Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ Foreldravaktir hafa verið stundaðar með skipulögðum hætti í fjölda sveitarfélaga um nokkurra ára skeið. Markmiðið er að veita unglingunum aðhald á ýmsan hátt. Að því er Hildur Friðriksdóttir komst næst hafa af- skipti foreldra haft þau áhrif að unglingar und- ir 16 ára aldri eru nán- ast hættir að þvælast stefnulaust um seint á kvöldin. Enginn hefur hins vegar svör við því hvort dregið hafí úr áfengisdrykkju þeirra. Næsta verkefni virðist vera að komast hjá eft- irlitslausum samkom- um í heimahúsum. VÍÐA UM land hefur verið komið á foreldra- vöktum eða for- eldrarölti á föstudags- eða laugardagskvöldum til að veita unglingum aðhald, láta þá vita að hinir fullorðnu bera hag þeirra fyrir brjósti og er ekki sama um hvað þeir aðhafast. Þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum við því hver reynslan væri töldu allir viðmælendur blaðs- ins að röltið hefði borið árangur. Eingöngu er um huglægt mat að ræða, því engar tölur, kannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Tilfmning lögreglumanna víðs vegar um landið er í hnotskurn sú, að minna beri á drukknum ungling- um á ferli, að dregið hafi úr hópa- myndunum í einstökum hverfum og bæjum og að hugsanlega sé minna um skemmdarverk. Menn bentu á að umræðan um unglingadrykkju, vímuefnaneyslu og útivistartíma væri orðin sjálfsagðari en hún var fyrir nokkrum árum. Hvort for- eldravaktin ætti þar einhvern hlut að máli vissu menn ekki. Einn viðmælandi sem hefur unnið mikið að málefnum unglinga benti hins vegar á að það væri bara kjarni „góðu foreldranna“ sem væri tilbú- inn að sinna þessum málum. For- eldrar stærri hluta „vandræðabarn- anna“ létu ekki sjá sig. „Við verðum aldrei varir við foreldrakjarna þess- ara barna. Ef við fengjum alla for- eldi'a til að taka þátt í svona sam- starfi, þá leystust ýmis vandamál. Siðferðið er orðið slíkt í þjóðfélag- inu að möi'gum þykir ekkert tiltöku- mál að sitja inni í stuttan tíma. Sumum finnst það jafnvel hvíld,“ sagði hann. „Oft eru það foreldrarnir sem fylgja öllum reglum sem taka að sér að fylgjast með böi'num hinna foreldranna,“ sagði annar viðmæl- andi. Akureyri og Árbær í fararbroddi Foi’eldrar á Akureyri eru fnxm- kvöðlar foreldravaktarinnar, sem byrjaði haustið 1993, en stx-ax í kjöl- farið komu foreldrar í Árbæjar- hverfi í Reykjavík. Haustið 1996 virðist foreldravakt hafa verið tekin upp í mun fleiri sveitarfélögum og eru Seltjamarnes, Húsavík, Selfoss og ísafjörður dæmi um það. Á Akureyri hefur Vigdís Stein- þórsdóttir frá upphafi verið í fi'am- varðarsveit foreldravaktarinnar. Hún segir að hópurinn hafi strax sett sér þau markmið að fá fólk til að skilja að til væri lögboðinn úti- vistartími sem bæri að fara eftir, að draga úr unglingadrykkju og að for- FORELDRAR i Árbæjarhverfi voru meöal þeirra fyrstu til að hefja skipulagöa for- eldravakt. Hér eru þeír á tali viö unglirtga sem reyndust vera nógu gamlir til að rnega vera úti eftir kl. 22. skiptir sköpum eldrar gætu stutt hverjir aðra í erf- iðu uppalendahlutverki. Hún fullyrðir að ástandið hafi gjörbreyst hvað varðar útivistar- tíma og þá í öllum aldursflokkum, en segist vita að unglingadrykkja sé enn til staðar. Bót sé í máli að hún fari ekki fram úti á götum og ekki séu eins margir ungir krakk- ar á ferli í bænum á kvöldin um helgar. Spurð hvort þetta aðhald hafi leitt til þess að foreldrar séu sam- rnála um að láta hverjir aðra vita, ef þeir verða varir við áfengis- eða vímuefnaneyslu á gi-unnskólastigi, segir hún að þetta sé eitt af því sem hafi verið rætt á fundum en engin ákvörðun hafi verið tekin um. Sjálf segist hún hafa þá skoð- un, að fólk eigi að segja frá ólögleg- um hlutum, hverju nafni sem þeir nefnast. Með GSM á vaktinni Þar sem foreldravakt er til staðar hefur frumkvæðið yfirleitt komið frá foreldrum, sem taka virkan þátt í skólastarfi barna sinna. Samvinna er oftast við félagsmálayfirvöld á staðnum og líklega undantekninga- laust við lögi-eglu. Algengt er að foreldrar mæti á lögreglustöðina um 11-leytið að kvöldi, fái endur- skinsvesti og jafnvel GSM-síma áð- ur en þeir halda út í nóttina. Þeir sem hafa slma hringja í lögregluna verði þeir varir við eitthvað óæski- legt, svo sem böm undir lögaldri, slagsmál eða annað slíkt. Að vakt- inni lokinni um eitt- til tvöleytið koma foreldramir aftur við á lög- reglustöðinni og gefa í einhverjum tilvikum skýrslu, fá sér kaffibolla og rabba við lögreglumennina. „Innkaupaferðir" gefa lausan tauminn í Kópavogi hefur foreldravakt verið í 4-5 ár. Steinþór Björgvins- son formaður foreldrafélags Smára- skóla hefur verið ötull í því starfi, fyrst í Kópavogsskóla en nú í Smáraskóla. Hann segir að áður fyrr, þegar Morgunblaðið/Júlíus foreldravakt var ekki í öllum hverf- um Kópavogs, hafi unglingamir leitað meira þangað sem engin vakt var, en nú sjást þeir varla á ferli seint á kvöldin. „Menn era sammála um að foreldraröltið hefur stuðlað að því að unglingarnir eru hættir að þvælast úti aðgerðalausir eða í ein- hverjum óæskilegum aðgerðum. Við geram okkur aftur á móti fulla gi-ein fyrir því að þeir era komnir einhvers staðar inn og einhver brögð era að því að þau era í eftir- litslausu húsnæði. Af þessu höfum við nokkrar áhyggjur." Undir þetta taka fleiri og benda jafnvel á að þegar svokallaðar „inn- kaupaferðir" eða helgarferðir til út- landa hefjist á haustin sé meira um eftirlitslaus partý í heimahúsum. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík segir að samhliða áróðri fyrir lögboðnum útivistartíma hafi lögreglan rekið áróður gegn eftirlitslausum partýj- um. „Þróunin hefur verið þannig Hollráð frá foreldrum til foreldra 0 Veiuim börnum okkar góðar fyrirmyndir Það sem við gerum vegur þyngra en það sem við segjum. Ef við for- eldrar drekkum þurfum við að skoða eigin neyslu og hvað stýrir henni. Ef við dx-ekkum ekki eða drekkum í hófi, getum átt áfengi án þess að di-ekka það, getum sleppt áfengi þegar það hentai' og síðast en ekki síst getum skemmt okkur án áfengis eram við betri fyrii-myndir en ella. 0 Setjum ákveðnar reglur og stöndum við þær Skynsamlegt er að hafa fáar, einfaldar og sanngjaraar reglur. Reyn- um að fá unglinginn til að skilja þær reglur sem við setjum og á hverju þær byggjast. Utskýrum t.d. hvers vegna við viljum að hann komi heim á umsömdum tíma. Séu reglur brotnar þarf að bregðast við í samræmi við eðli brotsins t.d. með réttindaskerðingu af einhvex-ju tagi. 0 Veitum stuðning gegn hópþrýstingi Með hvatningu og stuðningi getum við lagt okkar af mörkum við að byggja upp sjálfstraust unglingsins okkar. Gleymum ekki að hrósa fyrir það sem vel er gert og munum að nefna góða kosti unglingsins. Unglingur með lítið sjálfstraust er áhrifagjarnari og líklegri til að láta undan þrýstingi og þiggja vín eða önnur vímuefni. Fylgjumst með því hvar unglingarnir okkar eru, með hverjum þeir eru og hvað þeir eru að gera. o Ræðum um áfengi við börnin okkar Látum þá skoðun okkar skýrt í ljós að við viljum ekki að unglingurinn drekki. Fræðum um áfengisneyslu og ábyrgðina sem henni fylgir. Bendum á að unglingar sem eru að taka út andlegan, líkamlegan og fé- lagslegan þi'oska skaðast ft-ekar af neyslu en þeir fullorðnu. Bendum á hættu á slysum, slagsmálum og nauðgunum í tengslum við áfengis- neyslu svo og á að unglingar sem byrja snemma að drekka leiðast Morgunblaðið/KGA FORELDRAR hafa til margra ára reynt að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir til að hjáipa unglingum að komast sem best í gegnum ung- lingsárin. Þessi mynd var tekin haustið 1991 þegar Einar Gylfi Jóns- son sálfræðingur og Arnar Jensson iögreglumaður gengu í skóla og fræddu foreldra og unglinga um samskipti, afleiðingar vímuefna- neyslu og fleira. frekar út í óhóflega neyslu og önnur vímuefni. Mikilvægt er að í-æða málin af yfirvegun og forðast reiði og ásakanir. 0 Kaupum aldrei áfengi fyrir börn og unglinga Kaup á áfengi fyrir unglinga jafngildir samþykki við neyslu. 0 Höfum samband við aðra foreldra Hið gamalkunna „allir hinir mega“ hefur auðveldað mörgum unglingn- um að fá sínu framgengt. Könnum ófeimin hvað hinir mega. Beram saman bækur okkar t.d. um útivistan'ma. Ef unglingurinn ætlar að fá að gista hjá vini eða fara í partí er rétt að ganga úr skugga um það hvort þar verður einhver fullorðinn heima. 0 Styðjum heilbrigðar tómstundir unglinga Sá sem á sér áhugamál sem veita honum ákveðna lífsfyllingu er ólík- legi-i til að ánetjast áfengi eða vímuefnum. Hvatning og stuðningur for- eldra við áhugamál eða tómstundaiðkun unglinga er mikils virði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.