Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 29 Getur ekki verið betra að ég dreypi á víni með mat, heima hjá börnum mín- um og ræði um það við þau - fræði þau um vín með þeim hætti - en að minn- ast aldrei á það og láta þau kynnast áfengi í gegnum einhverja landasala, eins og Kristín nefndi? Morgunblaðið/Arnaldur KRISTÍN Jónsdóttir: Feluleikurinn verri en hitt. „Þetta er alveg eins og með lítii börn. Ef þú bannar þeim eitthvað fara þau beint að gera það sem þú bannar þeim!“ (Rétt er að taka fram að þegar hér var komið sögu hvarf Helgi af vettvangi). Skapti: Elst ekki fólk upp við þetta í dag? Getur verið að böm og unglingar haldi að svona „eigi“ að nota áfengi? Miðað við það ítreka ég að best væri að rætt væri um vín inni á heimilunum og ekkert væri athugavert við það þó að for- eldrar hefðu það um hönd, væri það gert skynsamlega, léttvín til að mynda drukkið með mat. Sigrún: „Auðvitað er sjálfsagt að þetta sé rætt á heimilinu en það eru bara allt of margir sem kunna ekki að fara með það.“ Skapti: Hvers vegna? Sigrún: „Það er góð spuming. Þetta rekur fólk áfram í meira og meira.“ Skapti: En ég hef þá trú að það þurfi ekki að vera svoleiðis. Bjöm: „Eg er hér með stefnu ríkisstjómarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvömum í desem- ber 1996. Markmið: að uppræta fíkniefnaneyslu barna og unglinga. Gott. Draga stórlega úr áfengis- og tóbaksneyslu þeirra. Fínt. Og leiðir til þess: efla forvarnir, hefta að- gengi, fækkun fíkniefnabrota, efla andstöðu gegn notkun bama og unglinga á efnunum. Þetta er allt saman mjög gott. Mjög góð stefna. En svo kemur á móti stefna ATVR, sem fjármálaráðhema er fulltrúi fyrir. Þar segir: lækka ber hlut- fallslega verð á léttum vínum og bjór. Auka þjónustu, lengja af- greiðslutíma, fjölga verslunum, bjóða út rekstur verslana, einka- sala verði afnumin. Og svo segir, eins og í framhjáhlaupi: efla með- ferðarúrræði. Þetta er algjörlega hvað á móti öðra. Þetta er ekki hægt. Eða hvað finnst ykkur?“ Sigrún: „Auðvitað er ekki hægt að vinna svona. Að samþykkja eitt- hvað á hátíðisstundum en fara svo ekki eftir því.“ Skapti: Er algjört bann á vínsölu nauðsynlegt að þínu mati, Bjöm? Björn: „Nei, ég tel það ekki. En ég tel nauðsynlegt að aðgengi að því sé heft og bæði að vínútsölu- stöðum og krám sé stórlega fækkað og verð hækki.“ Kristín: „I dag er aldurstakmark 20 ár til að fara í Ríkið. Krakkar biðja því oft foreldra sína að fara fyrir sig, og þeir gera það af því þeir vilja ekki að krakkamir hringi í einhvem landasala. Sjálfræðisald- ur er 18 ára; ég er ekki að leggja til að áfengiskaupaaldur verði lækkað- ur niður í 18 ár en held þó að það yrði ekki vema vegna þess að þau fá hvort sem er vín. Ef þau byrja að drekka er það yfirleitt áður en þau verða tvítug.“ Sigrún: „Það er auðvitað okkar stefna að þau byrji sem síðast. Það er mildll munur á því ef unglingur byrjar að drekka 18 ára en 14 ára. Þá veit hann miklu betur hvað hann er að gera, en fræðslan virðist þó ekki skipta mikiu máli nema hún nái til foreldranna, til að þeir viti hvemig eigi að bregðast við. Allir vita að eiturlyf era skaðleg og áfengi getur farið út í öfgar.“ Skapti: Tekur þetta ekki bara svolítinn tíma? íslendingar hafa ekki kunnað að fara með áfengi... Sigrún: „Nei, það er rétt, og eina von okkar er sú að kynslóðin sem nú er að alast upp sé komin á það stig að hún viti hvað hún er að gera.“ Skapti: Ég sagði að forboðnu ávextirnir væru alltaf mest spenn- andi. Bjöm: „Víst er það og hafa verið lengi. Mjög lengi.“ Kristín: „Það skiptir miklu máli ef einhverjir úr vinahópnum ætla að fara áð drekka. Þá finnst sumum eins og þau verði að fara líka. Geti ekki verið ein úti í homi.“ Skapti: Þau sötra ekld úr rauð- vínsglasi. Unglingar drekka til þess að detta fða - til þess að verða full, ekki satt? Bjöm: „Það er eins og það sé mottó hjá yngra fólki að það ætli sér að detta fða.“ Skapti: Af hveiju mótast þetta viðhorf? Er það ekki vegna þess hvernig næsta kynslóð, foreldrar þeima og aðrir, haga sér? Vegna þess að krakkamir hafa ekki verið fræddir rétt eða jafnvel alls ekki. Að detta í ‘ða er eitthvað sem allir tala um og hljómar spennandi og þá langar til að prófa. Kristfn: „Já, það er náttúrlega ein ástæðan og þetta skapast líka af vinum.“ Bjöm: „Ég er ekki kunnugur skemmtistöðum nema lítið á síð- ustu áram, en mér hefur virst lítið um að óáfengum drykkjum sé hald- ið að fólki en meira gert að því að ota áfengi að því. Og það að fara út að skemmta sér, hvað þýðir það í dag? Þýðir það ekki að fara út á fyllirí?" Kristfn: „Ég fer út að skemmta mér, fer út að djamma..." Skapti: Hjá sumum gerir það það eflaust, en ég held, sem betur fer, að þetta sé að breytast. Ég kalla það víndrykkju að fá sér vín með mat, en þamb hvemig íslend- ingar umgangast iðulega áfengi og mín skoðun er að koma þurfi í veg fyrir það. Bjöm: „Eftir að bjórinn var leyfður óheftur er hann drakkinn [í yngstu aldursflokkunum] og svo sterkt vín í framhaldinu. Hann er ódýrastur, því er byrjað á honum og svo haldið áfram með sterkara." Kristín: „Ég held að það sé voða misjafnt. Ég er bara 19 ára en á vini sem drekka. Sumir byrjuðu 16 ára að fá sér í glas, hafa orðið full, en era nú orðin hundleið á því. Nú langar þau oft að fá sér bara eitt glas en finnst ekkert gaman að verða full.“ Skapti: Einmitt þessu reyndi ég að koma á framfæri í sumar. Að það sé ekki eftirsóknarvert að drekka vín þannig að fólk verði mjög ölvað? Slíkt hefur tíðkast lengi en unga fólkið sér að það er orðið úrelt, ef svo má segja. Menn þurfa auðvitað ekki að drekka vín en ég hef skrifað - og fer ekki ofan af því - að með góðri máltíð er gott að fá sér víntár. Og það þarf ekki alltaf að leiða til þess að viðkom- andi haldi áfram. Bjöm: „Hve marga getur þú, með þínu gullna, fallega fordæmi, leitt út í að falla og fara niður?“ Skapti: Verður ekld hver og einn að sjá um sjálfan sig? Verður ekki að treysta einstaklingunum? Bjöm: „Snemma var talað um forboðna eplið en líka snemma spurt: Á ég að gæta bróður míns?“ Kristín: „Mikið hefur verið talað um að ungir krakkar séu blindfullir í miðbænum. Þegar ég labba þar um er fullorðna fólkið að koma út af skemmtistöðunum; það er fólkið sem veltur um og er miklu verra en unglingamir." Skapti: Fordæmið er einmitt slæmt. Unglingamir hafa fullorðna fólkið fyrir augunum og halda jafn- vel að svona fari áfengi alltaf með fólk. Þetta er fræðslan! Ástandið hefur þó blessunarlega breyst mik- ið; nú er algengt að fólk setjist inn á kaffihús og fái sér eitt rauðvíns- glas. Sigrún: „Það er líka mikið til af mjög góðum foreldram - þeir eru að batna. Það gengur auðvitað ekki að ala næstu kynslóð upp á sama hátt.“ Skapti: Þess vegna velti ég því fyrir mér í pistlunum í sumar hvaða leið væri best. Algjört bind- indi, eða að reyna að kenna fólki hófdrykkju? Ég ítreka að ekki þurfa alUr að drekka, en ég vil fræða. Finnst ykkur það vitlaust að fræða unglinga á þann hátt frekar en tala hugsanlega aldrei um áfengi? Björn: „Fordæmisleiðin er eina leiðin sem gildir.“ Skapti: Þú vilt helst enga drykkju. Getur ekki verið betra að ég dreypi á víni með mat, heima hjá bömum mínum og ræði um það við þau - fræði þau um vín með þeim hætti - en að minnast aldrei á það og láta þau kynnast áfengi í gegnum einhverja landasala, eins og Kristín nefndi? Þau sjá að mér líður vel, er sallarólegur og ég held áfram að njóta kvöldsins með þeim þó ég hafi drakkið vín með matn- um? Kristín: „Það er ekki gott að fela þetta fyrir börnunum. Það er verra. Feluleikurinn er miklu verri en hitt. Mér finnst mun betri leið að ræða um málið.“ Skapti: Þess vegna hef ég á til- finningunni - með fullri virðingu fyrir ykkur - að aðferðirnar geti verið rangar. Mætti ekki aðeins breyta þeim og ná þannig eyram fleiri, jafnvel miklu fleiri? Sigrún: „Við eram auðvitað bara hópur sem hefur valið þennan lífs- stíl. Okkur líkar hann vel og eram ekkert að kássast upp á hóf- drykkjufólk. Það er ekki aðal vandamálið okkar. Við viljum helst að unglingarnir vaxi upp í friði án þess að þeir hafi þessar fyrirmynd- ir, sem verið er að tala um í dag.“ Skapti: Ofdrykkjan er auðvitað það sem þið viljð stöðva, og mál- flutningur minn í sumar var á sömu lund... Björn: „Ofdrykkjan er það sem við viljum stöðva og ef okkur tekst að stöðva hana, stöðva drykkju- skapinn, er um leið hálfur - ég segi ekki allur - en hálfur sigur unninn í baráttunni gegn sterkari vímuefn- um. Áfengið er óumdeilanlega hættulegasti vímugjafinn." JDY lMý jólasending vikulega VERO MODA Laugavegi 95-97 sími 552 1444 Kringlan sími 568 6244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.