Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 16

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutafjárútboð í Fram - Fótboltafélagi Reykjavíkur hf. hefst á mánudag Hlutabréf í boði fyrir 30 milljónir á genginu 1,15 KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Fram verður fyrsta íslenska íþróttafélagið sem fer á hlutabréfamarkað en hlutafjárútboð í félaginu fyrir 30 miljónir króna á nafnvirði á genginu 1,15 hefst á mánudag. Hlutafélagið Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur hf. hefur verið stofnað til þess að fjármagna endurskipulagningu í knattspyrnustarfsemi félagsins. í fjögurra ára rekstraráætlunum er stefnt á að félagið snúi 5,7 milljóna króna taprekstri í 8,7 milljóna króna hagnað eftir skatta árið 2001. I hlutafjái-útboði Fótboltafélagsins verður hverjum kaupanda heimilt að skrá sig fyrir hlutabréfum fyrir allt að einni milljón ki-óna að nafnvirði. Verðbréfastofan hf. og Kaupþing hf. munu annast sölu bréfanna og verður sölutímabilið frá 14. desember til 31. desember. Kaup á hlutabréfúm eru frádráttarbær frá skatti. Stjórn Fram hyggst sækja um skráningu fé- lagins á Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands snemma árs 1999. Skuldir knattspyrnudeildar Fram nema nú um 45 milljónum króna en félagið tapaði umtalsverðum fjár- hæðum er liðið lék í 2. deild árið 1996. Með stofnun Fram - Fótbolta- félags Reykjavíkur, sem tekur yfír rekstur meistaraflokks og 2. flokks deildarinnar, verður starfsemi knattspyrnudeildar endurskipulögð. Hlutafé hlutafélagsins, sem er skuldlaust, er 44,5 milljónir króna. Aðalsjóður Fram á ráðandi hlut í hlutafélaginu og ef hlutaféð selst í útboðinu verður hlutur aðalstjórnar 60% en hlutur annarra 40%. Stefnt á meistaratitil árið 2001 Gerð hefur verið rekstraráætlun hlutafélagsins til fjögurra ára sem felur í sér að rekstrartekjur aukist úr 27 milljónum króna árið 1997 í 78,8 milljónir króna árið 2002. í rekstraráætlun hlutafélagsins er gert ráð fyrir að rekstur þess skili hagnaði upp á 8,7 milljónir króna eftir skatta í lok tímabilsins. Á þess- um tíma stefnir félagið að því að ná 3. sæti á næsta ári og meistaratitli árið 2001 auk góðs árangurs í bikar- keppni og Evrópukeppnum. Á tíma- bilinu er einnig stefnt að því að Yfirlit yfir rekstur knattspyrnudeildar Fram árin 1994-1997 og rekstraráætlun Fótboltafélags Reykjavíkur hf. 1999-2002 Allar upphæðir eru í milljónum króna Knattspyrnudeild Fram w 1994 1995 1996 1997 Reykjavíkur hf. 1999 2000 2001 2002 Framlög og styrkir 1,0 3,0 2,6 3,1 4,2 4,4 5,0 5,1 Tekjur af knattspyrnumótum 5,3 6,8 2,8 5,4 10,4 14,2 18,7 44,1 Auglýsingatekjur 12,0 5,5 3,7 4,2 11,6 13,1 13,4 17,9 Húsa- og vallarleigutekjur 0 3,0 4,7 4,0 - - - - Sölustarfsemi 6,7 4,4 4,0 3,3 4,5 5,5 5,5 7,5 Aörar tekjur 6,0 17,1 9,3 4,5 3,1 7,6 12,6 2,6 Eigin fjáröflun 2,0 2,8 2,6 2,5 1,6 1,6 1,6 1,6 Rekstrartekjur samtals 33,0 42,7 29,7 27,0 35,4 49,4 56,7 78,8 Rekstrargjöld samtals 30,3 38,5 35,6 29,4 36,9 44,3 48,7 63,5 Fjármagnsgjöld (2,0) (2,0) (2,8) (3,3) 1,6 0,8 0 0 Greiðsla til knattspyrnudeildar - - - - - (0,6) (0,8) (1,5) Tekju- og eignarskattar - - - - 0 (1,9) (2,6) (5,0) Hagnaður (tap) ársins 0,6 2,2 (8,7) (5,7) 0 3,4 4,6 8,7 Morgunblaðið/Jón Svavarsson HLUTAFJÁRÚTBOÐ í Fram - Fótboltafélagi Reykjavíkur hf. var kynnt á blaðamannafundi í gær. Á fundinum kom fram að félagið stefnir að meistaratitli árið 2001. fjölga áhorfendum í 1.500 að meðal- tali á hvern heimaleik, en það er sambærilegt og áhorfendafjöldinn var hjá félaginu um 1990 þegar það náði sem bestum árangri. Einnig er stefnan að selja leikmenn til liða í Evi’ópu. „Talsverð áhætta“ Stefán Hilmarsson, gjaldkeri að- alstjórnar Fram, segir að rekstrará- ætlun hlutafélagsins sé varlega áætluð enda sé ekki gert ráð fyrir neinum tekjum af sjónvarpsrétti af leikjum í Évrópukeppni, enda um óvissar tekjur að ræða. „Markmið okkar er að koma félaginu aftur í fremstu röð meðal íslenskra knatt- spyrnuliða. Ef það tekst eykst áhorfendafjöldi og möguleiki liðsins til þess að taka þátt í Evrópukeppn- um. Þá er eitt að markmiðum okkar að hlúa betur að ungum leikmönnum félagsins með því að fá færa þjálfara til liðs við okkur. Félagið ætlar að byggja á þeim leikmönnum sem fyr- ir eru en fá nokkra innlenda og er- lenda leikmenn til þess að styrkja leikmannahópinn og verður það fé sem fæst með hlutafjárútboðinu meðal annars notað til þess.“ Stefán segist hafa fundið fyrir talsverðum áhuga hjá fjái-festum og almenningi að kaupa hlut í hlutafé- laginu. „Ég sé fyrir mér að hluta- bréfakaup í Fram verði góð viðbót fyrir hlutafjáreigendur. Jafnframt er skemmtilegt fyrir Framara að eiga hlut í félaginu sínu. Vissulega er fjárfesting í íþróttafélagi talsverð áhætta en hún tekur mið af allt öðr- um þáttum heldur en áhætta sem felst í kaupum í öðrum hlutafélög- um, sem skráð eru á verðbréfamark- aði. Gengi gjaldmiðla hefur ekki áhrif á gengi hlutabréfa í íþróttafé- lagi með sama hætti og í sjávarút- vegsfyrirtækjum. Þess heldur skipt- ir gengi liðsins á knattspyrnuvellin- um miklu meira máli.“ Stefán sagði að tekið hefði tals- verðan tíma að undirbúa hlutafjár- útboð'ð og því hefði desember orðið fyrir valinu, en tímasetningin skemmdi ekki fyrir því um þetta leyti velti fólk hlutabréfakaupum talsvert fyrir sér vegna skattaaf- sláttar. Kennitölusöfnun enn í rannsókn Hæsta gengi 2,56 ENN liggur engin niðurstaða fyrir í rannsókn bankaeftirlits- ins á kennitölusöfnun fjáimála- fyrii-tækjanna í hlutafjái-útboð- um ríkisbankanna. Unnið hefur verið að rannsókninni frá því í lok nóvember. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins stendur gagnavinnsla enn yfir hjá bankaeftirlitinu og er niður- stöðu ekki að vænta fyrr en í íyrsta lagi í næstu viku. Á meðan heldur slagur fjár- málafyi’irtækjanna áfram um kaup á kennitölum landsmanna. Við lokun í gær buðu Handsal og Fjárvangur hæst eða 2,56 fyrir hverja kennitölu. Til sam- anburðar er fast gengi á þeim 350 milljónum ki-óna nafnverðs sem boðnar era út 2,15. Ljóst er að til verulegrar skerðingar mun koma og er jafnvel rætt um að allt að 40 þúsund ein- staklingar skrái sig fyrir hlut í bankanum áður en útboðinu lýkur í dag. íslenska álfélagið Hópbilar taka við akstri starfsmanna UM NÆSTU áramót verða breytingar í akstursmálum starfsmanna íslenska álfélags- ins í Straumsvík, ÍSALS. Fyr- irtækið Hópbílar hf. mun taka við akstrinum af Vestfjarðaleið sem hefur veitt ÍSAL þessa þjónustu síðan í byrjun áttunda ái’atugarins. Rannveig Rist, forstjóri ISALS, segir að ástæða breyt- ingarinnar sé sú að í rekstrar- umhverfí nútímans verði að fara með alla samninga af þeiiri stærðargráðu, sem hér um ræðir, í útboð til að ná fram sem mestu hagræði. „Þessi samningur er upp á um 42 milljónir á ári og er því um kostnaðarþátt að ræða, sem eðlilegt er að bjóða út. Vest- fjarðaleið hefur vissulega verið nokkurs konar tákn okkai’ í gegnum tíðina en í útboðinu var töluverður munur á tilboðunum sem bárust og Hópbílar hf. buðu lægst,“ sagði Rannveig. S Hlutabréf Islandsbanka 107 milljónn kr. viðskiptí á VÞÍ VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð- bréfaþingi Islands námu alls 160 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með bréf í íslandsbanka eða fyr- ir 107 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 2,4%. 28 milljón króna viðskipti voru með hlutabréf í Flugleiðum og lækkaði gengi þeirra um tæpt 1%. Nokkur félög hækkuðu í verði í gær og hækkuðu hlutabréf Eignarhaldsfélags _ Alþýðubankans mest, eða um 5,7%. Urvalsvísitala að- allista hækkaði um 0,72%. Tilkynnt utanþingsviðskipti með hlutabréf námu 202 milljónum króna, mest með FBA fyrir 101 milljón króna á genginu 1,40 til 1,83. Á VÞÍ námu viðskipti með FBA 11 milljónum króna. Ávöxtunarkrafa skammtíma- bréfa hækkar Alls námu viðskipti á Verðbréfa- þingi 866 milljónum króna, mest með spariskírteini, 310 milljónir króna og húsbréf, 256 milljónir króna. í Mark- aðsyfírliti Landsbanka íslands kem- ur fram að birting visitölu neyslu- verðs þar sem verðhjöðnunin reynd- ist vera 2,6% hafí valdið nokkurri hækkun ávöxtunarkröfu á stuttum verðtryggðum bréfum og jafnframt lækkun á löngum verðtiyggðum bréfum í gær. „Frá því að Lánasýslan lýsti því yfir 15. október að hún myndi nota allt að 2 milljörðum til kaupa á lengstu spariskírteinum hefur ávöxt; unarkrafa þeirra lækkað verulega. I dag (í gær) hins vegar hækkaði krafa bréfanna um 5 punkta frá því í gær (miðvikudag) og er það til marks um það að líklegt er að Lánasýslan sé langt komin með að ráðstafa þessum 2 milljörðum. Ef viðskipti með flokk- inn á VÞI frá 15. október eru skoðuð sést að heildarveltan með bréfín nemur um 1,6 milljörðum. Það má því búast við því að ávöxtunai-krafa bréfanna hafi náð botninum að sinni,“ að því er fram kemur í Mark- aðsyfírliti Landsbankans. MR-búðin í nýtt húsnæði MR-BÚÐIN verður opnuð á nýj- um stað klukkan 8 í dag, á Lynghálsi 3. Verslunarplássið tvöfaldast frá því sem verið hef- ur á Laugavegi 164 auk þess sem birgðageymslur eru ólíkt rúmbetri og bflastæði næg. Mjólkurfélag Reykjavíkur, eigandi MR-búðarinnar, hefur rekið verslun undir þessu nafni í rúm 40 ár á Laugavegi 164. Sigurður Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri mjólkurfélagsins, segir að starfsemi MR-búðar- innar hafi vaxið á undanförnum árum og gengið vel en pláss- leysi innanhúss og ekki síður utan hafí háð rekstrinum. Fyrr á árinu keypti mjólkurfélagið húsnæði fyrir verslunina á Lynghálsi 3 og hefur nú selt síðasta hluta hússins á Lauga- vegi 164 en þar voru höfuð- stöðvar og meginhluti starfsemi félagsins í áratugi. Kaffíhorn í hestadeildinni MR-búðin hefur lagt áherslu á sölu girðingarefnis, sáðvara, fóðurs, garðyrkjuáhalda, einnig Morgunblaðið/Ásdís FORSVARSMENN MR-búðarinnar. F.v. Björn Björnsson, Fannar Bergs- son, Ásdís Kjerúlf, Höskuldur Sæmundsson og Gunnar Már Gunnarsson. vörur fyrir hestamenn og fjöl- breytt úrval af rekstrarvörum fyrir bændur. Með betri að- stöðu verður vöruúrval stór- aukið. Meðal nýjunga er kaffi- horn í hestavörudeildinni en þar geta viðskiptavinir sest nið- ur og skoðað myndbönd og fengið féttir úr hestamennsk- unni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.