Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 8

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÝND veiði en ekki gefín. Svavar Gestsson alþingismaður um fullveldi fslands Þurfum að deila fullveld- inu með öðrum þjóðum SVAVAR Gestsson alþingismaður sagði í ræðu sem hann flutti í Ósló á 80 ára afmæli fullveldis íslands, að ís- land þyrfti að gefa eftii- af sjálfstæði sínu og deila fullveldi landsins með öði-um þjóðum. Svavar nefndi þrjú mál sem ísland yrði að taka þátt í að leysa með öðrum þjóðum; umhverfis- vandann, hungrið og ófriðarhættuna. Svavar sagði að um þessar mundir væri ekki talað mikið um sjálfstæðis- þörf þjóðarinnar. Þvert á móti benti margt til þess að við hefðum tilhneig- ingu til að vilja deila sjálfstæði með öðrum. „Og stundum ber á minnimáttar- kennd. Fram hafa komið þær skoðan- ir að við ættum ekki annarra kosta völ en að ganga inn i blokkir með sterku yfirþjóðlegu valdi; blokkir eins og Evrópusambandið. Þegar ég ski-ifaði saman bók mína, SjónaiTönd, sem kom út fyrir liðlega þremur árum benti ég á þrjú svið ægilegra vanda- mála mannkyns, það er umhverfis- vandann, hungrið og ófriðarhættuna. Eg komst að þeirri niðurstöðu að við þyrftum að búa okkur undir að deila Morgunblaðið/Snæfríður Ingadóttir SVAVAR Gestsson alþingis- maður flytur ræðu sína í Osló á 80 ára afmæli fullveldis íslands. fullveldinu með öðrum þjóðum ef við ætluðum í raun og veru að taka á þessum vandamálum. Sá sem hér stendur og hefur yfirleitt verið grun- aður um annað hefur sem sé jafnvel lagt til að íslendingar gefi eftir af sjálfstæði sínu inn í alþjóðlega sátt- mála jafnréttis, öryggis og betra um- hvei-fis. Enda má segja að það liggi nokkum veginn í augum uppi að sá vandi sem hér blasir við mannkyninu verður ekki leystur nema með alþjóð- legum, það er heims-samningum,“ sagði Svavar. Ríkjuin á eftir að fjölga Svavar tók fram að þetta þýddi ekkí að ríkin hættu smám saman að vera til. Þvert á móti sagðist hann sjá fyrir sér net fullvalda ríkja sem myndu sem slík gefa efth’ af fullveldi sínu inn í þessa heimsstjóm. Svavar sagðist sjá fyrir sér að sjálf- stæðum ríkjum ætti eftir að fjölga í framtíðinni. Líklegt væri að ný ríld kæmu fram í Rússlandi, Afríku og víð- ar. Margir fleiri væm þessarar sömu skoðunar. Svavar sagðist vera þeirrai- skoðun- ar að þörf væri fyrir breytingar á lög- um sem miðuðu að því að skýra stjómarskrárákvæðin um fullveldið. „Það væri að mínu mati skynsamleg- ast að heimUa Alþingi að taka inn í löggjöf okkar ákvæði sem snerta full- veldismálin." Aðelns í Þinni verslun 'Méfá* Grjónagrautur | 6x2 Itraf kók + spóla- yl) ÍL Bearnaise sósa • UM LAND ALLT Geðsvið Sjúkrahúss Reykjavíkur Áhersla á heild- rænar lausnir Guðný Anna Arnþórsdóttir UPPRUNALEGA hét sviðið Geð- deild Borgarspít- alans en það tók til starfa í júní 1968. Var það í fyrsta sinn sem deild fyr- ir geðsjúka varð að vera- leika á deildaskiptu sjúkrahúsi hérlendis og markaði því þáttaskil. Aður var geðsjúkum Reykvíkingum, sem ekki nutu aðhlynningar á Kleppi, sinnt á Farsótta- sjúkrahúsinu við Þing- holtsstræti og var deildin flutt yfir á spítalann. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri opnaði síðar geðdeild og Geðdeild Landspítalans tók svo til starfa um 1980. Guðný Anna Arnþórs- dóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Geðsviðs- ins, segir að meðferð á geðsjúkum hafi lengi verið slæm hér á landi en ástandið hafi tekið stakkaskiptum með stofnun Kleppsspítalans í byi-jun aldar- innar. Þegar ákveðið hafi verið að færa meðhöndlun geðsjúkra inn á almennt sjúkrahús hafi markmiðið verið að leggja áherslu á að um væri að ræða sjúkdóma rétt eins og magasár og beinbrot. „Talið var að þetta myndi hugsanlega draga úr fordómum í garð geðsjúkra," segir Guðný. „Einnig hefur komið í ljós að þetta er ákveðinn akkur fyrir sjúkrahúsið í heild. Við sinnum auðvitað verkéfnum sem berast frá öðrum deildum, eigum við þær samráð. Sumir sjúklingar reynast eiga betur heima hjá okkur en hinum deildunum. Þá er þetta mjög handhægt, búið er að skrifa sjúk- linginn inn og því lítil skrif- finnska sem bætist við.“ - Hvað er þjónusta geðsviðsins umfangsmikil í tölum? „Hjá okkur eru nú um 130 manns í fullu starfi. Legudagar voru alls í fyrra rúmlega 50.000 og var það þriðjungur af heildar- legudagafjölda sjúkrahússins. Að meðaltali voru liðlega 130 sjúk- lingar í meðferð á geðsviði á hverjum degi en göngudeildar- sjúklingar eru þá undanskildir. Því miður hafa framlög til sviðs- ins verið skorin niður og meðal annars lokað deild sem var heim- ili 12 sjúklinga." - Hefur meðferð geðsjúkra breyst mikið á undanförnum ára- tug? „Það er mjög ör þróun í með- ferð með lyfjum og stöðugt að koma fram ný og betri lyf með minni aukaverkanir. Þetta eykur að sjálfsögðu lífsgæði skjólstæð- inga okkar sem er mjög gleðilegt. En meðferðin er að öðru leyti að þróast á þann veg að þeir sem eru veikastir og þurfa mesta að- hiynningu fá sem fyrr vist á stofnuninni en aðrir á dag- og göngu- deildum. Hér á sjúkrahúsinu í Foss- vogi er bráðamóttöku- deild á A-2. Einkum er hér um að ræða greiningu og fyrstu aðgerð- ir, kannski tekin ákvörðun um fyfjagjöf. Einnig erum við hér með svo- nefndar raflækningar sem notað- ar eru til dæmis þegar þunglyndi er á mjög alvarlegu stigi. Hér er auk þess sjúkraþjálfun, iðjuþjálf- un, stuðnings- og meðferðai-við- töl, félagsleg þjónusta og svo framvegis. Við höfum því margs ► Guðný Anna Arnþórsdóttir er fædd 1951. Hún lauk BS- prófi í hjúkrunarfræði árið 1977, prófi í kennslu- og upp- eldisfræði 1979 og meistara- prófi í geðhjúkrun og sljórnun við Colorado-háskóla 1995. Einnig hefur hún stundað kennslu við Háskóla Islands, var um hríð hjúkrunarfræð- ingur á geðdeild Landspítal- ans en hóf störf sem hjúkrun- arframkvæmdastjóri Geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur 1989. A þessu ári eru 30 ár síðan geðsvið sjúkrahússins var sett á stofn. Guðný á tvö börn, eiginmað- ur hennar er Hjálmar Kjart- ansson. konar úrræði. Síðan erum við með langlegudeild í Arnarholti en göngu- og dagdeildir á Hvíta bandinu á Skólavörðustíg. Við tökum í auknum mæli mið af umhverfi og öllum aðstæðum sjúklingsins, þá ekki síst fjöl- skyldu hans, reynum að líta heildrænt á vandann.“ - Eru það einnig'lifnaðarhætt- ir, mataræði, hreyfmg og þess háttar sem era kannaðir? „Jafnvel, það eru ákveðnir þættir sem geta ýtt undir sjúk- dóminn og valdið því að einstak- lingur verði enn veikari en ella. Fræða þarf bæði hann og að- standendur hans um þessa þætti svo að auðveldara verði að varast þá. Eg er ekki að tala um að kort- leggja allt í lífi sjúklingsins en leggja línumar til að auka lífsgæði hans eins og hægt er. En þama er alltaf mjótt einstigi, forðast þarf of mikla forsjárhyggju en beita samt fagþekkingu." - Ekki er gert ráð fyrir geð- deild á væntanlegum barnaspít- ala á Landspítalalóðinni. Væri ekki þörf á henni? „Geðsjúk böm og unglingar fá núna meðferð hjá Bama- og unglinga- geðdeild Landspítal- ans, BUGL. En ég ætla að láta nægja að vísa í skýrslu sem unn- in var fyrir heilbrigðisráðherra um stefnumótun í geðheilbrigðis- málum, ég tók þátt í vinnunni. Þar er rætt um að styrkja þurfi BUGL en einnig að með- ferð barna og unglinga verði for- gangsverkefni og þá með for- varnir í huga. Lagt er til að stofn- uð verði bráðamóttökudeild fyrir börn og unglinga á Landspítala- lóðinni og þjónusta veitt í nýjum barnaspítala.“ Þriðjungur af heildarlegu- dagafjölda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.