Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sorpsamlag Eyjafjarð- ar og Akureyrarbær Umhverfís- fræðingur ráðinn fljótlega ALLS bárust 10 umsóknir um starf umhverfisfræðings hjá Sorpsamlagi Eyjafjarðar og Akureyrarbæ en stefnt er að því að ráða í stöðuna til tveggja ára. Umsækjendur eru: Baldur Gunn- laugsson, Guðmundur Sigvaldason, Jóhannes Arnason, Sonja S. Gústafsdóttir og Valur Þ. Hilmars- son, öll á Akureyri, Ómar Banine, Blönduósi, Ragnar B. Pálsson, Reykjavík, Albert S. Sigurðsson, Finnlandi, Gunnar H. Kristinsson, Danmörku, og Hafdís Hjálmars- dóttir, Þýskaiandi. Sigríður Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri stjórnsýslu- og upp- lýsingasviðs Akureyrarbæjar, sagði sérstaklega ánægjulegt hversu margar og góðar umsóknir bái'ust. Hún sagði stefnt að því að ráða í stöðuna í lok þessa mánaðar eða í byrjun þess næsta. Starfssvið umhverfisfræðings lýt- ur m.a. að stjómun verkefnis um umhverfísáætlanir, skipulagningu fræðslu um umhverfísmál, sam- starfí við almenning, félagasamtök og fyriræki og aðstoð við sveitar- stjórnir á svæði Sorpsamlags Eyja- fjarðar. ------------ Aðventukvöld í Dalvíkurkirkju AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Dalvíkurkirkju sunnudagskvöldið 13. desember og hefst það kl. 20.30. Sr. Hulda M. Helgadóttir flytur hugleiðingu, Barnakór Dalvíkur- skóla syngur undir stjórn Sigrúnar Ásgeirsdóttur, Kór Dalvíkurkirkju syngur undir stjórn Hlínar Torfa- dóttur. Almennur söngur og einnig verður lesin jólasaga. Kaffí verður á könnunni á eftir. Morgunblaðið/Kristján S Islenskt handverk á Steinhólum SÝNING á íslensku handverki af ýmsu tagi verður opnuð á Stein- hólum í Eyjafjarðarsveit í dag, föstudaginn 11. desember, og verður hún opin fram til jóla frá kl. 13 til 21 daglega. A sýningunni kennir margra grasa, tréverk, málverk, málaðir steinar og munir úr horni svo eitthvað sé nefnt og eru hand- verksmennirnir bæði af heima- slóð og einnig lengra að. ^ Á myndinni er Kristján Óskarsson innan um muni á sýn- ingunni. FSA og Starfsmannafélag Akureyrarbæjar Nýr vinnustaðasamn- ingur undirritaður FULLTRÚAR Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, FSA og Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar, STAK, undimtuðu nýjan vinnu- staðasamning í vikunni og er þar um að ræða útfærslu á kjarasamn- ingi í nýtt launakerfi. Samningurinn nær til um 300 starfsmanna FSA í nánast öllum starfsgi-einum og gild- ir frá 1. aprfl sl. til 30. apríl árið 2000. Áður hafði STAK undirritað sambærílega samninga við Heilsu- gæslustöðina á Akureyri og Verk- menntaskólann á Akureyri. í kjarasamningi STAIi og ríkisins frá síðasta ári voru aðilar sammála um að taka upp nýtt launakerfi er taki gildi 1. apríl 1998. Aðlögunar- nefndir FSA og STAK eru sammála um markmiðið með samkomulaginu sé að launakerfíð verði sveigjanlegra og skilvirkara en eldra kerfí og taki í auknum mæli mið af þörfum og verkefnum stofnana og starfsmanna þehra. Jafnframt að ákvarðanir um launaröðum séu teknar með mál- efnalegum hætti. Arna Jakobína Björnsdóttir, for- maður STAK, sagði að með þessari yfirfærslu í nýtt launakerfí væri verið að skipuleggja hlutina upp á nýtt og að breytingin þýddi að starfsfólk fengi einhverja kaup- hækkun. Launahækkunin 12-15% Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri FSA, sagði að launahækkunin væri á bilinu 12-15%. Hann sagði hins vegar ekki hafi enn verið tekið tillit til þessara breytinga á fjárlög- um. „Það var ekki hægt að halda þessu fólki lengur frá útfærslu kjarasamnings og ég vonast því til að hlutirnir komi til með að ganga upp,“ sagði Halldór. Ai-na Jakobína sagðist ánægð með að samningurinn væri í höfn. Hún sagði ástæðuna fyrir því að ekki var skrifað undir fyrr en í vik- unni vera þá, að samningagerðin hafi tekið nokkurn tíma, auk þess sem aðilar hafi ekki farið að tala saman af alvöi-u fyrr en í október sl. Betri endurskoðun á starfinu „Við leggjum áherslu á að þetta nýja launakerfi fái að þróast áfram á jákvæðan hátt, bæði fyrir starfs- menn og FSA og að báðir aðilar hafi hag af. Þetta launakerfi býður upp á það að starfsfólk getur fengið mun betri endurskoðun á starfí sínu en áður. Félagið er þar með einnig með formlegum hætti komið með samstarfsnefnd við stofnunina, en áður töluðum við saman í gegnum fj ármálaráðuneytið.“ : Morgunblaðið/Kristján NEMAR á 1. ári í hjúkrunarfræði tóku próf á Akureyri og ísafirði í gær með aðstoð fjarkennslubúnaðar. Próf með aðstoð fj arkennslubúnaðar Jólaundir- búningur í Gamla bæn- um í Laufási STARFSDAGUR á aðventu í Lauf- ási verður haldinn á sunnudag, 13. desember, og hefst hann með helgi- stund í kirkjunni kl. 13.30. Að henni lokinni hefst dagskrá í Gamla bæn- um þar sem fram fer jólaundirbún- ingur eins og tíðkaðist hér á landi fyrir 100 árum. I baðstofu verður fólk við iðju sína, kertagerð, tóvinnu og þar verður einnig skorið út laufabrauð. I eldhúsi verður laufabrauðið steikt og á hlóðum sýður hangikjötið og gefst gestum færi á að bragða á því. I stofunni verður setið við að útbúa jólaskraut og þar verður sýnishorn af jólabrauði eins og tíðkaðist á borðum. Starfsfólk Minjasafnsins á Akur- eyri hefur tekið saman smábækling um jólahald á íslandi á fyrri tímum og geta gestir fengið hann keyptan fyrir 100 krónur. Einnig verður boðið til kaups heitt kakó og pipar- kökur og eru það nemendur grunn- skólans á Grenivík sem annast þær veitingar. Heyrst hefur af ferðum jóla- sveina á þessum slóðum og ættu þeir að verða á hlaðinu í Laufási um kl. 14.30. Munu þeir drífa unga sem eldri með sér í hringdans kringum jólatré sem er fyrir framan Gamla bæinn. Aðgangseyrir að hátíðinni er 200 krónur fyrir eldri en 12 ára en ókeypis fyrir þá sem yngri eru. NEMENDUR á 1. ári í hjúkrunar- fræði við heilbrigðisdeild Háskól- ans á Akureyri þreyttu í gær próf með aðstoð Qarkennslubúnaðar, en þetta eru fyrstu próf sinnar tegundar við háskólann. Nemend- urnir eru að ljúka fyrsta misseri þar sem kennt er í einu nemend- um á Akureyri og Isafirði, alls eru þeir 35 og stunda 9 þeirra nám á ísafirði. Alls verða fimm próf tekin með þessum hætti, en próf hjúkrunar- fræðinemanna eru svokölluð sam- keppnispróf þar sem 35 nemend- ur keppa um 30 sæti á næsta misseri. Samningur um fjar- kennslu kveður einnig á um að minnst 5 nemendur séu við nám á ísafirði. Elsa B. Friðfinnsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar, sagði að mikið álag væri á nem- endum vegna samkeppninnar um að komast áfram. „Þetta er gífur- leg pressa," sagði Elsa. Ástæðu þess að ekki er unnt að hafa fleiri nemendur en 30 sagði hún vera að í verknámi á 3. og 4. ári í sér- greinum hjúkrunarfræðinnar kæmust ekki fleiri nemar að á sjúkrahúsunum, einkum á smærri deildum, s.s. geð- og barnadeild- um. Þrýst hefur verið á skólana að fjölga nemum en skoriur er á hjúkrunarfræðingum, en leysa þarf úr ýmsum málum áður en það verður hægt. Þar sem mikið er í húfi þurfti að mörgu að hyggja áður en próf hófust. Þannig fengu allir nem- endur möppu með prófnúineri sem þeir svo merkja inn á úr- lausnir sínar, kennari veit því ekki hver á viðkomandi prófúr- lausn fyrr en búið er að yfirfara lausnir og skila þeim inn á skrif- stofu háskólans. Fjarbúnaðurinn var í gangi meðan á prófinu stóð og gátu nemendur á Isafirði þannig gefið kennara til kynna vildu þeir fá aðstoð. Þá brá kenn- ari sér út úr prófstofunni á Akur- eyri og hafði samband við við- komandi nemanda um GSM-síma. „Við höfum þannig með öllum ráðum reynt að koma í veg fyrir að annar liópurinn búi við betri aðstæður en hinn. Mér sýnist þetta hafa gengið vel,“ sagði Elsa eftir prófið í gær. Fyrirkomulag kennslunnar hefur ýtt kennurum út í að nú- tímavæðast í kennsluháttum að sögn Elsu og hafa nemendur einnig grætt á því, en með því að skoða á Netinu hvað liggur fyrir í næstu kennslustund hafa þeir undirbúið sig betur og skoðana- skipti eru meiri. Byggðamál Sem fyrr segir stunda 9 nem- endur námið á ísafirði, en að fjöl- skyldum þeirra meðtöldum er um að ræða 30-40 manna hóp, um 1% íbúa ísafjarðar. „Ef þetta námstilboð hefði ekki verið fyrir hendi stefndi í að þetta fólk hefði þurft að flytja burt til að stunda námið, þannig að þetta er mikil- vægt skref í byggðamálum," sagði Elsa. Blómaval Giljagaur gefur pakka GILJAGAUR kemur í heimsókn í Jólalandið í Blómavali á Akur- eyri í dag, föstudaginn 11. des- ember, og verður þar frá kl. 17 til 18, en hann verður á staðnum alla daga fram til jóla á þessum sama tíma. Að þessu sinni hefur hann með í för gjafapoka mikinn sem inni- heldur ýmsan skjólfatnað sem ætlaður er stríðshrjáðum börn- um úti í heimi. I samvinnu við Blómaval, Glófa og Kassagerðina gefur Giljagaur öllum þeim börn- um sem heimsækja hann í Jóla- landið jólapakka sem hann mælist til að börnin fari með að „Jólatré allra barna“ á Norður- pólnum og afhendi pakkann í jólapakkasöfnun Norðurpólsins. Góðir hálsar í Dalvíkur- kirkju BARNAKÓRINN Góðir hálsar heldur tónleika í Dalvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 12. des- ember kl. 16. Á efnisskránni eru jólalög frá ýmsum löndum og ýmsum tím- um. Kórinn sem starfræktur hef- ur verið við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal á þriðja ár stefnir á ferð til Finnlands með vorinu. Þar mun hann taka þátt í barna- kóramóti í Helsinki og syngja tónleika í Borgá sem er vinabær Dalvíkur. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum á laugardag en við útganginn er tekið á móti styrktarframlögum sem renna í fararsjóð. Einnig verður selt kaffí gegn vægu verði í safnaðar- heimilinu eftir tónleikana. Kór- inn stendur í ströngu þessa dag- ana við að syngja jólalög fyrir starfsmenn fyrii'tækja og stofn- ana sem þess óska enda fátt bet- ur fallið en fallegur barnasöngur til að koma mönnum í jólaskap. Stuðmenn á Akureyri STUÐMENN leggja land undir fót um helgina og verða á Akur- eyri á föstudag, fyrst á tónleik- um í Kompaníinu sem áður hét Dypheimar, og síðan í Sjallanum. Á laugardag mun sveitin árita nýju plötuna Hvílík þjóð! í Bókval kl 16, síðan koma Stuð- menn fram á styrktarsarnkomu fyrir börn frá Bosníu í Iþrótta- skemmunni kl. 21 og síðan verð- ur klykkt út með stórdansleik í Sjallanum á laugardagskvöldið. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á morgun, laugardag. Kirkju- skóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á morgun, laugardag. Helgi- stund í Laufáskirkju kl. 13.30 á sunnudag, í upphafí dagski'ár í Gamlabænum. Aðventukvöld verður í Grenivíkurkirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöld, 13. des- ember, með fjölbreyttri dagskrá. Ræðumaður er Halldóra Bjai’na- dóttir hjúkrunarfræðingur. Aðventukvöld í Glerárkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 13. desember og hefst það kl. 20.30. Kristinn G. Jóhannsson listmálari flytur aðventuhugleið- ingu. Að venju verður mikill söngur, en kór Glerárkirkju ásamt bamakór syngja. Hátíð- inni lýkur með ljósaathöfn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.