Morgunblaðið - 25.10.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 25.10.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 23 ur jarðefnafræðingur. „Mér fannst í upphafi svo mikið til um teikning- arnar sem hann gerði af hegðun efna við mismunandi hitastig að ég varð óbeint hrifin af honum,“ segir Agnes og brosir. Hún leitaði síðar ráða hjá Giggenbach í sambandi við starf sitt er hún vann um tíma við rannsóknir á rannsóknarstofu í Nýja-Sjálandi. „Félagar mínir sögðu að hann væri bestur og ég spurði hann því ráða - og fékk þau,“ bætir hún við. Giggenbach var frá- skilinn þegar þau hittust, hann átti tvær dætur af fyrra hjónabandi og var 17 árum eldri en Agnes. „Eg leit fyrst á hann eins og hvern annan vinnufélaga, en síðar urðum við ást- fangin og gengum í hjónaband. Við áttum margt sameiginlegt, ekki síð- ur í sambandi við starfið. Eg sagði stundum við hann að hann skyldi ekki ræða nýjar hugmyndir við mig á kvöldin áður en við færum í rúmið, því þá gat ég ekki sofnað heldur vakti og hugsaði um það sem hann hafði sagt, ég hef alltaf viljað brjóta mál til mergjar eins og ég get. Hann var mikill vísindamaður og ég lærði margt af honum. Við áttum saman yndisleg ár og ferðuðumst víða um heim. Ég yfirgaf auðvitað starfsvett- vang minn á Filippseyjum, flutti til eiginmanns míns á Nýja-Sjálandi og hóf rannsóknir þar og tók jafnframt af miklum áhuga þátt í því sem hann var að gera. Hann var m.a. að safna sýnum af gasi vegna nýrra kenninga sem hann var að móta en ég rann- sakaði fast berg og útfellingar í framhaldi af fyrri rannsóknum mín- um. Werner var svo mikill ákafa- maður að hann lét ekkert hindra sig í starfi. Ég fylgdi honum á ferðum hans og fór alltaf með upp á eldfjöll- in sem hann skoðaði. Við komum hingað til íslands árið 1995 og skoð- uðum meðal annars Hengilssvæðið og tókum þar sýni, svo og á Svarts- engi. Fyrir ári fórum við ásamt tveimur nemendum hans í ferð til Nýju-Gíneu til þess að ganga á tind Rataul. Við vor- um bæði svolít- ið lasin, ég þó meira. Hann sagði mér að bíða niðri, vera þar við verk sem líka þurfti að vinna. Hann fór svo upp í eldgíginn við annan mann og þeir tóku sýni af gastegund- unum þar. Þær gastegundir voru eitraðar en lyktarlausar. Þeir voru þama of lengi. Ég sá þá koma niður fjallið og sá að það var eitt- hvað að. Þeim tókst að komast niður og þegar Weraer kom til mín sagði hann: „Ég er að deyja!“ Hann dó í örmum mínum að svo mæltu - aðeins þremur dögum fyrir 60 ára af- mælið sitt. Við höfðum ætlað að halda upp á það saman uppi á fjallstindi - bara tvö ein, okkur leið alltaf best saman tveimur einum. Afmælisgjafimar fór ég með óopn- aðar heim aftur.“ Eftir lát eiginmanns síns hefur Agnes haft mikið að gera við að fá hæfa menn til þess að ljúka við sumt af því sem hann var kominn vel á veg með, öðru hefur hún reynt að þoka áleiðis sjálf, svo sem sameigin- legu rannsóknarverkefni þeirra hjóna. En þetta ár hefur verið henni afar erfitt. Hún hefur ekki enn jafn- að sig eftir fráfall manns síns. „Ég reyni að vinna mín störf, ég vil ekki fara frá Nýja-Sjálandi þótt fólkið mitt á Filippseyjum hafi hvatt mig til þess. Ég get heldur ekki yfirgefið stjúpdætur mínar og böm þeirra, þau standa mér mjög nærri." Agnes kom hingað til þess að flytja fyrir- lestur um rannsóknir sínar og kveð- ur ferð sína hingað hafa verið sér gleðiefni. „Mér fannst gott að koma hingað, dvölin hefur verið mér upp- lyfting, ég hef getað hvílst og sofið betur en undanfarið,“ segir hún. „En hversdagslífið mun auðvitað elta mig uppi og ég kemst ekki hjá því að glíma við sorgina og söknuð- inn, eins og allir þurfa að gera sem missa þá sem næstir þeim standa." Agnes hefur eins og fyrr kom fram mikið og gott samband við stjúpdætur sínar og „ömmubörnin" sem eru þrír drengir tveggja til fimm ára. „Jafnvel hundarnir era hændir að mér, þeir verða svo æstir þegar þeir sjá mig að það verður að loka annan þeirra úti þegar ég kem því hann kann sér ekki læti,“ segir hún og brosir dauflega. Agnes á ekki börn sjálf, starfið hefur sannar- lega tekið sinn toll í hennar tilvik. Hún varð þunguð skömmu eftir að hún gifti sig, en þegar hún var kom- in þrjá mánuði á leið fór hún í enn einn leiðangurinn upp á eldfjall með manni sínum. Fjallgangan var erfið og hún ofreyndi sig. „Engir læknar voru þarna neins staðar nálægt, ég ákvað að hvíla mig í einn dag og gerði það. Eigi að síður missti ég fóstrið. Daginn eftir fór ég upp á fjallstindinn og safnaði sýnum,“ seg- ir hún. Saga Agnesar og Werner Giggen- bach er saga um fólk með heitar hugsjónir og ákafan áhuga á starfi sínu. Þau þurftu að gjalda þessa dýru verði. Þrátt fyrir það heldur Agnes ótrauð áfram vísindastarfi sínu. „Allir sem eitthvað þekkja til jarðahitafræða þekkja nafn Agnes- ar Reyes og hafa lesið greinar eftir hana, hún er óvenjulega hæf í starfi," sagði Ingvar Birgir Frið- leifsson við mig. Á hinn bóginn sagðist Agnes vera þakklát fyrir nám sitt hér. „Það hjálpaði mér mikið - sú þjálfun sem ég hlaut hér gerði mér fært að beina sjónum að viðfangsefni mínu af meiri ná- kvæmni en ég áður gat, það hefur reynst þýðingarmikið,“ sagði hún í lok samtals okkar. Þegar Werner kom til mín sac^ði hann: „Eg er að deyja!" Hann dó í örmum mínum að svo mæltu. LANCÖME x Jefj u m timánn TILBOÐ Nú býðst þér að kaupa þessar öskjur á 30% lægra verði* LANCÖME VERSLANIR PRIMORDIALE DAGKREM PRIMORDIALE N/ETURKREM KREM E............. ÓLAVÍA & ÓLIVER, GLÆSIBÆ. BARNAHEIMAR, SIÐUMÚLA 22. SPÉKOPPAR, HVERAFOLD OG LAUGAVEGI 35. EMBLA, HAFNARFIRÐI. OZONE, AKRANESI. KW Útsölustaðir: HANS OG GRÉTA, SAUÐÁRKRÓKI. KÁTIR KRAKKAR, AKUREYRI. VERSLUNIN KARÓLÍNA, HÚSAVÍK. SENTRUM, EGILSSTÖÐUM. LÓNIÐ, HÖFN. MOZART, VESTMANNAEYJUM. GRALLARAR, SELFOSSI. PALOMA, GRINDAVÍK. MeíríKáttar barnafatnaður frá 'Sbr. sama magn venjulegra pakkninga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.