Morgunblaðið - 22.11.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 22.11.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913 267. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton varar N-Kóreu við frekari ögrunnm Seoul. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti átti fund með Kim Dae-jung, forseta Suður-Kóreu í Seoul í gær. Viðræður þeirra snerust fyrst og fremst um öryggismál, vegna vísbendinga um að Norður-Kóreumenn væru á ný farnir af stað með áætlun sína um smíði kjarnavopna. Clinton sagði á fréttamannafundi með Kim Dae-jung í gær að hann hefði miklar áhyggj- ur af vísbendingum um að kjarnorkutilraunir færu fram í neðanjarðarstöð í Norður-Kóreu, og sagðist vona að stjómvöld í Pyongyang neyddu ekki Bandaríkin til að breyta stefnu sinni í þeirra garð. Bandaríkjastjórn sam- þykkti árið 1994 að veita Norður-Kóreu að- stoð við orkuframleiðslu, gegn því að Norður- Kóreumenn hættu við áætlun sína um smíði kjarnavopna. Clinton sagði að stuðningur Bandaríkjaþings við samkomulagið væri í hættu ef Norður-Kóreustjórn færi ekki að skilyrðum þess. Spennan i samskiptum Kóreuríkjanna magnaðist enn þegar Suður-Kóreustjóm krafðist þess opinberlega í gær að Norður- Kórea léti af ögrunum, eftir að norður- kóreskt skip sigldi í óleyfi inn í landhelgi Suð- ur-Kóreu á föstudag. Vonar að írakar afhendi UNSCOM uinbeðin skjöl írakar neituðu á fóstudag að afhenda vopna- eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, UNSCOM, skjöl um vopnakerfí sín, innan við viku eftir að Saddam Hussein, forseti Iraks, hét því að hindra ekki stöif nefndarinnar. Clinton sagði á fréttamannafundinum í Seoul í gær að hann vonaði að Irakar létu UNSCOM í té þau skjöl sem nefndin hefði beðið um, en ekki væri ráðlegt að bregðast strax hai-t við. Riyadh al-Qaisi, aðstoðarutanríkisráðherra íraks, segir að Richard Butler, yfirmaður UNSCOM, hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ki-efjast þessara upplýsinga, sem Irakar fullyrða að hafí aldrei verið til, eða séu ekki lengur fyrir hendi. Starfsmenn UNSCOM héldu þrátt fyrir deiluna til eftir- litsstarfa í írak í gær. Fréttamenn spurðu Clinton einnig um rannsókn Bandaríkjaþings á Lewinsky-mál- inu, sem hófst á fimmtudag. Forsetinn kvaðst ekki telja við hæfí að hann léti hafa nokkuð eftir sér um rannsóknina, en sagði að fyrir sér væri málið ekki lengur lagalegs eðlis, heldur persónulegt vandamál, sem hefði or- sakað miklar þjáningar. Morgunblaðið/RAX Slegist um rólurnar KRAKKARNIR á barnaheimilinu Sólvöllum í Neskaupstað eru ar eru sívinsælar. Sumum virðist ekki þó nægja ein róla, og ánægðir með tilveruna. Það er gaman að leika sér úti, og rólurn- skemmta sér best þegar þeir hafa fæturna hvorn í sinni rólunni. Fundu engan óspilltan embættis- mann Nýju Delhí. The Daily Telegraph. EFTIR að hafa leitað að heiðarlegum embættismanni í átján mánuði hafa yfir- völd í Punjab-héraði á Indlandi viður- kennt að leitin hafi verið árangurslaus. Hins vegar fundust 300 spilltir embættis- menn. Yfirvöld í Punjab, sem er eitt blómleg- asta hérað Indlands, hugðust verðlauna „heiðarlegasta embættismanninn“ með 100 þúsund rúpíum (um 160 þúsund ísl. kr.) Enginn embættismaður þótti verðug- ur verðlaunanna, en leitin kostaði hér- aðsstjómina samtals 6,6 milljónir rúpía (10,8 milljónir ísl. kr.) í mútufé til upp- Ijóstrara sem bentu á spillta embættis- menn. Háttsettir embættismenn hafa hins vegar lýst yfir efasemdum um heiðar- leika uppljóstraranna, enda þáðu inargir þeirra greiðslu án þess að gefa nokkrar vísbendingar sem nægðu til að sakfella þá sem þeir sögðu spillta. Indland telst vera áttunda spilltasta ríki heims, samkvæmt alþjóðlegri könn- un, og féll um eitt sæti síðan í fyrra. Rússneskur þingmaður skotinn til bana Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Jev- gení Prímakov forsætisráðherra lýstu í gær yfir reiði sinni vegna morðsins á þingmanninum Galinu Starovoitovu. Starovoitova var skotin til bana við heimili sitt í Pétursborg aðfaranótt laug- ardags. Hún gat sér orð sem einn helsti baráttumaður lýðræðisþróunar í valdatíð Mikaels Gorbatsjevs, og undanfarnar vik- ur var hún fremst í flokki þeirra sem krefjast þess að samþykktar verði vítur á þingmann sem ítrekað hafði látið falla fordómafull ummæli um gyðinga. St- arovoitova var sögð íhuga að gefa kost á sér til embættis ríkisstjóra í Leningrad- héraði, og jafnvel að bjóða sig fram í for- setakosningum i Rússlandi árið 2000. Jeltsín lýsti því yfir að hann myndi sjálfur hafa yfirstjórn með rannsókn málsins, og samkvæmt fyrirmælum hans flaug Sergei Stepashin innanríkisráð- herra til Pétursborgar í gærmorgun til að fylgjast með framvindu rannsóknar- innar. Af hverju álver á Austurland? íslensk byggingararfleifð Harðar Ágústssonar Til móts við breyttar þarfír neytenda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.