Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 áif
SOLVEIG ELIN
PÁLSDÓTTIR
+ Sólveig Elín
Pálsdóttir, hús-
móðir í Neskaup-
stað fæddist 5.
ágúst 1918. Hún
lést 18. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Margrét Árnadóttir
Þorvaldssonar hins
merka athafna-
manns við Faxaflóa
og Páll Friðriksson
stýrimaður og sjó-
sóknari af hinni al-
þekktu sjómann-
sætt, Bergsætt.
Systkini hennar eru: Friðrik,
viirubflstjóri, Þorbjörg Ragna,
húsmóðir, Magnús, verslunar-
maður, Árni, kaupmaður, Helga
Fjóla, húsmóðir, Isleifúr, kaup-
maður og Ragnar, verkamaður,
sem öll bjuggu í Reykjavík og
nú eru látin, en á lífí eru Þóra
og Bára húsmæður á Akranesi.
Sólveig eignaðist frumburð
sinn Margréti Pálfríði, f. 1944,
með Magnúsi Kristóferssyni.
Er hún aðstoðarstúlka á
sjúkrahúsi í Englandi, gift
Ingibergi Sigurjónssyni og
eiga þau fimm
börn. Árið 1946
giftist Sólveig Ás-
birni Tómassyni út-
gerðarmanni í Nes-
kaupstað og bjuggu
þau þar allan sinn
búskap. Eignuðust
þau Qögur börn,
þau eru: 1) Pálína,
f. 1948, sjúkraliði,
búsett í Danmörku,
gift Ole Schaarup-
Jensen og eiga þau
tvö börn. 2) Ingi
Tómas, f. 1950, bú-
settur í Svíþjóð,
húsasmiður en rekur þar
gluggaþvottafyrirtæki. 3)
Þóra, f. 1952, ritari og listförð-
unarfræðingur, búsett í
Reykjavík, og á eitt barn með
fyrrverandi eiginmanni sinum
Jóhannesi Birni Lúðvíkssyni. 4)
Rannver, f. 1953, og býr að
Vonarlandi á Egilsstöðum.
Bamabörn Sólveigar eru átta
og barnabamabörnin fjögur.
Jarðarförin fer fram frá
Norðfjarðarkirkju mánudaginn
26. október og hefst athöfnin
klukkan 14.
Horfín er yfir móðuna miklu Sól-
veig Elín móðursystir mín, sem ætíð
var kölluð Solla. Bemskuheimili
hennar var á Grettisgötu 33 í Reykja-
vík, þar fæddist hún yngst systkin-
anna tíu sem komust tU fúllorðinsára.
Foreldramir og systkinin vora stór
sameinuð fjölskylda. Faðirinn var
stýrimaður, mikill sjósóknari og dug-
legur að afla heimilinu tekna. Móðirin
var heimavinnandi og stóð vörð um
hag heimilisins þar sem alltaf var
rúm fyrir gesti og gangandi. Hlýja,
glaðværð og sú hugsun að vera sjálf-
bjarga, var það veganesti sem bömin
fengu með sér út í Kfíð. Solla bjó hjá
foreldram sínum og sótti vinnu utan
heimilisins. Hún vann m.a. við heimil-
isstörf og í kexverksmiðjunni Esju.
Æskuminningar mínar um heimilið
á Grettisgötunni era þær að amma,
afi og Solla vora eitt. Mér fannst
frænka mín kunna allt eins og amma.
Hún var mjög þrifin og vildi alltaf
hafa hreint í kringum sig, bjó til góð-
an mat og hafði sérstaka ánægju af.
Skemmtilegar vora heimsóknir henn-
ar til okkar að Skarði. Alltaf var hún
SIGRUN
ÓLAFSDÓTTIR
+ Sigrún Ólafsdóttir fæddist í
Reykjavík 7. janúar 1955.
Hún lést á hcimili sínu Kvista-
landi 1, 15. október síðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
Bústaðakirkju 23. október.
Harðri baráttu er lokið. Það tek-
ur okkur systkinin óendanlega
sárt að kveðja kæra frænku í
blóma lífsins. Allt frá þvi við fyrst
munum eftir okkur, skipaði
„Didda“ stóran sess í lífi okkar.
Umhyggja hennar og áhugi fyrir
okkur var mikill, henni munum við
aldrei gleyma. Oft var fast sótt að
fá að vera hjá henni og þær voru
ófáar gistinæturnar okkar systkin-
anna hjá henni, enda var hún alltaf
tilbúin að leyfa okkur að vera hjá
sér. Þessi mikli áhugi hennar fyrir
börnum fylgdi henni alla tíð, það
fengum við líka að upplifa eftir að
sum okkar fóru að eignast börn, en
því miður munu þau ekki fá að
njóta þess sem hún hafði í svo rík-
um mæli að gefa.
Hressilegt fas og geislandi lífs-
gleði gerðu það að verkum að það
var eins og allt tæki á sig annan
svip þegar hún birtist, allt lifnaði
við. Það var því oft mikið fjör í
kringum „Diddu" hvort heldur var í
hópi vina og vinnufélaga, eða þegar
fjölskyldan kom saman sem var sér-
stdct áhugamál hennar.
í dag kveðjum við elskulega
frænku okkar og biðjum algóðan
Guð að veita afa og ömmu, Ólafi
ísak og Einari styrk á þessari erf-
iðu stundu. Hvíl þú í friði,
Guðjón Ólafíir, Lilja, Sólvelg
Helga og Steinar Dan.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast gamallar vinkonu minnar
og skólasystur, Sigrúnar Ólafs,
„Sjggu'‘ eins og við sögðum oft í þá
daga. Við urðum vinkonur er við
vorum saman í Víghólaskóla. Við
áttum góða og skemmtilega daga
og margt var brallað. Það er skrýt-
in tilviljun að þú verðir jarðsett
sama dag og móðir mín fyrir
tveimur árum. Það er sárt að
kveðja þig, Sigrún mín, en ég hafði
mig ekki í að heimsækja þig í veik-
indunum, var líka hrædd um að ef
gömul vinkona kæmi meðan þú
varst svona dugleg í baráttunni þá
væri það kannski neikvætt fyrir
þig. En ég fylgdist með þér úr far-
lægð og frétti af dugnaði þínum og
baráttu og var ekki hissa á að
heyra það. Alltaf varstu brosandi
og kát hvenær sem maður hitti þig
og ég efast um að það séu margir
sem muna þig öðruvísi. Alltaf
fréttum við hvor af annarri í gegn-
um tíðina.
Ég bið góðan Guð að gæta þín,
Sigrún mín, og þakka þér samfylgd-
ina. Guð gefi öllum ástvinum þínum
og vinum styrk í sorginni. Mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Linda Hreiðarsdóttir.
Blómabúðin
ÖaEðsKom
v/ f-ossvogski^kjugarð
Sími. 554 0500
fljót að sjá hvemig hún gæti létt und-
ir með mér, hún var sérstaklega dug-
leg að baka og kenndi mér ýmislegt
til að létta störfin. Enn þann dag í
dag era ekki haldin svo jól í Skarði að
ekki séu tertumar eftir uppskriftun-
um hennar Sollu á borðum.
Solla frænka mín var svipfalleg og
góð kona, sem sá alltaf það góða í fari
hvers og eins. Heimili Ásbjöms og
Sollu vai' í gamla Lúðvíkshúsinu og
þangað var ávallt gott að koma. Bæði
voru þau hjónin mjög gestrisin og
gott var þau heim að sækja. Þess
naut systir mín Margrét, þegar hún
var hjúkranarkona um tíma í Nes-
kaupstað. Inni á heimilinu fann hún
þann kærleik og hlýju sem allir báru
hver til annars og hversu vel allir
hugsuðu um Rannver, litla fatlaða
drenginn þeirra sem yngstur fæddist.
Með trega tóku foreldrarnir þá
ákvörðun að senda hann frá sér suður
og setja hann á vistheimilið Kópa-
vogshæli þegar hann var sjö ára.
Vonuðu þau að drengurinn fengi þar
þá þjálfun sem myndi styrkja hann
líkamlega og andlega og ekki var
hægt að veita honum heima fyrir. En
heim sneri hann aftur og sl. 14 ár hef-
ur Rannver dvalist á Vonai-landi á
Egilsstöðum. Það var mikill ham-
ingjudagur í lífi frænku minnai' þegar
hann fékk gott heimili til að dvelja á
nálægt henni. Eftir það nutu þau
margra góðra stunda saman og átti
hún ekki til orð að lýsa þeirri góðu
umönnun sem hann nýtur að Vonar-
landi. Viljum við frændfólkið færa,
fyrir hennar hönd, þakklæti okkar til
allra sem annast og hlúa að honum.
Solla undi lífi sínu vel á Norðfirði, í
samfélagi við góða granna og vensla-
fólk. Hún var félagslynd og starfaði í
kvennadeild slysavamafélagsins og
með Sjálfsbjörgu í Neskaupstað. Hv-
ar sem hún var og hvert sem hún fór,
vildi hún láta gott af sér leiða. Á Norð-
firði bjó hún alla sína búskapartíð og
eftir að eiginmaður hennar andaðist
árið 1980 bjó hún áfram ein í Lúðvíks-
húsi, þar til árið 1993 að hún fluttist á
öldrunardeild fjórðungssjúkrahúss-
ins, enda farin að kröftum eftir langa
starfsævi. Þar undi hún hag sínum vel
og naut áhyggjulauss ævikvölds.
Nú þegar frænka er kvödd hinstu
kveðju, flyt ég þakkir Margrétar
systur minnar og alls okkar ffænd-
fólks fyrir samfylgdina um farinn
veg. Megi orð æskulýðsleiðtogans og
mannvinarins sr. Friðriks Friðriks-
sonar fylgja henni að leiðarlokum:
Svo er endar ógn og stríðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
Megi minning um mæta konu lifa.
Innilegar samúðarkveðjur til bama
hennar og fjölskyldna.
Sigríður Th. Sæmundsdóttir,
Skarði á Landi.
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN
ÉflE
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Gcirmundsson Sigurður Rúnarsson
úthrarstjúri ntferarstjóri
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR,
Nesvegi 49,
verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn
27. október kl. 13.30.
Björn Halldórsson,
dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG DÚA JAKOBSDÓTTIR WESTERBY,
verður jarðsungin frá Garnison-kapellu í Kaupmannahöfn miðvikudaginn
28. október kl. 13.00.
Palle Westerby,
Sirry, Erling, Nanna og Thomas.
Okkar kæra vinkona,
JÓNA BJÖRG EBSTRUP,
Gudenávej 13, Vanlöse,
Kaupmannahöfn,
lést þriðjudaginn 13. október 1998.
Jarðarförin hefur farið fram í Kaupmannahöfn.
Vinir hinna látnu.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTU KARÍTASAR EINARSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Garðvangi,
Garði,
áður Þórustíg 13,
Ytri-Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Garðvangi fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Einar Árnason,
Guðríður Árnadóttir,
Sigurþór Árnason,
Sveinn Guðbergsson, Berglaug Jóhannsdóttir,
Sigríður Guðbergsdóttir, Ásgeir Ingimundarson,
Aðalsteinn Guðbergsson, Guðríður Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför hjartkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELSEBETH VILHJÁLMSSON.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í
Reykjavík fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Jakob Jensson, Guðrún Þorbergsdóttir,
Guðjón J. Jensson, Guðrún J. Jóhannesdóttir,
Elísabet Jakobsdóttir, Ólafur Hákonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
www.mbl.is/fastBignir