Morgunblaðið - 25.10.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 25.10.1998, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ '38 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 Orlando - Florida Einbýlishús til leigu í Ventura Country Club. 3 svefnherbergi, stofa og borðstofa. Allt fylgir með. Sundlaug, golf- og tennisvellir. 20 mín. frá flugvellinum. 40 mín. frá Walt Disney. Upplýsingar í síma 553 0097 Innritun er hafin! sœtir sófar* HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Simi 564 1475* Skráning í pund- um leggst af HÖRÐUR Björgvinsson með 19 punda stórlaxinn úr Þverá sem var yngri en ætla hefði mátt. STANGAVEIÐIMENN munu skrá afla sinn í breyttar veiðibæk- ur á næstu vertíð. Óhætt er að segja að í sérstaklega einu veiga- miklu atriði er um nokkra byltingu að ræða og er eftir að sjá hvemig veiðimenn muni taka á málinu. Það er að skrá hvem fisk í kílógrömm- um en ekki pundum eins og hefðin hefur kveðið á um. Starfsmenn Veiðimálastofnunar vonast þó til þess að menn verði jákvæðir og til- litssamir í þessum efnum, því fyrir þeim vaki að auka áreiðanleika veiðiskráningar sem aftur bæti þekkingu á laxa- og silungastofn- um. „Slíkt styrkir gmnninn að skynsamlegri nýtingu, vemdun og viðhaldi tegundanna til framtíðar,“ segir Sigurður Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Veiðimálastofnunar. Ekki er það nú svo að útlit veiði- bóka breytist svo mjög. I raun lítur allt mjög líkt út og áður. Sigurður segir að hið breytta form sé m.a. hugsað til að gera mögulegan vél- rænan innlestur gagna, svokallaða skönnun, lækka kostnað og stytta tíma við innslátt gagna, minnka lík- ur á villum í skráningu, auðvelda er- lendum veiðimönnum skráningu afla með því að textar í haus veiði- bóka verði bæði á íslensku og ensku og til að gera mönnum kleift að skrá sérstaklega ef fiski er sleppt. „Kostimir era nokkrir," segir Sigurður, „Skráning með vigtun alls afla verður nákvæmari og þetta gefur nauðsynlega upplausn í gögn til að nýta þau við rannsókn- ir. Nákvæmni verður 0,1 kg í stað 0,5 kg áður. Upplausn gagna af þessu tagi er nauðsynleg í skrán- ingu silungs til að geta nýst við rannsóknir. Eins og staðan er, er allur silungur skráður 1 og 2 pund, en það myndi segja okkur meira um ástand stofiia ef við færam að fá nákvæmari skráningar. Það ætti síðan að auðvelda mönnum þessa breytingu, að kíló- gramm er þekkt mælieining sem menn nota daglega. Síðast en ekki síst þá kemur notkun kg í veg fyrir ragling með mælieiningar, en á meðan margir nota íslensk veiði- mannapund, þá hefur enska pundið verið lífseigt hér á landi, en það er 10% munur á þeim einingum. Helstu gallamir við þetta era að hefðin fyrir notkun punda er mjög rík og fyrst í stað gæti ruglingur valdið skekkju," segir Sigurður. Hvcrnig ætlið þið að koma þessu til skila? „Við ætlum að byrja á því að kynna fyrirkomulagið á ráðstefnu NASF 1. nóvember nk. og síðan munu starfsmenn stofiiunarinnar fara í vfking um landið til að kynna málið fyrir veiðifélögum og leigu- tökum. Við munum hvetja veiði- réttareigendur til að koma fyrir vogum og mælistikum í öllum veiðihúsum þar sem slíkt er ekki fyrir. Það þarf að útrýma „pundur- unum“.“ Síðan munum við reyna að ná frekar eyrum stangaveiði- manna og fá þá til að leggjast á sveif með okkur. Það er þekkt að menn eyða mismiklum tíma í skráningu afla, en við vonum það besta.“ Þetta gæti veríð tilTmningamál. Nú verður það af mönnum tekið að skrifa töluna 20 í vciðibókina? „Jú, það er rétt. Við ættum kannski að bæta við fráhvarfsreit í nýju bækumar fyrst í stað! Það munu koma upp alls konar mál fyrst í stað og breytingin verður að síast inn. En einhvers staðar verð- ur að byrja," segir Sigurður Ný kort af Iaxveiðiám Vífill Oddsson, stjómarformaður Veiðimálastofnuar, sagði í samtali við Morgunblaðið að veiðifélög í landinu væra hvert af öðru að hefja gerð nýrra korta af lax- veiðiám. „Við kortagerðina er mið- að við að sýna sem best hrygning- ar- og uppeldissvæði í ánum. Kort> in, sem unnin era í samvinnu við fiskifræðinga Veiðimálastofnunar og byggjast að miklu leyti á rann- sóknum þeirra, eiga að auðvelda ákvarðanir við seiðasleppingar og auðvelda öll matsstörf veiðifélaga," sagði Vífill. Það var Veiðifélag Grímsár sem reið á vaðið og er kortið þeirra tilbúið. Vinna er hafin við kort af Langá og Selá og síðan sagðist Vífill reikna með því að veiðifélögin kæmu í kjölfarið, hvert af öðra. Ungir stórlaxar Undir lok veiðitímans veiddist 19 punda hængur í Þverá í Fljóts- hlíð. Nokkur laxveiði hefur verið í ánni tvö síðustu sumur og hefur byggst á sleppingu gönguseiða. Það kom nokkuð á óvart að svo stór lax skyldi veiðast í ánni þar sem það er útbreidd trú meðal veiðimanna að laxar í þessum stærðargeira þurfi að vera þrjú ár í sjó til að ná slíkri stærð, en um- ræddur lax var mjög leginn og greinilegt að hann hafði verið um eða yfir 20 pund er hann var ný- genginn úr sjó. Sigurður Guðjónsson fiskifræð- ingur og framkvæmdastjóri Veiði- málastofnunar sagði hins vegar dæmi vera um að laxar af þessari stærð hefðu aðeins verið tvö ár í sjó. „Það era aðallega hængamir sem eiga þetta til og sérstaklega ef þeir ganga seint í ána, þá ná þeir aukavori í vellystingum hafs- ins. Þessir laxar geta komist vel yfir 20 pund. Ég man eftir einum sem ég handlék í teljaranum í Blöndu fyrir nokkrum áram. Hann var svo stór að ég tók hreistursýni og það kom í Ijós að hann hafði verið tvö ár í sjó. Samt var hann 103 sentimetrar og líklega 22-23 pund,“ sagði Sigurður. Þú fhtnur örugglega eitthvað við þitt hæfi hjú okkur 3**1 óvtKAR IWAL ALUR KENNARAR SKÓLAN^ enska NY NAMSKEIÐ I BOÐI ÁHERSLA Á TALMÁL MARKVISS KENNSLA í VINALEGU UMHVERFI INNRITUN STENDUR YFIR í SÍMA 588 0303 EÐA 588 0305. HRINGDU OG FÁÐU FREKARI UPPLÝSINGAR Enskuskólinn FAXAFENI 10, 108 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.