast gegn áformum um virkjanir og orkunýtingu í fjórð- ungum, hafa ekki komið með gfld rök eða ábendingar um, hvað gæti komið í staðinn og vegið með nokkram afgerandi hættí gegn þeirri þróun, sem fúllyrt var um í inngangi. Framgangur þessara mála þolir ekki bið. Við höfum eng- an tíma, íbúum fækkar jafnt og þétt og mannfæðin er ákveðið vandamál, þegar kemur að stór- iðju. Að 5 eða 10 árum liðnum verð- ur ekki aftur snúið tfl að skapa þá miklu fjölgun atvinnutækifæra og íbúa, sem nú er stefrit að. í dag er það ef tfl vill einna helst íbúafjöld- inn sem raunverulega stendur í vegi fyrir því að forsvarsmenn er- lendra stórfyrirtækja treysti sér tíl að taka ákvörðun um að ráðast í þessa uppbyggingu með íslenskum stjómvöldum og heimamönnum. Fram hefur farið víðtæk skoð- anakönnun í fjórðungnum tfl að ganga úr skugga um vilja íbúa. Með því varð ljós óyggjandi afstaða Austfirðinga tfl þeirra aðgerða, sem era mesta sameiginlega hags- munamál fjórðungsins í dag. Komi ekki til þeirra er tfl álita hvort Austurland þróist ekki í að verða Homstrandir 21. aldarinnar. Þá er til lítils barist á Austurlandi fyrir öðrum hagsmunamálum eins og hærri launum, Qölbreyttara at- vinnulífi og aukinni þjónustu og hagstæðara verðlagi. Stjórnvöld eru því hvött til að hvika hvergi frá áformum um virkjanir og stóriðju og vinna markvisst með öllum tfltækum ráð- um að tilkomu þeirra á Austur- landi. Höfundur er verkfræðingur á Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.