Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Breytingar á 5. grein laganna um stjórn fískveiða og breytt kerfí fískveiðisljórnunar
Eins Iitlu breytt
og unnt reyndist
Með lagafrumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem lagt
var fram á þriðjudag, er látið við það sitja að taka á
því sem óhjákvæmilegt var eftir dóm Hæstaréttar.
Páll Þórhallsson veltir fyri sér stöðunni sem kemur
uppefekkert annað verður að gert.
VIÐBRÖGÐ lögfræðinga við dómi Hæstarétt-
ar síðastliðinn fímmtudag í máli Valdimars Jó-
hannessonar gegn íslenska ríkinu hafa verið í
megindráttum þrenns konar. Til eru þeir sem
hafa talið að hann snerti eingöngu 5. gr. lag-
anna um stjórn fískveiða, þ.e.a.s. um almenn
veiðileyfi. Aðrir telja að í dómnum séu mjög
skýrar vísbendingar um að hann kalli á meiri
breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, það
verði sem sagt að breyta reglum um úthlutun
veiðiheimilda þannig að fleíri fái notið en nú er.
Loks eru þeir til sem játa því að dómurinn
varði fleira en 5. gr. Hins vegar hafi Hæstirétt-
ur farið út af sporinu með því að ganga svona
langt. Því eigi Alþingi að láta á það reyna hvort
Hæstiréttur heggur aftur í sama knérann.
Frelsi um leiðir
Dómurinn hefur verið birtur í Morgunblað-
inu og hann er ekki flóknari en svo að hver og
einn ætti að geta myndað sér skoðun á því
hvað hann felur í sér. Má ætla að flestir viður-
kenni að í dómnum era ummæli um núverandi
fiskveiðistjórnunai-kerfi sem hefðu verið óþörf
ef meiningin var ekki önnur en sú að hrófla við
5. gr. Það er ekki fjarri lagi að álykta að
Hæstiréttur hafi gengið eins langt í að senda
skilaboð til Alþingis eins og hægt var miðað við
það hvernig hann afmarkaði sakarefnið, sem
kallað er. Frá öðra sjónarhorni var Hæstirétt-
ur að þreifa á andstæðingnum, tók á mjög af-
mörkuðu efni en gaf til kynna að sömu sjónar-
mið ættu við um miklu stærra svið.
Dómurinn er í raun sömu ættar og dómar
frá til dæmis þýska stjómlagadómstólnum og
Mannréttindadómstól Evrópu þar sem því er
lýst yfir að tiltekið fyrirkomulag löggjafar
standist ekki stjórnarskrá eða aðrar grann-
reglur. Löggjafinn fær hins vegar frest til þess
að kippa málum í liðinn. Hann hefur frelsi um
leiðh- en nást verður markmiðið um að jafn-
ræðis og atvinnufrelsis sé gætt auk almennra
stefnuyfirlýsinga um hagkvæmni og sameign
þjóðarinnai- á fiskimiðum. Til þess að ná ör-
ugglega eyrum þeirra sem hafa ráð þjóðarinn-
ar í hendi sér var velt við einu fremur veigalitlu
lagaákvæði.
Kvótakerfið er einmitt gott dæmi um svið
löggjafar þar sem dómstólai- eru í ákaflega erf-
iðri aðstöðu til að gera meira en einmitt þetta,
þ.e. benda á hvenær grundvallarreglur hafi
verið virtar að vettugi og beina því til lög-
gjafans að reyna betui'. Dómstólar geta ekki
farið að úthluta kvóta svo dæmi sé tekið til
þeirra sem fram hjá hefur verið gengið í núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfi. Við hvað í ósköp-
unum ætti að miða? Hins vegar má búast við
því að þeir ógildi ráðstafanir stjórnvalda og
lýsi lagaákvæði ómerk alveg þangað til fyrr-
greindum kröfum stjómarskrárinnar hefur
verið fullnægt.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka glímu-
tökin og skilja dóm Hæstaréttar frá síðastliðn-
um fimmtudegi á þrengsta mögulega hátt,
þ.e.a.s. að einungis þurfi að rýmka um skilyrði
fyrir því að menn geti öðlast almennt veiðileyfi.
Það breytir ekki því að til að komast í auðlind-
ina þaií að kaupa veiðiheimildir af þeim sem
fyrir eru, gi'eiða veiðaleyfagjald til samkeppn- |
isaðila ef svo má að orði komast. Hin fyrirfar-
andi tálmun er minni, svo notuð séu hugtök úr
dómnum, en ójafnræðið er enn fyrir hendi. Ef j
frumvarpið verður að lögum með þessu sniði
og Alþingi bætir ekki úr þá mun koma upp
mjög athyglisverð staða út frá sjónarhóli sam-
spils dómstóla og annarra greina ríkisvaldsins.
Ekki þarf að efast um að það mun koma til
Hæstaréttar mál þar sem reynir aftur á aðra
þætti fiskveiðistjórnunarkerfisins. Er það
vegna þess að með dómnum í máli Valdimars
var opnuð leið fyrir menn að láta reyna al- L
mennt á fiskveiðistjórnunarlöggjöfina.
Þrekraun
Þá verður spurt hvort Hæstiréttur lætur
kné fylgja kviði. Stendur hann fast á sínu og
knýr löggjafann til að endurskoða úthlutun
veiðiheimilda út frá þeim sjónarmiðum sem
fram komu í dómsforsendunum? Vegna þess
hve gífurlegir hagsmunir eru í húfi kynnu þá
að vera í uppsiglingu einhver mögnuðustu átök
dómsvalds og annaraa greina ríkisvaldsins sem
dæmi eru um á síðari tímum. Ef Hæsth'éttui’ i
lætur hins vegar hér við sitja þá yrði dómurinn
frá síðastliðnum fimmtudegi ekkert annað en
stormur í vatnsglasi.
50 ára afmælishátíð Mannréttindayfir-
lýsingar Sameinuðu þjóðanna
Stuðlað að um-
burðarlyndi
manna á meðal
HÁTÍÐARDAGSKRÁ í tilefni 50
ára afmælis Mannréttindayfirlýsing-
ar Sameinuðu þjóðanna fór fram að
viðstöddu fjölmenni í Tjamarsal
Ráðhúss Reykjavíkur í gær.
Skemmtiatriði fyrir unga sem aldna
voru flutt og erindi um áhrif mann-
réttindayfirlýsingarinnar á íslandi.
Áður en málfundur um áhrif mann-
réttindayfirlýsingarinnar hófst í
Tjarnarsal var mannréttindafélagið
Fjölbreytni auðgar stofnsett. í stofn-
samþykkt félagsins segir að mark-
mið þess sé að vinna að jafnrétti á
Islandi og að fyrirbyggja misrétti á
grundvelli kynþáttar, litarháttar,
þjóðernis, upprana, trúarbragða eða
annarra aðstæðna.
Tíu mínútna töf varð á setningu
málfundarins, sem átti að hefjast að
lokinni stofnun félagsins, vegna
framígripa Ástþórs Magnússonar og
stuðningsmanna hans, sem ekki
vildu una auglýstum fundarsköpum.
Var lögreglulið kvatt á vettvang, en
þurfti ekki að grípa til aðgerða. Ást-
þór og fylgismenn beindu spjótum
sínum einkum að Halldóri Ásgríms-
syni utanríkisráðherra.
Ávörp á málfundinum fluttu Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra,
Gréta Gunnarsdóttir lögfæðingur og
Davíð Þór Björgvinsson, formaður
stjórnar Mannréttindastofnunar Há-
skóla Islands.
Lýsti ráðhen-a meðal annars
hvemig íslendingar hefðu komið að
ýmsum alþjóðasamþykktum um
mannréttindamál ■ og tekið afstöðu
gegn bamaþrælkun, mansali og
fleiru. Hann sagði styrk mannrétt-
indabaráttu felast í styrk fjölda
fólks, sem hætti lífi sínu í baráttu
fyrir mannréttindum, sem flestum
þættu sjálfsögð. Ráðherra bárust
ýmsar fyrirspumir úr sal um mann-
réttindi erlends verkafólks á íslandi,
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar
og ennfremur barst honum skrifleg
umsókn Ástþórs Magnússonar um
viðskiptaleyfi við Irak.
í ávarpi sínu sagði Gréta Gunnars-
Morgunblaðið/Ásdfe
DAGSKRÁIN hófst um nónbil með skemmtiatriðum og stóð fram eftir kvöldi í
Tjarnarsal Ráðhússins að viðstöddu fjölmenni.
dóttir að ástæða væri til að staldra
við og hugleiða hvort breytingar í ís-
lensku þjóðfélagi, sem átt hefðu sér
stað á liðnum árum krefðust ertdur-
skoðunar á einhverjum þáttum þjóð-
félagsins.
„Er nægilega vel hugað að ís-
lenskukennslu og kennslu í móður-
máli barna sem hingað flytja?“
spurði hún. Hún spurði hvað væri
gert til að koma í veg fyrir einangr-
un þeirra og hvort fjölmiðlar væru
sér meðvitandi um þá ábyrgð sem
fylgdi því að fjalla um fólk af mis-
munandi upprana. „Gerir forvarnar-
starf lögreglu ráð fyrir ólíkum þjóð-
félagshópum og svo mætti lengi
telja?“ sagði hún. Sagði Gréta að sér
fyndist hafa farið heldur lítið fyrir
mannréttindaumræðu hérlendis í
gegnum árin.
„Heilbrigð mannréttindaumræða
og sjálfsskoðun er nauðsynleg. Sjálf
hef ég orðið vör við gífurlega for-
dóma eftir að ég flutti heim sumarið
1997. í daglega lífinu hef ég heyrt
orðanotkun eins og niggaraferðir
þar sem mér skildist að viðkomandi
væri að tala um ódýrar pakkaferðfr
til útlanda, júða og hunda Tyrkja. Og
þeir sem þetta er haft eftir voru ekki
menn sem í daglegu tali myndu
flokkast undir götustráka heldur
menn sem maður hélt að væra vel
upplýstir.“
Fullveldi einstakra ríkja skert
með mannréttindasáttmálum
Davíð Þór Björgvinsson sagði að
með mannréttindayfirlýsingunni og
öllum þeim mannréttindasáttmálum
TÁKNMÁLSTÚLKUR túlkaði alla dagskrárliði, þar á meðal ávarp
utanríkisráðherra og ennfremur sat rittúlkur í sal, og varpaði
töluðu máli upp á tjald.
sem af henni leiddu væri „fullveldi"
einstakra ríkja í vissum skilningi
skert. „En vegna hinna alþjóðlegu
sáttmála, þeirra sem lögfestir eru og
þeirra sem era það ekki, er tilhneig-
ing til þess við túlkun ákvæða stjórn-
arskrárinnar að hafa hliðsjón af
þessum sáttmálum. Þannig er stuðl-
að að því og eftir atvikum betur
tryggt að við túlkun og afmörkun
þessara réttinda í innanlandsréttin-
um hefur alþjóðleg skilgreining og
afmörkun réttindanna þýðingu.
Afleiðingin er sú að minna svigrúm
verður fyrir stjórnvöld og dómstóla
einstakra ríkja til að móta og skil-
greina inntak þessara réttinda í sam-
ræmi við sínar eigin lagahefðir,"
sagði Davíð Þór meðal annars í rök-
stuðningi sínum.
Skemmtidagskrá hófst að loknum
málfundinum þar sem félagsmiðstöð-
inni í Frostaskjóli voru afhent verð-
laun fyrir bestu myndaröðina í Ijós-
myndamaraþoninu „Öll mannrétt-
indi handa öllum“. Fram komu
einnig tónlistarmenn sem fluttu tón-
list fram eftir kvöldi.