Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 2

Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 2
2 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Flokksþing Framsóknarflokksins afgreiðir sjávarútvegsályktun samhljóða Hluta af aukningu á kvóta verði haldið eftir SAMÞYKKT var á flokksþingi Framsóknarflokksins ályktun þar segir að til álita komi að halda eftir hluta af aukningu á veiðiheimildum þegar fiskistofnar hafí náð þeirri stærð sem miðað var við þegar kvótakerfinu var komið á fót. Enn- fremur var lýst óánægju með kvóta- þingið og krafist endurskoðunar á lögum um kvótaþing. I drögum að ályktun um sjávar- útvegsmál sem lögð var fyrir flokksþingið var lagt til að stjórn- völd héldu eftir hluta af aukningu veiðiheimilda. Ályktuninni var breytt í sjávarútvegsnefnd þingsins í þá veru að til álita komi að halda eftir aukningu veiðiheimilda og sá fyrirvari sleginn að það verði ekki gert fyrr en fiskistofnarnir hafi náð þeirri stærð sem þeir voru í þegar kvótakerfinu var komið á. „Framsóknarmenn telja að þegar aflaheimildir í hverri tegund hafa náð þeirri stærð sem var á viðmiðun- arárum þeirra komi til álita að halda eftir hluta af aukningu veiðiheimilda. Þessar heimildir verði meðal annars notaðar til að bregðast við óvæntum áfollum í sjávarútvegi og tíl leigu á almennum markaði. Framsóknarmenn telja óeðlilegt að einstakir aðilar skuli hafa komist upp með að fénýta endurnýjanlegar auðlindir í eigin þágu. Nauðsynlegt er að skattkerfinu verði beitt til að koma í veg fyrir að slíkt gerist í framtíðinni," segir orðrétt í álykt- uninni. Skiptar skoðanir voru í sjávarút- vegsnefndinni um ályktunina, en sáralitlar umræður urðu um álykt- unina á sjálfu þinginu og hún var samþykkt samhljóða. Vilja veiða 100 hrefnur í áiyktuninni er hvatt til þess að nú þegar verði tekin ákvörðun um nýtingu á sjávarspendýrum á vís- indalegum forsendum. Strax á næsta ári verði heimilaðar veiðar á a.m.k. 100 hrefnum í rannsóknar- skyni. Lagt er til að við ákvörðun um heildarveiðiheimildir verði sér- staklega tekið tillit til þess sem hvalir éta af fiski. Páll Pétursson félagsmálaráðherra Mótmælir Evrópustefnu formannsins Hús vita- varða fá ný hlutverk HÚS vitavarða eru mörg hver að fá ný hlutverk þar sem fóst búseta vitavarða Siglingastofn- unar íslands hefur verið að leggjast af síðustu árin. Er nú aðeins einn vitavörður í fullu starfi sem býr í húsnæði stofn- unarinnar, þ.e. á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í frétta- bréfi Siglingastofnunar, Til sjávar. Þar segir Tómas Sig- urðsson, forstöðumaður vita- sviðs, að reynt sé að selja eða leigja vitavarðahúsin sem ekki eru lengur notuð. A Dalatanga og Sauðanesi er húsnæði leigt mönnum sem annast vitavörslu í aukastarfi. Þá hefur Náttúru- fræðistofnun falast eftir neðri hæð Bjargtangavita fyrir fræðslustarf um fuglalíf og fleira og stofnunin hefur einnig óskað eftir samvinnu um bætt aðgengi ferðamanna kringum vitann við Dyrhólaey. Ýmsir aðilar hafa lýst áhuga sínum á að nýta húsin við Horn- bjargsvita í Látravík og þá hef- ur hús vitavarðarins á Reykja- nesi nýlega verið selt. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra lýsti á flokksþingi Fram- sóknarflokksins yfir andstöðu við hugmyndir Halldórs Ásgrímsson- ar, formanns flokksins, um hugsan- lega aðild íslands að Evrópusam- bandinu. Hann sagðist telja óraun- hæft að gera ráð fyrir að Island gæti staðið utan við sjávarútvegs- stefnu ESB. Halldór sagði í setningarræðu á flokksþinginu að það væri ekki rétt að útiloka aðild að ESB um alla framtíð. Hann sagðist vilja láta gera ítarlega úttekt á því hvort ís- land gæti staðið utan við sjávarút- vegsstefnu ESB með því að sér- stök stefna yrði mörkuð fyrir haf- svæðin í N-Atlantshafi sem væri óháð yfirstjórn ESB. „Eg er vantrúaður á að Evrópu- sambandið muni samþykkja að við fáum að stofna einhver sérstök svæði fyrir okkur í Norður-Atl- antshafi. Sérstaklega er ég van- trúaður á að hinir harðdrægu Spánverjar muni láta slíkt við- gangast.“ Eigum ekki að játast undir yfír- þjóðlegt vald ESB „Ég tel að eðli Evrópusam- bandsins þurfi að breytast ef það á að geta verið skynsamlegt fyrir okkur að gerast aðilar. Við eigum ekki að játast undir hið yfirþjóð- lega vald sem skipulag Evrópu- sambandsins býður upp á. Af þeirri ástæðu, miklu frekar en vegna óskynsamlegrar fiskveiðistefnu sambandsins, getum við ekki átt samleið með því,“ sagði Páll. Morgunblaðið/Þorkell Jólí Jólahöllinni SÝNINGUNNI Jólahöllinni í Laug- ardalshöll í Reykjavík lýkur í dag klukkan 18 en hún hefur staðið alla helgina. Aðsókn hefur verið góð en þarna kynna um 100 fyrir- tæki ýmislegt til jólanna auk þess sem boðið er upp á ýmis skemmti- atriði, ekki síst fyrir börnin. BLAÐINU í dag fylgir 16 síðna auglýsingablað frá Máli og menn- ingu og Forlaginu. Álver það eina sem við sjáum framundan ►Austfirðingar er þess fullvissir að orkufrekur iðnaður geti hindr- að fólksflóttann. /10 Fremst meðal jafningja í Rómönsku-Ameríku ►Graciela F. Meijide, er leiðtogi bandalags stjórnarandstöðunnar í Ai-gentínu. /12 Lambagrasið jafn- merkilegt og suðræn rós ► Rætt við Hörð Ágústsson um stórvirki hans, bókina um íslenska húsagerðarsögu. /21 Til móts við breyttar þarfir neytenda ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Finn Áma- son framkvæmdastjóra Nýkaups. /30 ► l-28 Pétur Ben ► Saga Péturs Benediktssonar er mikill aldarspegill. Ævisaga hans er komin út og nokkur kaflabrot birtast í blaðinu í dag. /1 og 2-5 Mig langaði svo í hausinn ►Bein eru ekki algeng hýbýla- prýði í barnaherbergjum á Is- landi, líkt og hjá Jörgen Má Ágústssyni, átta ára. /6 Syndlaus á björtu ævikvöldi ►Sigrún Pétursdóttir hefur orðið sér úti um ótal áhugamál að lok- inni fjölbreyttri starfsævi. /14 FERÐALÖG ►l-4 Róm ►Þar sem allt getur gerzt. /2 Samgöngumál og kynning á fortíðinni ►Málþing um stöðu og tækifæri í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. /4 D BÍLAR ► l-4 Framtíðin komin í líki Prius ► Bílaframleiðendur um allan heim eru að þróa bíla sem menga minna. /2 Reynsluakstur ►Þægilegur M-jeppi en ekki snarpur. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1—20 Háskólar fá 100 millj. króna gjöf ► íslensk útgáfa komin af við- skipta- og stjórnunarkerfinu Axapta /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir lÆ'4/S/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 34 Minningar 40 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 12b Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.