Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 Nýjar áherslur í starfi CAFF um verndun lífríkis á norðurslóðum Tökum vextina en göngum ekki ú höf- uðstólinn Starfshópur um verndun lífríkis á norðurslóðum, CAFF, stendur nú á tímamótum vefflia nýrrar stefnumörkunar Norðurskautsráðsins. Starfshóp- urinn fékk ný verkefni og Snorri Baldursson, fram- kvæmdastjóri skrifstofu CAFF á Akureyri, segir Helga Bjarnasyni að hópurinn hafí nú fengið lang- þráðan rauðan þráð til að fara eftir. A sama tíma vakna spurningar um það hvort staðsetning skrif- stofunnar á Akureyri henti við nýjar aðstæður. SiBB Umhverfísráðherrar heim- skautalandanna átta, Bandaríkjanna, Danmerk- ur/Grænlands, Finnlands, íslands, Kanada, Noregs, Rúss- lands og Svíþjóðar undirrituðu hina svonefndu Rovaniemi-yfírlýsingu um umhverfisvernd á norðurslóð- um á árinu 1991. Yfirlýsingunni var fylgt úr hlaði með verndaráætlun fyrir heimskautssvæðið og til að hrinda henni í framkvæmd voru settir á fót fjórir starfshópar. Einn þessara hópa, Samstarfshópur um verndun lífríkis á norðurslóðum, CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), hefur haft skrif- stofu á Akureyri í rúm tvö ár. Starfshópamir heyra nú undir ný- stofnað Norðurskautsráð og á fyrsta ráðherrafundi ráðsins, sem haldinn var í bænum Iqaluit á Baffinslandi í Kanada í september, voru teknar mikilvægar ákvarðanir um starfið. Meðal annars var samþykkt að- gerðaáætlun um vemdun hafsins á norðurskautssvæðinu og stofnun skrifstofu á íslandi til að halda utan um það starf. Þá var samþykkt ný rammaáætlun fyi-ir CAFF. Snorri Baldursson, framkvæmdastjóri starfshópsins, bindur miklar vonir við hinar nýju áherslur. „Áætlunin byggir á hugmynda- fræði Samnings Sameinuðu þjóð- anna um líffræðilegan fjölbreyti- leika og er gerð til þess að skapa nútímalega umgjörð fyrir starfs- hópinn,“ segir Snorri um nýju rammaáætlunina. I henni felast fimm meginmarkmið, vöktun lífrík- isins, tegunda- og búsvæðavernd, friðlönd og vemdarsvæði, náttúm- vernd utan friðlýstra svæða og samþætting náttúruverndar og at- vinnustarfsemi. „Rammaáætlunin á að vera leiðarljós starfshópsins næstu fimm árin og innan hennar fólu ráðherrarnir okkur fimm viða- mikil verkefni sem á að vinna á næstu árum,“ segir Snorri. Þar er bæði um að ræða ný verkefni og framhald þeirra eldri. Villt íslensk spendýr/Hans Reinard BIRNA með stálpaða húna í hafís. Höfðað til almennings { fyrsta lagi er CAFF ætlað að taka saman skýrslu um ástand og horfur í lífriki norðurslóða. Skýrslan á að gefa innsýn í lífríkið og að hvaða leyti það er viðkvæmara en lífríki svæða sunnar á hnettinum og hvers þurfi að gæta varðandi vemd- un þess og nýtingu. Hún á að vera aðgengileg fyrir almenning og því sett upp með myndum og kortum. Finninn Paula Kankaanpáa hefur umsjón með gerð ástandsskýrsl- unnar og kom hún til starfa á skrif- stofu CAFF á Akureyri í haust. Reiknað er með að hún vinni á skrifstofunni í eitt ár. Paula er ráð- gjafi umhverfisráðuneytisins í Helsinki í málefnum heimskauta- svæðanna og heyra málefni CAFF meðal annars undir starf hennar þar. Hún segist hafa haft sérstakan áhuga á starfsemi CAFF og ákveðið að gefa sér nú nokkurn tíma til að einbeita sér að starfinu. „Við höfum lengi rætt um það í CAFF að þörf væri á að taka saman skýrslu um lífríki á norðurslóðum til að sýna almenningi fram á nauðsyn aðgerða til verndar því. Það er nauðsynleg undirstaða fyrir vinnu okkar í framtíðinni," segir Paula um skýrsluna sem hún vinnur að. Áhrif loftslagsbreytinga Annað viðamikið nýtt verkefni sem CAFF var falið er að taka sam- an skýrslu um áhrif hugsanlegra loftslagsbreytinga og útfjólublárrar geislunar á lífríki heimskautssvæð- isins. „Rannsóknir benda til að mestu breytingarnar verði á norð- urskautssvæðinu. Sums staðar hef- ur nú þegar orðið vart hlýnunar, annars staðar er ástandið óbreytt og sums staðar hefur kólnað. Ætl- unin er að meta áhrif þessarra og frekari breytinga sem orðnar eru á hitastigi fyrir dýralíf og gróður, breytingar sem aftur geta haft al- varlegar afleiðingar fyrir sjálfs- Morgunblaðið/RAX CAFF hefur gert verndar áætlun fyrir svartfugl og æðarfugl. Myndin er af langvíubjargi í Vestmanna- eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.