Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 48
8 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand SJR, DO YOU REALLS THINK IVE BEEN CRAPBY LATELYT I DONT KNOU),MARCIE.. IT 5EEM5 TO ME YOU'RE CRABBY ALL THE TIME.. I THINK THAT 5JU5TTHE WAY YOU ARE..I TOLERATE YOU BECAUSE l'M THE PATlENT, UNPER5TANDIN6 TYPE I APPREClATE YOUR DUMB ATTITUDE, 5IR... Herra, finnst þér raun- Ég veit ekki, Magga ... mér Ég held að þú sért bara svona ... Ég skil þína þögulu af- verulega að ég hafi verið finnst þú alltaf vera fúllynd... ég umber þig vegna þess að ég er stöðu, herra ... fúllynd undanfarið? þessi þolinmóða og skilningsríka manngerð BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hættir störfum í mótmælaskyni Frá Ástþóri Magnússyni: DENIS Halliday, yfirmaður mann- úðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad hætti störfum í mótmæla- skyni við viðskiptabannið hinn 7. október sl. eftir þrjátíu ára störf fyr- ir SP, um leið og hann lýsti við- skiptabanninu sem „gjörsamlega gjaldþrota hugmynd". Eftir 13 mánuði í Bagdad sem sýnt hafa Halliday hinar geigvænlegu af- ieiðingar viðskiptabannsins á böm og saklausan almenning, hefur hann nú opinberlega tekið undir yfírlýsingar Friðar 2000 og íslenska jólasveinsins og sagt: „Viðskiptabannið hefur eng- in veruleg áhrif á ríkisstjórnina en veldur saklausum almenningi fjör- tjóni.“ „Líklega styrkir það stjórn Saddams í sessi um leið og það veikir almenning í landinu.“ Einnig hefur Haliiday tekið undir þær yfirlýsingar Friðar 2000 að við- skiptabannið sé í ósamræmi við stofnsáttmála SÞ, mannúðarsáttmála SÞ og réttindi barna. Hann segir að 4-5.000 börn látist að ástæðulausu í hverjum mánuði í Irak af völdum við- skiptabannsins vegna bilana í vatns- kerfi, holræsum og hreinlætisað- stöðu, ófullnægjandi fæðu og lélegs heilsuástands. Þá segir hann við- skiptabannið hafa aukið skilnaði á miUi hjóna og dregið úr giftingum þai- sem ungt fólk hefur ekki efni á því að hefja búskap. Viðskiptabannið hefur einnig aukið glæpi, fjölda götu- barna og jafnvel vændi. „Þetta er borg þar sem fólk skildi eftir lykla í útidyrahurðum sínum, skilda bíla sína eftir ólæsta, glæpir voru næst- um óþekktir. Við höfum með við- skiptabanninu valdið verulegri rösk- un á þessu þjóðlífi,“ segir Halliday. Hann hefur einnig tekið undir þau vamaðarorð Friðar 2000 að við- skiptabannið hafi slík ógnvekjandi og neikvæð áhrif á allt þjóðlíf og ungt fólk í Irak, að á næstu árum gæti ófriðarbál gegn Vesturlöndum brotist út undir íslamskri öfgatrú. Fólk sækir í auknum mæli í trúna sér til stuðnings. „Við erum að ýta fólki út í örvæntingaraðgerðir“. „Mér finnst gífurlegt ósamræmi í gerðum hér. Mér er ekki alveg sjálfrátt. Eg veit bara að mér líður mjög illa með að halda á lofti fána SÞ undir þessum kringumstæðum eða vera þátttakandi í starfi SÞ hér,“ sagði Halliday við fréttamenn. Friður 2000 vill enn ítreka þá skoðun samtakanna að viðskipta- bannið gegn Irak er brot á alþjóðleg- um lögum og sáttmálum, og í raun stn'ðsglæpur. íslensk stjórnvöld eru samsek í þessum glæp á meðan þau styðja viðskiptabannið. Friður 2000 mun styðja ailar aðgerðir til að binda enda á slíka kúgun og þjáningar sak- lausra bama og almennings. Réttlætið er sífellt meira að brjót- ast í gegn á alþjóðlegum vettvangi. Til að mynda var nú verið að hand- taka fyrrverandi einræðisherra Chile er hann brá sér út fyrir landsteinana. Enginn vafi leikur á að sagan mun líta þjóðarmorðið í Irak mjög alvar- legum augum. Hér á landi hafa ráða- menn skellt skollaeyrum við neyðar- ópum barnanna, áskorunum Friðar 2000 og annarra, og gerst virkir þátt> takendur í þjóðarmorðinu. Friður 2000 sem starfar í anda mannúðar og réttlætis mun í framtíðinni ekki hafa aðra valkosti en að styðja það að slík- ir einstaklingar, hvort sem um er að ræða íslendinga eða útlendinga, verði látnir sæta ábyrgð gerða sinna fyrir hinum nýja alþjóðlega stríðs- glæpadómstól um leið og hann er virkur. Ykkur einstaklingum er sitjið í ríkisstjórn Islands hafa nú rækilega verið kynntar afleiðingar viðskipta- bannsins, og þið getið ekki lengur skorast undan ábyrgð! ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. Athugasemd Frá Stefáni Baldurssyni: í MORGUNBLAÐINU birtist sl. þriðjudag bréf frá áhugaleikfélaginu Snúði og Snældu um leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Ammund Backman, sem nýlega var fnimsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Bréf þetta hefur augljóslega valdið nokkrum misskilningi - m.a. hjá Vík- verja sl. fimmtudag - sem rétt er að leiðrétta. Af skrifum ofangreindra aðila mætti hæglega álykta að það hafi verið sýning Snúðs og Snældu á um- ræddu leikriti, sem hafi vakið athygli forráðamanna Þjóðleikhússins á verkinu og ágæti þess. Staðreyndir málsins eru hins vegar eftirfarandi: Þjóðleikhúsið fékk á sínum tíma umrætt leikrit Arnmundar til skoð- unar og leist okkur strax vel á verk- ið. Reyndar fengum við skömmu síðar annað verk eftir hann til lestr- ar. Var það einnig ágætlega samið og skemmtilegt og var höfundi til- kynnt að leikhúsið hefði áhuga á að sýna annað hvort verkanna. Áður en endanlega var ákveðið að velja heldur leikritið um manninn í mis- litu sokkunum, hafði þáverandi leik- listarráðunautur Þjóðleikhússins með vitneskju undirritaðs, bent leikfélagi eldri borgara, Snúði og Snældu á að fyrrnefnt leikrit gæti hentað þeim vel þar eð það fjallaði um eldri borgara og í því væru skemmtileg hlutverk fyrir þann ald- urshóp. Að höfðu samráði við Þjóðleikhús- ið og með samþykki undirritaðs ákvað Ammundur heitinn að leyfa Snúði og Snældu að sýna verkið enda töldum við að sýning þeirra á leikritinu myndi á engan hátt spilla fyrir væntanlegri sýningu Þjóðleik- hússins. Sýningin tókst líka prýðis- vel í flutningi þessa ágæta áhuga- leikfélags - en rétt skal vera rétt. Virðingarfyllst. STEFÁN BALDURSSON þj óðleikhúss tj óri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.