Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Aspen ÍColorado Þýskaland Austur- ríki Heimsb.mót í svigi 22.nóv. 1998 Heimsb.mót í svigi 28. nóv. 1998 Styttri skíði og stífari skór KRISTINN verður á styttri skíðum í vetur en á siðasta keppnistímabili. Haim hefur verið að prófa hvaða skíða- lengd hentar best og komist að þeirri niðurstöðu að nota þremur sentímetrum styttri skíði en í fyrra, fer af 198 sentímetrum og niður í 195. Hami hefur einnig verið að prófa nokkrar gerðir af sk/ða- skóm. Niðurstaðan úr þeim prófunum var sú að liann ætl- ar að nota sömu tegund af skíðaskóm og hann var á í fyrravetur, en þó aðeins stífari. „Ég er mjög ánægður með skíðaútbúnaðinn og hann er eins og best verður á kos- ið,“ sagði Kristinn. ÍÞRÓTTIR skíðaíþrótta hefst í Austurríki um helgina. Skíðakappinn Kristinn Björnsson segir í samtali við Val B. Jónatansson að hann hafí aldrei verið í betri æfíngu og er til- búinn í slaginn. Fyrsta mót Kristins verð- ur eftir fjórar vikur í Park City, en þar sló hann eftirminnilega í gegn í fyrra þegar hann náði öðru sæti. Reuters KRISTINN Björnsson mun hefja keppnistímabilið í heims- bikarnum í Park City í Bandaríkjunum 22. nóvember. Hann sló þar eftirminnilega í gegn í fyrra með því að næla sér í silfurverðlaunin. Myndin er einmitt úr þeirri keppni. mig vantar aðeins nokkra daga á skíðum til að fínpússa tæknina og ná upp hraða. Ég finn að ég keyri mjög vel og er mun örggari en áður. Ég er einnig tveimur kflóum léttari en í fyrra og samt með meiri vöðvamassa. Ég hef lyft meira en áður og þvf er ég mun sterkari. Ég hef ekki fundið til í baki eða hnjám og það er góðs viti, því það hafði verið að angra mig áður.“ Breytt tækni Hefur þú breytt tækninni eitt- hvað frá í fyrra? „Já, við höfum verið að breyta bil- inu á milli skíðanna, hafa það meira en áður. Eins fórum við í gegnum skíðasporið í beygjum og eins að fá mjöðmina meira yfír ytra skíðið. Það er mikilvægt að vera alltaf með góða pressu á ytra skíðið í beygjum. Þetta hefur gengið það vel að ég hef varla keyrt út úr braut á æfingum." Má þá búast við að þú skilir þér niður í fleiri mótum en ífyrra? „Já, ég ætla rétt að vona það. Ég ætla líka að vona að hraðinn sé í lagi, en ég hef ekki fengið nægilega viðmiðun til að átta mig alveg á því. Annars hef ég verið að vinna Martin á æfingum en það kemur sjálfsagt ekki í ljós fyrr en þegar komið er út í alvörukeppni hversu hratt ég fer. Ég held að þetta sé í góðu lagi. Með þessari keyrslu núna ætti ég alltént að vera á meðal 15 bestu.“ Bjartsýnn Hvernig ertu stemmdur fyrir átökin í vetur? „Mjög vel. Ég er mjög bjartsýnn. Það er mikilvægt að ég nái góðum úrslitum í fyrstu mótunum til að halda mér inni í fyrsta ráshópi. Ég þarf að keyra mig örugglega inn í íyrsta ráshópinn og síðan get ég farið að taka áhættu. Þó svo að ég ætli mér stóra hluti er ekki þar með sagt að það gangi eftir. En allt bendir til að þetta ætti að geta orðið gott keppnistímabil hjá mér. Það lofar að minnsta kosti góðu.“ Fyrsta mótið verður í Park City. Nú átt þú góðar minningar þaðan, heldurðu að það trufli þig ekki núna? „Nei, það held ég ekki. Ég held að það hjálpi mér frekar. Þessi brekka í Park City hentar mér mjög vel eins og sýndi sig í fyrra. Það er ekki hægt að leggja braut- imar öðruvísi en í fyrra því brekkan leyfir það ekki, þannig að ég býst við svipaðri braut núna. Nú fæ ég betra rásnúmer í fyrri umferð og það ætti að gera mér auðveldara fyrir. Brautin verður að minnsta kosti eins og best verður á kosið.“ Eftirsjá í Tomba Nú er Alberto Tomba hættur. Er ekki mikill sjónarsviptir að honum? „Jú, það verður eftirsjá í honum. Það er líka mikill missir fyrir skíðaíþróttina að hafa ekki þennan litríka persónuleika áfram.“ Sérðu einhvern annan Tomba í sjónmáli? „Ég held að Norðmaðurinn Hans-Petter Buraas hafi hæfileik- ana. Hann er líka ekki ósvipaður persónuleiki - mátulega kærulaus og hefur gríðarlegt keppnisskap. Hann virðist bestur þegar álagið er sem mest. Buraas er kannski ekki eins gegnumsteyptur „töffari" og Tomba, en það er margt líkt með þeim.“ Olafsfirðingurinn Kristinn Bjömsson er nú að ljúka við undirbúning sinn fyrir heimsbikar- mót vetrarins, en fyrsta svigmótið verður í Park City í Bandaríkjunum 22. nóvember. Hann á góðar minn- ingar þaðan því þar sló hann eftir- minnilega í gegn í fyrra er hann náði öðru sæti þrátt fyrir að vera með rásnúmer 49. Árangur hans þar þótt einn sá athyglisverðasti í heimsbikarmótunum síðasta tíma- bil. Nú verður Kristinn í fyrsta rás- hópi, sem þýðir að hann verður ræstur af stað innan við 15 og það ætti að auka möguleika hans. Með bækistöð í Lillehammer Hann segir að undirbúningurinn hafi gengið vel í sumar og haust. „Ég hef haldið til í Lillehammer í sumar og Haukur Bjarnason, þjálfari minn, flutti frá Geilo til Lil- lehammer í júní. Ég var að æfa einn fram að þvf, en eftir æfingaátlun hans. Eftir að hann kom til Lil- lehammer hefur þetta verið mjög gott. Það er mikill munur að hafa þjálfarann á staðnum. Hann fylgir mér í gegnum allar æfíngar og rek- ur mig áfram með harðri hendi. Við höfum unnið mjög markvisst af því að bæta styrk og hraða og farið í gegnum tæknina. Ég hef farið reglulega í þolpróf í Osló og það hefur komið mjög vel út sem við höfum verið að gera. Við vinnum mikið með mynd- band, enda er það nauðsynlegur þáttur í þjálfunni, sérstaklega hvað varðar tæknina. Það er alltaf eitt- hvað sem hægt er að laga og gera betur. Við erum ánægðir með það sem við höfum verið að gera og von- andi að það skili sér í betri árangri í vetur.“ Hann segist hafa æft vel í sumar. „Ég hef æft helmingi meira en í fyrrasumar þótt ég hafi ekki æft lít- ið þá. Ég æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar eða um fimm til sex klukkutíma á dag. Við byrjuðum á fyrstu skíðaæfingunni i júní á jökli í Noregi. Síðan var fyrsta æfingin með sænska landsliðinu í endaðan júlí. Við höfum farið á fimm samæf- ingar með Svíunum á undirbúnings- tímabilinu. Fyrir tíu dögum vorum við í Sölden í Austurríki, en vorum óheppnir með veður þar og gátum ekki æft eins og skyldi.“ Kristinn, sem hefur verið hér á landi í stuttri heimsókn, fer í dag til Austurríkis til æfinga með Svíanum Martin Hanson. „Það eru tveir þjálfarar með honum, Joakim Walner og Mika Gustafsson, og síð- an Haukur með mér. Þjálfararnir ná mjög vel saman og eru á sömu línu í sambandi við þjálfunina. Ég og Martin erum ekki með svo ólíka stöðu á skíðunum þannig að það hentar okkur vel að æfa saman. Við erum líka álíka byggðir, frekar lág- vaxnir, léttir og snöggir." Alltaf nýsmurð og brýnd Með þeim félögum í vetur verður einnig maður sem sér alfarið um skíðin þeirra og er hann kostaður af skíðaframleiðendunum Rossignol og Dynastar. Þannig að það verða fjórir aðstoðarmenn með þeim í vet- ur. „Það er mikill munur að hafa mann sem sér alfarið um skíðin. Við þurfum ekkert að koma nálægt þeim - fáum þau alltaf nýsmurð og brýnd fyrir hverja æfingu og keppni. Aður þurfti ég sjálfur að sjá um skíðin og það fóru oft margir klukkutímar á dag í að laga þau og brýna. Það er munur að vera með toppskíði á hverri æfingu. Þegar ég var að gera þetta sjálfur var það ekki nærri eins vel gert. Ég get nú algjörlega einbeitt mér að æfingun- um sjálfum, án þess að hafa áhyggj- ur af skíðunum. Æfingamar hafa gengið vel og HEIMSBIKARMÓTIN í SVIGI SEM KRISTINN BJÖRNSSON KEPPIR Á í VETUR Heimsb.mot i svigi 28. febrúar 1999 Ofterschwang í Þýskalandi Heimsb.mot i svigi 7. ianúar 1999 Schladming í Austurríki Slerra Nevada á Spáni Heimsb.mot i svig 14. mars 1999 Heimsb.mótisviai 17.jan. 1999 ~ V Heimsb.mot i svigi 24. janúar 1999 Wengen í Sviss Kitzbuhel í Austurríki Heimsb.mot i svigi 14. des. 1998 Sestriere á Italíu v<^ Kramska gora í Slóveníu Hef aldrei verið í betri æfingu Heimsbikarkeppnin í alpagreinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.